Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 14
14 | Innlendur annáll 29. desember 2010 Áramótablað 1 Grunaður um morð í Hafnarfirði: Játaði ást á YouTube Mál Gunnars Rúnars Sigurþórsson- ar, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst síðast- liðnum, vakti mikla athygli á árinu. DV.is birti fyrst fjölmiðla frétt þess efnis að Gunnar Rúnar, sem áður hafði vakið athygli fyrir að játa ást sína á kærustu Hannesar á YouTube, hefði verið handtekinn grunaður um morðið. Við yfirheyrslur játaði hann sök í málinu og bíður nú dóms sem kveðinn verður upp á næsta ári. 2 Rökkuð niður eftir viðtal: „Ég þori ekki út úr húsi“ „Það er verið að leggja mig í þvílíkt einelti út af þessu,“ sagði Freyja Dís Númadóttir, öryrki og einstæð móðir, í samtali við DV.is um miðjan desem- ber. Freyja hafði kvöldið áður lýst fjárhagserfiðleikum sínum í kvöld- fréttum Stöðvar 2. Mál hennar vakti mikla athygli, ekki síst í ljósi þess að 75 prósent landsmanna eru með minna í höndunum en Freyja um hver mánaðamót. „Ég þori ekki út úr húsi, ég læsi hurðinni og fer varlega í að svara í síma,“ sagði hún. 3 Tékkneskur frambjóðandi lofar að stöðva eldgosið Þó að fréttir af eldgosinu í Eyjafjalla- jökli hafi fengið mikla athygli hér á landi og erlendis var ein frétt sem stóð upp úr á DV.is. Hún fjallaði um tékkneska frambjóðandann Jiri Par- oubek sem stóð í ströngu í kosn- ingabaráttu þegar eldgosið stóð sem hæst. Pólitískir andstæðingar hans höfðu gert grín að honum fyrir að velja sér vinsæl mál til að fá kosn- ingu. Paroubek ákvað því að slá þess- ari gagnrýni upp í grín með því að birta hundruð plakata með mynd- um af Eyjafjallajökli þar sem hann lofar því að stöðva eldgosið. Það er skemmst frá því að segja að frétt- in sem birtist á DV.is fór sem eldur í sinu um netmiðla í Tékklandi. 4 Með Westwick upp á herbergi: „Hann var algjör ruddi“ Gossip Girl-stjarnan Ed Westwick heimsótti Ísland óvænt um miðjan desember. Óhætt er að segja að hann hafi málað miðbæinn rauðan eins og fyrirsætan Lilja Ingibjargadóttir lýsti í viðtali við DV en hún hitti hann um- rætt kvöld og fór með honum upp á hótelherbergi. Sagði Lilja að þegar upp á hótelherbergi var komið hafi Ed aðeins viljað sofa hjá henni en það hafi hún ekki viljað. „Hann var hrokafullur og algjör ruddi.“ Fór svo að Lilja fór með Ed, ásamt vinkonu sinni, aftur í bæinn þar sem þau heimsóttu skemmtistaðina Engl ish Pub og Austur. 5 Jóni stóra nauðgað á Þjóðhá-tíð: „Hver var eiginlega að ...?“ Bók um meintan handrukkara Jón Hilmar Hallgrímsson, eða andrukk- arann eins og hann kýs sjálfur að kalla sig, vakti mikla athygli í jóla- bókaflóðinu. Í bókinni, sem skrif- uð er af Helga Jean Claessen, er að finna skemmtilega viðtalskafla við Jón stóra. Einn þeirra er frá Þjóðhá- tíð í Eyjum þegar Jón hafði ekki sof- ið lengi. Hann og félagar hans höfðu leigt hús í Eyjum og var þar mikill gleðskapur. „Ég vakna við það að það er verið að eiga við mig,“ segir Jón í bókinni en hann grunaði kærustu sína eða vinkonu hennar. Mest lesnu fréttir á DV.is á árinu 2010 Janúar 7. janúar Lést í eldsvoða á Hverfisgötu Karlmaður á þrítugsaldri lést í elds- voða sem upp kom í íbúðarhúsi við Hverfisgötu 28 í Reykjavík. Lög- reglumenn vöktu íbúa á tveimur fyrstu hæðum hússins og reyndu að komast upp í ris hússins að sækja manninn en urðu frá að hörfa vegna elds og reyks. Reykkafarar slökkvi- liðsins á höfuðborgarsvæðinu náðu hins vegar að komast að mannin- um og sóttu hann. Hann hafði ekki vaknað. Var hann fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem hann var úr- skurðaður látinn. 30. janúar Féll í sprungu Sjö ára gömlum dreng var bjargað úr sprungu á Langjökli. Hann hafði fallið ásamt móður sinni niður í þrjátíu metra djúpa sprungu. Móð- ir drengsins lést í slysinu. Liðsmenn Björgunarfélags Akraness, ásamt öðrum björgunarsveitum, voru kall- aðir út en þegar komið var á jökul- inn var sú ákvörðun tekin að einn skyldi látinn síga niður í sprunguna til mæðginanna. Janúar–desember Langa Icesave-deilan Ákvörðun Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, um að vísa nýsamþykktum Icesave-lögum til þjóðarinnar vakti deilur og hörð viðbrögð þvert á frómar óskir hans sjálfs um að ákvörðunin leiddi til varanlegra sátta og legði grunn að góðri sambúð við aðrar þjóð- ir. Stjórnarliðar leyndu ekki gremju sinni frekar en talsmenn vinnu- markaðarins, Breta og Hollendinga. Ákvörðun sína tók Ólafur Ragn- ar þriðjudaginn 5. janúar. Stjórnar- flokkarnir héldu þingflokksfundi í kjölfarið. „Geðþóttaákvörðun“, „hé- gómagirnd“ og „tilraun til að hefja sig upp úr feni útrásardæmisins“ voru orð sem gramir stjórnarliðar létu falla um forsetann í samtölum við blaðamann DV. Aðrir fögnuðu ákvörðun forsetans, meðal annars framsóknarmenn, þingmenn Hreyf- ingarinnar, talsmenn InDefence og fleiri. Deilur á stjórnarheimilinu „Það er rétt að ég verð ekki í för með forseta Íslands til Indlands þótt um opinbera heimsókn sé að ræða. Það er einfaldlega ljóst að ég hef öðrum og miklu brýnni verkefnum að sinna sem utanríkisráðherra,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í kjölfar synjunar forsetans. „Ákvörð- un forsetans setur Ísland í þá stöðu á alþjóðavettvangi að allt utanríkis- ráðuneytið, og ekki síst ráðherrann sjálfur, verður að vera í því slökkvi- liði sem þarf að kæfa þá elda sem af þessum degi hafa sprottið.“ Ögmundur Jónasson, félagi ut- anríkisráðherrans, leit öðrum aug- um á málið enda hafði hann flæmst úr ríkisstjórninni vegna Icesave- deilunnar nokkrum mánuðum áður. „Þjóðin hefur verið í helgreipum þessara vinaþjóða með fulltingi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sem hef- ur verið sem útsendari þeirra. Það er ekki við öðru að búast en að þær bregðist hart við þegar við andæfum og snúumst gegn okinu.“ „Þegar þjóðin kemur þannig fyrir erlendis að forsetinn hafi gert upp- reisn gegn þinginu, þá er það í fyrsta lagi ekkert merkilegt að það fari í all- ar fréttir og forsetinn fái viðtöl í BBC og ég veit ekki hvað. Vegna þess að svona gerist aldrei, að þjóðhöfðingi geri uppreisn gegn þinginu,“ sagði Svavar Gestsson í viðtali við DV í byrjun febrúar. Hann hafði farið fyrir nefndinni sem gerði fyrsta Icesave- samninginn snemmsumars 2009. Þjóðaratkvæði Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, þótti súrt í broti að þurfa að leggja í þriðja leiðangurinn með Icesave-málið eftir það sem á und- an var gengið. Hann glímdi auk þess við að slökkva elda í eigin flokki sem ekki sér enn fyrir endann á. Að rjúfa þing og boða til kosninga var ekki fýsilegur kostur, ekki heldur fyrir Samfylkinguna. Ríkisstjórnin sneri sér því að því að undirbúa þjóðar- atkvæðagreiðslu sem haldin var 6. mars. Kjörsókn var um 63 prósent og 93 prósent greiddu atkvæði gegn samningnum sem Alþingi hafði naumlega samþykkt. Lee Buchheit var valinn formað- ur Icesave-samninganefndar af öll- um flokkum. Þá var Lárus Blöndal lögfræðingur valinn til setu í nefnd- inni af hálfu stjórnarandstæðinga. Samningur sá sem ræddur verð- ur þegar þing kemur saman seint í janúar er samningurinn sem nefnd Buchheits gerði við Hollendinga og Breta. Janúar Milestone-yfirheyrslurnar Þann 20. janúar byrjaði DV að segja frá yfirheyrslunum hjá sérstökum saksóknara yfir eigendum og stjórn- endum eignarhaldsfélagsins Mile- stone. DV hóf umfjöllunina með lýsingum á dramatískri yfirheyrslu yfir Steingrími Wernerssyni þar sem hann fór hörðum orðum um Karl Wernersson, bróður sinn, og Guð- mund Ólason, forstjóra Milestone. Samkvæmt því sem heimildir DV hermdu vændi Steingrímur bróður sinn um að hafa ítrekað farið á bak við sig í rekstri Milestone og trygg- ingafélagsins Sjóvár og skotið fjár- munum undan í gegnum Milestone. Bræðurnir áttu Milestone saman en samkvæmt því sem Steingrímur sagði í yfirheyrslunum kom hann afar lítið að stjórn Milestone vegna þess að Karl leyfði honum það ekki. Sagði DV frá því að Steingrími hefði fundist Karl ganga svo langt í stjórn- seminni að hann hefði kallað bróð- ur sinn „einræðisherra“ og sagði hann hafa kúgað sig mikið með- an þeir áttu Milestone saman. Yfir- heyrslurnar yfir Steingrími voru sér- staklega áhugaverðar í ljósi þess að í þeim ræddi hann bæði um viðskipti og erjur innan fjölskyldunnar um rekstur Milstone en bæði Steingrím- ur og Ingunn systir hans vildu losna út úr Milestone. Karl vildi hins vegar trauðla kaupa þau út úr félaginu. Mikilvægasta atriðið í yfirheyrsl- unni yfir Steingrími er að bótasjóði Sjóvár hafi einfaldlega verið stýrt frá skrifstofu Guðmundar Ólasonar í höfuðstöðvum Milestone á Suður- landsbrautinni. Steingrímur sagði að Guðmundur og Karl hefðu tekið við fjárfestingum Sjóvár eftir að sá starfsmaður Sjóvár sem sá um þær var látinn fara frá félaginu. Stein- grímur mun meðal annars af þess- um ástæðum hafa sagt að Guð- mundur og Karl hafi keyrt Milestone í þrot ásamt Jóhannesi Sigurðssyni. Í kjölfarið fylgdu frásagnir í DV af yfirheyrslunum yfir Karli Werners- syni, Guðmundi Ólasyni og Þór Sig- fússyni, fyrrverandi forstjóra Sjóvár. Yfirheyrslurnar gáfu nokkuð góða mynd af þeirri ótrúlegu óráðsíu sem einkenndi starfsemi Milestone og var meðferð félagsins á tryggingafé- laginu Sjóvá aðalatriðið í yfirheyrsl- unum. Janúar-desember Bjarni Ben og 45 milljarða Vafningur DV sagði fréttir af því í lok árs 2009 og árið 2010 hvernig Bjarni Bene- diktsson, núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, tók þátt í því að ná um 45 milljörðum króna út úr trygg- ingafélaginu Sjóvá og Glitni á fyrri hluta árs 2008 til að greiða niður lán eignarhaldsfélaga sem voru í eigu fjölskyldu Bjarna og eignarhaldsfé- lagsins Milestone. Bjarni veðsetti hlutabréf í félag- inu Vafningi sem gagngert var búið til til að taka við umræddum lánum frá félögunum og greiða lánin niður. Annað félag, Svartháfur, var sömu- leiðis búið til í fléttunni og var faðir eigenda Milestone látinn eiga félag- ið og taka við lánum frá Glitni upp á meira en 30 milljarða króna sem síð- an var miðlað strax áfram til annarra félaga sem voru í eigu Milestone og ættingja Bjarna Ben. Rúmir 15 millj- arðar fóru út úr Sjóvá í viðskipta- fléttunni. Bæði félögin, Vafningur og Svartháfur, voru í reynd leppfélög sem notuð voru til að ná fjármunun- um frá Glitni og Sjóvá þegar lausa- fjárþurrðin var orðin mikil í íslenska bankakerfinu. Svartháfur var einn stærsti skuld- ari Glitnis við bankahrunið 2008. Einungis Landsbanki Íslands fékk hærri lánveitingar en Svartháfur út úr Glitni á árinu 2008, líkt og kom fram í skýrslu sem franskt rannsókn- arfyrirtæki vann fyrir sérstakan sak- sóknara og greint var frá í desember. Lánið til Svartháfs, sem nánast eng- inn vissi um fyrr en löngu eftir hrun, ÁR HAMFARA OG UPPGJÖRS n 2010 einkenndist af hamförum og uppgjöri n Fallnar fjármálastjörnur n Slys og náttúruhamfarir n Augu alheimsins á Íslandi n Gamlir draug- ar sækja að þjóðkirkjunni n Ólga á stjórnarheimilinu n DV tekur saman það sem bar hæst á árinu á innlendum vettvangi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.