Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 18
BÓNUS JÓNÍNU n Jónína Benediktsdóttir athafna- kona fór á kostum í þætti Guðmund- ar Franklíns Jónssonar á Útvarpi Sögu þar sem hún sagði frá væntanlegri lífs- sögu sinni. Meðal annarra gesta í þættinum var Sverrir Storm- sker sem skaut inn tillögum um efnistökin í bókinni við fremur dræmar undir- tektir Jónínu. „Róaðu þig, Sverrir,“ sagði hún þegar hann var að leggja til hvernig fjallað yrði um Styrmi Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóra. Aftur á móti tók hún því alls ekki illa þegar Stormskerið lagði til að bókin yrði látin heita Bónus. DAVÍÐ FORVIÐA n Sverrir Stormsker er fastapenni Moggans og hefur valdið umtalsverð- um hrolli með sumum skrifa sinna. Þannig sagði Eiður Guðna- son, málvernd- urnarsinni og fyrrverandi ráð- herra, upp blað- inu vegna skrifa Sverris. Hermt er að Sverrir hafi haft af þessu nokkrar áhyggjur og gengið á fund Davíðs Oddssonar ritstjóra í þeim þönkum að hætta að skrifa. Flökku- sagan segir að Davíð hafi orðið for- viða og bent Sverri á að einungis einn áskrifandi væri hættur. Sjálfur væri hann búinn að missa 11 þúsund en sæti þó sem fastast á ritstjórastóli. En þetta kann að vera gamansaga í anda Davíðs. VILL KARLA Í VÆNDI n Fréttamaðurinn hárbeitti Heimir Már Pétursson mætti sem álitsgjafi í Í bítið á Bylgjunni á föstudaginn í síð- ustu viku. Venju- lega er hann mjög skýrmæltur en svo var ekki að þessu sinni. Ann- ar gestur þátt- arins var Halla Gunnarsdóttir, femínisti og ein af málpípum VG. Var meðal annars rætt um mál hór- karlanna sem dregnir hafa verið fyrir dóm. Vildi Halla gera nöfn þeirra opinber. Heimir gaf aftur á móti lítið fyrir málið og fannst það ómerkilegt. Nefndi hann þó að hann vildi sjá karlmenn bjóða blíðu sína. VARÐHUNDUR SÉRHAGSMUNA n Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er einn öflugasti talsmaður sérhagsmuna á Íslandi. Friðrik hefur aldrei, svo vitað sé, bor- ið ábyrgð á öðrum rekstri en þeim sem snýr að samtökum útgerðar- manna sem fá greitt fyrir hvern fisk sem á land kemur. Deilur standa nú milli Friðriks og Pressupennans Ólafs Arnarsonar um það hvort LÍÚ noti afgjaldið af auðlindinni að hluta til að fjármagna óhróður á amx.is. Friðrik sendi yfirlýsingu á Pressuna um að svo væri ekki. Hann segir þó ekkert um viðskipti við Skipaklett ehf. eða önnur fyrirtæki sem standa að vefnum. Svarthöfði á afar bágt með að skilja uppgang tveggja manna innan Samfylkingarinnar. Alveg sama hvað þessir menn gera af sér, hversu mjög sem þeir af- leika, skandalísera og gera í brækurn- ar virðast þessir tveir herramenn alltaf fá ný og ný hlutverk í boði Samfylking- arinnar. Þetta eru auðvitað þeir Einar Karl Haraldsson og Runólfur Ágústs- son en báðir njóta þeir tengsla sinna við ráðherra í ríkisstjórninni. Ýmsir aðrir en Svarthöfði klóra sér í höfðinu yfir þessum tveimur mönnum og spyrja sig að því hvað Samfylking- unni gangi eiginlega til að vera sífellt að bjóða þjóðinni upp á þá. Öfugt við forystu Samfylkingarinnar sér Svarthöfði hreinlega ekki hvað það er sem þeir hafa til brunns að bera sem ætti að gera þá svo mikilvæga að ráða þurfi þá aftur og aftur í há- launastörf á kostnað landans. Að mati Svarthöfða koma þess- ar manna- ráðning- ar sér illa fyrir flokkinn því þó Sam- fylk- ingin vilji hlaða undir þá Einar Karl og Runólf þá eru þeir umdeildir fýr- ar sem njóta ekki mikillar virðingar vegna sinna fyrri starfa. Einar Karl var auðvitað einn nánasti samverkamaður Sigurðar Einarssonar Kaup-þingsmanns á árunum fyr- ir hrunið. Hann var spunakerling Sigurðar og skrifaði ræður stjórnar- formannsins og gekk erinda hans í hvívetna. Fyrir þetta fékk Einar Karl ríkulega greitt enda lagði hann Kaup- þingi mikið lið með þessu í örum vexti bankans. Samtals námu þessar greiðslur frá Kaupþingi til Einars Karls um 20 milljónum króna. En þessi fortíð Einars Karls virtist litlu máli skipta eftir hrun Kaupþings og hinna bankanna því hann labbaði inn í vel borgaða og þægilega inni- vinnu hjá Samfylkingunni eftir að bankinn sem hann hafði fengið ríku- lega greitt frá var allur. Utanríkis- og iðnaðarráðuneytið, Landspítalinn og forsætisráðnueytið nutu krafta Einar Karls um skamma hríð áður en hann fékk að stýra hinu dýra Inspired by Iceland-verkefni. Einar virðist eiga sér níu líf og alltaf dúkkar hann upp aftur í nýjum gervum. Öss- ur Skarphéðinsson er sann- arlega góður við sína. Á sama tíma fær Runólfur Ágústsson fjárfestir, sem hrökklaðist úr rektorsstöðu í kjölfar hneykslis- mála og einnig úr framkvæmda- stjórastöðu hjá Keili, endalausa sénsa hjá Samfylkingunni. Fyrst varð hann stjórnarformaður Vinnumálastofn- unar, síðan Atvinnuleysistrygginga- sjóðs og nú hefur hann verið ráðinn sem umboðsmaður skuldara. Líkt og Einar Karl nýtur Runólfur þarna tengsla sinnna við Árna Pál Árnason félags- og tryggingamálaráðherra. Engu máli virðist skipta að Runólfur stóð sjálfur í óðafjár-festingum í hlutabréfum líkt og svo margir auð- og útrás- armenn og að afskrifa þarf hundruð milljóna af skuldum hans. Samt telst Runólfur vera heppilegur talsmaður íslenskra skuldara á krepputímum. Hann er hins vegar engu skárri en auðmennirnir alræmdu því hann sér ekkert athugavert við viðskipti sín og reynir að kenna öðrum um þau. Einar Karl og Runólfur sýna það og sanna að hjá Samfylk-ingunni virðist fortíð manna og fyrri athafnir þeirra litlu máli skipta. Þessar klappstýrur útrás- arinnar sem tóku beinan þátt í sukk- inu í íslenskum fjármálafyrirtækjum finna sér nýja hillu á Íslandi í boði hægri arms Samfylkingarinnar sem ætlar líka að láta siðferðið lönd og leið eftir hrunið. SKUGGAR RÁÐHERRA „Alveg klárlega, enda er ég Laxdal,“ segir JÓHANN LAXDAL, leikmaður Stjörnunnar, en hann hefur vakið heimsathygli ásamt félögum sínum í Stjörnunni fyrir það hvernig þeir fögnuðu marki. Þar lék Jóhann spriklandi lax og hefur upptaka af atvikinu breiðst út eins og eldur í sinu meðal er- lendra fjöl- miðla. ERTU LAGSMAÐUR? „Þetta er einkaskóli í Kaupmanna- höfn og þetta er þriggja ára nám.“ n Fyrirsætan Ornella er á leiðinni til Kaupmannahafnar þar sem hún ætlar í leiklistarnám. - DV „Það var ekki hægt að óska sér betri endur- komu.“ n Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik á Kiðjabergsvellinum en hann hafði ekki keppt á mótinu síðan 2007. - DV.is „Ég nenni ekki lengur þessum jójó-pakka fram og til baka.“ n Ari Freyr Skúlason, knattspyrnumaður vill komast í betra lið en Sundsvall. Helst vill hann komast frá Svíþjóð. - Fréttablaðið „Ég samdi þetta frá grunni sjálfur og mér finnst textinn vera góður.“ n Popparinn Júlí Heiðar hefur samið lag um þjóðhátíð og er myndband með því komið inn á myndbandasíðuna YouTube. - Fréttablaðið „Ég hef ekki fundið fyrir fordómum hingað til.“ n Steindór Sigurjónsson er eini opinberi homminn í íslenska fótboltanum. - Fotbolti.net Frelsum fiskinn Yfirráð Íslendinga yfir eigin auðlind-um er langmikilvægasta mál sam-tímans. Brosmildir hrægammar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki hér til þess að efla hag Íslendinga. Þeirra eini ásetningur er sá að gera landinu kleift að standa undir sligandi skuldum og okurvöxt- um. Og þeim er alveg sama hvað þjóðin sel- ur til þess að geta haldið áfram að borga. Sú saga er þekkt að útsendarar sjóðsins fari um heiminn og svipti þjóðir í greiðsluvanda auð- lindum sínum. Engin ástæða er til þess að ætla að þeir séu á Íslandi með öðru og betra hugarfari. Einkavæðing og sala á eignum Hitaveitu Suðurnesja er lítið dæmi um það hvernig auðlindir leka úr þjóðareigu og til einstak- linga. Fátæklingar í hugmyndafræðilegu tómarúmi selja frá sér þær eignir sem gætu orðið grunnurinn að velferð landsins. En salan til sænska skúffufyrirtækisins Magma er þó smámál ef litið er til þess hvað er að gerast í sjávarútvegi. Fiskistofnarnir, lifi- brauð Íslendinga, eru veðsettir útlendingum að stórum hluta. Skuldabréfavafningar með veðum í auðlindinni eru á þvælingi í erlend- um bönkum. Þar bíða menn þess aðeins að rétti tíminn komi til að gera veðkall. En það er til lausn á þeirri ógn sem fiski- stofnunum stafar af útlendingum. Sú aðgerð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að gefa rækjuveiðar frjálsar getur markað upp- haf þeirrar hugmyndafræði sem leysir mál- in. Rækjan er ekki lengur veðsett. Rækjan er frjáls undan Deutsche Bank og öllum öðr- um bönkum og okurfyrirtækjum sem vildu kalla eftir veðum sínum. Jón á að vinda sér í að frelsa aðrar fiskitegundir undan krumlu útlendinga. Hann má ekki hlusta á rama- kvein útgerðarmanna sem segjast vera sett- ir í þrot með aðgerðinni. Hið rétta er að þeir hafa sumir hverjir veðsett hinn óveidda fisk. Þeim var og er ekki treystandi. Verkefnið nú er að hefja aðgerð sem mið- ar að því einu að bjarga fiskistofnum þjóð- arinnar undan hamrinum. Þetta er í raun sáraeinfalt. Aðeins þarf að fara sömu leið og með rækjuna. Aðgerðin mætti heita Frelsum fiskinn. Þá verður þorskurinn frjáls líka. Út- lendingarnir með veðin geta hirt skipin en þjóðin heldur sinni stærstu auðlind. Vand- inn er sá að ríkisstjórnin er að vinna á allt öðrum brautum. Rétt eins og með jarðhit- ann er markmið hennar að láta af hendi nýt- ingarréttinn á fiskinum til þeirra sömu aðila og hafa komið auðlindinni á uppboð. Þetta þarf að stöðva. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Rækjan er frjáls undan Deutsche Bank. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.