Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 26
Mikil eftirspurn er eftir júlíein- taki búlgarska Playboy, að sögn starfsmanns Eymundsson. Það er íslenska fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir sem prýð- ir forsíðu blaðsins, og hægt er að tryggja sér eintak í forsölu á vefnum eymundsson.is. Sam- kvæmt starfsmanni verslun- arinnar eru að minnsta kosti nokkur eintök pöntuð daglega, en blaðið kemur til landsins öðru hvoru megin við mánaða- mót. Mun það vera í fyrsta skipti sem Ásdís Rán situr fyrir nakin, en samkvæmt Facebook-síðu hennar komu myndirnar afskap- lega vel út. Söngkonan vinsæla Emilíana Torr- ini á von á barni og birtist skemmti- legt viðtal við hana á franskri aðdá- endasíðu á dögunum þar sem hún uppljóstraði skemmtilegum atvik- um tengdum meðgöngunni en hún er tiltölulega nýkomin úr tónleika- ferðalagi. Aðspurð um einhver fynd- in atvik svaraði Emilíana: „Ég var veik og mjög mjög þreytt undir lok- in, og datt aldrei í hug að ég gæti ver- ið ófrísk. Ég get ekki horft á peysuna sem ég notaði á þessum tíma án þess að verða óglatt. Ó og kaldar soba núðlur í kvöldmat var það versta í heimi. Þvílíkt drama sem fór í gegn- um hausinn á mér, mér flaug í hug að ég væri með orma, eða eitthvað væri að mér, eða ég væri að deyja, allt nema að ég gæti verið ólétt.“ Emilíana segir einnig í viðtalinu að óléttan hafi letjandi áhrif á sköp- unargáfuna öfugt við það sem henni hafi verið sagt. „Mér var sagt að á þessum tíma yrði ég hvað mest skapandi, að lögin myndu bara renna frá mér, ég hefði enga stjórn á því. Svo leið og beið en það eina sem gerðist var að ég varð agndofa yfir sjálfri mér. Ég er í mínum eigin vaxandi barnaalheim. Þetta gerir mig algerlega orðlausa, ég er eins og tré í sumargolunni og ekkert í gangi! Svo þið getið ímynd- að ykkur, ekki mörg lög hafa orðið til, en þau fáu sem hafa fæðst er ég mjög ánægð með. Þau koma mér á óvart, ekki lögin sem ég átti von á að semja ófrísk.“ ÓLÉTT Á TÓNLEIKAFERÐALAGI EFTIRSPURN EFTIR ÁSDÍSI SÖNGKONAN EMILÍANA TORRINI: Tökur á sjónvarpsþáttunum Mannasiðum munu hefjast á Þjóðhátíð. Um er að ræða þætti sem byggja á samnefndri bók Egils Gillzeneggers Einarsson- ar sem kom út um síðustu jól. Í bókinni kennir Egill íslensk- um karlmönnum mannasiði og hefur hann sjálfur líkt bókinni við Alþýðubók Halldórs Laxness, sem kom út fyrir um 80 árum. Það er Hannes Þór Halldórs- son sem leikstýrir þáttunum, en hann gerði einnig hina vinsælu þætti Atvinnumennirnir okkar. Þá er ofurpródúsentinn Kristófer Dignus einnig með í för. Þættirn- ir verða sýndir á Stöð 2 í janúar. MANNASIÐIR Á ÞJÓÐHÁTÍÐ 26 FÓLKIÐ 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR ELÍAS HELGI KOFOED-HANSEN: Á TRÚNÓ MEÐ AXL ROSE „Ég sagði mömmu að ég væri að fara í skólaferðalag, en fór á tvenna Guns N‘ Roses tónleika í Kanada staðinn,“ segir Elías Helgi Kofoed-Hansen um upphafið á stórmerkilegu ævintýri sínu í janúar á þessu ári. En ævintýr- ið endaði á þann veg að aðstoðar- menn söngvarans Axl Rose urðu að biðja Elías um að yfirgefa partí, svo hægt væri að koma söngvaranum í bólið. Elías segir ferðina hafa borið skjótt að. Hann var auralaus en fékk laun fyrir að leika í kvikmyndinni Óróa og pantaði sér í kjölfarið flug, lestar- og tónleikamiða, en ljóst var að gisting yrði að mæta afgangi ef endar ættu að ná saman. „Ég fór því á aðdáendasíðu Guns N‘ Roses og auglýsti eftir garði til að fá að tjalda í en það var bara hlegið að mér,“ segir Elías. Þremur dögum síðar fær hann tölvupóst þar sem hann var beðinn um símanúmerið sitt og í kjölfarið hringir Ron „Bumblefoot“ Thal, gít- arleikari Guns N‘ Roses í hann. „Ég þekkti rödd hans strax, við spjölluð- um heillengi og hann sagði mér að það væri ekki skynsamlegt að tjalda í Kanada í janúar, það væri svo ofsalega kalt þar. Svo lét hann mig fá e-mailið sitt og bað mig um að senda sér upplýsingar um hvort ég væri búinn að redda mér gistingu.“ Elías ákvað að skella sér út upp á von og óvon um gisting- una, en áður en hann fór lét Bumble- foot hann vita að tveir bak- sviðspassar myndu bíða hans á seinni tónleikana. Ævintýri Elíasar er svo stórbrotið að erfitt er að koma því fyrir í plássi, eins og þessi grein þekur, en til að gera langa sögu stutta end- aði hann í sér- stöku eftirpartíi eftir tónleikana, þar sem kanadískar stórstjörnur og fyrirsætur voru á hverju strái. Eftir að Elías hafði vingast við Sebastian Bach, fyrrverandi söngvara rokk- sveitarinnar Skid Row, tók Sebastian hann á svæðið þar sem Axl slakaði á ásamt félögum sínum. „Ég settist hjá honum og vildi taka skot með honum, en hann tók aldrei skotið. Svo þegar ég var að ganga í burtu, þá heyrðist kallað „Hey Eli, this is for you“, og svo drakk hann staupið.“ Þá var eins og losnað hefði um eitt- hvað hjá rokksöngvaranum fræga og eftir skamma stund var hann farinn að heimta að „The Ice- landic dude“ settist hjá hon- um. „Bumblefoot sagði við mig að ég hefði komið hon- um á bragðið, það það væri stórhættulegt að gefa honum fyrsta staupið. En hann var nú líklega að grínast.“ Upphaflega sátu þeir saman fjórir; Axl, El- ías, Sebastian og gæi að nafni Jannyck, en fljótlega vildi Axl fá Elías út af fyrir sig. „Hann sendi alla sem voru í kringum okkur í burtu og öryggisverðirnir stóðu í kringum okkur og pössuðu að enginn væri að trufla okkur. Svo horfði hann djúpt í augun á mér og sagði mér frá æsku sinni og erfiðum hlutum í lífi sínu. Mað- ur sogaðist alveg inn í heim hans,“ segir Elías. Þegar þeir höfðu spjallað drykklanga stund, komu aðstoðar- menn Axl og vildu tala við Elías. „Þeir sögðu mér að ég yrði að fara, því hann myndi ekki hætta að tala fyrr en hann hefði sagt mér frá öllu lífi sínu. Hann átti að halda stóra tón- leika daginn eftir og þeir máttu ekki við því að hafa hann þunnan og illa sofinn,“ segir Elías og bætir við að Axl hafi mætt þremur tímum of seint á tónleik- ana daginn eft- ir. Nánar útlist- un á sögunni má finna á vef RÚV, þar sem hann var í viðtali við Andra Frey Viðarsson. dori@dv.is Hinn 19 ára gamli Elías Helgi Kofoed-Hansen skellti sér á tvo Guns N‘ Roses tónleika í Kanada í janúar. Þar lenti hann í partíi með hljómsveitinni og end- aði á nánu spjalli við rokksöngvarann Axl Rose. Á meðan hélt mamma hans að hann væri í skóla- ferðalagi. Emilíana Torrini Datt ekki í hug að hún væri ófrísk. ELÍAS HELGI KOFOED- HANSEN Hlustaði á Axl Rose tala um æsku sína. MYND HÖRÐUR SVEINSSON AXL ROSE Söngvari Guns N‘ Roses.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.