Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 6
6 | Fréttir 29. desember 2010 Áramótablað
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 -108 RVK
Sími: 517-2040
Góðir skór
á börnin
www.xena.is
St. 20-27
kr. 6.495.-
St. 28-35
kr. 6.995.-
St. 20-27
kr. 6.495.-
St. 28-35
kr. 6.995.-
dv_althingi_01.jpg
DV0909228434_08.jpg
60 daga frestur
Lánastofnanir fá 60 daga frest til
að endurreikna ólögmæt gengis-
bundin bíla- og fasteignaveðlán
en lög um gengisbundin lán tóku
gildi á þriðjudag. Frumvarpið
var samþykkt á Alþingi þann 18.
desember.
Í fréttatilkynningu frá efna-
hags- og viðskiptaráðuneytinu
segir að með lögunum hafi verið
stigið mikilvægt skref í endur-
skipulagningu skulda heimilanna.
Lögin miði að skilvirkni í úrlausn,
útreikningum og endurgreiðslu
ólögmætra gengisbundinna lána.
Jafnframt stuðli lögin að sann-
girni gagnvart öllum lántakendum
gengisbundinna fasteignaveðlána
og bílalána, þrátt fyrir mismun-
andi gerðir lánanna. Dráttarvext-
ir og vanskilagjöld reiknist ekki
á lánin og lántakendum bjóðist
kostur á að velja á milli mismun-
andi vaxtakjara til framtíðar.
Brotin rúða á
Alþingi
Rúða var brotin í Alþingishúsinu að-
faranótt þriðjudags, en lögreglunni
barst tilkynning um það rúmlega fjög-
ur um nóttina. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu var einn aðili handtekinn,
grunaður um verknaðinn en það á
eftir að yfirheyra hann. Ekki er vitað
um ástæður fyrir skemmdarverkinu.
Nóttin var frekar róleg hjá lögreglunni
enda um virkan dag að ræða og venju-
legar reglur sem gilda um opnunar-
tíma skemmtistaða í borginni.
Arion banki í samstarfi við Volks-
wagen í Þýskalandi hefur ákveðið að
ganga til viðræðna við þá Franz Juz-
erski og Friðbert Friðbertsson um að
þeir kaupi bílaumboð Heklu. Arion
banki setti bílaumboðið í söluferli í
september og voru 12 aðilar sem buðu
í það. Fimm þeirra fengu að halda
áfram í ferlinu en að lokum komu þrír
aðilar til greina. Auk þeirra Franz og
Friðberts fór Árni Pétur Jónsson, fyrr-
verandi forstjóri Teymis fyrir einum
hóp og Erna Gísladóttir, fyrrverandi
forstjóri og eigandi B&L fyrir öðrum.
Fyrir jól var búið að tilkynna Árna
Pétri að gengið yrði til viðræðna við
hans hóp. Kom það því mörgum á
óvart að Arion banki skyldi skyndilega
tillkynna á mánudaginn að gengið
yrði til viðræðna við þá Franz og Frið-
bert. Samkvæmt heimildum DV er tal-
ið að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi ver-
ið einn þeirra sem var í hópnum með
Árna Pétri. Þau tengsl hafi skaðað
Árna Pétur. DV sagði frá því á mánu-
daginn að bæði Árni Pétur og Erna
Gísladóttir hefðu verið óánægð með
vinnubrögð Arion banka við söluna
á Heklu. Þau vildu þó hvorugt ræða
um þessi mál við DV og töldu bæði
óheppilegt að tjá sig um þessi mál við
fjölmiðla.
Hekla skuldaði Kaupþingi um tíu
milljarða króna haustið 2008. Er tal-
ið að sá hluti sem nú var seldur hafi
numið um 75 prósentum af starf-
semi félagsins. Þeir Franz og Friðbert
hyggjast leggja fram nokkur hundruð
milljónir króna en ekki liggur ljóst fyr-
ir hversu miklar skuldir þeir yfirtaka.
Samkvæmt heimildum DV er þó talið
að þeir ætli sér að borga hluta skuld-
anna niður nokkuð hratt á fyrstu sjö
árunum sem gæti reynst þeim erfitt.
Heimildarmaður sem DV ræddi við
taldi líklegt að sala nýrra bíla gæti orð-
ið erfið í fjögur til fimm ár í viðbót.
Franz stórtækur á Austurlandi
Franz Juzerski er lögfræðingur og fast-
eignasali og er oftast kenndur við fast-
eignasöluna Hól. Hann átti fyrirtækið
Byggingaverktakar Austurlands (BVA)
ásamt þeim Haraldi Gunnarssyni og
Ágústi Benediktssyni. Hlutur Franz
var þó skráður á Ingibjörgu Baldurs-
dóttur, eiginkonu hans. BVA var stór-
tækasti byggingaraðilinn á Austur-
landi fyrir bankahrun og byggði um
180 íbúðir á Reyðarfirði og Egilsstöð-
um. Er talið að fasteignaverkefnin
hafi átt að kosta nærri þrjá milljarða
króna. Illa gekk að selja hluta af þess-
um íbúðum eftir haustið 2008 og end-
aði það með því að Íbúðalánasjóður
þurfti að yfirtaka 120 íbúðir í mars á
þessu ári. Er talið að fjárhagslegt tjón
Íbúðalánasjóðs geti numið hundruð-
um milljóna króna vegna þessa. Eng-
inn innistæða hafi verið fyrir umsvif-
um BVA á Austurlandi og þeir hafi
byggt alltof hratt og ekki tekið mið af
eftirspurn eftir húsnæði.
Þess skal auk þess getið að BVA borg-
aði sér 130 milljónir króna í arð árið
2006 og 290 milljónir króna árið 2007.
Er það nærri hálfur milljarður króna
og gæti svo farið að Íbúðalánasjóð-
ur þurfi að afskrifa svipaða upphæð
vegna yfirtökunnar á 120 íbúðum BVA
á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Eins og
kunnugt er samþykkti Alþingi nýlega
að leggja Íbúðalánasjóði til 33 millj-
arða króna svo sjóðurinn stæðist lög
um eiginfjárhlutfall.
Skulda Árborg 45 milljónir
Franz er líka einn eigandi Miðjunnar
ásamt Friðberti Friðbertssyni en það
er félag sem kemur að uppbyggingu
á stóru svæði í miðbæ Selfoss. Hef-
ur Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Árborg gagnrýnt for-
svarsmenn Miðjunnar. Vill hann að
Árborg innheimti 45 milljóna króna
lán sem félagið fékk árið 2006 fyr-
ir byggingarrétt á um 8.800 fermetra
svæði í miðbæ Selfoss. Í ársreikningi
Miðjunnar fyrir árið 2009 kemur fram
að félagið sé með 55 milljóna króna
neikvætt eigið fé og tap félagsins hafi
verið 29 milljónir króna á árinu. 45
milljóna króna skuldin við Árborg er
bókfærð sem ógreidd skammtíma-
skuld bæði fyrir árið 2008 og 2009.
Friðbert Friðbertsson er rekstrarhag-
fræðingur og starfaði á sínum tíma
hjá Vífilfelli og var síðar framkvæmda-
stjóri sérvörusviðs Kaupáss.
Þeir Franz og Friðbert eiga líka
eignarhaldsfélagið DCP sem hefur
meðal annars komið að fasteigna-
þróunarverkefnum í þýsku borginni
Lübeck. Ekki liggur ljóst fyrir hvort
þeir hafi farið illa út úr þeim verk-
efnum. Einnig áttu þeir þátt í opnun
Bauhaus á Íslandi og í Noregi. Talið
er að Thomas Milz, sem samdi um
sölu bílaumboðsins Heklu fyrir hönd
Volkswagen, hafi litist vel á að þeir
Franz og Friðbert hefðu reynslu af því
að starfa með Þjóðverjum. DV sendi
Thomasi Milz fyrirspurn um aðkomu
hans að söluferli Heklu en fékk það
svar að Milz væri í fríi.
Knútur Hauksson fékk
vélasviðið
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
aðkoma Arion banka að bílaum-
boði Heklu vekur athygli. Nú síð-
ast í sumar fékk Knútur Hauksson,
fyrrverandi forstjóri félagsins, að
yfirtaka vélasvið Heklu. Fór það
ekki í opið söluferli og ekki var upp-
lýst um kaupverðið. Með því voru
meðal annars umboð fyrir Caterp-
illar-vélar og Goodyear, Dunlop
og Scan ia -vörubíla. Knútur er auk
þess enn starfandi stjórnarformað-
ur Heklu. Hann stofnaði félagið
Klett í kringum rekstur vélasviðsins
en auk hans komu nokkrir starfs-
menn þess að kaupunum. Talið er
að Hekla hafi skuldað Kaupþingi,
nú Arion banka, um tíu milljarða
króna fyrir hrun en eignir félagsins
náðu einungis um helmingi þeirr-
ar upphæðar. Samkvæmt lánayfir-
liti Kaupþings frá september 2008
sem Wikileaks birti skuldaði Hekla
á þeim tíma um sex milljarða króna
og Hekla fasteignir ehf. um þrjá
milljarða króna.
Fasteignabraskari
fær að kaupa Heklu
n Franz Jezorski og Friðbert Friðbertsson fá að kaupa bílaumboð Heklu n Franz
var stórtækur í fasteignabraski á Austurlandi sem mun kosta Íbúðalánasjóð
hundruð milljóna n Árni Pétur Jónsson og Erna Gísladóttir ósátt við söluna„BVA var stórtæk-
asti byggingarað-
ilinn á Austurlandi fyrir
bankahrun og byggði um
180 íbúðir á Reyðarfirði
og Egilsstöðum.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Hekla Arion banki hefur ákveðið að ganga til
viðræðna við Franz og Friðbert um kaupin.
Franz Jezorski Var
stórtækur á Austur-
landi. MYND SUNNLENDINGUR.IS