Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2010, Qupperneq 70
70 | Brennur 29. desember 2010 Áramótablað
ÆGISÍÐA
SKERJAFJÖRÐUR
LAUGARÁSVEGUR
SUÐURHLÍÐAR
GEIRSNEF
ÁRTÚNSHOLT FYLKISBRENNA
SUÐURFELL
GUFUNES
V/ARNARNESVOG
V/SMÁRAHVAMMSVÖLL
ÁSVELLIR
ULLARNESBREKKA
VIÐ BAUHAUS,
FISFÉLAGIÐ
REYKJAVÍK
n Við Ægisíðu, stór brenna.
n Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 – 52, lítil
brenna.
n Við Suðurhlíðar neðan við Fossvogskirkju-
garð, lítil brenna.
n Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnar-
völl, lítil brenna.
n Geirsnef, borgarbrenna, stór brenna.
n Við Suðurfell, lítil brenna.
n Fylkisbrennan við Rauðavatn, stór brenna.
n Gufunes, við gömlu öskuhaugana, stór
brenna.
n Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.
SELTJARNARNES
n Valhúsahæð.
KÓPAVOGUR
n Íþróttasvæði Breiðabliks, stór brenna.
n Þingahverfi, sunnan við Gulaþing.
HAFNARFJÖRÐUR
n Íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum, stór brenna.
GARÐABÆR
n Við Sjávargrund, stór brenna.
MOSFELLSBÆR
n Ullarnesbrekka, neðan við Lönd og ofan við
íþróttasvæðið, stór brenna.
ÁRAMÓTABRENNUR
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
VALHÚSAHÆÐ
ÞINGAHVERFI
Hvað er að gerast?
n Sjallinn Páll Óskar Hjálmtýsson fagnar
nýju ári á Sjallanum á Akureyri og verður að
sjálfsögðu gordjöss eins og alltaf. Miðaverð
er 1.500 krónur í forsölu og miðar eru seldir í
Imperial á Glerártorgi en kosta 2.000 krónur við
innganginn.
n Nasa Það verður techno-stemning á Nasa á
laugardagskvöldið en techno.is kynnir ICEMIX á
gamlárskvöld. Húsið verður opnað kl. 01.30 og
fram koma á neðri hæð: Exos, Balrock, Plugg‘d,
A.T.L, Oculus, Kid Mistik, Megaman, Dj Thor.
Á eftir hæðinni spila: Bensol, Ghozt, Invert,
Ricardo Gomez, Untitled og Sixpence.
n Trúnó/Barbara Kaffihúsið Trúnó og
skemmtistaðurinn Barbara verða með
sameiginlegan gamlársfagnað en opið verður á
milli staðanna. Ekki verða seldir miðar í anddyri
og einungis hægt að kaupa þá í forsölu á Trúnó.
Miðaverð er 1.500 krónur en 500 krónur af
upphæðinni renna til Samtakanna ´78. Húsið
verður opnað klukkan 01.30 og er búist við að
fjörið standi langt fram eftir nóttu.
n Oliver Á Oliver verður FM-partí þar sem
Maggi og dj Brynjar Már skemmta gestum.
Húsið verður opnað klukkan 00.45 og miðaverð
er 1.000 krónur í forsölu en 1.500 krónur við
innganginn. Aðstandendur staðarins búast við
fjölda fólks og mikilli gleði.
n Den danske kro Þar verður opið allan dag-
inn frá hádegi en á miðnætti verður leyniatriði.
Alls konar tilboð verða á barnum og því gildir
lögmálið, fyrstir koma - fyrstir fá. Frítt er inn á
staðinn en þar verða ýmsir hattar og sprell.
31
FÖS
Gamlárskvöld
Hvað er að gerast?
n Nasa Á nýársfagnaði Nasa sjá Dikta, Blaz-
Roca og Cliff Clavin um að skemmta gestum.
Þetta verða síðustu tónleikar Diktu á Íslandi um
hríð þar sem sveitin hyggst leggjast í víking eftir
áramót. Húsið verður opnað á miðnætti og er
20 ára aldurstakmark.
n Esja Plötusnúðar hússins halda uppi
skemmtun á Esjunni á nýárskvöld og fá góða
gesti til sín. Húsið verður opnað klukkan 21.00
og er frítt inn.
n Hótel Borg Nýársstemning verður á Hótel
Borg en þar verður boðið upp á fimm rétta
matseðil með asísku ívafi. Hilmar Guðjónsson
leikari sér um veilsustjórn en auk hans sýnir
töframaður listir sínar, söngvarar flytja tónlist
og ýmsar uppákomur verða við borðhaldið.
Hljómsveitin Orphix byrjar ballið áður en
diskótekarar taka við.
n Kringlukráin Unglingahljómsveitin
fræga Pops mun sjá um nýársdansleikinn á
Kringlukránni þann 1. janúar. Nú er tækifæri til
að taka fram dansskóna, hrista af sér gamla
árið og fagna því nýja. Forsala er á midi.is og á
Kringlukránni en einungis 300 miðar eru í boði.
n Allinn Páll Óskar sér um að halda uppi
fjörinu á Allanum á Siglufirði. Húsið opnað eftir
miðnætti og miðaverð er 2.000 krónur.
n Sunnusalur Hótel Saga býður upp á
galakvöldverð í Sunnusal kl. 18.00 á nýársdag.
Á efstu hæðinni verður boðið upp á miðnætur-
snarl og freyðivín en í framhaldinu verður ball
á Mímisbar.
01
LAU
Nýárskvöld
Styrktartón-
leikar SKB
Áramótaveisla til styrktar Styrktarfé-
lagi Krabbameinssjúkra barna verð-
ur haldin þrettánda árið í röð. Lands-
lið í popp- og rokktónlist mun taka
höndum saman og halda stórtón-
leika til styrktar SKB og verða þeir
haldnir fimmtudaginn 30. desember
klukkan 17.00 í Háskólabíói. Hægt er
að nálgast miða á midi.is.
Þetta er orðinn árviss viðburður
og dagskráin sjaldan eða aldrei verið
eins glæsileg og í ár.
Á undanförnum árum hafa yfir
34 milljónir króna safnast á þess-
um tónleikum, og nú er markmiðið
að sú upphæð hækki í 36.7 milljón-
ir króna. Hver einasta króna rennur
óskert til styrktarfélagsins.
Í ár koma fram:
Sálin hans Jóns míns.
Bubbi Morthens og hljómsveit
Dikta
Ingó
Sveppi
Stórsveitin Buff
Hvanndalsbræður
Friðrik Dór
The Charlies
Pollapönk
Skítamórall
Íslenska sveitin
Jónsi