Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 24
Hommi í 3. deildinni Steindór Sigurjónsson, leikmaður 3. deildar liðsins Sindra frá Höfn í Hornafirði, er líklega eini opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn sem spilar á Íslandi. Steindór kom út úr skápnum í fyrra en hann var í viðtali á vefmiðlinum fótbolti.net. „Það er bara mjög venjulegt að vera samkynheigður í fótbolta, þetta breyttist alla veganna ekkert hjá mér eftir að ég kom út,“ segir hann og bætir við í skemmtilegu viðtali að sturtan eftir leiki skapi engin vandamál. „Ég held að þeim finnist ekkert að því, ég fer allavega aldrei einn í sturtu.“ leiknir Heimsækir víkina Fjór- tánda umferðin í 1. deild karla fer fram í dag, miðvikudag, en það er sú síðasta fyrir verslunarmannahelgi. Stórleikur umferðarinnar er í Breiðholtinu þar sem topplið Víkinga sækir heim Leikni sem er í þriðja sæti deildarinnar. Takist Víkingum ekki að sigra geta Þórsarar verið á toppnum yfir fríhelgi verslunarmanna en þeir eiga leik gegn Njarðvík á Njarðtaksvellinum. Aðrir leikir í þessari 14. umferð eru KA-ÍR, Fjölnir-ÍA, HK-Grótta og Fjarðabyggð-Þróttur. molar Geta City verður að koma í ljós n Paul Scholes, miðjumaður Manchester United til 16 ára, telur að Englandsmeistarar Chelsea verði helstu keppi- nautar United um Englands- meistaratitilinn í ár. Hann veit þó vel af hættunni hinum megin í borginni en þar hefur Manchester City verið að sanka að sér leikmönnum. „Við þurfum að bíða og sjá hvað gerist hjá City, það hefur keypt svo marga leikmenn. Hvort liðinu takist að spila saman verður bara að koma í ljós. Það er samt frábært fyrir borgina að vera með tvö topplið. Það er smá breyting frá því City var í 1. deildinni hérna fyrir 10 árum,“ segir Paul Scholes. viss um að tvíeykið verði áfram n Jamie Carragher, miðvörður Liver- pool, er handviss um að tveir bestu leikmenn liðsins, Fernando Torres og Steven Gerr- ard, verði báðir á leikskýrslu í fyrsta leik liðsins þegar deildin hefst 14. ágúst. Mikið hefur verið reynt að tala þá frá félaginu en Chelsea er afar áhugasamt um Torres á meðan Real Madrid og Inter renna hýru auga til Stevens Gerrard. „Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum þetta síð- ustu vikurnar. Ég er samt viss um að Stevie og Fernando verði Liverpool- leikmenn á komandi tímabili. Ef svo verður þurfum við að koma okkur rakleiðis aftur í Meistaradeildina,“ segir Carragher. Ben arfa undir smásjá newCastle n Newcastle, sem komið er aftur upp í ensku úrvalsdeildina, er með Frakkann unga Hatem Ben Arfa á teikniborðinu ef marka má umboðsmann hans. „Newcastle hefur áhuga á honum en það er ekki eina liðið. Það eru einnig lið frá Þýskalandi og önnur frönsk lið að reyna kaupa Ben Arfa,“ segir umboðsmaðurinn en Ben Arfa leikur með Marseille í Frakklandi. „Við höfum hitt forsvarsmenn AC Milan fjórum sinnum og þeir segja mér að þeir hafi áhuga á Ben Arfa. Þeir geti hins vegar ekki keypt eins og staðan er akkurat núna,“ segir umboðsmaður Hatem Ben Arfa. áfram hjá sevilla n Brasilíski framherjinn Luis Fabiano ætlar sér að vera áfram hjá spænska úrvalsdeildarliðinu Sevilla. Hann hefur verið þrálát- lega orðaður við brottför frá liðinu, helst til Totten- ham, sem hann hefur bæði talað vel og illa um á síðastliðnum vikum. „Á heims- meistaramótinu vissi ég alveg hvað var í gangi og þess vegna var ég rólegur. Ég vissi alltaf að ég yrði áfram hjá Sevilla, sama hvað stóð um mig í blöðunum. Það var mikið skrifað en ekkert af því var satt,“ segir Fabiano sem hefur einnig verið orðaður við Manchester United. 24 sport umSjóN: TómAS þór þórðArSon tomas@dv.is 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Enn á eftir að skera úr um hvort Ferr- ari-mönnum verði refsað meira fyr- ir atvikið á Hockenheim-brautinni um helgina þegar Felipe Massa fékk óbein skilaboð um að hleypa Fern- ando Alonso fram úr þegar 20 hring- ir voru eftir. Vildu Ferrari-menn að Alonso hefði sigur því hann á mun meiri möguleika á að komast ofar í stigakeppni ökumanna. Skilaboðin þóttu þó nokkuð skýr og var Ferrari-liðið sektað um 100.000 dollara og þar með fundið sekt af dómurum keppninnar. Hvort stigin verða tekin af Ferrari á síðar eftir að koma í ljós. Norður-Írinn Eddie Irvine ók í fjögur ár fyrir Ferrari og var þar ökumaður númer tvö á eftir sjö- falda heimsmeistaranum Michael Schumacher. „Hvergi stóð í samn- ingnum mínum að ég væri núm- er tvö eða að ég þyrfti nokkurn tíma að hleypa Schumacher fram úr. Það stóð bara að ég þyrfti að fara eftir öllum liðskipunum, alltaf. Massa er augljóslega með samningsákvæði þar sem segir að hann þurfi að gera það sama,“ segir Irvine sem sjálfur þurfti að hleypa Schumacher fram úr nokkrum sinnum. „Massa samþykkti þetta án efa í einrúmi, hann veit það, vélstjórinn hans veit það og liðið veit það, hvers vegna er þá mál gert úr þessu? Ef þú samþykkir ekki þennan skilmála þá ekur þú ekki fyrir Ferrari, svo einfalt er það,“ segir Irvine sem vill þó ekki sjá svona skilaboð berast til öku- manna. „Áhorfendurnir er það sem allt snýst um. Þeir þurfa að vita að öku- mennirnir eru að gefa allt sitt og hafa leyfi til þess að keppa hvor gegn hin- um alla keppnina. Skilaboð til öku- manna eiga að vera bönnuð því í Hockenheim voru áhorfendur rænd- ir heiðarlegri keppni á milli Massa og Alonso,“ segir Eddie Irvine. tomas@dv.is Eddie Irvine vék fyrir Schumacher: reglurnar skýrar hjá ferrari massa með Alonso á hælunum Hann þurfti síðar að víkja fyrir Spánverjanum. „Spennan er orðin gríðarlega mik- il hérna og varla verið talað um ann- að síðustu tíu daga,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knatt- spyrnudeildar Víkings úr Ólafsvík, en Víkingar eiga í kvöld stærsta leik í sögu félagsins þegar liðið mætir Ís- landsmeisturum FH í undanúrslitum bikarsins. Aldrei áður hefur annarr- ar deildar lið komist svo langt í bikar- keppninni. „Þetta er lang stærsti leik- urinn, ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta,“ segir Jónas Gestur. Markvörður Víkinga, Einar Hjörleifsson, var hetja liðsins í und- anúrslitum þegar hann varði tvær síð- ustu spyrnur Stjörnunnar. „Við vitum að það er ekkert ómögulegt í þessu,“ segir Einar. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli í kvöld og hefst klukk- an 19.15. mikil vinna að halda mönnum á jörðinni Þegar svona ævintýr eru í gangi er oft erfitt að halda mönnum við efnið í deildinni en svo hefur ekki verið hjá Ólsurum. „Það hefur verið mikil vinna að halda strákunum niðri en deild- in hefur gengið vel. Það er aðal atrið- ið hjá okkur, að vinna deildina,“ segir Jónas Gestur en í 2. deildinni fer ekki á milli mála að Víkingar eru með lang- besta liðið, enda taplausir og á hrað- leið upp í 1. deildina þar sem þeir voru í ein fimm ár áður en þeir féllu í fyrra. „Við eigum von á um þúsund stuðningsmönnum. Það búa rétt rúm- lega þúsund í Ólafsvík og á öllu svæð- inu eru um 4.000 manns. Svo er mikið um brottflutta Ólsara á höfuðborgar- svæðinu þannig að mér sýnist að það sé alveg gríðarleg stemning fyrir leikn- um. Við vitum samt alveg að FH er gríðarlega gott lið. Við fórum á leik- inn gegn Haukum og það fer ekki á milli mála að þeir eru ótrúlega öflugir. Fyrirfram er náttúrulega talið að þetta eigi að vera FH sigur en við munum nú búa til flottan leik úr þessu. Aðal- atriðið er bara að strákarnir skemmti sér,“ segir Jónas Gestur. Ásókn í ungu strákana „Liðið í ár er það besta sem Vík- ingur hefur átt,“ segir Jónas Gestur. „Við vorum í fimm ár í fyrstu deild- inni, oft í neðri hlutanum að bjarga okkur á síðustu stundu. Kannski var það bara gott fyrir okkur að falla en við misstum síðan 14 menn frá síð- asta ári. Við settumst niður strax eft- ir mótið í fyrra og hugsuðum okkar mál. Það var annaðhvort að gefast upp eða blása bara til sóknar sem við ákváðum svo að gera. Við náðum í Ejub aftur og fórum í það að reyna að fylla liðið, bæði með íslenskum leik- mönnum og erlendum.“ Mikið er um erlenda leikmenn í liði Víkings en þeir eru allir á viðráð- anlegum launum segir Jónas. „Það kostar auðvitað að hafa þá en þetta er mjög viðráðanlegur kostnaður. Þeir eru allir að vinna þannig að þetta eru engar stjarnfræðilegar tölur,“ seg- ir Jónas en Víkingur á líka þrjá unga leikmenn, Brynjar Gauta Guðjóns- son, Brynjar Kristmundsson og Þor- stein Má Ragnarsson, sem mörg lið vilja fá til sín og hafa sum haft sam- band við þá beint sem er ólöglegt. „Það hefur verið mikil ásókn í ungu strákana. Það er að vísu hætt að hringja í þá, það er bara hringt í mig. Þeir munu klára tímabilið hér og svo setjumst við niður eftir tímabilið og ákveðum framtíð þeirra. Þeir eru all- ir á samningi til ársins 2011 og eru ákveðnir í að fara ekki nema félagið fái eitthvað fyrir þá,“ segir Jónas Gestur. Taplausir í bikarnum gegn FH Víkingur úr Ólafsvík og FH hafa mæst einu sinni í bikarnum, árið 1985, og þá unnu Ólsarar. Hafa þeir því aldrei tapað fyrir FH í bikarkeppninni. Leik- urinn sem um ræðir fór fram árið 1985 á malarvellinum í Ólafsvík en á þeim tímapunkti voru Ólsarar í efsta sæti suðvesturriðils gömlu 3. deildar- innar og FH var í efsta sæti 2. deildar. Víkingar unnu leikinn, 2-1, þar sem íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi markamaskínan Hörður Magnús- son kom FH yfir snemma leiks. Pétur Finnsson og Magnús Teitsson skor- uðu síðan hvor sitt markið og tryggðu Víkingum áframhaldandi þátttöku í bikarnum. Stórleikur fyrir félagið Einar Hjörleifsson, vítabaninn í mark- inu hjá Víkingi, var pollrólegur þeg- ar DV hafði samband við hann í gær. Aðspurður hvort spennan væri að gera út af við menn gat hann nú ekki tekið undir það. „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég er bara að þrífa bílinn,“ sagði hann og bað dóttur sína um að sprauta ekki á bílinn á meðan hann talaði í símann, það væri þó í lagi að sprauta á stéttina. „Þetta er auðvitað stórleikur fyr- ir félagið, leikmenn, þjálfara og bæj- arfélagið. Við mætum samt bara og spilum okkar leik, það gerum við alltaf sama hvort mótherjinn er BÍ, Stjarnan „Styttra Síðan FH tapaði leik“ Spútniklið VISA-bikarsins, Víkingur úr Ólafsvík, leikur stærsta leik í sögu fé- lagsins í kvöld þegar liðið mætir Íslands- meisturum FH í undanúrslitum bikar- keppninnar. Víkingar hafa ekki tapað mótsleik á árinu, hvorki í deildarbikar né Íslandsmóti. Spennan er gífurleg segir formaðurinn, Jónas Gestur Jónasson, sem hefur haldið utan um metnaðarfullt starf í Ólafsvík í ellefu ár. Víkingar hafa aldrei tapað bikarleik gegn FH. TómAS þór þórðArSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is VíTABAnI Einar Hjörleifsson var hetja ólsara í átta liða úrslitum gegn Stjörnunni. KÁTIr PILTAr ólsarar hafa ekki tapað mótsleik á árinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.