Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 ERLENT 17 „Uppljóstrun WikiLeaks er stað- festing á hlutum sem maður hefur verið að lesa, og hefur verið hald- ið fram,“ segir St efán Pálsson, for- maður Samtaka hernaðarandstæð- inga. Hann segir kaldhæðnislegt að nú hafi sjálfur Bandaríkjaher stað- fest grun margra um að Banda- ríkjamenn og bandalagsþjóðir eigi á hættu að tapa stríðinu í Afganist- an. „Þetta sýnir að NATO sé í raun- inni ekki að ná þeim árangri, sem bandalagið hefur látið í skína. Nú hefur það verið staðfest af hernum sjálfum. Það er óskandi að lekinn geti haft talsverð áhrif á umræð- una í Bandaríkjunum,“ segir Stef- án. „Afganistanstríðið hefur alla tíð verið selt skattborgurum og stjórn- málamönnum í Bandaríkjunum og í NATO-löndunum út á loforð um einhverjar dagsetningar, iðu- lega sagt að eftir tvo mánuði eða tvö ár muni menn sjá einhverja breytingu og menn verði að þola að auka í herliðinu núna, en síðan eft- ir ár verði hægt að fara að fækka og þar fram eftir götunum. Þessi leki felur í sér viðurkenningu á því að þeir eru ekkert að nálgast það og að menn séu ekki nálægt þeim stað að stjórnarherinn í Afganistan geti leyst þá af hólmi. Það hefur ein- kennt þetta stríð að markmiðunum er sífellt breytt. Nú heyrist manni að aðalmarkmiðið nú sé að menn tapi allavega ekki Pakistan líka,“ segir Stefán Pálsson. „Obama hef- ur grafið sér þá gröf að lofa skjót- um sigrum í Afganistan og látið sig dreyma um að kalla heim her- mennina um það leyti sem hann mun sækjast eftir endurkjöri, Wik- iLeaks-skjölin sanna að það verður einhver skrípaleikur ef þeir draga herliðið heim þá.“ helgihrafn@dv.is Formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir WikiLeaks-skjölin staðfesta grun margra: Bandaríkjamenn gætu tapað stríðinu Vond staða í Afganistan Stefán Pálsson segir skjölin sýna fram á það sem margir hafi áður haldið fram, að Bandaríkjamenn séu í miklum vanda staddir í Afganistan. MYND KRISTINN MAGNÚSSON AFHJÚPUN WIKILEAKS Að Bandaríkjaher notar í síaukn- um mæli fjarstýrðar árásarflugvélar til að kanna vígvelli og ráðast á skot- mörk í Afganistan, en þær eru þó mun ófullkomnari en opinberlega hefur verið talið. Að CIA, bandaríska leyniþjónust- an, stundar umfangsmikinn hernað í Afganistan. En skýrslurnar draga auk þess upp mynd af daglegu lífi í stríðinu í Afgan- istan og ýmsum skelfilegum atburð- um þar sem almennir borgarar lenda í skotlínunni fyrir mannleg mistök. Uppljóstrari Julian Assange, forsprakki WikiLeaks, heldur á forsíðu Guardian í Lundúnum á mánudaginn. REUTERS Stríðið fegrað WikiLeaks-skjölin þykja sýna að Bandaríkjaher sé mun verr staddur í stríðinu í Afganistan en áður hefur verið haldið fram. Myndin var tekin á föstudaginn og sýnir bandaríska hermenn styðja við særðan félaga við brennandi stríðsvagn. REUTERS 2009 Desember Obama ákveður að 30 þúsund hermenn verði sendir árið 2010 til viðbótar þeim sem fyrir eru í Afganistan. Samtals 100 þúsund bandarískir hermenn verða í Afganistan þegar fyrirskipunin verður að fullu framkvæmd. REYNDU AÐ HYLMA YFIR DAUÐA NÍTJÁN BORGARA Bandarískir landgönguliðar hófu skothríð í Jalalabad í Afganistan eftir að bíl- sprengja sprakk með þeim afleiðingum að einn hermaður særðist. Nítján óbreyttir borgarar, saklausir vegfarendur sem áttu leið hjá, féllu í skothríðinni. Hermenn- irnir reyndu að hylma yfir atburðinn í skýrslu um atvikið. WikiLeaks-skjölin sýna hvernig bandarískir hermenn, sem skutu 19 saklausa borgara til bana, reyndu að hylma yfir verknaðinn. Hinn 4. mars 2007 var ráðist á sveit bandarískra landgöngu- liða, sem hafði komið til Afganist- an þremur vikum áður, í nágrenni borgarinnar Jalalabad. Lítill sendi- ferðabíll, hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp. Hermennirnir flýðu í dauðans ofboði og hófu skothríð. Þeir skutu í allar áttir með vélbyss- um á hraðbraut og hittu næstum alla sem flæktust fyrir og þar á með- al unglingsstúlkur á akri rétt hjá, fólk í bílum sínum og eldri borgara sem gengu framhjá. Nítján óvopnaðir, al- mennir borgarar féllu og 50 særðust. Ekkert kom fram í skýrslunni En ekkert af þessu kemur fram í upphaflegri skýrslu sem land- gönguliðarnir sjálfir skrifuðu. Í skýrslunni stóð aðeins að könn- unarsveitin hefði snúið heim í herstöðina á flugvellinum í Jalala- bad. Aðeins einn hermaður særð- ist í sprengjuárásinni, en hann var fluttur burt og komst í lækn- ishendur. Hermennirnir sögðust hafa haldið að skotið hefði verið að þeim úr öllum áttum. Eftir að afganskir embættismenn á staðnum tilkynntu um mannfall- ið blossaði upp mikil reiði á með- al íbúa á svæðinu. Mánuði síðar gaf Mannréttindanefnd Afganistan út skýrslu þar sem kom fram að á meðal fórnarlambanna í skothríð- inni hefði verið 16 ára nýgift stúlka sem hefði borið heybagga og 75 ára gamall maður sem gekk heim á leið eftir búðarferð. Í skýrslunni kom fram að hugsanlega hefði ver- ið skotið á hermennina úr einni átt en því vísað á bug að margar skyttur hefði skotið á þá samtímis. Var ekki refsað Bandarískur hershöfðingi viður- kenndi fyrir Afgönum að skothríð- in hefði verið „skelfileg mistök“ og „álitshnekkir“. Hann borgaði fjöl- skyldum þeirra látnu tvö þúsund dollara hverri. Francis Kearney, einn æðsti yfirmaður heraflans í Afganistan sendi hersveitina heim. En hermönnunum var ekki refsað. Næst ákvað landgöngulið Bandaríkjahers að rannsaka at- burðinn sjálft og birti niðurstöð- urnar ári síðar. Þær hreinsuðu hermennina af öllum ásökunum. Hermennirnir „brugðust rétt við og í samræmi við reglur í hernaði,“ sagði Samuel Helland, hershöfð- ingi landgönguliðsins í Afganistan. Rannsóknin stóð yfir í 17 daga og rætt var við 50 vitni. En her- mennirnir fjórir sem skutu úr vopnum sínum þennan örlagaríka dag þurftu ekki að bera vitni. Þeim hafði verið tryggð friðhelgi gegn ákæru. Skutu á heyrnar- lausan mann Shum Khan, sem er heyrnarlaus og mállaus, bjó í litlu þorpi í Malekshay í Afganistan, hátt uppi í fjöllunum. Þegar þungvopnuð hersveit á vegum CIA birtist í þorpinu hans í mars 2007, „hljóp hann í burtu frá hermönnun- um, í hræðslu og fáti“, eins og því er lýst í leyniskýrslu. Hinir leynilegu CIA-sérsveitar- menn kölluðu á hann að stöðva. Khan heyrði ekki í þeim. Hann hljóp því áfram. Sérsveitarmennirnir skutu hann, og vísuðu í reglur bandaríska hersins í skýrslugerð. Khan særðist illa en lifði af. Öldungar úr þorpinu útskýrðu fyrir Bandaríkjamönnunum að þeir hefðu gert hræðileg mistök. Í staðinn náðu sérsveitarmennirnir í skaðabætur. Texti leyniskýrslunnar endar á knappan hátt: „Skaðabæt- urnar voru í formi vista og leiðangur „Element“ [heiti sérsveitarinnar] hélt áfram.“ Skjölin sýna að NATO hefur notast við leynilega, „svarta“ sérsveit, til að elta uppi háttsetta menn í upp- reisnarliði talibana og drepa þá eða handsama án dóms og laga. Yfir tvö þúsund manns eru á dauða- og handtökulista sveitarinnar, sem heit- ir Sérsveit 373 en listinn kallast „Jpel“. Leyniskjölin sýna að í mörgum tilvik- um hefur sérsveitin drepið menn af listanum án þess að reyna að hand- sama þá. Þau sýna einnig að sérsveit- in hefur drepið almenna borgara, saklausa karla, konur og börn - og jafnvel afganska lögreglumenn - sem lentu í skotlínunni. Lengi hefur verið rætt um að af- ganskir borgarar hafi fallið á óút- skýrðan hátt. Sameinuðu þjóðirn- ar sendu árið 2008 erindreka sem kannaði hvort borgarar hefðu verið felldir án dóms og laga. Með uppljóstrun WikiLeaks kem- ur nú í ljós að umrædd sérsveit er ábyrg fyrir dauða margra af þeim sem hurfu af óútskýrðum ástæðum. Mánudagskvöldið 11. júní 2007 fór Sérsveit 373 á stúfana í leit að talibanaforingjanum Qarl Ur-Rah- mann í dalverpi nálægt Jalalabad. Þegar sérsveitarmenn klöngruðust í myrkrinu sáu þeir að vasaljósi var beint að þeim. Þeir hófu skothríð og kölluðu til AC-130-sprengju- flugvél sem breytti svæðinu í eld- haf. Í skýrslunni kemur fram að sérsveitarmennirnir hafi því næst uppgötvað að fólkið sem þeir skutu á í myrkrinu voru afganskir lög- reglumenn, sjö þeirra féllu og fjórir særðust. helgihrafn@dv.is „SVARTA“ SÉRSVEITIN 373 Drápu fyrir slysni AC-130-sprengjuflugvél í árásarham. REUTERS HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Skotinn fyrir mistök Leynilegir sérsveitarmenn CIA skutu heyrnarlausan mann í bakið þegar hann heyrði ekki í þeim. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.