Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 29. ágúst 2011 Mánudagur N okkrir af leigutökunum í rúmlega 5.400 fermetra húsnæði í Borgum við Norðurslóð á Akureyri eru ósáttir við of háa leigu í 25 ára leigusamningnum sem þeir eru fastir í við fasteignafélagið Reiti II, sem er meðal annars í eigu Arion banka og Landsbankans. Húsið var reist árið 2004. Húsið var áður í eigu fasteigna- félagsins Landsafls sem var í eigu Íslenskra aðalverktaka og Lands- bankans. Í nóvember 2003 keypti Landsbankinn tæplega 50 prósenta hlut Íslenskra aðalverktaka í Lands- afli og átti þá 75 prósenta hlut í því. Í byrjun mars árið 2007 seldi Lands- bankinn Landsafl til Fasteignafélags- ins Stoða, síðar Landic Property, sem var að stærstu leyti í eigu Baugs. Meðal þeirra sem leigja húsnæði í fasteigninni eru Háskólinn á Akur- eyri, Náttúrufræðistofnun Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Jafnréttisstofa. Allar stofnanirn- ar sem leigja húsnæði í Borgum eru opinberar og eru samningarnir gerð- ir við Fasteignir ríkissjóðs sem leigir húsið af Reitum II, áður Landsafli. Langir og óhagstæðir leigusamn- ingar sem opinberar stofnanir eru með við einkaaðila hafa verið nokk- uð í umræðunni eftir að greint var frá 25 ára óuppsegjanlegum leigu- samningi sem Landlæknisembættið var með á Austurströnd á Seltjarn- arnesi. Leigusalinn á Austurströnd var tengdur Sjálfstæðisflokknum og hafði unnið trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Landlæknisembættið flutti úr húsinu en hið opinbera þarf að greiða áfram leigu sem nemur 2 milljónum króna á mánuði, 24 millj- ónum króna á ári. Reikna má með að fundinn verði annar opinber aðili til að leigja húsið. Allt að þrefalt leiguverð Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu, sem leigir skrifstofurými í húsinu segist vera óánægð með leiguskilmálana í húsinu. Jafnréttisstofa hefur verið í leigutaki í húsinu síðan árið 2004, frá því húsið var byggt. „Ég er mjög ósátt við að vera að borga svona háa leigu. Það er bara eins og við séum á Man- hattan,“ segir Kristín. Hún segir að fermetraverðið í Borgum sé um 4.300 þúsund krón- ur á fermetrann. „Leiguverðið á fer- metra er 4.300 krónur síðast þegar ég reiknaði þetta út. Þetta er alveg ofsa- lega mikið. Mér finnst þetta krim- ínelt,“ segir Kristín. Til samanburðar má geta þess að leiguverð á vel stað- settu skrifstofuhúsnæði í Reykjavík, til dæmis í miðbænum og í Borg- artúninu, er á milli 1.200 og 1.800 krónur á fermetrann. Leiguverðið í Borgum er því á milli rúmlega tvisvar og þrisvar sinnum hærra en gengur og gerist með gott leiguhúsnæði í Reykjavík sem auglýst er á almenn- um leigumarkaði. Kristín segir að 10 milljónir króna af 50 milljóna króna framlagi sem Jafnréttisstofa fái frá ís- lenska ríkinu fari beint í leigu á hús- næðinu í Borgum. Samkvæmt leigusamningunum í Borgum er einungis hægt að segja leigusamningunum eftir 10 ár frá undirritun þeirra. Jafnréttisstofa, og aðrir leigutakar í Borgum, þurfa því að leigja í húsinu í um 3 ár til viðbót- ar áður en þeir geta leitað á önnur mið. Geta farið út árið 2014 Kristín segir að leigutakarnir í hús- inu séu mjög ósáttir við leiguna og hafi farið þess á leit við Reiti að hún verði lækkuð. Hún segir að leigutak- arnir hafi fundað um málið í gegn- um tíðina. Reitir hafa hins vegar ekki viljað lækka leiguna í húsinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir leigutakanna. Kristín segir að vegna þessa geti leigutakarnir ekki annað en farið út úr húsinu árið 2014 þegar þeir geta sagt samningnum upp. „Það er allt fast. Við erum búin að vera að garfa í þessu í mörg ár. Við fengum bara blátt nei við okkar beiðnum. Við eig- um því engra annarra kosta völ en að fara út úr húsinu árið 2014. Þetta vegur alveg ofboðslega þungt hjá flestum stofnununum þarna.“ Að sögn Kristínar mun uppsögnin á leigusamningunum hins vegar ekki þýða að hið opinbera muni hætta að græða Reitum þessa himinháu leigu. Fasteignir Ríkissjóðs munu áfram þurfa að greiðuna leiguna til Reita út leigutímann. Þá munu Fasteignir Ríkissjóðs væntanlega þurfa að finna aðrar opinberar stofnanir til að leigja húsnæðið að Borgum eftir að núver- andi leigjendur hafa farið út úr hús- inu. „Ríkið situr því uppi með þetta sama hvað. Skattgreiðendur eru því að borga þessu liði þessa ofsalega háu leigu. Reitir II fá um 300 millj- ónir króna á ári í leigu bara vegna þessa húss. Það er ótrúlegt að farið skuli með skattfé almennings með þessum hætti.“ 130 milljónir frá Háskólanum á Akureyri Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskól- ans á Akureyri, segir að háskólinn hafi leitað allra leiða til að fá leiguna lækkaða hjá Reitum II en án árang- urs. Hann segir að háskólinn greiði um 130 milljónir króna í leigu á ári. „Við höfum verið að vinna að þessu hörðum höndum því við greiðum þarna um 130 milljónir króna á ári fyrir þetta húsnæði. Okkur finnst það of hátt. En þetta eru þessir samn- ingar voru gerðir. Miðað við gang- verðið í dag þá er leigan mjög há, þó halda verði því til haga að reksturinn á húsinu er innifalinn í þessari tölu,“ Aðspurður segir Stefán að milljón- irnar 130 séu um 8 prósent af heild- artekjum skólans á ári hverju. „Þessi kostnaður er eiginlega að sliga okk- ur. Það myndi muna okkur miklu ef okkur tækist að ná þessu niður. Okkur munar um hverja milljón eins og staðan er í dag.“ Stefán segir að enn sem komið er hafi leigusalinn ekki orðið við beiðni Háskólans á Akureyri um lækkun á leigunni. „Það voru neikvæðar mót- tökur til að byrja með en ég held að það séu einhverjar þreifingar í gangi um hvað hægt sé að gera.“ Öfugt við ýmsa aðra leigutaka í Borgum er afar erfitt fyrir háskólann að fara út úr húsnæðinu. Háskólinn á Akureyri er stærsti leigutakinn í húsinu og leigir fjórar hæðir af húsinu sem er sérhannað sem skrifstofu- og rann- sóknarhúsnæði. Erfitt gæti því verið fyrir háskólann að segja upp samn- ingnum og flytja í annað húsnæði ef leigan verður ekki lækkuð. „Samn- ingsstaða okkar er ekki mjög góð en við gerum allt sem við getum,“ segir Sigurður. Einkavæðingarstefna En þá liggur beint við að spyrja af hverju Fasteignir ríkissjóðs ákváðu að gera slíkan leigusamning við Landsafl árið 2004? Þegar húsið var tekið formlega í notkun í október árið 2004 sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi mennta- málaráðherra, í ræðu að ríkisstjórn- in hefði samþykkt það í nóvember árið 1999 að slíkt hús yrði byggt í tengslum við starfsemi Háskólans á Akureyri. Þorgerður sagði við þetta tækifæri að um væri að ræða „fyrsta íslenska þekkingarþorpið“. Þær opinberu stofnanir sem fóru inn í Borgir undirrituðu leigusamningana í einhverjum tilfellum mánuði áður en húsið var formlega opnað. Á þessum tíma, árið 2004, var ný- búið að einkavæða ríkisbankana, Landsbankann og Búnaðarbankann, og var það almennt séð hluti af stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og n Ráðherrar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks beittu sér fyrir Landsafl n Opinberum stofnunum gert að flytja inn í dýrt leiguhúsnæði á Akureyri n Leigan við það að sliga stofnanirnar n Leigusalinn neitar að lækka leiguna Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Stjórnmál Framsóknarmönnum var tryggð okurleiga „Ég er mjög ósátt við að vera að borga svona háa leigu. Ósáttir leigutakar Leigutakarnir í húsinu í Borgum á Norðurslóð á Akureyri eru ósáttir við leiguverðið í húsinu sem er meira en tvisvar til rúmlega þrisvar sinnum hærra en það sem gengur og gerist í Reykjavík. Fer út Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, segist ekki sjá annan kost í stöðunni en að stofnunin segi leigusamningnum upp árið 2014 og fari út úr húsinu. Leigan sligar Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að leigan sé að sliga skólann. Háskólinn á Akureyri greiðir 130 milljónir króna í leigu á ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.