Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Taka ekki við boðtækjum Slökkviliðsmenn ætla ekki að verða við beiðni frá slökkviliðsstjórunum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Suðurnesjum um að taka aftur við boðtækjum sínum. Telur samninga- nefnd sveitarfélaganna slökkviliðs- menn gerast brotlega gagnvart lög- um ef þeir bera ekki boðtækin. Búast má við að næstu verkfallsaðgerðir muni hefjast á föstudaginn í næstu viku. Eftir það er boðað til verkfalla á föstudögum náist ekki samningar og allsherjarverkfall er boðað í sept- ember næstkomandi. „Inspired by er- lendir blaðamenn“ „Og nú er ekki nóg með að ég þurfi að fylgjast með erlendum fjölmiðl- um til þess að fá vitræna umfjöllun um erlenda menningu – ég þarf líka að fylgjast með þeim ef ég vil geta lesið eitthvað af viti um Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitina,“ ritar blaða- maðurinn Ásgeir H. Ingólfsson í pistli undir fyrirsögninni „Inspired by erlendir blaðamenn“ á heima- síðuna kistan.is. Eins og DV hefur fjallað um fékk hljómsveitin Hjalta- lín fjórtán fjölmiðlamenn til þess að koma hingað til lands þann 16. júní til að vera viðstaddir tónleika henn- ar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  Fýluferð slökkviliðs Þrír bílar slökkviliðsins á höfuð- borgarsvæðinu fóru áleiðis upp í Skálafell rétt eftir klukkan 13.00 eftir að tilkynnt var um svartan reyk á svæðinu. Bílunum var hins vegar snúið við þegar í ljós kom að hvorki reyndist vera reykur né eldur á svæðinu. Að sögn varð- stjóra hjá slökkviliðinu kom lög- regla fyrst á svæðið og staðfesti hún að ekki væri neinn reykur eða eldur sýnilegur á svæðinu. Einkavæðingin rannsökuð Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrím- ur J. Sigfússon tilkynntu á blaða- mannafundi að skipuð verði rann- sóknarnefnd sem falið verður að gera úttekt á einkavæðingu orkugeirans. Lögmæti kaupa Magma Energy verð- ur skoðað en Jóhanna ítrekaði að ekki lægi fyrir að þetta þýddi að Magma fengi ekki að kaupa. Um verður að ræða nefnd óháðra sérfræðinga sem falið verður að fara yfir einkavæðingu orkufyrirtækja á undanförnum árum, og falla kaup Magma á HS Orku und- ir það sem og einkavæðing HS Orku. Almenn úttekt verður gerð á starfs- umhverfi orkugeirans sem á að ljúka í desember. Ross Beaty, eigandi Magma Energy, mun ekki veita viðbrögð við að- gerðum ríkisstjórnarinnar frá því á þriðjudag fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Á þriðjudag var unnið að því að þýða yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar yfir á ensku fyrir stjórnend- ur fyrirtækisins. Fylgdust stjórn- endur Magma Energy í Vancouver í Kanada með gangi mála í gegn- um fulltrúa fyrirtækisins á Íslandi. Þetta segir Alison Thompson, yfir- maður fjárfestingatengsla hjá Mag- ma Energy í Kanada. Á þriðjudag kynnti ríkisstjórn- in áform sín í Magma-málinu. Þar kemur fram meðal annars að Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, muni ekki staðfesta álit meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu sem taldi kaupin vera lögmæt. Gylfi mun síðan senda málsaðilum bréf þar sem staða þeirra verður útskýrð. Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að hefja rannsókn á því hvernig staðið hefur verið að einkavæðingu orkufyrirtækja síðustu ár. Þar verður sérstaklega horft til þess hvernig hægt verði að tryggja opinbert eignarhald á orku- fyrirtækjum og auðlindum til fram- búðar. Athygli verður beint að því hvernig standi á því að Hitaveita Suðurnesja, síðar HS Orka, hafi lent í meirihlutaeigu einkaaðila. Skilafrestur handan hornsins Niðurstöðum um lögmæti kaupa Magma Energy á eignarhlutnum í HS Orku á að skila fyrir 15. ágúst og niðurstöðum rannsóknar á einka- væðingarferli Hitaveitu Suðurnesja fyrir september. Niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi orku- geirans á að skila fyrir desember. Meðal annars verður kannað hvort kaupin hafi bakað ríkinu skaða- bótaskyldu. Ríkisstjórnin hefur í hyggju að undirbúa lagafrumvarp þar sem opinbert eignarhald á mikilvæg- um orkufyrirtækjum verði tryggt og eignarhlutur einkaaðila verði tak- markaður. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á þriðjudag að henni þætti líklegt að vinnan myndi miða að því að eignarhlut- ur opinberra aðila verði að minnsta kosti fimmtíu prósent. Þar verði meðal annars horft til vinnu auð- lindanefndar Karls Axelssonar. Fulltrúar stjórnarflokkanna funduðu um málið á mánudag, en þá var orðið vart við verulega óánægju meðal nokkurra þing- manna Vinstri-grænna. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksform- aður Vinstri-grænna, hótaði einn- ig óbeint stjórnarslitum ef ríkis- stjórnin gripi ekki í taumana vegna fjárfestingar Magma í HS Orku. Gremja merki um styrk Þrátt fyrir þetta sagði Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra að það sýndi fram á styrk ríkisstjórn- arinnar að hún kæmist að farsælli lendingu í málinu. „Vilja menn frekar skipta á þessu og því þegar menn voru sammála um allt í tólf ár,“ sagði Steingrímur á þriðjudag og skaut þar á framsóknar- og sjálf- stæðismenn. Hann sagði það vera gott mál ef fulltrúar stjórnarflokk- anna kæmu á framfæri efasemdum sínum um þá stefnu sem væri tekin. Jóhanna lét þau fleygu orð falla á flokksstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar í mars að það væri líkt og að smala köttum að ná saman meirihluta á Alþingi og vísaði þar til samstarfsfólks hennar í Vinstri- grænum. Á fundinum í gær var hún spurð að því hvort það væri enn eins og að smala köttum að ná meirihluta í málum. Jóhanna neit- aði því en Steingrímur tók þá til máls. „Ég er ekki sérlega góður í að smala köttum en ég er mjög góður í að smala rollum,“ svaraði hann. Um fimmtán þúsund undir- skriftir hafa safnast á vefinn orku- audlindir.is þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að gera það sem í þeirra valdi stendur til að rifta samningnum. Jón Þórisson, einn talsmanna hópsins, segir að hóp- urinn muni halda áfram sinni bar- áttu þótt ríkisstjórnin hafi kynnt til hvaða aðgerða hún hygðist grípa. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka þetta. Ég hefði kosið að tekin hefði verið ákvörðun um að stoppa þetta. Þar þyrfti ekkert til nema pól- itískan vilja. Þessir gjörningar eru enn í gangi og er hugsanlegt að vinda ofan af þeim áður en of langt er gengið,“ segir Jón. Jón segir stjórnvöld eiga að gefa þjóðinni kost á því að greiða atkvæði um hvernig hún vilji sjá þessum málum farið í framtíð- inni. Auk þess þurfi að spyrja þess hverjir verði fengnir til þess að fara með rannsókn á kaup- unum og hvort ekki verði gætt allra sjónarmiða þar. Órólegir róast Meirihluti nefndar um er- lenda fjárfestingu hafði komist að þeirri niðurstöðu að kaup Magma Energy í HS Orku hefðu staðist lög og að starfsem- in í Svíþjóð hefði staðist allar kröf- ur sem gerðar hefðu verið þar um. Steingrímur segir að þegar kannað verði lögmæti kaupanna verði aðal- lega horft til þriggja atriða. Hvort um hafi verið að ræða sniðgöngu, þar sem starfsemi fyrirtækisins í Svíþjóð hafi ekki verið nægj- anlega umsvifamikil svo það gæti fjárfest á Íslandi. Í öðru lagi hvort um hafi verið að ræða málamyndargjörning, þar sem Magma Energy í Sví- þjóð hafi verið raunveruleg- ur kaupandi. Í þriðja lagi verði kannað hvort skuldbinding- ar fyrirtækisins gagnvart Evr- ópska efnahagssvæðinu hafi verið fullnægjandi og hvort gera megi greinarmun á þeim sem eru innan svæðisins og utan þess. Þing- menn órólegu deildarinnar í Vinstri-grænum hafa flestir lýst því yfir að þeir séu ánægðir með þá stefnu sem hafi verið tekin. Ög- mundur Jónasson, þingmaður flokksins, segir ánægjuefni að ríkis- stjórnin hafi lýst yfir eindregnum ásetningi um að vinda ofan af Mag- ma-innrásinni í auðlindir Íslands og að reistir verði varnarmúrar fyr- ir almenning um orkuauðlindirn- ar með lagasetningu í haust. „Þetta er ekki í höfn, en ásetningurinn er skýr og augljós og nú er að hrinda honum í framkvæmd,“ segir Ög- mundur. BEATY SVARAR ENGU UM STEFNU STJÓRNAR Ross Beaty, eigandi Magma Energy, svarar engu um þá stefnu sem ríkisstjórnin tók í Magma-málinu á þriðjudag. Fulltrúar fyrirtækisins fóru yfir málið eftir blaðamanna- fund ríkisstjórnarinnar þar sem yfirlýsing hennar var þýdd yfir á ensku fyrir stjórn- endur Magma í Vancouver. Engin viðbrögð fást frá Beaty fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Ég er ekki sér-lega góður í að smala köttum, en ég er mjög góður í að smala rollum. RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Rannsókn á einkavæðingu Ríkisstjórninhyggst skipanefndsemferyfireinkavæðinguorkufyrir- tækja.Unniðverðuraðlagasetninguþarsemeign- arhaldeinkaaðilaíorkuiðnaðiverðurtakmarkað. MYND HÖRÐUR SVEINSSON Hluthafar í Magma Energy Kanada Ross Beaty / Sitka Foundation 45,38 Fjárfestingarsjóðir34,58% Minni fjárfestar15,48% AltaGas Income Trust 4,56% HLUTHAFAR Beaty í þungum þönkum AlisonThompson, yfirmaðurfjárfestingatengslahjáMagma,segir stjórnendurMagmaEnergyíKanadafarayfir stefnuríkisstjórnarinnar. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.