Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
Björn Valur Gíslason, þingmaður
Vinstri-grænna, íhugar nú hvort
hann hætti á Alþingi í haust og snúi
aftur til sjós sem skipstjóri hjá Brimi.
Í fyrrasumar tók Björn Valur sér árs-
leyfi frá störfum þegar hann settist
á þing um haustið. Hann segir það
segja sig sjálft að hann íhugi stöðu
sína sem þingmaður þegar hann sé í
leyfi frá fyrirtækinu. „Það hefur ekki
verið tekin ákvörðun um það hvort
ég lengi fríið eða snúi til starfa aft-
ur. Þetta var fyrirvari sem ég gerði í
þessu nýja starfi eins og margir gera
til að athuga hvernig mönnum líkar
vinnan. Opinberir starfsmenn hafa
þennan fyrirvara á sinni vinnu og
eru ótal dæmi um það að þingmenn
gangi aftur í þau störf sem þeir voru í
áður en þeir voru hjá hinu opinbera,
hvort sem það eru kennarar, skóla-
stjórar eða annað,“ segir hann.
Björn Valur var skipverji á Kleifa-
bergi í ellefu ár áður en hann tók
sæti á Alþingi. Allt í allt hafði hann
þó verið viðriðinn sjómennskuna í
þrjátíu og fimm ár. Hann var kosinn
á þing fyrir Vinstri-græna í Norðaust-
urkjördæmi í fyrra. Fari svo að Björn
Valur hætti á þingi er Bjarkey Gunn-
arsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjallabyggð,
næsti varamaður Vinstri-grænna í
kjördæminu.
Fer yfir tillögur að innköllun
Björn Valur hefur verið varaformað-
ur samstarfshóps um endurskoð-
un á lögum um stjórn fiskveiða sem
settur var á laggirnar í fyrra. Þar eru
meðal annars ræddar tillögur um
hvernig standa beri að innköllun
aflaheimilda eins og kveðið er á um
í stjórnarsáttmála. Aðspurður hvort
hagsmunir hans sem starfsmanns
Brims stangist ekki á við störf hans í
hópnum telur Björn Valur það vera
af og frá. Hann þvertekur fyrir að
hann hafi orðið fyrir nokkurs kon-
ar þrýstingi frá Brimi vegna starfa
sinna í hópnum. „Einu tengsl mín
við Brim eru þau að ég heyri stund-
um í mínum gömlu skipsfélögum og
starfsmönnum fyrirtækisins. Ég hef
enga hagsmuni þar eða áhyggjur. Ég
var síðast að vinna þar í júlí í fyrra
og varð þá allt vitlaust yfir því að ég
þyrfti að skila af mér einhverri vinnu
þar. Þeir kvörtuðu mikið yfir því niðri
á þingi,“ segir Björn Valur.
Aðspurður hvort það hafi aldrei
hvarflað að honum hvaða áhrif til-
lögur samstarfshópsins myndu hafa
á fjárhagsstöðu Brims segist Björn
Valur aðeins hafa hugsað um hags-
muni heildarinnar. „Ég er með það í
huga í hvert skipti sem ég sest inn á
þessa fundi að verja hagsmuni sjáv-
arútvegsins sem greinar. Mér þykir
vænt um þessa grein. Ég er fæddur
inn í hana og uppalinn og hef unn-
ið við hana alla tíð. Það er ekki þar
með sagt að ég sé að verja hagsmuni
ákveðinna fyrirtækja,“ segir Björn
Valur.
Skerði ekki afkomumöguleika
DV greindi frá því á föstudag að sam-
starfshópurinn hefði farið yfir þrjár
tillögur að innköllun aflaheimilda.
Hann leitaði nokkurra sérfræðiálita
á því hvaða áhrif aðferðirnar hefðu
á rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Í
skýrslu Rannsóknar- og þróunarmið-
stöðvar Háskólans á Akureyri er leitt
að því líkum að svokölluð fyrningar-
leið geti haft mjög neikvæð áhrif á
rekstur meirihluta sjávarútvegsfyrir-
tækja landsins. Samkvæmt henni er
gert ráð fyrir að fimm prósent heild-
araflaheimilda séu kölluð inn árlega
og þau síðan seld á opnum markaði.
Önnur leið, sem kölluð er pottaleið-
in, gerir meðal annars ráð fyrir að
aflaheimildum verði endurúthlutað
til núverandi kvótahafa sem hafi þess
í stað nýtingarrétt að auðlindinni til
einhverra ára og greiði af því gjald.
Sú þriðja gerir ráð fyrir hlutfallslegri
innköllun aflaheimilda, þar sem
ákveðið hlutfall sé tekið af aflaheim-
ildum fyrir tækja árlega þar sem tek-
ið er mið af skerðingu hvers tímabils
þegar kalla á inn heimildir að nýju.
Björn Valur segir að markmið
endurskoðunarinnar eigi ekki að
vera að skerða afkomumöguleika
sjávarútvegsins heldur miklu frek-
ar að auka þá. „Hugmyndin er að
fara sömu leið og með aðrar orku-
og náttúruauðlindir. Að gera samn-
inga við þá sem ætla að nýta hana.
Sá samningur þarf að vera nægilega
langur til að aðilar sjái sér hag í því
að fjárfesta í greininni. Þar með má
segja að allar aflaheimildir séu inn-
kallaðar og gerður sé um þær nýt-
ingarsamningur til langs tíma með
uppsagnarákvæðum, framlenging-
arákvæðum og fleiru. Af hverju ætt-
um við að skipta yfir í vinstri umferð
núna ef allar rannsóknir segja okkur
að það sé tóm vit leysa og hefði í för
með sér röð slysa bara til þess að ná
fram einhverjum pólitískum mark-
miðum?“ segir hann.
Björn Valur segir að leitað hafi
verið sérfræðiálita til að leggja mat
á áhrif þessara aðferða við endur-
ráðstöfun aflaheimilda. Hann efast
um skynsemi þess að fara leiðir sem
gætu leitt til gjaldþrots sjávarútvegs-
fyrirtækja.
Aðspurður hvort hann telji sig
eiga afturkvæmt til Brims ákveði
stjórnvöld að fara fyrningarleiðina
í haust telur Björn Valur svo vera.
„Ég er búinn að vera virkur í pólitík
á sveitarstjórnarstigi á landsvísu frá
fimmtán ára aldri. Það vita allir fyrir
hvað ég stend,“ segir hann.
Sterk tengsl nefndarmanna
Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn
skili af sér skýrslunni til sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra um miðjan
ágúst. Í stjórnarsáttmála er kveðið á
um að áætlun um endurráðstöfun og
innköllun taki gildi þann 1. septem-
ber en afar ólíklegt er að af henni
verði fyrr en árið 2011.
Nefndin átti upphaflega að skila
af sér tillögunum í nóvember í fyrra.
Sjávarútvegsráðherra veitti hópnum
þá heimild til þess að taka sér þann
tíma sem hann þyrfti til að skila til-
lögunum af sér.
Í samráðshópnum sitja um tut-
tugu manns frá stjórnmálaflokkun-
um og hagsmunasamtökum. Fyrir
hönd stjórnmálaflokkanna sitja auk
Björns Vals nokkrir aðilar með sterk
tengsl við sjávarútveginn. Þar má
helst nefna Svanfríði Jónasdóttur,
sem er bæjarstjóri útgerðarbæjarins
Dalvíkur, og Einar K. Guðfinnsson,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og
útgerðarstjóri í Bolungarvík.
Ég var síðast að vinna þar í júlí
í fyrra og varð þá allt
vitlaust yfir því að ég
þyrfti að skila af mér
einhverri vinnu þar.
Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna, íhugar nú að hætta störfum á Alþingi og snúa aftur til
sjós með haustinu sem skipstjóri hjá Brimi. Hann tók sér ársleyfi frá Brimi í ágúst í fyrra eftir að hann var
kosinn á þing. Björn Valur er varaformaður samstarfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða
sem skilar af sér tillögum um miðjan ágúst.
ÍHUGAR AÐ HÆTTA
STÖRFUM Á ÞINGI
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
FULLTRÚAR STJÓRNMÁLAFLOKKA
n Guðbjartur Hannesson,þingmaðurogformaðurhópsins,tilnefnduraf
Samfylkingunni.
n Svanfríður Jónasdóttir,bæjarstjóriáDalvík,tilnefndafSamfylkingunni.
n Björn Valur Gíslason,þingmaður,tilnefndurafVinstri-grænum.
n Lilja Rafney Magnúsdóttir,þingmaður,fulltrúiVinstri-grænna.
n Finnbogi Vikar,lögfræðinemi,tilnefndurafBorgarahreyfingunni.
n Gunnar Bragi Sveinsson,þingmaður,tilnefndurafFramsóknarflokki.
n Einar K. Guðfinnsson,þingmaður,tilnefndurafSjálfstæðisflokki.
FULLTRÚAR HAGSMUNASAMTAKA
n Árni Bjarnason,formaðurFarmanna-ogfiskimannasambandsÍslands.
n Adolf Guðmundsson,formaðurogFriðrik Arngrímsson,framkvæmdastjóri
Landssamtakaíslenskraútvegsmanna.
n Arthúr Bogason,formaðurLandssambandssmábátaeigenda.
n Sigrún B. Jakobsdóttir,fyrrverandibæjarstjóriáAkureyri,fyrirhöndSamtaka
íslenskrasveitarfélaga.
n Erla Kristinsdóttir,framkvæmdastjóri,fulltrúiSamtakafiskvinnslustöðva.
n Jón Steinn Elíasson,formaðurSamtakafiskframleiðendaogútflytjenda.
n Sævar Gunnarsson,formaðurSjómannasambandsÍslands.
n Aðalsteinn Baldursson,formaðurmatvælasviðsStarfsgreinasambandsÍslands.
n Guðmundur Þ. Ragnarsson,formaðurVM-Félagsvélstjóraogmálmtækni-
manna.
n Sesselja Bjarnadóttir,sérfræðinguríumhverfisráðuneyti.
n Björn Erlendsson,stjórnarmaðurhjáSamtökumeigendasjávarjarða.
ÞAU SITJA Í SAMSTARFSHÓPNUM
Næsti varamaður BjarkeyGunnars-
dóttirernæstivaramaðurVinstri-grænna
íNorðausturkjördæmi.
Í hópnum EinarK.Guðfinnssonermeðal
þeirrasemsitjaísamráðshópumendur-
skoðunálögumumstjórnfiskveiða.
Á afturkvæmt til Brims
BjörnValurefastekkiumað
hanneigiafturkvæmttilBrims
þóttstjórnvöldfarifyrningar-
leiðinaíhaust.