Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Page 52
Guðmundur Kristinsson rithöfundur á Selfossi Guðmundur fæddist að Litlu-Sand- vík í Flóa og fluttist á öðru ári með foreldrum sínum að Selfossi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1951, vann síðan árlangt á tveimur búgörðum á Jót- landi og fór í tíu vikna Evrópuferð á reiðhjóli 1953 um Danmörku, Þýska- land, Holland, Belgíu, Frakkland og Sviss og Suður-Ítalíu og síðan til Grikklands, alls 4.100 kílómetra. Þá starfaði hann á þýskum bóndabæ í tvo mánuði og reri fjórar vertíðir í Þorlákshöfn. Vorið 1957 réðst Guðmundur til útibús Landsbankans á Selfossi og var féhirðir þess 1965–93, er hann sneri sér alfarið að ritstörfum. Guðmundur ritaði og gaf út bæk- urnar Heimur framliðinna um mið- ilsstarf Bjargar S. Ólafsdóttur, útg. 1983; ævisögu föður síns, Kristinn Vigfússon staðarsmiður, útg. 1987; Saga Selfoss í tveimur bindum, útg. 1991 og 1995; Styrjaldarárin á Suð- urlandi, útg. 1998 og endurbætt útg. 2001; Til æðri heima, útg. 2004, þar sem framliðnir segja frá andláti sínu og lífinu fyrir handan; Sumarland- ið, útg. 2010, þar sem framliðnir lýsa andláti sínu og endurfundum í fram- lífinu – um miðilsþjónstu Sigríðar Jónsdóttur í fjörutíu ár. Einnig hefur hann skrifað mikið í héraðsblöðin Suðurland og Dagskrána. Guðmundur var formaður Sálar- rannsóknafélagsins á Selfossi 1973– 88, var í stjórn Skógræktarfélags Sel- foss 1986–94, á sæti í stjórn Kjöríss ehf. í Hveragerði og var meðal stofn- enda 1968. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 25.10. 1958 Ásdísi Ingvarsdóttur, f. 10.1. 1933, húsfreyju. Hún er dóttir Ingvars Hannessonar, bónda á Skipum, og k.h., Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Traðarholti. Kjörsonur Guðmundar og Ásdís- ar er Ingvar, f. 10.3. 1979, lést af slys- förum 8.3. 2002, starfsmaður Kjöríss. Bræður Guðmundar: Sigfús, f. 27.5. 1932, byggingameistari á Sel- fossi; Hafsteinn, f. 11.8. 1933, d. 18.4. 1993, mjólkurverkfræðingur og framkvæmdastjóri Kjöríss ehf. og fyrsti forseti bæjarstjórnar í Hvera- gerði en dóttir Hafsteins er Aldís, for- seti bæjarstjórnar Hveragerðis. Foreldrar Guðmundar voru Krist- inn Vigfússon, f. 7.1. 1893, d. 5.1. 1982, formaður á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn og húsasmíðameist- ari á Selfossi frá 1931, og k.h., Aldís Guðmundsdóttir frá Litlu-Sandvík, f. 24.2. 1902, d. 9.8. 1966, húsfreyja. Ætt Kristinn var bróðir Sigríðar, konu Sighvats Einarssonar, pípulagning- armanns í Reykjavík. Kristinn var sonur Vigfúsar, í Frambæjarhúsi á Eyrarbakka, bróður Sigríðar í Dalbæ, ömmu Gísla Halldórssonar leikara og Pálma Eyjólfssonar, fyrrv. sýslu- fulltrúa á Hvolsvelli, föður Ingibjarg- ar, fyrrv. heilbrigðisráðherra og Ísólfs, fyrrv. alþm. Önnur systir Vigfúsar var Ragnheiður í Hólmahjáleigu, móðir Katrínar Jónasdóttur á Núpi í Fljóts- hlíð, móður Sigurðar Guðmunds- sonar húsasmíðameistara og stofn- anda SG-Einingahúsa. Þriðja systir Vigfúsar var Ingibjörg, móðir Guð- bjargar, móður Eiríks Smith listmál- ara. Bróðir Vigfúsar var Kári, b. á Ósabakka, faðir Auðbjargar, móður Guðmundar Sveinssonar, bygginga- meistara á Selfossi. Vigfús var son- ur Halldórs, b. á Ósabakka á Skeið- um Vigfússonar. Móðir Halldórs var Ingibjörg, systir Helgu, ömmu Ein- ars Jónssonar myndhöggvara. Bróð- ir Ingibjargar var Snorri, langafi Ásgríms Jónssonar listmálara og Sig- urðar Hlíðar, alþm. og yfirdýralækn- is. Bróðir Halldórs var Guðmundur, b. í Seljatungu, faðir Guðmundar El- íasar, sem fór til Ameríku með fjöl- skyldu sína nema dótturina Sigrúnu. Hún giftist Kjartani, syni Ólafs ferju- manns á Sandhólaferju, og var sonur þeirra Magnús Kjartansson, ritstjóri og ráðherra. Móðir Kristins var Sigurbjörg, saumakona Hafliðadóttir, b. í Brúna- vallakoti á Skeiðum Þorsteinssonar, b. þar Jörundssonar, b. á Laug Ill- ugasonar, staðarsmiðs í Skálholti á dögum Finns biskups. Illugi var nafntogaður smiður, orðheppinn og svarharður og sagður forspár. Móðir Sigurbjargar var Guðbjörg Guðmundsdóttir á Núpum í Ölfusi, dótturdóttir Jóns silfursmiðs Sig- urðssonar á Bíldsfelli. Sonur Guð- bjargar með Bjarna snikkara Jóns- syni, áður en hún giftist Hafliða, var Guðjón, trésmiður á Eyrarbakka, faðir Þorgeirs verkamanns í Reykja- vík, föður Guðmundu, móður Péturs Gunnarssonar rithöfundar. Aldís var dóttir Guðmundar, hreppstjóra í Litlu-Sandvík Þorvarð- arsonar og Sigríðar, systur Svanborg- ar, ömmu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis. Sigríður var dóttir Lýðs, hreppstjóra í Hlíð Guðmundssonar og Aldísar Pálsdóttur, frá Brúnastöð- um. Bróðir Aldísar var Lýður, hrepp- stjóri í Litlu-Sandvík, faðir Páls, fræðimanns í Litlu-Sandvík. Elísa- bet, systir Guðmundar í Sandvík, var móðir Þorvarðar, aðalféhirðis Seðlabanka Íslands, Kristjáns læknis og Jóns, prests Háteigssafnaðar. Guðmundur og Ásdís taka á móti gestum á Hótel Selfossi sunnud. 9.1. 2011, kl. 14.00–17.00. 80 ára á gamlársdag Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri Reykjanesbæjar Eiríkur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskóla Kefla- víkur og Gagnfræðaskólann í Kefla- vík, lauk landsprófi 1967, stúdents- prófi frá MH 1971, stundaði nám við líffræðideild HÍ og í háskólan- um í Leeds, lauk kennaraprófi frá KHÍ 1978, stundaði framhaldsnám í skólastjórnun við KHÍ 1988–89 og síðan við Háskólann í Strathclyde í Skotlandi 1993–94, með áherslu á mat á skólastarfi og starfsmannaþró- un. Eiríkur var kennari við Flens- borgarskóla 1971–72 og Hlíðaskóla í Reykjavík 1978–80, skólastjóri Laugalandsskóla í Holtum 1980–83, kennari við Myllubakkaskóla 1983– 86, skólastjóri Gerðaskóla 1986–96 og er fræðslustjóri Reykjanesbæjar og framkvæmdastjóri fræðslusviðs bæjarins frá 1996. Eiríkur sat í hreppsnefnd Gerða- hrepps fyrir Félag óháðra borgara, fyrst sem varamaður 1986–90 og síð- ar sem hreppsnefndarmaður 1990– 94. Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Oddný Guðbjörg Harðardóttir, f. 9.4. 1957, en þau hófu þau sambúð 1976 og búa í Björk í Garði. Oddný er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóri í Garði. Foreldrar hennar: Hörður Sumar- liðason frá Meiðastöðum í Garði og Agnes Ásta Guðmundsdóttir, nú látin, frá Garðhúsum Garði, en var lengst af kennd við Björk í Garði. Dætur Eiríks og Oddnýjar eru Ásta Björk, f. 8.8. 1984, M.L. í lög- fræði en sambýlismaður hennar er Oddur Jónasson og eiga þau Tómas Inga, f. 2.12. 2006, og Jökul Kára, f. 17.4. 2010; Inga Lilja, f. 13.10. 1986, BSc í heilbrigðisverkfræði og fram- haldsskólakennari. Systkini Eiríks eru Þorbjörg Her- mannsdóttir f. 2.10. 1942, skrif- stofumaður en hennar maki er Teit- ur Albertsson sjónvarpsvirki; Karl S. Hermannsson, f. 8.3. 1945, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn en hans maki er Margrét Lilja Valdimarsdóttir, fyrrverandi útibússtjóri; Guðmund- ur E. Hermannsson, f. 31.7. 1955, tónlistarmaður og kennari. Faðir Eiríks var Hermann Jó- hannes Eiríksson, f. 11.8. 1916, d. 6.5. 1974, skólastjóri Barnaskólans í Keflavík, og Ingigerður Sigmunds- dóttir, f. 10.3. 1921, d. 23.3. 1996, hús- móðir. Ætt Hermann var sonur Eiríks Jóhannes- sonar, þurrabúðarmanns frá Eskifirði Árnasonar, frá Sellátrum í Reyðar- firði, og Þorbjargar Albínu Jónsdótt- ur frá Karlsskála í Reyðarfirði. Ingigerður var dóttir Sigmundar Rögnvaldssonar, fisksala frá Rauðará í Reykjavík, og Margrétar Jónsdótt- ur, Einarssonar frá Stóru-Brekku á Höfðaströnd, Skagafirði. 60 ára á nýársdag 52 | Ættfræði 29. desember 2010 Áramótablað Til hamingju með daginn! afmæli 1. – 2. janúar á Nýársdag 30 ára „„ Hien Minh Ðo Hraunbæ 158, Reykjavík „„ Luke Richard Shearman Fannafold 213, Reykjavík „„ Tomislav Rast Lækjarbergi 6, Hafnarfirði „„ Tomasz Mackiewicz Strandgötu 9, Akureyri „„ Eva Sif Jónsdóttir Miðvangi 4, Hafnarfirði „„ Unnur Brynjólfsdóttir Löngumýri 59, Garðabæ „„ Thelma Dögg Árnadóttir Sjónarhóli 2, Sandgerði „„ Svava Hrund Einarsdóttir Stillholti 19, Akranesi „„ Sigríður Reynisdóttir Miklubraut 38, Reykjavík „„ Kristrún Stefánsdóttir Giljalandi 20, Reykjavík „„ Ragna Heiðrún Jónsdóttir Straumsölum 5, Kópavogi 40 ára „„ Madlena Todorova Petrova Bakkabakka 11, Neskaupsta𠄄 Anna Rabas Bröttukinn 4, Hafnarfirði „„ Viktoriya Þorsteinsson Andrésbrunni 5, Reykjavík „„ Páll Sveinbjörn Pálsson Grundargerði 18, Reykjavík „„ Lilja Pálína Kristjánsdóttir Seiðakvísl 11, Reykjavík „„ Eysteinn Magnús Guðmundsson Flúðaseli 72, Reykjavík „„ Vilborg Elísdóttir Gili, Sauðárkróki „„ Guðrún G. Sveinbjörnsdóttir Engihlíð 22, Ólafsvík „„ Gyða Árný Helgadóttir Laxatungu 51, Mosfellsbæ „„ Ali Aasfi Sólvallagötu 42a, Reykjanesbæ „„ Jón Bjarni Atlason Njálsgötu 10, Reykjavík „„ Aðalheiður Þorsteinsdóttir Kleifarseli 11, Reykjavík „„ Árni Egilsson Keldulandi 13, Reykjavík „„ Vilhelm Már Þorsteinsson Fróðaþingi 34, Kópavogi 50 ára „„ Heiða Ósk Stefánsdóttir Lækjarbergi 28, Hafnarfirði „„ Eggert Snorri Guðmundsson Vættaborgum 50, Reykjavík „„ Fjóla Pétursdóttir Mávakletti 2, Borgarnesi „„ Georg Guðni Hauksson Rafstöðvarvegi 33a, Reykjavík „„ Gaukur Eyjólfsson Kópalind 3, Kópavogi „„ María Hafsteinsdóttir Vesturgili 5, Akureyri „„ Ólafía Nongkran Guðmundsson Hátúni 10b, Reykjavík „„ Serhiy Shendrik Brú, Sta𠄄 Anna Malgorzata Miastkowska Stórólfshvoli, Hvolsvelli „„ Jólín Sigurbj Guðbjörnsdóttir Víkurási 2, Reykjavík 60 ára „„ Mao Thi Bui Kleppsvegi 98, Reykjavík „„ Bozo Marijan Keilusíðu 2d, Akureyri „„ Danuta Kondzior Sólvallagötu 29, Reykjanesbæ „„ Ella Stefánsdóttir Framnesvegi 14, Reykjavík „„ Ingibjörg K Georgsdóttir Melteigi 26, Reykja- nesbæ „„ Vignir S Hjaltason Þórðarsveig 36, Reykjavík „„ Kristbjörg Óladóttir Neshömrum 4, Reykjavík „„ Svanhildur Jónsdóttir Spóahólum 12, Reykjavík „„ Ása Helga Halldórsdóttir Berugötu 20, Borg- arnesi „„ Gunnar Guðnason Skeiðarvogi 65, Reykjavík „„ Alexander Hallgrímsson Reykjavíkurvegi 52b, Hafnarfirði „„ Elfa Ragnheiður Guðnadóttir Stangarholti 9, Reykjavík „„ Margrét Á Halldórsdóttir Flókagötu 16a, Reykjavík „„ Guðmunda M Svavarsdóttir Túnhvammi 14, Hafnarfirði „„ Kjartan Stefánsson Norðurbrú 1, Garðabæ „„ Valborg Kristjánsdóttir Hraunbæ 152, Reykjavík 70 ára „„ Gunnlaugur Baldvinsson Skógarlundi 21, Garðabæ „„ Bergþór Ólafsson Kötlunesvegi 8, Bakkafirði „„ Oddbjörg Júlíusdóttir Strikinu 8, Garðabæ „„ Ingibjörg Guðfinnsdóttir Skólastíg 8, Bol- ungarvík „„ Guðlaug Sveinbjarnardóttir Kristnibraut 8, Reykjavík „„ Herdís Magnúsdóttir Bjarkargrund 42, Akranesi 75 ára „„ Ragnar Víkingsson Brekkugötu 3, Hrísey „„ Chanida Sangsana Safamýri 89, Reykjavík „„ Edda Sigrún Svavarsdóttir Illugagötu 50, Vest- mannaeyjum „„ Ólöf Magnúsdóttir Smáraflöt 5, Akranesi „„ Guðrún Lísa Óskarsdóttir Álftarima 5, Selfossi 80 ára „„ Ólafía Thi Ngon Nguyen Álfheimum 48, Reykjavík „„ Ólöf H Sigurðardóttir Hörgshlíð 8, Reykjavík „„ Haukur Þorbjörnsson Skarðshlíð 40c, Akureyri 85 ára „„ Sigríður Sölvína Sölvadóttir Hrafnhólum 6, Reykjavík „„ Rósa Jónsdóttir Brekku 7, Djúpavogi „„ Vigdís V Eiríksdóttir Árskógum 8, Reykjavík 95 ára „„ Sigurður Bjarnason Bakkatjörn 6, Selfossi 2. jaNúar 30 ára „„ Richie Mesa Paraiso Írabakka 32, Reykjavík „„ Ana C. R. Magalhaes Freyjugötu 24, Reykjavík „„ Hanne Krage Carlsen Snorrabraut 40, Reykjavík „„ Sigurveig Petra Björnsdóttir Byggðavegi 96a, Akureyri „„ Ólína Þuríður Lárusdóttir Lækjamótum 39, Sandgerði „„ Ingvaldur Magni Hafsteinsson Mávahlíð 14, Reykjavík „„ Hólmfríður Ó. Norðfj. Rafnsdóttir Hlíðarvegi 25, Siglufirði „„ Riitta Anne Maarit Kaipainen Smiðjustíg 11a, Reykjavík „„ Sigitas Stonkus Hafnargötu 13, Fáskrúðsfirði „„ Elís Ingi Benediktsson Miðstræti 5, Reykjavík „„ Einar Árni Sigurðsson Tjarnarbóli 17, Seltjarn- arnesi „„ Birgitta Þórey Bergsdóttir Garðaflöt 10, Stykkishólmi „„ Anna Ósk Óskarsdóttir Suðurhvammi 7, Hafnarfirði „„ Ester Ósk Jónsdóttir Mosarima 11, Reykjavík „„ Rakel Rós María Njálsdóttir Asparholti 2, Álftanesi „„ David Trevor Park Ásbrekku 7, Álftanesi 40 ára „„ Sofía Nicolina Rubeksen Dvergaborgum 8, Reykjavík „„ Ásthildur Ágústsdóttir Naustabryggju 12, Reykjavík „„ Auður Vala Gunnarsdóttir Sólbrekku 12, Egilsstöðum „„ Einar Eðvald Einarsson Syðra-Skörðugili, Varmahlí𠄄 Gísli Árni Böðvarsson Grundarstíg 26, Flateyri „„ Eiríkur Jóhann Aðalsteinsson Fífuseli 14, Reykjavík „„ Ingólfur Arnarsson Hlíðarvegi 84, Reykjanesbæ „„ Júlía Sæmundsdóttir Litlu-Hildisey, Hvolsvelli 50 ára „„ Jón Ólafur Halldórsson Hvammabraut 8, Hafnarfirði „„ Jenný Ágústsdóttir Boðaslóð 27, Vestmanna- eyjum „„ Aðalsteinn Jónsson Gyðufelli 12, Reykjavík „„ Eggert Ísólfsson Mosarima 37, Reykjavík „„ Ragnheiður Hall Austurbrún 4, Reykjavík „„ Stefán Ingvarsson Túngötu 4, Reyðarfirði „„ Sigurður Jónsson Borgarholtsbraut 15, Kópavogi „„ Elín Maríusdóttir Bjarnastöðum, Kópaskeri „„ Hálfdán Hálfdánarson Mýrargötu 39, Nes- kaupsta𠄄 Hjálmfríður Kristinsdóttir Unnarbraut 22c, Seltjarnarnesi „„ Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir Víðimýri, Varmahlí𠄄 Skúli Bergmann Dalhúsum 59, Reykjavík „„ Sigríður Hafstað Hulduhlíð 3, Mosfellsbæ „„ Hreinn Hjartarson Litlagerði 2, Húsavík „„ Óskar Valgarð Arason Grænlandsleið 12, Reykjavík 60 ára „„ Sumarrós Árnadóttir Kelduskógum 14, Egils- stöðum „„ Guðrún Kristjánsdóttir Ferjubakka 4, Borg- arnesi „„ Jón Guðni Óskarsson Espigerði 2, Reykjavík „„ Ásdís M. Sigurðardóttir Heiðarholti 26c, Reykjanesbæ „„ Hulda Árnadóttir Suðurgarði 7, Reykjanesbæ „„ Jóhanna Björk Bjarnadóttir Meistaravöllum 7, Reykjavík „„ Jónína Vigfúsdóttir Munaðarhóli 15, Hellissandi „„ Harpa Sigurjónsdóttir Áshamri 59, Vestmanna- eyjum „„ Guðfinna Gróa Pétursdóttir Álfkonuhvarfi 55, Kópavogi „„ Jóhann O. Kjartansson Kleppsvegi 4, Reykjavík 70 ára „„ Kristín Albertsdóttir Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði „„ Halldór Pálsson Fífulind 2, Kópavogi „„ Jón Róbert Karlsson Hagaseli 7, Reykjavík „„ Artha Rut Eymundsdóttir Teigaseli 11, Reykjavík „„ Björgólfur Guðmundsson Vesturbrún 22, Reykjavík 75 ára „„ Sölvi Magnússon Kristnibraut 67, Reykjavík „„ Sverrir Guðjónsson Akurgerði 25, Vogum „„ Óskar Helgi Einarsson Hraungörðum, Hafn- arfirði „„ Jóhanna Þuríður Bjarnadóttir Naustabryggju 12, Reykjavík „„ Eiríkur Guðmundsson Brimnesi 2, Fáskrúðsfirði „„ Anna Nína Guðröðsdóttir Furugrund 81, Kópavogi „„ Matthildur Jónsdóttir Selvogsgrunni 6, Reykjavík „„ Guðmundur Kristjánsson Lambhaga 6, Álftanesi 80 ára „„ Sveinbjörg Ingimundardóttir Teygingalæk, Kirkjubæjarklaustri „„ Gunnar Stefánsson Borgarhöfn 2 Neðribæ, Höfn í Hornafirði „„ Bragi Jónsson Keilufelli 8, Reykjavík 85 ára „„ Oddur G. Jónsson Háaleitisbraut 107, Reykjavík 90 ára „„ Guðrún Þorvaldsdóttir Hringbraut 50, Reykjavík „„ Ingibjörg Jóhannsdóttir Ánahlíð 16, Borgarnesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.