Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 22
22 ÚTTEKT 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR MATUR FYRIR HEILANN Með því að velja vissar fæðutegundir getum við haft áhrif heilastarfsemi okkar. Það hljómar kannski ótrúlega en rannsóknir sýna fram á að ákveðnar fæðutegundir hafa góð áhrif á einbeitingu, minnið, athyglisgáfu og aðra heilastarfsemi. Það er ekki þar með sagt að þessi fæða komi í veg fyrir hrörnun á heilastarfsemi okkar en hún getur hjálpað til við að halda minninu góðu og aukið skerpu eða einbeitingu þegar þess er þörf. KOFFÍN VEKUR ÞIG Það er ekki til nein töfralausn til að hækka greindarvísitöluna eða gera þig gáfaðri. Viss náttúruleg efni eins og til dæmis koffín geta þó gefið aukna orku og aukið einbeitingu. Koffín fæst úr kaffi, súkkulaði, orkudrykkjum og sumum lyfjum. Koffín vekur mann óumdeilanlega en áhrifin duga skammt. Hafa ber þó í huga að í sambandi við koffín gildir það að meira er minna. Of mikið koffín gerir mann eirðarlausan og getur valdið vanlíðan. FISKUR Fiskur er svo sannarlega matur sem er góður fyrir heilann. Fiskur er einn af þeim prótíngjöfum sem eru frábærir fyrir heilann. Hann er ríkur af ómega-3 fitusýrum sem hafa góð áhrif á heilastarfsemina. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að fiskneysla minnkar hættu á hjartaáföllum, andlegri hrörnun og leikur einnig stórt hlutverk í að bæta minni. Sérstaklega eftir að við eldumst. Til að viðhalda góðri heilastarfsemi og og heilbrigðu hjarta er gott að borða fisk allavega tvisvar í viku. SYKUR Sykur er eldsneyti heilans. Ekki þó hvítur sykur heldur sykrur sem líkaminn vinnur úr sykrinum og kolvetnunum sem þú borðar. Það er ástæðan fyrir því að ef þú drekkur eitthvað sætt bætir það minnið í smástund, hugsun og geðheilsu. Ef þú drekkur of mikið getur það aftur á móti haft öfug áhrif á minnið. Farðu varlega í sykurinn, það hefur góð áhrif á minnið. PRÓTÍN Vísindamenn hafa velt því fyrir sér hvort samband sé á milli prótíns og heilastarfsemi. Eitt af þeim góðu áhrifum sem prótín hefur er að það lætur þér líða vel lengur en kolvetni og fita. Matur sem er ríkur af fitulitlum prótínum er góður fyrir þá sem eru að reyna að grenna sig og almennt fyrir heilsuna. Það er samt erfitt að sýna fram á bein tengsl á milli öflugrar heilastarfsemi og neyslu á prótíni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.