Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 FRÉTTIR 3 AFSKRIFA MILLJÓNASKULDIR RUNÓLFS Afskrifað hjá umboðsmanni Nýráðinn umboðsmaður skuldara, Runólfur Ágústs- son, fær tugi milljóna króna afskrifaðar hjá Sparisjóðnum í Keflavík út af hlutabréfa- kaupum í Háskólavöllum ehf. 2007. Um embætti umboðsmanns skuldara: „Embætti umboðsmanns skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögum um embættið nr. 100/2010. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstakl- inga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns þegar það tekur til starfa 1. ágúst.“ UMBOÐSMAÐUR þann 20. desember, í blálok árs 2008. Skuldirnar sem um ræðir eru því skuldir Runólfs en ekki Steinbergs því sá fyrrnefndi stofnaði til þeirra en ekki sá síðarnefndi. Árangurslaust fjárnám eða gjaldþrot Staða þessa félags Runólfs er því sú að Sparisjóðurinn í Keflavík þarf annað- hvort að gera árangurslaust fjárnám hjá félaginu, en engar persónulegar ábyrgðir voru fyrir hendi þegar Run- ólfur fékk lánið, eða gefa þarf félagið upp til gjaldþrotaskipta. Engar eignir eru inni í félaginu, nema hlutaféð og hlutabréfin í Icebank, og er því lítið að sækja þangað fyrir sparisjóðinn, annað en umrædd hlutabréf sem eru lítils virði. Fjárnámsleiðin er því ekki heppileg fyrir sparisjóðinn auk þess sem leggja þyrfti út í nokkuð háan kostnað, um 400 þúsund krónur, vegna fjárnámsaðgerðarinnar. Skárri kosturinn fyrir sparisjóðinn er því sá að Obduro verði gefið upp til gjald- þrotaskipta. Sama hvor leiðin er farin er ljóst að Sparisjóðurinn í Keflavík er orð- inn eigandi að verðlausum hluta- bréfum Obduro í Sparisjóðabank- anum því veðið fyrir láninu hlýtur að hafa verið í þessum bréfum sem keypt voru. Einnig er ljóst að spari- sjóðurinn þarf að afskrifa lán Runólfs og Obduro. Hefur ekki fylgst með félaginu Runólfur segist aðspurður ekki hafa fylgst með félaginu eftir að hann seldi Steinbergi það árið 2008 og þar af leiðandi geti hann ekki svarað spurn- ingum um stöðu þess. Hann bendir blaðamanni þess í stað á að ræða við Steinberg um málefni félags- ins. „Nei, ég veit það ekki og get því ekki tjáð mig um hana því ég hef ekki fylgst með þessu... Þú verður bara að spyrja núverandi eiganda félagsins.“ Runólfur vill ekki gangast við því að hann beri ábyrgð á þessum skuldum þar sem hann segist hafa selt félag- ið á meðan það var í plús. Runólfur bendir því á Steinberg sem eignaðist félagið með skuldum Runólfs. Aðspurður hvort honum finn- ist við hæfi að hann gegni emb- ætti umboðsmanns skuldara í ljósi þess að hann skilur eftir sig skulda- hala upp á meira en hálfan milljarð króna og hvort honum finnist að aðr- ir skuldarar í bankakerfinu eigi þá að fá sams konar meðferð og hann segir Runólfur: „Þessi viðskipti voru eðli- leg. Þarna var ekkert óeðlilegt á ferð- inni eða ólöglegt.“ Þráspurður hvort honum finn- ist það við hæfi að hann gegni þessi embætti umboðsmanns skuldara í ljósi þessara skulda sem hann stofn- aði til og vegna þess að afskrifa þurfi skuldirnar segir Runólfur. „Ég vísa í fyrri svör. Ég vísa í fyrri svör... Það er ekki mitt að svara því.“ Aðspurð- ur hvort honum finnist ekki óábyrgt að hafa tekið svo hátt lán sem nú þarf að afskrifa segir Runólfur aftur að viðskiptin hafi verið að frumkvæði bankans og hafi verið eðlileg. DV hafði samband við Steinberg Finnbogason til að spyrja hann um viðskiptin. Steinbergur hafði ekki tíma til að ræða við blaðamann og sagðist vera á hinni línunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.