Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 48
S tjórnmálasaga Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, spannar meira en 30 ár. Hann tók áhættu þegar hann settist í stól fjármálaráðherra fyrir að verða tveimur árum. Hans biðu erfiðar ákvarðanir og fjármála- ráðherrann hlaut að verða boðberi slæmra tíðinda í kjölfar hruns fjár- málakerfisins. Í áramótaviðtali Stein- gríms við blaðamann DV er fyrst vik- ið að einu allra erfiðasta málinu: Icesave. „Ég vona að takast megi að ljúka málinu að þessu sinni. Þetta er búið að vera langt og strangt og að mínu mati hefur þetta yfirskyggt margt annað umfram það sem efni hafa staðið til. Ég hef aldrei litið á þetta mál sem neitt svo frábrugðið mörgu öðru sem þarf að takast á við og leysa einhvern veginn. Þetta er hluti af heildarmyndinni. Ég held að þegar upp verður staðið þá eigi það von- andi eftir að koma í ljós að Icesave var hvorki það stærsta né það hættu- legasta sem að Íslandi steðjaði eft- ir hrunið. Þetta er vissulega stórt og vont mál og kannski einhver dapur- legasta birtingarmyndin sem við stóðum frammi fyrir árið 2008. En horfur hafa jafnt og þétt batnað og óvissan alltaf að minnka varðandi það að eignir bús Landsbanka Ís- lands hrökkvi fyrir höfuðstólnum eða því sem næst. Þá á þetta eftir að reynast okkur miklu auðveldara en umræðan hefur gefið tilefni til að ætla. Þetta á þá eftir að vera langt í frá stærsti reikningurinn sem við sitj- um uppi með eftir hrunið. En þetta hefur spilast upp í hæðir í pólitík- inni og það er auðvelt að gera þetta mál tortryggilegt. Það er auðvelt að stilla þessu upp og spyrja hvort það sé sanngjarnt að almenningur taki á sig útgjöld vegna falls einkabanka. Hver vill það? Veruleikinn er sá að þetta hefur verið að gerast um all- an heim að menn hafi verið að taka á sig kostnað vegna þessa hruns í fjármálakerfinu. Þetta hefur tekið á sig mismunandi birtingarmyndir. Í sumum tilvikum er verið að dæla fé inn í bankakerfin til að halda þeim gangandi. Í öðrum tilvikum sitja menn uppi með tap vegna gjald- þrota. Fleira mætti nefna.“ Fara varð samningaleið Hefur þú alltaf verið þeirrar skoðun- ar að ríkið bæri ábyrgð á innstæðum eins og á Icesave-reikningunum? „Nei, ég hef aldrei haldið því fram að á okkur hvíli ótvíræð skylda í þeim efnum. Þegar ég fór hins vegar að setja mig inn í þetta mál af meiri dýpt snemma árs 2009 – og það var mitt hlutskipti að gera það – komst ég mjög fljótlega að því að við ættum ekki annan kost en að ljúka því ein- hvern veginn og vænlegast væri að reyna að gera það með samningum. Við myndum ekki komast undan því að klára þetta mál einhvern veg- inn. Enda hafði því þegar verið heit- ið af hálfu íslenskra stjórnvalda strax haustið 2008 og gefnar út yfirlýsingar um það að við værum tilbúin til þess að leysa þetta með samningum. Al- þingi var búið að setja það í þann far- veg í desember 2008. Fljótlega hall- aðist ég að því eins og flestir sem sett hafa sig inn í málið, að við þyrftum einhvern veginn að komast frá þessu og það væri vænlegast að gera það með samningum frekar en að taka stófellda áhættu fyrir dómstólum eða færa miklar fórnir í þágu þess að halda þessu stríði áfram og hafa mál- ið óleyst um ókomin ár sem tvímæla- laust er okkur til trafala.“ Merkir viðhorfsbreytingu Óvissan um afgreiðslu Icesave er enn fyrir hendi. Stjórnarandstaðan hefur ekki enn tekið afstöðu og óvíst um afstöðu forsetans. Einnig mæta þú og ríkisstjórnin mikilli andstöðu til dæmis á síðum Morgunblaðsins. Hvað er um þetta að segja? „Í fyrsta lagi er tilurð þessa nýj- asta samnings sprottin upp úr því að snemma á þessu ári tókst að skapa samstöðu um að reyna enn samn- ingaleiðina við Hollendinga og Breta. Ég geri mér að sjálfsögðu vonir um að um þetta verði breiðari samstaða nú en við þann samning sem forset- inn synjaði staðfestingar. Samningur sá sem fyrir liggur er afrakstur mikill- ar vinnu samninganefndar sem skip- uð var af öllum stjórnmálaflokkum, einnig stjórnarandstöðu, og formað- urinn var valinn sameiginlega. Í því ljósi geri ég mér að sjálfsögðu vonir um að málið verði afgreitt í tiltölu- lega breiðri sátt enda er það ekki um- deilt að þetta er mjög hagstæð niður- staða sem okkur tókst að lokum að ná þarna. Þarna er um að tefla nokkra tugi milljarða króna sem út af standa og hægt er að dreifa á langan tíma ef með þarf og ef við svo kjósum. Hitt er þó líklegra að við yrðum laus allra mála þegar árið 2016. Jafnvel þótt við legðum nokkuð á okkur í formi vaxtagreiðslna þangað til er erfitt að halda því fram að mikil ógn steðji að Íslandi af þessu. Ég er vongóður um að þessu ljúki farsællega þegar menn skoða vandlega hagstætt samkomu- lag sem fæðst hefur í samstarfi allra flokka og í ljósi þess að ábyrg öfl í þjóðfélaginu, aðilar vinnumarkaðar- ins og margir fleiri, mæla mjög ein- dregið með því að við klárum þetta. Ég spái því að þeim aðilum sem eru að reyna að endurtaka leikinn og keyra upp einhvern hræðsluáróður um þetta mál muni ekki takast það í þessari umferð. Ég held að þjóð- in sé orðin leið á því og skilji það að við verðum einhvern veginn að kom- ast frá þessu. Ég heyri í mörgum sem segjast nú styðja samninginn sem ekki studdu fyrri samninga. Þannig þykist ég skynja viðhorfsbreytingu í þá átt að allt sé þegar þrennt er og best að klára þetta nú. Ég vil ekki vera með neinar vangaveltur um afstöðu forsetans – það samræmist ekki stjórnskipun okkar – en bendi aðeins á að hér í landinu situr þingbundin ríkisstjórn og að þingræði er horn- steinn íslenskrar stjórnskipunar. Ég vinn í samræmi við það.“ Ofmetin áhrif „Af því að spurt er um Morgunblaðið er ég svo lánsamur að sjá það sjaldan og lesa það lítið enda þarf þess ekki að því mér er sagt. Það sé nóg að lesa tíunda hvert blað því þar séu alltaf sömu skrifin. Ég held að áhrifamátt- ur blaðsins sé orðinn miklu minni en það sjálft heldur og að það sé að skrifa sig út úr því hlutverki að vera einhver gerandi í þjóðmálaumræðu á Íslandi þannig að ég hef ekki til- takanlega miklar áhyggjur af því. En auðvitað skiptir máli að umfjöllun um þetta sé hlutlæg og vönduð og að fólk geti kynnt sér þetta vel. Það eru öll gögn birt með frumvarpinu og þau eru öllum aðgengileg og hafa verið frá fyrsta degi. Þar er einnig að finna mjög ítarlega greinargerð þar sem hægt er að skoða tölur og frá- viksdæmi. Það er vitanlega best að menn kynni sér þetta og taki upp- lýsta afstöðu.“ VG lykill að umskiptum Vinstri hreyfingin – grænt framboð er klofinn flokkur. Ágreiningur inn- an flokka er ekki nýr af nálinni og má þar nefna átök innan Sjálfstæðis- flokksins frá fyrri tíð sem dæmi. En átökin eru óvenju hörð, opinská og langdregin innan VG. Hvaða álykt- anir dregur þú af þessum átökum eft- ir að flokkurinn komst til valda? „Þetta hefur verið erfitt og það er alltaf erfitt þegar menn ná ekki að verða samferða í stórum málum. Ég sé samt ekki eftir einni einustu ákvörðun sem við höfum tekið og ég held að það hafi allt verið þess virði að leggja það á sig í ljósi þess árang- urs sem ég tel að við séum að ná. Þessi árangur er að koma í ljós og mun koma enn betur í ljós á næstu mán- uðum. Ég bendi á þá staðreynd að til- vist Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og sú staða sem uppi var í ársbyrjun 2009 var lykilþáttur í þró- un stjórnmálanna á Íslandi. Það voru vinstri græn sem gerðu það mögulegt að það urðu þau gagngeru umskipti í stjórnmálum sem þá urðu. Þessi rík- isstjórn og minnihlutaríkisstjórnin hefðu ekki orðið til án tilstillis VG. Þannig eru umskiptin í íslenskum stjórnmálum tengd stjórnarþátttöku VG í kjölfar hrunsins. Við tókumst á hendur mikla ábyrgð og tókum mikla áhættu. Ég gerði mönnum það strax ljóst að við værum ekki að velja auð- veldu leiðina með því að stinga okkur inn í ríkisstjórn strax í byrjun febrú- ar 2009 og taka á okkar herðar þau erfiðu verkefni sem öllum var ljóst að biðu í stað þess að vera áfram í stjórnarandstöðu og landa kannski enn meiri ávinningi í kosningum síð- ar.“ Augun á stóra verkefninu „En við runnum ekki undan ábyrgð og skyldum og við gerðum mögu- leg þau lykilumskipti sem þar með urðu í íslenskri pólitík. Þar með hófst kafli í stjórnmálasögu landsins þar sem vinstri græn eru í leiðandi hlut- verki. Þessu þurfa menn að átta sig á. Hér er líka verið að skrifa spennandi upphafskafla að mögulega langri framtíð með því að við tókum þessa forystu. Við vorum eini flokkurinn af þeim stóru sem var í aðstöðu til slíks. Flestum bar saman um að þeir flokkar sem báru ábyrgð á efnahags- stefnunni fyrir hrunið, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, væru ekki í góðri stöðu. Samfylkingin var líka löskuð af samstarfi sínu við Sjálf- stæðisflokkinn síðustu misserin fyrir hrunið. Eini flokkurinn sem var í að- stöðu til að kalla fram þýðingarmikil umskipti var VG. Við og Samfylking- in öxluðum þessa ábyrgð. Það hefur verið erfitt og kostað átök á köflum í eigin röðum, bæði vegna þess að við höfum orðið að gera málamiðlan- ir eins og í Evrópumálunum en líka vegna þess að við höfum þurft að takast á við gríðarlega erfið og óvin- sæl verkefni. En ég tel að allt hafi þetta verið þess virði vegna þess að okkur er nú að takast að leysa stóra verkefnið sem við tókum að okkur, að koma landinu út úr erfiðleikun- um og aftur á lappirnar. Það megin- markmið og meginverkefni er efna- hagslega og pólitískt svo mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að það má nú miklu til fórna.“ Samhengi hlutanna „Ég bendi mönnum nú á þann ár- angur sem náðst hefur, það þarf ekki annað en að skoða helstu kennitöl- ur efnahagslífsins um verðbólgu, vexti gengi krónunnar, viðskipta- jöfnuð og fleira sem benda til þess að við séum að leggja af stað upp úr efnahagslægðinni. Menn ættu einn- ig að skoða hallatölur víða fyrir árið 2011. Það vekur athygli hversu hratt við höfum unnið okkur upp á und- anförnum misserum, vissulega með miklum fórnum. En þetta skipt- ir Ísland miklu máli út á við og vek- ur traust um að við séum að ná tök- um á okkar málum. Ég spái því að þetta muni skila sér á næstu mán- uðum í hagstæðari umfjöllun um Ís- land, batnandi lánshæfi, lækkandi áhættuálagi og betra umtali um okk- ur sem aftur hjálpar okkur inn á al- þjóðlegan fjármálamarkað og svo framvegis. Ég set þetta allt í eitt stórt samhengi. Ég ræði ekki vanda Vinstri grænna eða ríkisstjórnarinnar sem einangrað fyrirbæri, þetta er allt eitt stórt samhengi. Ég dreg það ekki undan að sumar deilurnar hafa ver- ið erfiðar og þær eiga sér skýringu í því að við tókum að okkur mjög erf- itt verkefni sem reynir geysilega á. Það er ekkert skrítið þótt á köflum séu ekki allir sammála um mat á að- stæðum og einstökum áföngum. En ég spái því að andrúmsloftið muni breytast nú þegar menn sjá að við erum þrátt fyrir allt að ná þetta mikl- um árangri. Þær raddir hafa verið færri og hjáróma sem tala fyrir ein- hverju öðru en að klára verkefnið.“ Stórpólitísk umskipti Þú talar um upphafskafla að mögu- lega langri framtíð. Árið 1999 varst þú svo vinstrisinnaður að þú gast ekki hugsað þér að sameina jafnað- ar- og vinstrimenn í einn flokk und- ir merkjum Samfylkingarinnar og stofnaðir VG. Eru viðhorf þín breytt? „Ég er að tala um stórpólitísk og langvinn áhrif þess ef einu hreinu vinstristjórn lýðveldissögunnar tæk- ist að vinna það þrekvirki að koma okkur í gegnum og út úr þessu efna- hagshruni sem langvinn hægristefna nýfrjálshyggju og einkavæðingar leiddi yfir þjóðina. Tækist það væri um að ræða eins skýr skil í pólitík og hugsast getur. Það er gríðarlega mik- ið í húfi að við komumst út úr þessu. Og skilin væru mjög afgerandi ef myndin yrði sú að hægristefnan hafi komið okkur í ógöngurnar en vinstri- stefnan hafi leitt okkur út úr þeim. Þú þarft ekki að kunna mjög mikið í pólitík til þess að átta þig á því að verði þetta niðurstaðan af þessu ára- bili þá mun það hafa sín stórpólit- ísku áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn er á hliðarlínunni og er í stöðu sem hann hefur sennilega aldrei upplif- að áður. Hann er ekki í ríkisstjórn. Hann er ekki við völd í Reykjavík. Hann er ekki við völd í Kópavogi. Hann er ekki við völd í Hafnarfirði og hann er ekki við völd á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn er hvorki í rík- isstjórn né á hann aðild að stjórn stærstu bæjarfélaga landsins. Sögu- lega eru þetta athyglisverðir tímar. Ef við náum þeim árangri sem ég tel að við getum sýnt fram á í efnahags- málum og ríkisfjármálum væri jafn- framt rækilega afsönnuð sú kenning sjálfstæðimanna að þeir einir kunni með slík mál að fara. Það var þeirra hægristefna sem kom okkur í vand- ræðin og vinstrimennirnir sem unnu okkur út úr þessu. Ég bendi mönnum á að hugleiða hið stóra pólitíska sam- hengi þessara hluta. Ég get ímyndað mér að þessar breytingar gætu var- að býsna lengi og mér finnst spenn- andi að stuðla að því að svo verði. Þess vegna væri þeim mun grátlegra ef við færum að hrasa um einhverj- ar steinvölur núna. Við erum komin þó þetta langt eftir tvö ár og nú get- um við farið að gera okkur vonir um uppskeru af því sem til hefur verið sáð. Það eru betri tímar í vændum þótt ekki sé öllum erfiðleikum rutt úr vegi, auðvitað ekki. Það mun taka okkur mörg ár enn að vinna okkur út úr ýmsum málum. Við erum lögð af stað upp úr öldudalnum og þá er til mikils að vinna að halda vegferðinni áfram upp á við.“ Enn kraumar undir En burtséð frá þremenningunum inn- an VG sem ekki studdu fjárlagafrum- varp þitt þá kraumar enn undir. DV og fleiri hafa flutt fréttir af því að rík- isstjórnin hafi sest á frumvarp Jóns Bjarnasonar flokksbróður þíns um aukinn kvóta, heimild til útleigu rík- isins á þorskkvóta og fleiri breytingar. Sjálfur ert þú áhugasamur um um- bætur og breytingar á fiskveiðistjórn- inni. Hvað er um þetta að segja? „Þetta er ótímabær fréttaflutning- ur af máli sem ekki er búið að ljúka umfjöllun um í ríkisstjórn. Venjan hefur nú verið að fara ekki út með mál sem enn eru til umfjöllunar í rík- isstjórn. Þetta frumvarp var það seint fram komið að það var augljóst að það skipti litlu máli hvort það biði. Engum datt í hug að það yrði afgreitt fyrir áramót. Það sem við viljum skoða annars vegar eru fiskifræðileg rök með aukningu kvóta. Sem betur fer eru horfurnar ágætar. En menn spyrja um aflareglu og sjálfbæra nýt- ingu og ráðgjöf frá Hafrannsókna- stofnuninni. Þarf þetta ekki allt að 48 | Viðtal 29. desember 2010 Áramótablað Vinstri hreyfingin - grænt framboð er reynslunni ríkari eftir nærri tveggja ára setu í ríkisstjórn við erfið skilyrði. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, segir í viðtali við Jóhann Hauks- son frá erfiðleikum innan flokksins og hvernig fyrsta hreina vinstristjórn íslenska lýðveldisins hefur að öllum líkindum samið upphafskaflann að varanlegum og stórpólitískum breytingum á sviði íslenskra stjórnmála. Þótt Steingrímur glími við alvarlegt efnahagsáfall þjóðar- innar, erjur innan flokks síns og slúðurbera leggst árið 2011 vel í hann. „Ég anda rólega yfir þessu því þetta eyðileggur ekkert mitt einkalíf eða hjónaband. En þetta er dapurlegt. Hælbítar og slúðurberar hurfu ekki með banka- hruninu, svo mikið er víst. Róðurin léttist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.