Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 54
Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Hólum f. 16.4. 1920, d. 9.1. 2010 Séra Sigurður var sóknarprestur að Grenjaðarstað í Að- aldal frá því hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1944 til 1986. Þá var hann prófastur Suður-Þingeyinga 1957–58 og 1962–86, þar af í samein- uðu Þingeyjarprófastsdæmi frá 1971. Hann var vígslubiskup á Hólum 1981– 91, flutti að Hólum árið 1986 og var fyrstur biskupa til að sitja þetta forna biskupssetur frá 1798. Gunnlaugur Finnsson bóndi og alþingismaður á Hvilft f. 11.5. 1928, d. 13.1. 2010 Gunnlaugur var bóndi á Hvilft í Ön- undarfirði 1950– 2007, kennari með hléum 1953–98, alþm. í Vestfjarða- kjördæmi fyr- ir Framsóknar- flokkinn 1974–78 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ön- undarfjarðar á Flateyri 1980–88. Þá var hann tvívegis oddviti og sinnti fjölda trúnaðarstarfa. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra f. 22.6. 1928, d. 1.2. 2010 Steingrímur var tví- vegis forsætisráð- herra – í ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, 1983–87, er sjálf- stæðismenn buðu honum forsætis- ráðherraembættið, og 1988–91, í ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Hann var þingmaður Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum 1971–87 og á Reykjanesi 1987–94, dóms-, kirkju- og landbúnaðarráðherra 1978-79, sjávar- útvegs- og samgönguráðherra 1980- 83, utanríkisráðherra 1987–88 og bankastjóri Seðlabanka Íslands 1994– 98. Þá var hann formaður Framsókn- arflokksins 1979–94. Steingrímur naut mikillar lýðhylli í sinni síðari ríkisstjórn. Sú stjórn naut þjóðarsáttar og náði umtalsverðum árangri í efnahagsmálum. Um Steingrím sagði Guðni Ág- ústsson m.a. í DV að honum gengn- um: „Hann var gríðarlega sterkur sem stjórnmálamaður. Hann var verkfræð- ingur að mennt og vildi láta verkin tala. Stærsti eiginleiki hans fólst í því að hann var málamiðlunarmaður og sáttasemjari.“ Faðir Steingríms var Hermann Jónasson, forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins. Ármann Snævarr prófessor, háskólarektor og hæstarétt- ardómari f. 18.9. 1919, d. 15.2. 2010 Ármann lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1944 með miklum glæsibrag, stundaði framhaldsnám í lög- fræði við háskólana í Uppsölum, í Kaup- mannahöfn, Ósló og við Harvard Law School. Hann var prófessor í lögum við Háskóla Íslands 1948–72, rektor Háskóla Íslands 1960– 69 og hæstaréttardómari 1972–84. Ármann var án efa í hópi allra virt- ustu og afkastamestu fræðimanna þjóðarinnar á sviði lögfræði enda var honum margvíslegur sómi sýndur. Haustið 2009 var sett á stofn fræða- stofnun við Háskóla Íslands í þver- vísindalegum fjölskyldufræðum. Hún er kennd við Ármann og nefnd Rann- sóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni við HÍ. En Ármanns verður ekki síður minnst fyrir einstaka prúðmennsku, hógværð, og alúð gagnvart öllum þeim, sem á vegi hans urðu. Jón Hnefill Aðalsteinsson prófessor emeritus í þjóðfræði við HÍ f. 29.3. 1927, d. 2.3. 2010 Jón Hnefill var há- menntaður í trú- arbragðasögu, trúarlífssálfræði, heimspeki, guð- fræði og þjóð- fræði, en í henni lauk hann doktors- prófi frá Uppsala- háskóla 1979. Þá var hann Honorary Re search Fellow við University Coll- ege í London. Hann kenndi við fjölda skóla en var um árabil dósent og síð- an prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Eiginkona Jóns var Svava Jakobs- dóttir rithöfundur. Páll Ólafsson hreppstjóri í Brautarholti á Kjalarnesi f. 16.3. 1930, d. 16.3. 2010 Páll í Brautarholti var einn af máttar- stólpum bænda- samfélagsins á Kjal- arnesinu um langt árabil. Hann lauk búfræðinámi frá Hvanneyri og Eslov í Svíþjóð og stund- aði bústörf á föðurleifð sinni frá 1954 og til æviloka. Þá sinnti hann ýmsum félagsstörfum fyrir sveit sína og Sjálf- stæðisflokkinn. Ingileif Thorlacius myndlistarmaður f. 5.8. 1961, d. 22.3. 2010 Ingileif útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1986, stund- aði framhaldsnám í Jan van Eyck Aca- demie, Maastricht í Hollandi, lauk kennsluréttinda- námi við Lista- háskóla Íslands og stundaði nám í menningar- og menntastjórnun við Háskólann á Bif- röst. Hún stundaði listsköpum á eig- in vinnustofu, var stundakennari við Myndlista- og handíðaskólann, starf- aði í menntamálaráðuneytinu, við fræðsludeild Listasafns Reykjavík- ur, kennari við Ljósafossskóla og var framkvæmdastjóri nýstofnaðs Textíl- seturs á Blönduósi 2005–2006. Hún lést lang um aldur fram eftir erfið veikindi. Jón Böðvarsson skólameistari og alþýðufyrirlesari um Íslendingasögur f. 2.5. 1930, d. 4.4. 2010 Jón var kennari við gagnfræðaskóla- stig í Reykjavík og Kópavogi, kennari við Menntaskólann í Hamrahlíð, skóla- meistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1976–84 og ritstjóri Iðnsögu Íslendinga 1985-1996. Hann varð þó þekktastur fyrir fjölda mjög vinsælla námskeiða og fyrirlestra um íslenskar fornsögur og stóð fyrir fjölmörgum ferðum á sögu- slóðir fornsagna bæði hérlendis og erlendis. Hann átti ómetanlegan þátt í að endurvekja og viðhalda almenn- um áhuga á íslenskum fornritum og var honum sýndur margvíslegur sómi fyrir þá viðleitni sína. Sigurveig Guðmundsdóttir kennari f. 6.9. 1909, d. 12.4. 2010 Sigurveig var kenn- ari við Landakots- skóla í Reykjavík, á Patreksfirði um skeið og við Lækjar- skóla í Hafnarfirði. Hún var formaður Kvenréttindafélags Íslands, Félags kaþ- ólskra leikmanna, starfaði í Sjálfstæð- isflokknum og var einn af stofnendum Kvennalistans. Sonur hennar var Jóhannes Sæ- mundsson, íþróttakennari við MR, sem lést langt fyrir aldur fram, fað- ir Patreks handknattleikskappa og Guðna sagnfræðings og rithöfundar. Ævisaga Sigurveigar, Þegar sálin fer á kreik, skráð af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, kom út 1992. Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs Alþingis f. 10.10. 1919, d. 14.4. 2010 Þorvaldur Garðar lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1948, stund- aði framhaldsnám við University Coll- ege í Lundúnum 1948-49 og öðlaðist hdl.-réttindi og hrl.- réttindi. Hann var framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins 1961–72, sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum 1959–67 og 1971-91, var forseti efri deildar Alþingis 1974–78 og 1978–79 og forseti Sameinaðs Alþings 1983-88. Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur í Reykjavík f. 11.12. 1940, d. 7.5. 2010 Fríða var frá Hest- eyri í Jökulfjörðum. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í íslensku og bóka- safnsfræðum 1971 og cand. mag. próf í íslenskum fræðum 1979. Fríða sendi frá sér smásagnasöfn og skáldsögur auk þess sem hún var afkastamikill þýðandi. Langþekkt- asta skáldsaga Fríðu er Meðan nótt- in líður, útg. 1990, en fyrir hana fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaun- in, Menningarverðlaun DV og Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Systir Fríðu var Jakobína Sigurð- ardóttir, skáldkona í Garði í Mývatns- sveit. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup f. 2.6. 1919, d. 4.6. 2010 Herra Pétur lauk prófum í guðfræði við Háskóla Íslands 1944 og stund- aði framhaldsnám í Fíladelfíu og við Stanfordháskóla í Kaliforníu. Hann var sóknarprestur á Akureyri, 1948–81, var vígslubiskup Hólabiskupsdæmis hins forna 1969– 81 og biskup Íslands 1981–89. Pétur stofnaði Sunnudagaskólann á Akureyri og Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju og kenndi lengi við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, Mennta- skólann á Akureyri og við Glerárskóla. Pétur var afar vinsæll sóknarprest- ur og biskup. Haft var á orði að hann væri svo mikið ljúfmenni að hann Þau kvöddu á árinu n Þjóðþekktar persónur sem létust árið 2010 Þegar litið er um öxl um áramót komumst við ekki hjá því að sjá á bak ýmsum þeim hafa verið áberandi í þjóðlífinu. Sumir kveðja eftir langan og giftudrjúgan starfsferil, en aðrir á besta aldri. Í þessum hópi eru stjórnmálamenn, kirkjunnar menn, skólafólk, listamenn og tónlistarfólk, læknar og lögfræðingar og aðrir þeir sem farið hafa fremstir meðal jafningja á hinum ýmsum sviðum samfélagsins. Hér verður getið nokkurra þeirra sem féllu frá árið 2010 með fullri virðingu fyrir öllum þeim hinum sem við urðum einnig að kveðja á árinu sem er að líða. 54 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. desember 2010 Áramótablað 44 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 HELGARBLAÐ Sigurveig Kristín Sólveig Guð- mundsdóttir fæddist í Ögmundar- húsi í Hafnarfirði og ólst þar upp. Barnaskólanám stundaði hún í Flensborgarskóla um tveggja vetra skeið en settist þá í Kvennaskólann og lauk námi þaðan. Hún útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Sigurveig var kennari við Landa- kotsskólann í Reykjavík 1933-41, kenndi um skeið á Patreksfirði og síðar við Lækjarskóla í Hafnarfjarðar á árunum 1958-76 er hún lét af stöf- um fyrir aldurs sakir. Sigurveig sat í stjórn Kvenrétt- indafélags Ísland 1964-72 og var formaður þess 1971, var formaður orlofsnefndar húsmæðra í Hafnar- firði 1970-76, var stofnandi Banda- lags kvenna í Hafnarfirði og formað- ur þess 1972-77, var formaður Félags kaþólskra leikmanna 1972-74, var um langa hríð virk í starfi Sjálfstæð- isflokksins og sat í flokksráði flokks- ins 1959-60, var einn af stofnendum Kvennalistans og skipaði heiðurs- sæti Kvennalistans í Hafnarfirði við bæjarstjórnarkosningarn r 1986 og 1994, sat í stjórnum slysavarnadeild- anna á Patreksfirði og í Hafnarfirði og var heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands frá 1987. Sigurveig skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, tók saman bækling um heilaga Barböru, rit um Landa- kotskirkju og flutti útvarpserindi. Ævisaga Sigurveigar, Þegar sálin fer á kreik, skráð af Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur, kom út 1992. Fjölskylda Sigurveig giftist 26.12. 1939 Sæmundi L. Jóhannessyni, f. 26.9. 1908, d. 8.12. 1988, skipstjóra og síðar starfsmanni Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Hann fæddist á Efra-Vaðli á Barða- strönd, sonur Jóhannesar Sæmunds- sonar sjómanns og Guðrúnar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Börn Sigurveigar og Sæmundar: Jóhannes, f. 25.7. 1940, d. 10.4. 1983, íþróttakennari við MR, íþrótta- fulltrúi ÍSÍ og handknattleiksþjálfari, var kvæntur Margréti G. Thorlacius, kennara og eru börn þeirra Guðni Thorlacius, f. 1968, lektor við HR og á hann þrjú börn en eiginkona hans er Eliza Reid; Patrekur, f. 1972, íþrótta- fulltrúi Garðabæjar og fyrrv. lands- liðsmaður í handknattleik og á hann tvo syni en eiginkona hans er Rakel Anna Guðnadóttir; Jóhannes Ólafur, f. 1979, kerfisstjóri hjá CCP en eigin- kona hans er Stefanía Jónsdóttir og eiga þau einn son. Guðrún Antonía, f. 13.4. 1942, d. 19.2. 2000, skrifstofustjóri, var gift Jóni Rafnari Jónssyni verslunar- manni og eru börn þeirra Sæmund- ur Þór, f.1963, verkamaður en eigin- kona hans er Elsa Inga Óskarsdóttir og á Sæmundur eina dóttur; Álfheið- ur Katrín, f. 1966, kennari en eigin- maður hennar er Ólafur Ásmunds- son og eiga þau fjóra syni; Sigurveig Kristín, f. 1970, verslunarmaður en eiginmaður hennar er Hinrik Fjeld- sted og eiga þau tvær dætur. Margrét Hrefna, f. 22.9. 1943, leik- skólakennari og fyrrv. fræðslufulltrúi hjá Umferðarráði, gift Þorkeli Er- lingssyni verkfræðingi og eru börn þeirra Hlín Kristín, f. 1972, verkfræð- ingur en sambýlismaður hennar er Paal Arne Sellæg; Erlingur, f. 1974, tæknifræðingur en sambýliskona hans er Ásbjörg Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn. Gullveig Teresa, f. 27.10. 1945, blaðamaður og fyrrv. ritstjóri Nýs lífs, gift Steinari J. Lúðvíkssyni, blaða- manni og rithöfundi og eru börn þeirra Lúðvík Örn, f. 1968, hæsta- réttarlögmaður en eiginkona hans er Hanna Lilja Jóhannsdóttir og eiga þau tvö börn; Ingibjörg Hrund, f. 1973, d. 1975. Guðmundur Hjalti, f. 11.8. 1947, loftskeytamaður og aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, kvæntur Jennýju Einarsdóttur fulltrúa og eru börn þeirra Einar Lyng, f.1971, golf- kennari og fararstjóri og á hann þrjú börn en sambýliskona hans er Rakel Árnadóttir; Rósa Lyng, f. 1973, kenn- ari en eiginmaður hennar er Hall- grímur Indriðason og eiga þau tvær dætur; Daníel, f. 1975, flugvirki og á hann þrjár dætur en sambýliskona hans er Kristín Björg Yngvadóttir. Logi Patrekur, f. 26.11. 1949, um- sjónarmaður á olíuborpöllum Stadt- oil, kvæntur Jóhönnu Gunnarsdóttur þjónustufulltrúa og eru börn þeirra Randí, f. 1974, þjónustufulltrúi og er eiginmaður hennar Sölvi Rasmuss- en og eiga þau tvö börn; Rakel Sif, f. 1975, verslunarmaður; Gunnar Logi, f. 1984, bifreiðastjóri. Tómas Frosti f. 24.5. 1953, rann- sóknarlögreglumaður, kvæntur Dag- björgu Baldursdóttur félagsráðgjafa og eru börn þeirra Hrafnhildur Elísa- bet, f. 1969, verkefnastjóri og á hún þrjú börn og eitt barnabarn; Fjóla Fabiola, f. 1973, d. 1975; Sigurveig Sara, f. 1977, verkefnastjóri og á hún þrjá syni en maður hennar er Kjet- il Sigmundssen; Katrín Kine, f. 1985, nemi.. Systir Sigurveigar var Margrét Halldóra, f. 28.12. 1897, d. 14.10. 1970, húsmóðir í Hafnarfirði,var gift Halldóri Kjærnested bryta og voru börn þeirra þrjú, Guðmundur Kjærnested skipherra, Fríða Hjalte- sted húsfreyja og Sverrir Kjærnested prentari. Bróðir Sigurveigar var Hjalti Ein- ar Guðmundur, f. 22.12. 1913, d. fárra mánaða. Foreldrar Sigurveigar voru Guð- mundur Hjaltason, f. 17.7. 1853, d. 27.1. 1919, alþýðufræðari og far- ke nari víða norðanlands, og k.h., Hólmfríður Margrét Björnsdóttir, f. 4.2. 1870, d. 7.2. 1948, húsmóðir. Guðmundur Hjaltason stundaði nám í lýðháskólum í Noregi og Dan- mörku. Hann var kennari alla ævi en skifaði auk þess nokkrar bækur, þar á meðal ævisögu sína. Hólmfríður, móðir Sigurveig- ar, var dóttir Björns Einarssonar og Sólveigar Magnúsdóttur, búenda í Haganesi í Fljótum. Um hana skrif- aði Elínborg Lárusdóttir ævisöguna Tvennir tímar. Ætt Guðmundur er sonur Hjalta, b. á Högnastöðum í Þverárhlíð og á Haf- þórsstöðum í Norðurárdal Hjalta- sonar, b. á Bárustöðum í Andakíl Halldórssonar, b. í Skáney og víð- ar Hákonarsonar. Móðir Hjalta var Guðrún Einarsdóttir, b. á Kjalvarar- stöðum í Reykholtsdal Auðunssonar. Móðir Guðrúnar var Rósa Árnadóttir. Móðir Guðmundar var Kristín Jónsdóttir, b.á Síðumúlaveggjum í Hvítársíðu Bjarnasonar, vinnumanns á Síðumúlaveggjum Péturssonar. Móðir Kristínar var Guðrún, syst- ir Þorsteins, b. á Glitsstöðum, lang- afa Jóns, föður Þorsteins frá Hamri. föður Þóris Jökuls, fyrrv. sendiráðs- prests í Kaupmannahöfn og Kol- beins blaðamanns. Guðrún var dótt- ir Sigurðar, b. í Bakkakoti og Höll í Þverárhlíð Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Þórunn Þorsteinsdótt- ir, systir Þorvalds, langafa Sigríðar, móður Halldórs Laxness. Hólmfríður Margrét var dótt- ir Björns, b. í Minna-Akragerði í Blönduhlíð í Skagafirði Einarssonar, b. og skálds í Bólu Andréssonar, b. á Bakka og á Læk Skúlasonar. Móð- ir Einars skálds var Þórunn Einars- dóttir, líflæknis í Miðhúsum í Ós- landshlíð Björnssonar. Móðir Björns í Minna-Akragerði var Halldóra Bjarnadóttir, b. á Húnsstöðum í Stíflu og á Lambanesi í Fljótum Jónssonar, og Guðnýjar Sigurðardóttur. Móðir Hólmfríðar Margrét- ar var Sólveig, bústýra á Máná Magnúsdóttir, b. á Skeið í Fljótum Þorgeirssonar, b. og járnsmiðs í Hvanndölum Hallssonar. Móðir Magnúsar var Guðný Sumarliða- dóttir. Móðir Sólveigar var María Sigurðardóttir, b. á Ósbrekku í Ól- afsfirði Þórðarsonar, og Sólveigar Jónsdóttur. Útför Sigurveigar fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudag- inn 20.4. kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson VÍGSLUBISKUP f. 16.4. 1920, d. 9.1. 2010 Sigurður fæddist í Naustum við Akureyri. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1940 og lauk emb- ættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1944. Sigurður va sóknarprestur í Grenjaðarstaðarprestakalli 1944- 86, prófastur Þingeyjarprófasts- dæmis 1962-86, vígslubiskup í Hólastifti hinu forna 1981-91, sóknar- prestur á Hólum 1986-91 og settur biskup Ís- lands 1987- 1988. Sigurður var fyrsti maður með biskupsvigslu er sat Hólastað frá 1798. Hann var bóndi með prestskap á Grenjað- arstað á árunum 1944-86, odd- viti Aðaldæla 1948-54, skólastjóri Laugaskóla 1962-63 og kennari þar 1970-72. Hann var kirkju- þingsmaður 1964-84 og sat í kirkjuráði 1981-86. Eiginkona Sigurðar var Aðal- björg Halldórsdóttur, f. 1918, d. 2005, húsfreyja. Foreldrar Sigurðar voru Guð- mundur Guðmundsson, bóndi í Naustum, síðar verkamaður á Ak- ureyri, og k.h., Steinunn Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja. Sigurður var komin af mikl- um prestaættum. Guðmundur, afi herra Sigurðar, var bóndi á Syðra-Hóli, bróðir Helgu, ömmu Aðalbjargar Halldórsdóttur, konu Sigurðar. Guðmundur var son- ur Halldórs, b. á Jódísarstöðum Guðmundssonar, bróður Helga, langafa séra Birgis Snæbjörns- sonar. Annar bróðir Halldórs var Guðmundur, langafi Jóhönnu, móður séra Pálma Matthíasson- ar í Bústaðakirkju. Móðir Hall- dórs var Helga Jónsdóttir, systir Guðlaugar, ömmu Jónasar Jón- assonar, prests og þjóðhátta- fræðimanns á Hrafnagili, afa Jónasar Rafnar, fyrrv. alþm. og bankastjóra. Steinunn Sigríður var dótt- ir Sigurðar, b. í Geirhildargörð- um í Öxnadal Jónassonar, en móðir Sigurðar í Geirhildargörð- um var Sigríður Pálsdóttir, syst- ir Bergþóru, ömmu Erlings Dav- íðssonar, ritstjóra á Akureyri. Móðir Steinunnar var Sigur- jóna Sigurðardóttir, b. á Dvergs- stöðum í Eyjafirði Sigurðsson- ar. Móðir Sigurjónu var Guðrún, systir Guðnýjar, langömmu Ing- ólfs, föður Kristjáns Vals, prests á Grenjaðarstað. Systir Guðrún- ar var Helga, amma Stephans G. Stephanssonar skálds. Guð- rún var dóttir Guðmundar, b. á Krýnastöðum Jónssonar, bróður Þórarins, prests og skálds í Múla, langafa Kristjáns Eldjárns, afa Kristjáns Eldjárns forseta. MINNING Sig rveig Guðmundsdóttir KENNARI MERKIR ÍSLENDINGAR Fædd. 6.9. 1909 - Dáin. 12.4. 2010 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.