Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Blaðsíða 38
38 | Kvikmyndir Umsjón: Jón Ingi Stefánsson joningi@dv.is 29. desember 2010 Áramótablað Bíóhúsin 2011 Tinni, geimverur, kúrekar og ofurhetjur The Fighter Leikstjóri: David O. Russell. Leikarar: Mark Wahlberg, Christian Bale, Amy Adams. Frumsýning: 4. febrúar 2011 n Mynd um fyrstu ár hnefaleikakappans „Írski“ Micky Ward og bróður hans sem kom að þjálfun hans áður en Micky gerðist atvinnuhnefaleika- maður. Christian Bale og Mark Wahlberg eru báðir tilnefndir til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. Rise of the Apes Leikstjóri: Rupert Wyatt. Leikarar: James Franco, Andy Serkis, Freida Pinto. Frumsýning í BNA: 24. júní 2011 n Það hlaut að koma að því að Hollywood reyndi aftur við Apaplánetuna, en Tim Burton tókst ekki vel upp í endurgerð sinni fyrir áratug. Nú er ætlunin að segja frá tilurð talandi apanna. Myndin gerist í San Francisco í nútímanum og segir frá genatilraunum vísindamanna sem leiða af sér alltof gáfaða apa. Contagion Leikstjóri: Steven Soderbergh. Leikarar: Matt Damon, Kate Winslet, Jude Law, Gwyneth Paltrow, Marion Cotillard, Laurence Fishburne. Frumsýning í BNA: 21. október 2011 n Stjörnum prýddur spennutryllir í leikstjórn Stevens Soderberghs sem segir frá alþjóð- legu liði lækna sem berst við banvænan sjúkdóm sem ógnar heimsbyggðinni. The Hangover 2 Leikstjóri: Todd Phillips. Leikarar: Zach Galifinakis, Bradley Cooper, Ed Helms, Heather Graham, Justin Bartha. Frumsýning í BNA: 26. maí 2011 n The Hangover var óneitanlega grínmynd sumarsins 2009 og hér ferðast félagarnir til Bangkok í brúðkaupsveislu. Fátt annað er vitað um söguþráðinn en ljóst er að þetta endar allt með ósköpum og ætli Mike Tyson leynist ekki einhvers staðar. Kurteist fólk Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Leikarar: Stefán Karl Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hilmir Snær Guðnason. Frumsýning: 1. ágúst 2011 n Íslensk mynd sem segir frá nýlega frá- skildum verkfræðingi í Reykjavík. Hann lýgur sig inn í aðstæður til að bjarga sveitarfélagi á Vesturlandi frá glötun í örvæntingarfullri tilraun til að finna sjálfan sig. The King‘s Speech Leikstjóri: Tom Hooper. Leikarar: Colin Firth, Geoffrey Rush, Helena Bonham Carter. Frumsýning: 28. janúar 2011 n Saga Georgs sjötta, konungs Bretlands, og óvænta valdatöku hans, og talmeina- fræðingsins sem hjálpaði honum að verða verðugur í valdastóli. Colin Firth er tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir túlkun sína á konungnum. X-Men: First Class Leikstjóri: Matthew Vaughn. Leikarar: James McAvoy, Michael Fassbender, Jennifer Lawrence. Frumsýning í BNA: 3. júní 2011 n Enn ein X-Men-kvikmyndin, en að þessu sinni í leikstjórn Matthew Vaughn (Kick-Ass og Layer Cake) en það ætti að lofa mjög góðu. Segir frá yngri árum þeirra Xavier og Magneto, áður en þeir urðu erkióvinir. Cowboys and Aliens Leikstjóri: Jon Favreau. Leikarar: Daniel Craig, Harrison Ford, Olivia Wilde, Sam Rockwell. Frumsýning í BNA: 29. júlí 2011 n Byggð á samnefndri grafískri skáldsögu frá árinu 2006 og segir frá því þegar geimverur réðust á þorp í Arizona um miðja 19. öld. Indiana Jones og James Bond eru í aðalhlut- verkum og leikstjóri Iron Man er við stjórnvölinn. Gerist það betra? True Grit Leikstjórar: Joel Coen, Ethan Coen. Leikarar: Jeff Bridges, Matt Damon, Hailee Steinfeld. Frumsýning: 11. febrúar 2011 n Laganna vörður hjálpar þrjóskri og sjálfstæðri ungri stúlku að finna morðingja föður hennar. Byggð á sömu skáldsögu og samnefndur vestri frá 1969 sem skartaði John Wayne í hlutverki Rooster Cogburn. Coen-bræður eru nú við stjórn- völinn en Jeff Bridges fetar í fótspor Waynes. Battle: Los Angeles Leikstjóri: Jonathan Liebesman. Leikarar: Aaron Eckhart, Michelle Rodrigu- ez, Michael Pena, Bridget Moynahan. Frumsýning: 11. mars 2011 n Geimverur ráðast á jörðina og hafa her- tekið hverja stórborgina á fætur annarri. Hér segir frá bardaganum um Los Angeles. Þessi mynd lítur sérlega vel út og hefur verið lýst sem blöndu af Black Hawk Down og Independence Day. Stikla fyrir myndina hefur sömuleiðis vakið mikla athygli, en þar hljómar tónlist Jóhanns Jóhannssonar. Rokland Leikstjóri: Marteinn Þórsson. Handrit: Hallgrímur Helgason. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson , Elma Lísa Gunnarsdóttir. Frumsýning: 14. janúar 2011 n Böddi Steingríms snýr aftur heim á Sauð- árkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við fjölbrautaskólann. Captain America: The First Avenger Leikstjóri: Joe Johnston. Leikarar: Chris Evans, Samuel L. Jackson, Hugo Weaving, Tommy Lee Jones, Stanley Tucci. Frumsýning í BNA: 22. júlí 2011 n Kvikmynd um Captain America hefur verið í bígerð lengi, en hér verður fjallað um tilurð ofurhetjunnar. Chris Evans fer með aðalhlutverkið og leikur hermanninn Steve Rogers sem býður sig fram í háleynilegt verkefni sem gerir hann að ofurhetjunni Captain America.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.