Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 30
30 | Annáll 2011 29. desember 2010 Áramótablað 1. janúar – 1. mars Sérstakur saksóknari Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari efnahagshruns- ins, hefur boðað að ákærur verði birtar á hendur sumum þeirra sem grunaðir eru um efnahagsbrot og gerir ráð fyrir að það gerist snemma árs. Saksóknarinn segist hafa um 80 mál til rannsóknar en hann hefur hingað til aðeins skilað ákærum í einu máli. Ljóst má vera að meintir fjárglæframenn skjálfa á beinunum. 13. - 30. janúar HM í handknattleik Daganna 13. – 30. janúar má búast við að íslenska þjóð- in standi á öndinni. Heims- meistaramótið í handknattleik hefst eftir um tvær vikur og þar eru Íslendingar að sjálfsögðu meðal þjóða. Keppnin verður aldrei þessu vant sýnd á Stöð 2 Sport en einhverjir leikir verða í opinni dagskrá. Íslendingar leika í riðli með Noregi, Austurríki, Ungverjalandi, Brasilíu og Japan. Janúar/febrúar Icesave úr sögunni? Alþingi afgreiðir Icesave í lok janúar eða byrjun febrúar. Samþykki Al- þingi samninginn reynir á hvort for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, fullgildir lögin með undirskrift sinni eða synjar þeim staðfestingar. Ef hann gerir það fer málið í dóm kjósenda – aftur. 15. febrúar Stjórnlagaþing kemur saman Stjórnlagaþing, skipað 25 fulltrúum tekur til starfa eigi síðar en þennan dag. Þinginu ber lögum samkvæmt að koma sam- an til að endurskoða stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa niðurstöður þjóðfundar 2010 til hliðsjón- ar við þá vinnu. 15. apríl Stjórnlagaþing skilar tillögum Þennan dag á stjórnlagaþing að ljúka störfum en mögu- legt er að starfstími þess verði lengdur. Þegar stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp að endurbættri stjórnarskrá verð- ur það sent Alþingi til meðferðar. Hin endurskoðaða stjórn- arskrá tekur ekki gildi nema uppfyllt séu skilyrði núgildandi stjórnarskrár og samkvæmt henni hefur Alþingi síðasta orðið í tveimur afgreiðslum með kosningum á milli. 29. apríl Konunglegt brúðkaup Vilhjálmur prins og Kate Middleton verða gefin saman með pompi og prakt í Lundúnum. Vilhjálmur er eldri sonur Karls prins og Díönu prinsessu og er næstur til ríkiserfða á eftir föður sínum. Þau skötuhjú trúlofuðu sig í Keníu okt- óber. 13. maí Harpan opnuð Tónlistarhúsið Harpan verður opnað formlega þennan dag, ef áætlanir ná fram að ganga. Hús- ið verður vígt 4. maí en talið er að kostnaður við bygginguna muni hlaupa á litlum 30 milljörðum króna. 14. maí Eurovision Söngvakeppni allra söngvakeppna, Eurovision, fer fram í Þýskalandi. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða lag og hvaða flytjend- ur verða fulltrúar Íslands en undankeppnirnar fara fram þann 10. og 12. maí. Frammistaðan í undankeppninni ræður því svo hvort Íslendingar komast á svið á lokakvöldinu, 14. maí. 11. júní Íslendingar á Evrópumóti Ísland hefur leik í Evr- ópukeppni U21-lands- liða í knattspyrnu karla. Liðið leikur gegn Hvíta- Rússlandi þann 11. júní, gegn Sviss þann 14. júní og gegn gestgjöf- um Danmerkur þann 18. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem U21-landslið Íslands kemst í lokakeppni Evrópumóts í knattspyrnu. 17. júní Háskólinn 100 ára Háskóli Íslands er ríkisháskóli sem var stofnaður á þessum degi árið 1911. Fjörutíu og fimm nemendur voru við nám fyrsta starfsárið en eru nú á bilinu þrettán til sextán þúsund. Rektor skólans er Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði. 1. júlí Pólverjar taka við ESB Pólverjar taka forsæti í Evrópusambandinu af Ungverjum sem stýra munu sambandinu fyrri helming ársins. Pólverjar eru okkur Íslendingum hliðhollir og buðust snemma eftir efna- hagshrunið til að lána okkur pening – ekki er óhugsandi að það liðki fyrir samningaviðræðum um inngöngu Íslands í ESB. Afar ólíklegt er þó að þeim viðræðum ljúki í valdatíð Pólverja. 6. júlí Vettvangur vetrarólympíuleika Alþjóðaólympíunefndin ákveður hvaða þjóð mun halda vetr- arólympíuleikana 2018. Þess má geta að vetrarólympíuleik- arnir 2014 verða haldnir í Rússlandi – þar sem Íslendingar munu vafalaust eiga sína fulltrúa. 31. ágúst AGS hverfur á braut Samstarfinu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn lýkur í lok ágúst. Samstarfið hefur sætt mikilli gagnrýni og þingmenn úr ýms- um flokkum hafa talað fyrir því að segja því upp. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn kom til skjal- anna skömmu eftir banka- hrun en stofnunin hefur það að markmiði sínu að minnka atvinnuleysi og auka hagvöxt í þeim ríkjum sem þeir vinna með. Það gerir hún með ráðgjöf og lánveitingum til niðurgreiðslu skulda. Í kjölfarið má búast við því að gjaldeyrishöftin verði afnumin. 12.-16. október Ísland heiðursgestur í Frankfurt Ísland verður heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011. Bókasýningin í Frankfurt er  stærsta bókasýning og kaupstefna í heimi og sú langþekktasta. Þar gefst einstakt tækifæri til að koma á framfæri íslenskri bókmenningu, bæði við Þjóðverja og bókaheiminn allan, og líka til að kynna ís- lenska menningu og listir almennt. 24. desember Enn styttri jól Jólin verða vinnandi fólki enn verri en þau voru núna. Þannig verður aðfangadagur á laugardegi og jóladag- ur á sunnudegi. Mögu- lega eru einhverjir í fríi á mánudeginum 26. desember. Að sama skapi verður gamlárs- dagur á laugardegi og nýársdagur á sunndegi. Gera má ráð fyrir því að atvinnurek- endur fagni. 31. desember Bandaríkjaher yfirgefur Írak Stríðið í Írak hófst þann 20. mars 2003 með innrás bandalags viljugra þjóða – sem Ísland var aðili að – með Bandaríkin og Bret- land í broddi fylkingar. Nú er stefnt að því að hersetu Bandaríkjanna ljúki þann 31. desember á næsta ári. Þess má geta að innan bandaríska hersins þekkist stríðið undir heitinu Operation Iraqi Freedom eða „Aðgerð frelsi í Írak“. baldur@dv.is DV hefur tekið saman helstu viðburði sem fyrirséð er að gerist á næsta ári: Þetta gerist árið 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.