Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Side 46
46 | Völvuspá 29. desember 2010 Áramótablað lætur­ formlega­ og­ endanlega­ af­ störfum­ sem­ forstöðumaður­Krossins­en­stjórnar­í­fyrstu­bak­ við­tjöldin­og­prédikar­eins­og­hann­eigi­líf­sitt­ að­leysa. Jónína­ Benediktsdóttir,­ eiginkona­ hans,­ verður­ stöðugt­ áhrifameiri­ í­ rekstri­ trúfélags- ins­ þegar­ líður­ á­ árið­ og­ margir­ verða­ farnir­ að­tala­um­hana­sem­hinn­raunverulega­fram- kvæmdastjóra­hvað­sem­líður­ formlegri­ fram- hlið.­Hún­gjörbreytir­um­lífsstíl,­hættir­að­mála­ sig­og­gengur­í­einföldum­fatnaði.­ Völvan­ sér­ Jónínu­ enn­ einu­ sinni­ í­ skæru­ kastljósi­ fjölmiðlanna­ vegna­ hrösunar­ á­ ein- hverju­ sviði­ en­ Jónína­ gerir­ eins­ og­ oft­ áður:­ sættist­við­þjóðina­í­áhrifamiklu­Kastljósviðtali­ þar­sem­tárin­flæða.­Í­kjölfarið­rís­mikil­samúð- arbylgja­ í­ samfélaginu­ sem­ skilar­ sér­ í­ mikilli­ fjölgun­í­Krossinum. Guðmundur í brimgarði á nýrri kennitölu Atvinnulífið­ verður­ oftast­ í­ fréttum­ á­ árinu­ vegna­ afskrifta­ bankanna­ á­ skuldum­ ýmissa­ fyrirtækja­ eða­ dótturfyrirtækja­ þeirra.­ Á­ vett- vangi­ sjávarútvegs­ verður­ Guðmundur­ Kristj- ánsson­ í­ Brimi­ oft­ í­ fréttum­ en­ hann­ berst­ í­ bökkum­og­þarf­að­skipta­um­kennitölur.­ Fiskvinnslufyrirtækið­ Stormur,­ sem­ ver- ið­hefur­ í­ fréttum­vegna­umdeilds­eignarhluts­ kínverskra­auðkýfinga,­kemst­í­fréttir­þegar­það­ hreiðrar­um­sig­í­rústum­fiskvinnslunnar­á­Flat- eyri­ og­ hefur­ þar­ vinnslu.­ Þetta­ verður­ vatn­ á­ myllu­þeirra­sem­óttast­ítök­útlendinga­í­þess- um­ atvinnuvegi­ meira­ en­ allt­ annað­ og­ völv- an­sér­stjórnmálamenn­fara­hamförum­vegna­ málsins­en­fá­ekkert­að­gert. Boltakonur hneyksla Fátt­verður­til­þess­að­gleðja­Íslendinga­á­sviði­ íþrótta­á­nýju­ári.­Landsliðum­Íslands­í­hand- bolta­ og­ fótbolta­ gengur­ afar­ illa­ svo­ ekki­ sé­ fastar­að­orði­kveðið­og­virðist­bókstaflega­allt­ ganga­á­afturfótunum. Leiðindamál­ tengt­ kvennaknattspyrnu­ kemur­ upp­ á­ vordögum­ og­ völvan­ sér­ þekkta­ knattspyrnukonu­ undirleita­ á­ forsíðum­ dagblaða­ á­ flótta­ undan­ ljósmyndurum.­ Á­ móti­ þessu­ vegur­ nokkuð­ að­ sigurganga­ Gunnars­ Nelson,­ bardagamanns­ úr­ Keflavík,­ heldur­áfram­og­verður­hann­þekktari­og­vin- sælli­á­þessu­ári­en­því­næsta­á­undan. Ungu strákarnir sterkir U21­árs­landsliðið­í­knattspyrnu­fer­á­EM­í­Dan- mörku­í­júní.­Í­fyrsta­skipti­sem­U21­árs­lands- liðið­ kemst­ í­ lokakeppni­ stórmóts.­ Völvan­ sér­ þá­lenda­ofar­en­margir­telja­en­ekki­eins­ofar- lega­og­Íslendingar­vilja. Strákarnir okkar á HM í handbolta í janúar Handboltalandsliðið­ keppir­ á­ HM­ í­ Svíþjóð­ í­ janúar.­Síðustu­ leikir­hafa­ekki­verið­góðir­hjá­ liðinu­en­margir­leikmenn­íslenska­liðsins­eiga­ erfitt­uppdráttar­hjá­félagsliðum­sínum.­Völvan­ sér­þennan­leiðangur­sem­mikla­sneypuför­og­ þjóðin­ situr­ hnuggin­ við­ sjónvarpsskjáinn­ og­ fylgist­með­strákunum. Gylfa gengur vel Völvan­ sér­ Gylfa­ Þór,­ knattspyrnumann­ hjá­ Hoffenheim­í­Þýskalandi,­á­mikilli­framabraut­ á­ nýju­ ári.­ Hann­ vekur­ mikla­ athygli­ í­ Þýska- landi­og­verður­fjallað­um­hann­sem­einn­efni- legasta­knattspyrnumann­seinni­tíma. Eiður Smári í andbyr Eiður­ Smári­ Guðjohnsen­ knattspyrnumaður­ verður­áfram­í­sviðsljósi­íslenskra­fjölmiðla.­Að­ mati­spekinga­er­hann­á­niðurleið­og­þeir­spá­ honum­minnkandi­vinsældum. Völvan­ sér­ hann­ hafa­ vistaskipti­ á­ nýju­ ári­ en­Eiður­er­alls­ekki­hættur­að­spila­fótbolta­og­ hann­vekur­athygli­fyrir­glæsileg­tilþrif­með­ís- lensku­knattspyrnuliði. Aron Einar græðir Aron­ Einar­ Gunnarsson,­ knattspyrnumað- ur­ hjá­ Coventry­ á­ Englandi,­ verður­ í­ kastljósi­ enskra­ fjölmiðla­ á­ árinu.­ Völvan­ sér­ hann­ í­ skuggsjánni­með­fullar­hendur­fjár­eftir­að­hafa­ staðið­ í­ langvinnum­deilum­við­ forsvarsmenn­ félagsins­sem­hann­leikur­fyrir. Bændur og búalið Talsvert­verður­spjallað­um­bændur­á­nýju­ári­ vegna­ hugsanlegrar­ inngöngu­ í­ ESB­ en­ and- staða­ þeirra­ við­ þau­ áform­ minnkar­ talsvert­ á­ nýju­ ári.­ Í­ ljós­ kemur­ að­ formaður­ samtaka­ þeirra­er­aðili­að­verkefni­sem­hlotið­hefur­styrk­ frá­ESB­og­dregur­það­talsvert­úr­trúverðugleik- anum. Völvan­ sér­ jarðakaup­ útlendinga­ mikið­ í­ sviðsljósinu­ á­ nýju­ ári.­ Bandarískir­ fjárfestar­ eignast­ráðandi­hlut­í­ jörðum­sem­eiga­stóran­ hlut­ í­ Laxá­ í­ Aðaldal­ og­ veldur­ málið­ nokkru­ írafári.­ Allt­ eru­ þetta­ þó­ lögleg­ viðskipti­ þótt­ deilt­sé­um­siðferðilega­hlið­þeirra. Óhöpp og slysfarir Völvan­sér­fátt­mannskæðra­slysa­í­skuggsjánni­ á­ nýju­ ári­ en­ mannskæður­ bruni­ sem­ verður­ skömmu­eftir­áramótin­varpar­dimmum­skugga­ yfir­umhverfið­en­hann­virðist­vera­úti­á­landi.­ Hópslys­ tengt­ ferðamennsku­ verður­ mikið­ í­ fréttum­á­sumrinu­en­enginn­mannskaði­verð- ur­í­því.­Völvan­sér­stóra­leitarflokka­á­ferð­í­ná- grenni­ Hvannadalshnúks­ á­ vordögum­ en­ ár- angur­leitarinnar­er­ekki­sýnilegur. Morð í Reykjavík Óhugnanlegt­ morð­ verður­ framið­ í­ Reykjavík­ á­ miðju­ ári­ og­ tengist­ það­ eitthvað­ fíkniefna- heiminum­ og­ viðskiptum­ honum­ tengdum.­ Í­ hlut­ eiga­ erlendir­ ríkisborgarar­ en­ völvan­ sér­ Íslendinga­sem­tengjast­málinu­og­sumir­þeirra­ eru­þjóðþekktir­fyrir­afskipti­sín­af­brotamálum­ og­innflutningi­fíkniefna. Geirfinnur kemur alltaf aftur Geirfinnsmálið­kemst­enn­einu­sinni­í­kastljós­ umræðunnar­á­nýju­ári.­Völvan­sér­mann­sem­ tengdist­ rannsókn­málsins­á­sínum­tíma­stíga­ fram­ og­ segja­ frá­ reynslu­ sinni.­ Hann­ vottar­ harðræði­og­ómannúðlega­meðferð­á­föngun- um­til­þess­að­knýja­fram­játningar.­Háttsettur­ embættismaður­ í­ réttarkerfinu­ er­ borinn­ sök- um­um­afbrot­og­kúgun­í­málinu.­Hann­neitar­ að­segja­af­sér­þrátt­fyrir­áskoranir­þess­efnis. Sérstæð sakamál og mannrán Íslendingar­allir­heillast­af­rannsókn­mjög­und- arlegs­sakamáls­á­nýja­árinu.­Brotist­verður­inn­ á­vettvang­sem­tilheyrir­forseta­Íslands­og­það- an­ stolið­ dýrgripum­ sem­ öll­ þjóðin­ telur­ sig­ eiga.­ Rannsókn­ málsins­ verður­ mjög­ opinber­ og­stendur­lengi­og­völvan­sér­málið­upplýsast­ að­lokum. Fyrsta­ mannránið­ sem­ verður­ opinbert­ verður­framið­á­Íslandi­á­nýju­ári­og­gera­ræn- ingjarnir­ tilraun­ til­ þess­ að­ krefjast­ lausnar- gjalds­en­afhending­þess­fer­í­handaskolum­og­ lögreglan­handtekur­alla­og­endurheimtir­fórn- arlambið­ ómeitt.­ Fórnarlambið­ er­ ungt­ barn­ þjóðþekktra­ og­ sterkefnaðra­ einstaklinga­ sem­ fá­ í­ kjölfarið­ samúð­ almennings­ sem­ er­ þeim­ kærkominn­stuðningur­ í­stað­þeirrar­andúðar­ sem­að­þeim­beindist­áður. Furðufréttir Nýr­sértrúarsöfnuður­sem­kennir­sig­við­eld­og­ er­stofnaður­á­flugvelli­í­Kanada­nær­styrkri­fót- festu­á­Íslandi.­Söfnuðurinn­nær­að­hasla­sér­völl­ meðal­ ungs­ fólks­ sem­ hefur­ átt­ við­ vímuefna- vanda­að­stríða­og­veitir­bæði­Krossinum­og­SÁÁ­ harða­samkeppni­á­þessu­sviði. Söfnuðurinn­ setur­ upp­ bækistöðvar­ sínar­ í­ iðnaðarhúsnæði­með­póstnúmerið­105­og­völv- an­ sér­ þennan­ hóp­ sem­ heitasta­ trendið­ í­ trú- málum­á­nýju­ári.­­n Hin sannspáa völva síðustu ár Úr spánni fyrir árið 2008 „Gríðarlegur samdráttur í hagkerfinu sem birtist í hrapi hlutabréfa í Kauphöllinni á síðari hluta ársins mun koma fram með vaxandi þunga í upphafi nýs árs. Mikill fjöldi hluthafa sem veðjuðu á útrásarfyr- irtæki eins og Exista og FL-group situr eftir með sárt ennið og hefur tapað miklum peningum“ „Sérstaklega verður ástandið á húsnæðismark- aðnum erfitt vegna offramboðs og verðstöðnunar og völvan sér ríkið hafa einhver afskipti af þætti bankanna á því sviði. Persónuleg gjaldþrot nokkurra þekktra einstakl- inga í viðskiptalífinu í kjölfar þessa samdráttar munu vekja töluverða athygli fjölmiðla og áður umsvifamikill viðskiptajöfur, nánar tiltekið Hannes Smárason, mun flytja af landi brott eftir skipbrot af því tagi snemma árs.“ „Þegar líður á vor og sumar fara að sjást verulegir brestir í samstarfi núverandi borgarmeirihluta og það er spá völvunnar að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri á nýju ári í jafnmarga daga og liðirnir eru í hári hans.“ „Björn Ingi mun hverfa af vettvangi stjórnmálanna á nýju ári og hasla sér völl í viðskiptalífinu.“ „Sérstaklega mun harðna í ári hjá Árvakri sem berst við taprekstur og á nýju ári verður útgáfu 24 stunda hætt. DV mun hjara við harðan kost en útgáfa þess gæti breyst á árinu og útgáfudögum fækkað.“ „Ólafur F. Magnússon verður mikið í sviðsljósinu í tengslum við upplausn borgarmeirihlutans.“ Úr spánni fyrir árið 2009 Jón Ásgeir Jóhannesson berst til síðustu stundar fyrir fyrirtæki sínu [...] í árslok standa hann og faðir hans nánast aftur á sínum byrjunarreit í Bónus. Fyrir utan verslunarrekstur á Íslandi verða nær allar eignir feðganna horfnar í skuldahítir um allan heim þótt ekki verði um formlegt gjaldþrot að ræða.“ „Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, mun einnig segja sig frá embætti á nýja árinu.“ „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hættir sem formaður flokksins af persónulegum ástæðum [...] en völvan sér þó Jóhönnu Sigurðardóttur í einhverju lykilhlutverki.“ „Gunnar Birgisson flækist í spillingarmál.“ „DV heldur áfram að koma út og almennt séð styrkir það stöðu sína á nýju ári enda fer eftirspurnin eftir hlífðarlausum fjölmiðlum vaxandi.“ „Á árinu frestast enn ákvörðun um byggingu álvers á Bakka við Húsavík og missa margir trúna á að af því verði yfirleitt.“ „Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram að gera garðinn frægan fyrir Barcelona en völvan sér hann í fréttum vegna viðskipta á Íslandi sem tengjast ekkert fótbolta.“ „Mjög þekktur listamaður úr hópi poppara deyr á árinu og verður nánast þjóðarsorg.“ Stolið frá þjóðinni Brotist verður inn á vettvang sem tilheyrir forseta Íslands og þaðan stolið dýrgripum sem eru í eigu þjóðarinnar. Sigurganga Gylfa Þórs Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór hjá Hoffenheim í Þýskalandi er á framabraut meðan frægðarsól Eiðs Smára dvínar hratt. Jón Gnarr Völvan segir að vinsældir Jóns meðal borgarbúa haldist miklar en óþol andstæðinga hans vaxi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.