Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2010, Blaðsíða 19
ERLA MARÍA ÁRNADÓTTIR
myndskreytir var meðal þeirra sem
fengnir voru til að skreyta heimasíðu
Cörlu Bruni, forsetafrúar Frakklands.
HITTI EKKI
CÖRLU BRUNI
Eins og allir almennilegir Íslend-
ingar í útlöndum hef ég fyrst og
fremst áhuga á að vita hvað útlend-
ingum finnst um Ísland. Eftir sigur
Hollendinga á Brasilíu sjást ölvað-
ir og appelsínugulir menn í miðbæ
Árósa. Íslenskur vinur minn vind-
ur sér upp að þeim. „What do you
think about Icesave?“ spyr hann
Hollendinginn. „Icesave, I iceskate,
but I don‘t icesave. What is this
sport?“ svarar hinn appelsínuguli.
Einn Spánverjinn á heimavist-
inni kvartar yfir því að Íslending-
ar tali statt og stöðugt um Hrun-
ið eins og það sé það stærsta og
merkilegasta sem hafi nokkurn
tímann gerst. Það er rétt að Ísland
fékk heims athygli út á Hrunið, en
það þýðir ekki að áhugi annarra á
því sé endalaus. Aðrir harmleik-
ir hafa tekið við í almannavitund
heimsins, Grikkland fór á hausinn
og hætta á að Spánn fari sömu leið.
Heimabökuð vandamál Íslendinga
leiða ekki lengur til þess að allur
heimurinn standi á öndinni.
Svissnesk stelpa hér hefur kom-
ið til Reykjavíkur og segir að hún sé
fín frá sunnudegi og fram á fimmtu-
dag, en að um helgar sé hún mjög
ógnvekjandi. Ég reyni að útskýra
fyrir henni að ölvaðir Íslendingar
séu almennt meinlausir, þó að þeir
líti kannski ekki þannig út, en hún
tekur dræmt í þá útskýringu.
Ítalinn á glugganum
Það þarf mismikið til að ganga
fram af fólki. Ítalir eru þekktir fyr-
ir að vera ansi kræfir í kvennamál-
um og taka helst ekki nei fyrir svar,
enda verður manni lítið ágengt
þannig í landi páfans. Hér á kolleg-
íinu býr Ítali sem á það til að hengja
sig utan á konur heilu kvöldstund-
irnar, og sögur ganga um að hann
klípi í afturenda eða leggist jafnvel
á glugga. Hefur þetta og leitt til þess
að þjóðareinkenni annarra skipti-
nema koma upp á yfirborðið.
Þjóðverjarnir kvarta ávallt í yfir-
boðara sína ef svo vill til að eitt-
hvað er ekki eins og það á að vera.
Nokkrir Svíar komu óboðnir í partí
um daginn og var þá strax hringt
í kennara seint um kvöld og hann
látinn vita af því að hér væri fólk
í partíi sem væri alls ekki boðið í
það. Kennarinn tók heldur dræmt
í þessar upplýsingar og virtist lítið
vilja gera í málinu.
Harðir Þjóðverjar og mjúkir
Danir
Húsfundur var haldinn um málefni
Ítalans (aðeins kvenkyns íbúum
var boðið) og heimtuðu Þjóðverj-
arnir að gengið yrði til skipuleggj-
anda og kennara og þeir látnir vita
af hátterni hans. Létu þeir síðan
verða af þessu. Ítalinn fékk póst frá
kennaranum og hengdi í kjölfar-
ið upp skilti á hurð sína sem á stóð
„defamatio,“ eða mannorðsmorð.
Dönsku stelpurnar eru mun
mildari en þær þýsku, fannst það
leiðinlegt að maðurinn væri út-
skúfaður og reyndu eftir bestu getu
að hugga hann. Ljóst var þó að
mannorð hans væri í rúst og fóru
brátt allir á kollegíinu að ræða mál
hans og finna honum allt til foráttu.
„Og síðan er hann svo ofboðslega
kurteis,“ sagði finnsk kona skelfd.
Finnar og tröll
Hvort sem hátterni Ítalans er eðli-
legt á ítalskan mælikvarða eða
ekki gerði það þó mikið til að sam-
eina Norður-Evrópubúana á koll-
egíinu. Allir sem ekki voru hann
fundu fyrir því að þeir tilheyrðu
einhverjum hópi. Þannig er það
alltaf.
Um daginn lærðum við um
það hvernig samskipti norrænna
manna við skrælingja, Finna og
tröll gáfu þeim sjálfum tilfinningu
fyrir því að þeir voru einn hópur
og að allir aðrir tilheyrðu einhverj-
um öðrum. Ítalinn gaf okkur síðan
sömu tilfinningu á kvöldin. Það
er ágætt þegar hægt er að hrinda
náminu í framkvæmd strax.
Ítalski perrinn á vistinni
Lífga upp á mannlífið Nemar í arkitektúr á vegum Betri stofu borgarinnar hafa lífgað upp á Austurstrætið í Reykjavík í sumar
með innsetningum. Tilefnið er að gatan er göngugata í sumar. Þessir nemar voru með innsetningu í götunni á þriðjudaginn.
1 ÁSDÍS RÁN Í PLAYBOY: SJÁÐU FORSÍÐUNA Fyrstu myndirnar af
Ásdísi Rán Gunnarsdóttur í Playboy.
2 FJÖGURRA ÁRA DRENGUR FANNST LÁTINN Í ÞURRKARA Fjögurra ára
drengur fannst látinn í þurrkara á
heimili sínu á Englandi.
3 JÓNÍNA OG STYRMISPÓSTARNIR: VALDAMENN SKJÁLFA Jónína
Benediktsdóttir boðar uppgjör á
tölvupóstum hennar Styrmis Gunn-
arssonar í væntanlegri ævisögu.
4 LÍMMIÐAR SEM HYLJA NEKT Miðar fást nú til að líma yfir þá
staði líkamans sem þú vilt hylja við
öryggiseftirlit á flugvöllum.
5 LÁRUS HANDTEKINN VIÐ BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ Lárus
Páll Birgisson var handtekinn við
bandaríska sendiráðið í morgun.
6 KLÁMIÐ HVARF Apple er sakað um að ritskoða vefbókaverslun sína eftir
að klámbækur röðuðust í efstu sæti
vinsældalista verslunarinnar.
7 „TUSSUFÍNN“ SPUNI STJÓRNAR-INNAR LAK Á NETIÐ Tölvupóstur
aðstoðarmanns menntamálaráð-
herra um „Dodda“ og það hvernig
ríkisstjórnin muni reyna að stýra
umræðunni um Magma lak á netið.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er konan?
„Erla María Árnadóttir, myndskreytir og
hreyfimyndagerðarkona.“
Hvar ertu uppalin?
„Ég er fædd í Frakklandi en ólst upp að
mestu leyti í Vesturbænum í Reykjavík.“
Hvað drífur þig áfram?
„Að geta reynt að njóta þeirra forréttinda
að vinna við það sem ég hef gaman af.
Það er fyrst og fremst teikning og að ná
að snerta fólk í gegnum hana.“
Hvar í heiminum myndi þig helst
langa að búa?
„Ég bý í Brighton eins og er sem er
frábært en draumurinn er San Francisco.
Ég hef ekki komið þangað en þar er
senan sem ég hef mestan áhuga á.“
Hvað fékkstu þér í morgunmat?
„Ég fékk mér kornfleks með gulu
mjólkinni.“
Hvaða bíómynd sástu síðast?
„Ég horfði á Mathilda, hún er alltaf mjög
skemmtileg.“
Hvernig kom það til að þú mynd-
skreyttir heimasíðu forsetafrúar-
innar?
„Kærastinn minn vinnur hjá hönnunar-
stúdíói í Brighton sem hannar síðuna
hennar. Þau fengu mig ásamt nokkrum
öðrum til að henda inn nokkrum
myndum á síðuna.“
Hvað myndskreytir þú annars helst?
„Ég myndskreyti mikið fyrir bækur,
tímarit, heimasíður og ýmsar vörur.“
Verður þetta þitt stærsta verkefni?
„Stærsta verkefnið sem ég er að vinna
í núna er thearkproject.com sem er
staðsett í Los Angeles og San Francisco.
Það eru tveir menn sem stofnuðu sam-
starfsverkefni til að sameina sjálfstæða
listamenn svo þeir geti haldið í eignarrétt
á list sinni og framleitt vörur í samstarfi
við önnur fyrirtæki. Heimasíðan hjá Cörlu
Bruni er lítið verkefni fyrir mig en síðan
er stór fyrir hönnunarstofuna. Þetta eru
bara nokkrar myndir fyrir mig.“
Ertu komin með hugmynd að því
hvernig þú ætlar að skreyta síðuna?
„Ég er nú bara búin að þessu.“
Færðu að hitta Cörlu Bruni?
„Nei, ég hitti hana ekkert. Þeir í hönnun-
arstúdíóinu fengu að hitta hana, ekki ég.“
MAÐUR DAGSINS
KJALLARI
„Nei, ég gerði það ekki.“
LAUFEY JAKOBSDÓTTIR
22 ÁRA, ARKITEKTÚRNEMI
„Nei, ég gerði það ekki.“
AXEL KAABER
25 ÁRA, ARKITEKTÚRNEMI
„Nei, ég gaf honum ekki afmælisgjöf.“
MARGRÉT RÓS SIGURÐARDÓTTIR
28 ÁRA, HÁSKÓLANEMI
„Æi, nei, ég gerði það ekki.“
BÁRA JÓNSDÓTTIR
29 ÁRA, VERKEFNISSTJÓRI
„Nei, ég gaf honum ekki afmælisgjöf,
blessuðum.“
ÁSA HRÖNN KOLBEINSDÓTTIR
46 ÁRA, FLUGFREYJA
GAFST ÞÚ ÓMARI RAGNARSSYNI AFMÆLISGJÖF?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 UMRÆÐA 19
„Icesave, I iceskate,
but I don‘t icesave.
What is this
sport?“
VALUR GUNNARSSON
rithöfundur skrifar