Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 ÚTTEKT 23 MATUR FYRIR HEILANN SÚKKULAÐI OG HNETUR Hnetur og fræ eru rík af andoxunarefnum og E-vítamíni. Rannsóknir á neyslu á E-vítamíni hafa leitt í ljós að það geti komið í veg fyrir vitsmunalega hrörnun þegar við eldumst. Dökkt súkkulaði hefur að geyma mikið af andoxunarefnum auk þess að innihalda náttúrulega örvandi efni eins og koffín sem getur aukið einbeitingu. Njóttu þess að borða smá dökkt súkkulaði á hverjum degi án þess að hafa áhyggjur af óhollustu eða aukakílóum. Það er hollt fyrir þig! – Í smáum skömmtum. GRÆDDU Á HOLLU MATARÆÐI Það hljómar kannski ótrúlega en það er satt: ef þig vantar nauðsynleg næringarefni getur það skert einbeitingu þína. Að borða of lítið eða of mikið getur einnig haft áhrif á einbeitinguna. Þung máltíð getur gert mann mjög þreyttan á meðan of fáar kaloríur geta valdið vanlíðan og orsakað hungurverki. Verðlaunaðu heilann þinn með máltíð í réttum hlutföllum. VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI Búðarhillur svigna undan bætiefnum sem öll eiga það sameiginlegt að eiga að bæta heilsu manna. Vítamín eins og B, C og E hafa góð áhrif á heilsuna en betra er að fá vítamínin úr fæðunni. Rannsakendur eru hóflega bjartsýnir á áhrif ginseng, ginkgo, vítamína, bætiefna og jurtablandna á heilann. Að taka inn fjölvítamín daglega er í lagi en oft getur verið nóg að borða rétta fæðu án þess að taka aukabætiefni. AVÓKADÓ OG KORN Öll líffæri líkamans treysta á blóðflæðið, sérstaklega hjartað og heilinn. Ef þú borðar kornmeti og ávexti eins og avókadó geturðu minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum með auðveldri og bragðgóðri leið. Avókadó er líka talið vera gott fyrir heilann. Korn eins og popp og haframjöl hafa líka upp á að bjóða miklar trefjar og E-vítamín sem eru góð fyrir mann. Avókadó inniheldur fitu sem er góð fyrir mann og hefur góð áhrif á blóðflæðið. BLÁBER Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á að bláber geti hjálpað við að vernda heilann fyrir mikilli streitu og geti haft áhrif á og minnkað líkur á aldurstengdum sjúkdómum eins Alzheimer-sjúkdómnum. Rannsóknir á rottum sýndu að mikil neysla á bláberjum hefði bætt færni og hreyfigetu rottna á efri árum og gerði þær eftirsóknaverð- ari í augum yngri rottna. UNDIRBÚÐU ÞIG FYRIR ERFIÐA DAGA Viltu fá orku til að geta einbeitt þér? Byrjaðu þá daginn á máltíð með 100 prósent náttúrulegum ávaxtasafa, heilhveitibeyglu með laxi og bolla af kaffi. Auk þess að borða rétt samsetta máltíð mæla sérfræðingar með góðum nætursvefni, því að stunda líkamsrækt til að þjálfa hugsunina og að hugleiða til að tæma hugann og slaka á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.