Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 4
Fjármálafræðingurinn Már Wolfgang Mixa segir að hann hafi haft sam- band við fjárfestingarfélag banda- ríska fjárfestisins Warrens Buffett, Berkshire Hathaway, í fyrra og spurt hvort það hefði áhuga á að fjárfesta í íslenska orkugeiranum. Buffett er einn frægasti og virtasti fjárfestir heims og jafnframt einn þeirra rík- ustu. Hvatinn að því að Már hafði sam- band við Berkshire var að honum leist afar illa á Magma Energy og kaup þess í HS Orku. „Ég talaði ekki við Warren Buffett sjálfan en ég var í sambandi við fjárfestingarfélag hans Berkshire Hathaway. Fjárfestingar- stjóri frá einu af orkufyrirtækjunum hans hafði samband við mig og sagð- ist hafa áhuga á að fjárfesta í orku- geiranum á Íslandi,“ segir Már. Líkt og greint var frá í fréttum á þriðjudaginn ætlar ríkisstjórn Íslands ekki að samþykkja kaup Magma á HS Orku fyrr en salan á orkufyrirtækinu hefur verið rannsökuð. Meðal þess sem spilar inn í ákvörðun ríkisstjórn- arinnar er að Magma notaði sænskt skúffufyrirtæki við kaupin. Um svipað leyti Már segir að samskiptin við Berk- shire hafi átt sér stað um svipað leyti, síðla árs í fyrra, og Magma Energy keypti rúmlega 40 prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy, Orku- veitu Reykjavíkur, Hafnarfirði og Sandgerðisbæ. Magma á nú nær allt hlutafé í HS Orku eftir að hafa keypt hlut Reykjanesbæjar í félaginu fyrr í sumar. Már segir að í kjölfar samskipt- anna við Berkshire hafi hann haft samband við fjóra ráðherra og greint þeim frá því að hann væri í sambandi við erlenda fjárfesta sem hefðu áhuga á íslenska orkugeiran- um. Hann segist þó ekki hafa látið ráðherrana vita að um væri að ræða félag Buffetts. Már vill ekki greina frá því hvaða ráðherrar þetta voru. Furðar sig á áhugaleysinu Már segir að hann hafi engin við- brögð fengið frá ráðherrunum. „Ég skrifaði tölvupóst til fjögurra ráð- herra og talaði um þetta en fékk eng- in viðbrögð. Mér fannst skrítið að ég fengi engin viðbrögð þar sem menn eru stöðugt að kvarta undan því að erlendir fjárfestar vilji ekki fjárfesta hér á landi.“ Már segir jafnframt að talsmenn Berkshire Hathaway hafi ekki nefnt HS Orku sérstaklega á nafn en að ljóst hafi verið að félag Buffetts hafði áhuga á íslenska orkugeiranum á þessum tíma. Munur á Magma og Berkshire Már segist ekki skilja af hverju hann hafi ekki fengið viðbrögð við tölvu- póstunum og að hann meti þetta áhugaleysi sem svo að ríkisstjórnin vilji ekki fá erlenda fjárfesta hing- að til lands. „Ég furða mig á því að menn hafi ekki meiri áhuga á því að fá erlenda fjárfesta hingað til lands... Ég sá að það var þarna möguleiki á að fá hingað alvöru fjárfesta. Ég tel nú að það sé mikill munur á skúffu- fyrirtæki í Svíþjóð sem enginn veit neitt um og Berkshire Hathaway sem er í eigu Warrens Buffett. Við vitum að minnsta kosti hver á Berk- shire,“ segir Már en samkvæmt því sem hann segir voru tölvupóstarn- ir sendir þegar talað var um að leita þyrfti logandi ljósi að erlendum fjár- festum fyrir HS Orku. „Ég veit ekki hversu hart maður á að banka á dyr þegar ekki er hleypt inn,“ segir hann. Orð Más eru í samræmi við það sem Jón Þórisson arkitekt sagði á nýlegum blaðamannafundi um málefni Magma. Jón sagði þar að annað fyrirtæki hefði boðið í hlut- ina í HS Orku en að ekki hefði verið upplýst hvaða fyrirtæki þetta hefði verið. Hugsanlegt er því að enn fleiri fjárfestar hafi borið víurnar í félagið. 4 FRÉTTIR 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Björgólfur fékk tæplega 800 milljóna lán fyrir húsinu: Hús Björgólfs enn óselt Þrotabú Björgólfs Guðmundsson- ar hefur ekki náð að selja sumarhús Björgólfs Guðmundssonar í strand- staðnum Cascais í nágrenni Lissa- bon. Húsið hefur verið til sölu síð- an í vor en enginn kaupandi hefur fundist. Þetta segir Sveinn Sveins- son, skiptastjóri þrotabús Björgólfs. Cascais er þekktur sumardvalar- staður í Portúgal og er vinsæll meðal þarlendra og erlendra ferðamanna. Björgólfur var úrskurðaður gjald- þrota í fyrra. Sveinn segir að ómögulegt sé að segja hversu mikið muni fást fyrir húsið þar sem markaðurinn sé fros- inn um þessar mundir. „Húsið er til sölu á fasteignasölu úti í Portúgal. Nei, ég veit ekkert hvert gangverðið er á þessu. Þetta er auðvitað frosinn markaður.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er rætt um húsið í Cascais vegna þess að Björgólfur tók lán upp á níu milljónir evra, tæplega 800 milljónir króna á þávirði, fyrir því hjá Landsbanka Íslands í október 2007. Spurningin er hvort takist að selja húsið fyrir eins háa fjárhæð og greidd var fyrir það. Húsið í Cascais er eina eign Björgólfs sem er í söluferli um þessar mundir að sögn Sveins. Sveinn segir að staða þrotabús Björgólfs sé annars sú að beðið sé eftir að það skýrist hvernig fer með innistæður þær sem Björgólfur Guð- mundsson átti í Landsbankanum í Lúxemborg. Reikningar innistæðu- eigenda í þeim banka hafa verið frystir og beðið er eftir því að aðgang- ur verði veittur að þeim. ingi@dv.is Til sölu Sumar- hús Björgólfs í Cascais er enn til sölu á portúgal- skri fasteignasölu. Hann greiddi tæpar 800 milljónir fyrir það 2007. BUFFETT HAFÐI ÁHUGA Á ÍSLENSKRI ORKU Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett sýndi áhuga á að fjárfesta í íslenska orkugeiranum á svipuðum tíma og Magma Energy var seldur hlutur í HS Orku í fyrra. Már Wolfang Mixa fjármálafræðingur hafði samband við félag Buffetts og fékk jákvæð viðbrögð frá einum fjárfestingarstjóra þess. Engin viðbrögð komu frá íslenskum ráðherrum þegar Már lét þá vita af áhuga erlendra fjárfesta. RÓBERT HLYNUR BALDURS- SON og INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamenn skrifa: rhb@dv.is og ingi@dv.is Ég tel nú að það sé mikill munur á skúffufyrirtæki í Svíþjóð sem enginn veit neitt um og Berkshire Hatha- way. Leist ekki á Magma Már hafði samband við Berkshire því honum leist ekki á félag Ross Beaty, Magma Energy. „Véfréttin í Omaha“ Buffett er kallaður „Véfréttin í Omaha“ og er hann einn af þekktustu og ríkustu fjárfestum heims. Félag hans hefur lýst yfir áhuga á að fjárfesta í íslenskum orkufyrirtækjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.