Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 15
Innlendur annáll | 15Áramótablað 29. desember 2010 6 Fóru inn án leitarheimildar og handtóku 16 ára son hennar Sigrún Steinarsdóttir lýsti því í sam- tali við DV.is þegar lögreglan hringdi í hana úr síma sextán ára sonar hennar og tilkynnti henni að þeir væru komnir heim til að handtaka strákinn. Handtakan tengdist rann- sókn lögreglu á ólöglegri dreifingu á höfundaréttarvörðu efni á netinu. Lögreglan var ekki með leitarheim- ild þegar hún tók tölvu og síma son- ar hennar og leitaði á heimilinu áður en Sigrún kom heim. „Ég fór bara að gráta,“ sagði hún aðspurð hvernig henni varð við að fá símtalið. 7 Logi Geirsson leiddur á brott af lögreglu DV.is greindi frá því í október að handboltakappinn Logi Geirsson hefði farið í skýrslutöku hjá lögregl- unni. Mynd sem birtist á vefsíð- unni Flick My Life sýndi lögreglu- þjón leiða Loga inn í lögreglubíl við skemmtistað í borginni. Í sam- tali við DV.is sagðist Logi hafa farið í skýrslutöku sem hugsanlegt vitni. Sagði hann að einhverjar stympingar hefðu átt sér stað í anddyri skemmti- staðar. Heimildir DV hermdu að Logi hefði sjálfur átt þátt í stympingun- um en Logi sagði það vera rangt. „Við vorum bara tekin í smá skýrslutöku. Það var ekki meira,“ sagði Logi. 8 Kom að manninum sínum með Catalinu Áhrifamikil kona í íslenskum stjórn- málum lenti í því að koma að eigin- manni sínum í hjónarúminu sínu með vændiskonunni Catalinu Mikue Ncogo síðla árs 2008. Þetta er með- al þess sem kemur fram í bók Jakobs Bjarnars Grétarssonar og Þórarins Þórarinssonar blaðamanna um Ca- talinu en DV.is greindi frá þessu í lok nóvember. „Þegar maðurinn hennar bauð mér heim sagði hann, að konan væri í út- löndum og því áttum við ekki von á henni,“ sagði Catalina meðal annars í bókinni. 9 Joseph Fritzl í viðtali: „Maður er bara heimsfrægur“ Austurríski hrottinn Joseph Fritzl kom fram í sínu fyrsta viðtali síðan hann var dæmdur í ævilagt fangelsi í nóvember. Fritzl var dæmdur fyrir að nauðga dóttur sinni meira en þrjú þúsund sinnum, en hann hafði læst hana í kjallaraíbúð sem hann hafði útbúið undir íbúðarhúsi sínu. „Mað- ur er bara heimsfrægur,“ sagði Fritzl meðal annars í viðtalinu en þegar hann var spurður hvort hann iðraðist glæpa sinna var fátt um svör. 10 Jónína: „Stærsta vandamál Gunnars er hvað hann er myndarlegur“ Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar í Krossin- um, kom eiginmanni sínum til varn- ar í vetur þegar nokkrar konur stigu fram og sökuðu hann um kynferð- isglæpi. Jónína sagðist trúa á sak- leysi eiginmannsins og sagði að hans stærsta vandamál væri hve mynd- arlegur hann væri. „Hann er svo myndarlegur þessi maður. Það er hans stærsta vandamál hvað hann er myndarlegur. Hann er eins og George Clooney.“ Mest lesnu fréttir á DV.is á árinu 2010 ÁR HAMFARA OG UPPGJÖRS átti því þátt í að veikja Glitni nokkuð á árinu 2008 og gerði það verkum að lausafjárkreppa bankans varð enn dýpri og alvarlegri en ella. Í tilfelli Sjóvár skildi Milestone eftir nærri 20 milljarða gat í eigna- safni Sjóvár og leiddi þetta með- al annars til þess að íslenska ríkið, Glitnir og Íslandsbanki þurftu að leggja Sjóvá til um 16 milljarða króna á fyrri hluta árs 2009 til að bjarga fé- laginu frá þroti. Rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone og Sjóvá stendur enn yfir. Ekki er búið að yfirheyra Bjarna Ben vegna viðskiptanna eftir því sem DV kemst næst. Janúar-desember Huldufélög dúkka upp Allt árið 2010 sögðu DV og aðr- ir fjölmiðlar fréttir af því að dúkk- að hefðu upp ýmis huldufélög í eigu þekktra manna í íslensku viðskipta- lífi sem skulduðu milljarða króna eftir bankahrunið 2008. Meðal þess- ara félaga eru Baugsfélögin Milton og Sólin skín sem hvort um sig skil- ur eftir sig á annan tug milljarða í skuldir án þess að nokkrar eignir séu inni í þeim. Annað dæmi er eignar- haldsfélag Milestone, Rákungur, sem stofnað var til að kaupa um 2 pró- senta hlut í Glitni fyrir tvo milljarða króna fyrri hluta árs 2008. Enn eitt dæmið eru félögin Consensus, sem keypti skuldabréf FL Group af Glitni svo hægt væri að lána félaginu meiri fjármuni, og félagið A-Holding sem keypti eignir í Lúxemborg af Baugi fyrir um 27 milljarða króna síðla árs 2007. Svipaða sögu er að segja um félögin Svartháf og Vafning. Dæmin eru svo miklu fleiri. Í nær öllum tilfellum eiga þessi félög það sameiginlegt að ekkert var vitað um þau áður en greint var frá því í fjölmiðlum að þau skulduðu milljarða króna og hefðu verið notuð í viðskiptafléttum sem ekki standast mikla skoðun. Nöfn þessara félaga eru arfur frá hruninu 2008 og segja sögur þeirra ansi margt um þá óráð- síu sem einkenndi íslenskt viðskipta- líf fyrir hrunið og í aðdraganda þess. Febrúar 4. febrúar Sex ára fangelsi fyrir manndrápstilraun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Birki Arnar Jónsson, 23 ára Reyk- víking, í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Þann 15. nóvem- ber 2009 fór Birkar Arnar vopnaður haglabyssu að húsi við Þverársel í Breiðholti og skaut fimm skotum að húsráðanda sem náði að loka útidyr- unum áður en hann hlaut verra af. Tvo skotanna fóru í hurðina en þrjú inn í íbúðina í gegnum rúðu við úti- dyrnar. Húsráðandi hlaut áverka á höfði en árásarmaðurinn taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hann. 10. febrúar Bankarnir afskrifi strax Í byrjun febrúar setti Árni Páll Árna- son, þá félags- og tryggingamála- ráðherra, fram þá skoðun sína að bankarnir ættu að afskrifa skuldir fólks og það strax. „Bankarnir hafa hingað til unnið eftir því að afskrifa Aska yfir öllu Askan úr Eyjafjallajökli lagðist yfir jarðir og híbýli á Suðurlandi og gerði búskap erfiðan. MYND RÓBERT REYNISSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.