Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 32
Mikilvægustu tíðindin sem færð voru
íslensku þjóðinni á því ári sem nú er
senn á enda, voru niðurstöður skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis um að-
draganda og orsakir bankahrunsins
haustið 2008. Í gögnum og vitnisburði,
sem dreginn er saman í skýrslunni,
birtist mynd af forvitnilegu en um leið
átakanlegu skeiði í sögu íslensku þjóð-
arinnar. Þar er ekki átt við þá mynd
sem upp er dregin af fjármálastarfsem-
inni í landinu fram að bankahruninu.
Miklu heldur er átt við þá siðmenn-
ingu, þau gildi, græðgi og lögleysu
sem hafin hafði verið til vegs og nærði
hugmyndafræði um frelsi án ábyrgðar.
Krosseignatengsl, markaðsmisnotkun,
eftirlitsleysi og hreinar mútur í formi
alls kyns fjárhagslegra ávinninga fyr-
ir smá og stór verk, sem greiddu fyrir
viðskiptum, mátti líkja við fjármálalega
blóðskömm og innræktun óheilbrigðra
viðskiptatengsla innan tiltölulega fá-
mennra kunningja- og hagsmunahópa
í stjórnmálum og viðskiptum. Nú síð-
ast er að sjá sem fjöldi íslenskra end-
urskoðenda, sem eiga að styðjast við
ítarlegar siðareglur stéttar sinnar, hafi
farið út af sporinu og orðið stétt sinni
til skammar.
Blóðskömm í viðskiptum
Lítum á dæmi frá Írum, nágrönnum
okkar, sem frá er sagt í „Fleyi fíflanna“,
nýrri bók eftir Fintan O‘Toole. Bertie
Ahern, fyrrverandi forsætisráðherra Ír-
lands, þurfti í sjónvarpsviðtali að svara
fyrir vafasamar stöðuveitingar. Hvers
vegna skipaði hann fólk í stjórnir flug-
félagsins Aer Lingus eða Dyflinnar-
hafnar sem borið hafði fé á hann? „Ég
skipaði þau ekki í stjórnirnar vegna
þess að þau höfðu gefið mér peninga.
Ég skipaði þau af því að þau voru vinir
mínir,“ svaraði Ahern.
Í svarinu er að finna í hnotskurn
stjórnmálamenningu, ekki aðeins Íra,
heldur einnig íslenska stjórnmála-
menningu. Þegar bankakreppan reið
yfir Írland lýsti Brian Lenihan fjármála-
ráðherra vandanum þannig að Írland
væri lítil þjóð „með allt of tíðum blóð-
skammartengslum í fjármálalífinu“.
Ný tegund aðstöðubrasks
Engum blöðum er um það að fletta að
framangreind lýsing á bærilega vel við
um íslenska siðmenningu í stjórnmál-
um og viðskiptum. „Íslendingar hafa
aðeins áhuga á fólki en ekki prinsíp-
um,“ sagði Jón Ormur Halldórsson
stjórnmálafræðingur eitt sinn í út-
varpsviðtali og hafði þar áreiðanlega
lög að mæla.
Gallinn er hins vegar sá, að þessi
tengsl og þessi þáttur íslenska ættar- og
kunningjasamfélagsins hafa ekki ver-
ið rannsökuð að neinu marki. Vitan-
lega var ekki hægt að ætlast til þess að
rannsóknarnefnd Alþingis kafaði ofan
í þessa þætti. En hún var meðvituð um
vandann líkt og fram kemur í því bindi
skýrslunnar sem svonefndur siðfræði-
hópur samdi.
Þess sjást lítil merki að einhvers
konar siðvæðing eigi sér stað í þessu
efni. Ný tegund af aðstöðubraski er
komin til sögunnar. Hrægammar gína
yfir strandgóssi hrunsins og eignast
það eftir ógagnsæjum leiðum. Hvorki
Seðlabanki Íslands, Fjármálaeftirlit-
ið, dómstólar né stjórnvöld reynast al-
menningi hjálpleg við að fylgjast með
þessari framvindu. „Blóðskammar-
tengsl“ gamla Íslands eru endurkveð-
in og styrkt á nýjan leik í samskiptum
banka við kaupsýslumenn sem þurfa
afskriftir eða bjóða fé til kaupa á fyrir-
tækjum á gjafverði. Svo er að sjá sem
ættar- og klíkutengslin ráði mjög ferð-
inni nú sem fyrr.
Gagnsæi og frelsi
Fjármálaeftirlitið og fleiri eftirlitsstofn-
anir gætu hjálpað fjölmiðlum og al-
menningi að fylgjast með og veitt þar
með aðhald. Á þeim bæ er svarið hins
vegar alltaf á sömu lund: Upplýsingar
eru ekki veittar vegna lagaákvæða um
bankaleynd og trúnað.
Hér er aðeins hægt að hafa yfir
boðskap sem Eva Joly setti fram í bók
sinni um réttlæti í herkví „Justice Und-
er Siege“: Gagnsæi er eðlileg fylgiregla
frelsis; gagnsæi án frelsis brýtur í bága
við mannréttindi. Frelsi og ógagnsæi
greiða leið til lögbrota.
Lögbrot valdamanna skaða mikil-
væga hagsmuni þjóða. Hert viðurlög,
heimild til eignaupptöku og aðgætni
í bankastarfsemi eru varnir sem grípa
verður til gegn slíkri samfélagsógn.
Látum boðskap Evu Joly verða okk-
ur veganesti á nýju ári.
Á árinu sem senn er á enda hef-ur trúarleg hræsni verið okk-ur Íslendingum afar hugstæð.
Við höfum fengið að fylgjast með
umfjöllun um fólk sem misstigið
hefur sig á hálu svelli trúarinnar
eða jafnvel runnið á höfuðið í helgi-
slepju. Við höfum reglulega fengið
gervispámenn að eyrum okkar og
nánast daglega heyrum við predik-
anir fólks sem virðist fyrst og fremst
vera að verja sig og sína – fólk sem
hefur það að markmiði að setja sig
sjálft á stall og nýta sér ákjósan-
lega aðstöðu til að troða á veikleik-
um hinna trúuðu. Sölumenn trúar-
bragða vaða að okkur á skítugum
skónum og bjóða okkur eilíft líf að
uppfylltum nokkrum útpældum
skilyrðum.
Hér er ekki ætlun mín að halda
því fram að hræsnarar trúleysis
teljist betra fólk en hræsnarar trú-
félaganna. Þetta er einfaldlega allt
sama hræsnin, vegna þess að um-
ræðan snýst ekki um innihald held-
ur umbúðir, fólk sem heimtar tí-
und af trúbræðrum sínum, jafnvel
skallapoppara sem boða trú í nafni
hreinnar hræsni. Við erum að tala
um fólk sem dregur kjarna trúar-
innar í svaðið, fólk sem vitnar í eitt
og annað án þess að hafa minnstu
hugmynd um inntak þeirra orða
sem vitnað er í.
Það skiptir kannski ekki mestu
máli hvert mat er lagt á trú og ýmsa
siði ef þeir sem tengjast alúð, ást
og friði fá ornað sér um stund hjá
lífsins báli. Við kunnum flest þann
yndislega ósið að efast fyrst um trú-
arkreddur hinna en skoða svo þau
verk sem þarf að vinna í vitund
okkar þegar kviknar ljósið. Já, okk-
ur tekst að fúlsa við þeim fræðum
og fjasa um hvað guðir okkar heita.
Hið fagra líf við kjósum helst að
hræðast þótt hitinn láti streyma
blóð í æðum. Á jólunum í hjörtum
vonir vekur að vita það að birtan er
að glæðast.
Trúin fyllir fólk af því sem við
tengjum við hamingju, lífsgleði,
kærleika og öll önnur góð gildi sem
gera lífið bærilegra. Trúin á hið
góða í okkur sjálfum er það sem
skiptir máli en ekki túlkun á sköp-
unarsögu eða innantómri skrúð-
mælgi einsog: Í upphafi var Orðið
og Orðið var hjá Guði og Orðið var
Guð.
Við þurfum að átta okkur á því
að trú er hluti af okkur, hluti af
menningu okkar. En hún er ekki
karp um keisarans skegg. Þjóðkirkj-
an þarf að einbeita sér að því að
virkja kjarna trúarinnar í stað þess
að klifa stöðugt á sömu gömlu klisj-
unum.
Við trúum því að til sé afl
tignarlegra en sólin
hjá okkur fer það inná gafl
yfir blessuð jólin.
32 | Umræða 29. desember 2010 Áramótablað
„Ég er kominn
með hús og bíl,
bý í þriggja
mínútna göngu-
færi frá æfinga-
svæði félagsins svo það
getur ekki verið betra.“
n Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar,
Alfreð Finnbogason, er búinn að koma
sér vel fyrir hjá Lokeren og er spenntur
fyrir því að hefja leik í janúar.
– Morgunblaðið
„Ætli þetta komi
ekki í DV.“
n Ólafur Ragnar
Grímsson forseti keypti
jólagjöfina handa Dorrit í
antikversluninni Fríðu frænku og var viss
um að DV kæmist á snoðir um það líkt og
raunin varð. – DV
„Í stjörnugjöf fær matur-
inn þrjár grenjuskjóður og
einn dauðan gullfisk.“
n Rithöfundurinn Tobba Marinós keypti
sér mat á Shalimar og var ekki sátt.
– Blogg Tobbu á DV.is
„Engir hafa valdið þjóð-
inni meira tjóni og ein-
staklingum meiri hörm-
ungum en mafíur
fjárglæframanna.“
n Jónas Kristjánsson vill að mennirnir
sem bera ábyrgð á hruninu dúsi í fangelsi
eins og aðrir glæpamenn. – jonas.is
Íslenska spillingin
Um áramót hefur gjarnan tíðk-ast hjá einstaklingum að strengja heit í því skyni að
verða betri menn og öðlast betra líf.
Sumum tekst að standa við það sem
þeir ætla sér en aðrir horfa á heit sín
falla dauð til jarðar á fyrstu dögum
eða vikum nýs árs. Um þessi áramót
væri tilvalið fyrir þjóðina að samein-
ast um eitt heit. Allir gætu stefnt að
því að útrýma spillingu í samfélaginu.
Stærsta vandamál Íslands er nú
eins og allar götur frá lýðveldisstofn-
un virðingarleysi fyrir sameign þjóð-
arinnar. Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur lýsir því ágætlega í
ævisögu Gunnars Thoroddsens, fyrr-
verandi forsætisráðherra, hvernig at-
kvæði voru beinlínis keypt. Gunnar
lýsir landlægri pólitískri spillingu í
dagbókum sínum. Reglan var sú hjá
bandaríska hernum á Keflavíkurflug-
velli að ráða starfsmenn eftir því hvar
þeir voru í pólitík. Þannig voru ráðnir
fjórir sjálfstæðismenn á móti tveimur
krötum og jafnmörgum framsóknar-
mönnum. Kommarnir fengu ekkert.
Á þeim árum voru bankastjórar
og stjórnmálamenn í nánu sambandi
um það hverjir skyldu fá lán og aðra
fyrirgreiðslu. Flokksskírteini réðu því
gjarnan hverjir fengu vinnu hjá rík-
inu. Og þannig hefur það verið í gegn-
um tíðina. Forstokkaður stjórnmála-
leiðtogi seildist svo langt að koma
sínum mönnum í Hæstarétt Íslands
með skaða sem seint verður bættur.
Og hann lét skipa innistæðulítinn son
sinn sem héraðsdómara.
Hin svokallaða velferðarstjórn
hefur ekki verið eins gróf í manna-
ráðningum og sá konungur íslenskr-
ar spillingar sem á undan er getið.
Samt er það svo að hrúgað er inn í
ráðuneytin pólitískum vinum. Til
þess að komast hjá því að auglýsa eru
gæðingarnir lausráðnir þar til um
hægist. Þetta lýsir auðvitað ósvífni
valdhafa sem vita að þjóðin mót-
mælir ekki spillingunni hástöfum.
Það er verðugt áramótaheit þjóð-
arinnar að veita viðnám þegar spill-
ingin er annars vegar. Ekki þarf
neina draumóra um að við náum að
hreinsa samfélagið. En þjóðin get-
ur með samstilltu átaki haldið spill-
ingunni í lágmarki. Til þess þarf for-
dæmingin að verða almenn og ná
skynfærum stjórnmálamanna sem
óttast það eitt að missa sæti sín við
kjötkatlana. Nú eru áramótin fyrir
sameiginlega heitstrengingu.
Bakkabróðir hnyklar
vöðva
n Viðskiptavinir líkamsrækt-
arstöðvarinnar World Class á
Seltjarnarnesi ráku upp stór augu
fyrir jólin þegar
Bakkavarar-
bróðirinn Lýður
Guðmundsson
sást lyfta lóðum
þar. Lýður, sem
er búsettur í
glæsihverfinu
Knightsbridge
í London,
var eigandi Exista ásamt bróður
sínum Ágústi og skilja þeir eftir sig
tugmilljarða króna skuldir í íslenska
bankakerfinu. Hann hefur að öllum
líkindum verið í jólafríi hér á landi
en Lýður á glæsilegt hús á Starhag-
anum í Vesturbænum sem hann
dvelur í þegar hann er á Íslandi.
Búðingur á bekk
n Skilningsleysi er á getu Eiðs Smára
Gudjohnsens til að leika knattspyrnu
hjá þjálfara Stoke City. Líklega er
það af tómum
skepnuskap að
gulldrengurinn
er látinn sitja á
varamannabekk,
nánast í hverjum
leik. Til þess að
toppa hina illu
meðferð er Eiður
nú kallaður
búðingurinn í bresku pressunni. Er
þar vísað til þyngdar hans og hreyf-
anleika. Vinir og stuðningsmenn
Eiðs eiga þá von heitasta að hann
losni úr klóm óvinarins og hætti að
vera búðingur á bekk.
Endalaust kjaftað
n Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra hefur svo sannarlega
fengið að finna fyrir grimmu umtali
um einkalíf sitt
undanfarnar
vikur. Annar
þingmaður hefur
einnig verið milli
tannanna á fólki.
Sá er Sigmundur
Ernir Rúnarsson.
Svo langt var
gengið að hann
mun hafa fundið sig knúinn til þess
að gera þingflokki sínum grein
fyrir því að um væri að ræða grófan
uppspuna.
Lilja betri ráðherra
n Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og
stjörnumótmælandi, virtist ekki
mjög hrifin af Sandkorni þar sem
leiddar voru
að því líkur að
hugsanlega
myndi órólega
deildin í VG færa
sig yfir í Hreyf-
inguna. Þaðan
kæmu þau síðan
sameinuð aftur í
ríkisstjórnina og
Birgitta væri þá ráðherrakandídat.
Birgitta birtist í athugasemdakerfi
DV.is og fussaði og sveiaði en tjáði
sig síðan efnislega: „Ég held t.d. að
Lilja Mósesdóttir yrði miklu betri
ráðherra en ég,“ skrifaði Birgitta og
fórnfýsin blasir við.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Leiðari
Aðstöðubrask í nýrri mynd Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Og hann lét skipa
innistæðulítinn
son sinn.
Trúin fyllir fólk
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„En hún er ekki
karp um keisarans
skegg.
Kjallari
Jóhann
Hauksson