Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Síða 40
40 | Völvuspá 29. desember 2010 Áramótablað Undanfarin ár hefur DV um áramót birt spádóma völvu nokkurrar sem virðist sjá gegnum tímans tjöld inn í myrka framtíð. Völvan býr í lágreistu húsi við sjávarsíðuna austan stórra vatna á Suðurlandi. Þar ríkir kyrrðin, vind- urinn gnauðar á ufsum hússins en klakaklárar berja sinukolla á slétt- unni með stærstu eldfjöll landsins í bakgrunni fjarlæg en ógnandi. Í stofu völvunnar snarkar eldur í arni en bassatónar brimskafl- anna berast að eyrum okkar gegnum rúðurnar. Hrafnar sitja á sjóvarnargarði skammt frá. Þeir horfa þöglir á okkur inn um gluggann og augnaráð þeirra virðist kuldalegt og rannsakandi. Völvan situr í stól við arineldinn og við fætur hennar liggur stór og lubbalegur hundur af óræðum uppruna. Hann er grár um trýnið með vagl á öðru auganu. Hann víkur ekki frá húsmóður sinni og fitjar upp á trýnið ef gestir hreyfa sig snögglega eða koma nálægt honum. Aftur kemur vor í dal m y n d s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.