Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 29. ágúst 2011 Mánudagur
Breskur blaðamaður segir að Harpa sé eins og 64 tommu sjónvarp í hjólhýsi:
„Aðeins of mikið diskó“
„Húsið virðist vera á röngum stað. Líkt
og 64 tommu sjónvarp sem komið
hefur verið fyrir inni í hjólhýsi,“ skrif-
ar pistlahöfundurinn Rowan Moore
um tónlistarhúsið Hörpu í grein sem
birtist í The Observer, sunnudagsút-
gáfu The Guardian. Hann gerir grín
að stærð hússins og bendir á að flest-
ar byggingar í Reykjavík séu tveggja
hæða. Einungis Hallgrímskirkja, „al-
hvít gotnesk-deco geimflaug“, getur
keppt við Hörpu, að hans mati.
Hann lýsir undrun sinni á því að
tónlistarhús af þessu tagi skuli rísa
á Íslandi sem sé álíka fjölmennt og
borgin Ipswich og hafi orðið fyr-
ir barðinu á breskum hryðjuverka-
lögum. Hann segir Hörpu vera barn
síns tíma, tíma sem einkenndist
af fjárhagslegum ofsjónum. „Þetta
er greinilega verk hinnar nálægu
fortíðar Íslands, ára töfrapeninganna
frekar en sparnaðarleiða,“ skrifar
Moore. Hann segir arkitektúrinn hafa
sovéskan blæ en töluvert skrautlegri
þó. „Aðeins of mikið diskó,“ vill Moore
meina.
Þrátt fyrir það vill hann þó ekki
afgreiða Hörpu sem afleiðingu ein-
hverrar bólu bankamanna. Hann
fer fögrum orðum um glerhjúpinn
sem leiki sér með dagsljósið á sumr-
in þegar hvað bjartast er, en glampi í
skammdeginu á veturna. Þá breytist
hjúpurinn eftir því hvar áhorfandinn
er staddur. Í því samhengi vísar hann
í orðs Ólafs Elíassonar listamanns
sem gerir ráð fyrir áhorfendum sem
virkum þátttakendum í listaverkinu.
Hann gerir Ólaf að talsverðu umtals-
efni og lýsir því hvernig verk hans
skyggir á verk arkitektanna sjálfra.
Að lokum segir hann að tíminn
muni leiða í ljós hvort byggingin
standi undir sér. „Það koma hugsan-
lega tímar þar sem sem risasjónvarp
kemur til með að vera góð fjárfesting
til að lyfta geði fólks, og hið sama á
við um undraverðan glerhjúp Ólafs,“
skrifar Moore í lok pistilsins.
Harpa Pistlahöfundurinn Rowan Moore
segir Hörpu vera eins og 64 tommu sjónvarp
inni í hjólhýsi.
M
aður hefði nú kannski
haldið að skólinn myndi
beita sér fyrir því að
tryggja öryggi allra nem-
enda á skólalóðinni,“ seg-
ir Aðalsteinn Svan Hjelm sem missti
baugfingur hægri handar í slysi fyrir
einu og hálfu ári þegar trúlofunar-
hringur hans festist í teini á girðingu
sem umlykur fótboltavöll Áslands-
skóla í Hafnarfirði.
Hann hefur barist fyrir því að girð-
ingunni verði snúið við þannig að
teinarnir vísi niður, en viðbrögð skól-
ans hafa verið fáleg, að hans sögn.
Fordæmi eru fyrir því að slíkum girð-
ingum hafi verið snúið við. Það hefur
til dæmis verið gert við leikskólann
Vallarsel á Akranesi þar sem alvar-
legt slys varð fyrir tæpum þremur
árum. Þá prílaði fjögurra ára gamall
drengur upp á sams konara girðingu
og rann til með þeim afleiðingum
að teinarnir stungust inn í hálsinn á
honum og sauma þurfti 26 spor.
Fleiri alvarleg slys
Slys Aðalsteins varð með þeim hætti
að hann var að spila fótbolta með
syni sínum á fótaboltavelli við skól-
ann þegar boltinn festist uppi í tré
við markið. Til að sækja boltann klifr-
aði Aðalsteinn upp á girðinguna sem
umlykur fótboltavöllinn, en hún er
tæplega tveir og hálfur metri á hæð.
Þegar hann stökk niður festist trúlof-
unarhringur hans í teini sem stendur
upp úr girðingunni og fingurinn varð
eftir. Teinarnir standa nokkra senti-
metra upp úr efri hluta girðingarinn-
ar.
Girðingar af þessu tagi eru mjög al-
gengar við leikskóla, skóla og íþrótta-
velli en DV fjallaði fyrr í sumar um
slysagildrur við girðingar. Alvarlegt
slys varð einmitt í sumar í tengslum
við sams konar girðingu við íþrótta-
svæði Hauka, á Ásvöllum í Hafnar-
firði. Fjórtán ára drengur sem stytti
sér leið þar yfir varð fyrir því óláni
að annar handleggur hans kræktist
í teinana með þeim afleiðingum að
þeir stungust inn í hann og tættu upp
handleginn. Móðir drengsins sagði í
samtali við DV að það væri mjög al-
gengt að börn og unglingar styttu sér
leið yfir girðinguna á sama stað og
sonur hennar slasaðist. Íþróttafélagið
brást við slysinu með því að breyta
girðingunni.
Girðingu breytt við Ásvelli
„Það er nefnilega búið að hylja tein-
ana þar þannig að það er allt orðið
mjög flott. Þetta er einhvers konar
állisti sem liggur þarna ofan á öllum
teinunum,“ segir Aðalsteinn sem er
ánægður að sjá að girðingunni við
Ásvelli hafi verið breytt til draga úr
slysahættu. „En það er önnur saga
með Áslandsskóla, það er einhver
sjálfstæður aðili sem á þarna lóðina
og rekur og hann er eitthvað tregur
til virðist vera.“ Aðalsteinn segist vita
til þess að börn príli ítrekað yfir girð-
inguna við skólann, þrátt fyrir að það
sé vissulega bannað. „Ef þeir sparka
boltunum yfir og út á götu þá er oft
miklu þægilegra að príla beint yfir
í staðinn fyrir að hlaupa hringinn í
kringum svæðið til að sækja bolt-
ann.“
Aðalsteinn telur jafnvel auðveld-
ara að snúa girðingunum við en að
setja állista ofan á þær, enda eru
þetta einingar sem hægt er að skrúfa
í sundur.
Oftast snúið niður við skóla
Í samtali við DV fyrr í sumar sagði
framkvæmdastjóri Öryggisgirðinga,
sem bæði selur og setur upp girð-
ingar af þessu tagi, að við skóla og
þar sem um venjulega umgengni
væri að ræða væri girðingunum yfir-
leitt snúið niður. Hann tók þó fram
að það væri verkkaupans að ákveða
hvernig girðingunum væri snúið.
Ábyrgðin hjá einkaaðila
Eftir slys Aðalsteins krafðist for-
eldrafélag Áslandsskóla þess að
girðingunni við skólann yrði snúið
við. Skólaráð skólans ályktaði um
málið og beindi þeim tilmælum
til fyrirtækisins FM-húsa, sem á og
rekur skólahúsnæðið og lóðina, að
gripið yrði til aðgerða til að fyrir-
byggja frekari slys vegna girðing-
arinnar. Nú hefur verið úrskurðað
að girðingin uppfylli alla öryggis-
staðla og því verður ekkert aðhafst
í málinu. Aðalsteini finnst viðbrögð
skólayfirvalda mjög óeðlileg. Hann
bendir á að þrátt fyrir að einkaaðili
eigi og reki lóðina hljóti skólinn að
bera einhverja ábyrgð. „Maður er
svo hissa á þessu og veit ekki hvað
þarf til. Maður hefur á tilfinning-
unni að það þurfi einhver að drepa
sig til að einhver fari að ræða um
þetta.“ DV hafði samband við skóla-
stjóra Áslandsskóla sem vildi ekki
tjá sig um málið.
Enn slysagildra
á skólalóðinni
n Aðalsteinn Hjelm hefur barist fyrir því að girðingu við Áslandsskóla verði breytt
n Missti fingur þar fyrir rúmu ári n Mörg slys hafa orðið við sams konar girðingar
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Missti fingur Aðalsteinn hefur barist fyrir því í eitt og hálft ár að girðingu við Áslandsskóla verði snúið við til að koma í veg fyrir slys.
Teinarnir upp Skólayfirvöld í Áslandsskóla
benda á fyrirtækið FM-hús sem á og rekur
skólalóðina.
„Maður hefur á tilfinn-
ingunni að það þurfi
einhver að drepa sig til að ein-
hver fari að ræða um þetta.
Söfnuðu 40
milljónum
Ríflega 40 milljónir króna söfnuðust
í átakinu „Á allra vörum“ 2011. Söfn-
unarféð verður notað til að kaupa
nýtt hjartaómskoðunartæki fyrir
börn, sem staðsett verður á Barna-
spítala Hringsins. Tækið hefur verið
nefnt Hjörtur.
Átakið hófst formlega 12. ágúst
með sölu á varaglossi frá Dior og
lauk í gærkvöldi með söfnunarþætti
á Skjá Einum á föstudagskvöldið.
Um 70 börn greinast árlega með
hjartagalla og sérstakt hjartatæki
fyrir börn á Barnaspítala Hringsins
er nú komið til ára sinna og er veru-
leg þörf á endurnýjun. Í tilkynningu
segir að mikið álag sé á tækið sem
er eitt sinnar tegundar á landinu og
notað oft á dag til að greina tilfelli í
fóstrum svo og hvítvoðungum.
Loka La
Primavera
Veitingastaðnum La Primavera
í Austurstræti hefur verið lokað.
Tækjakostur og búnaður á veitinga-
staðnum hefur verið seldur að því
er fram kemur í tilkynningu frá eig-
endum staðarins. Það eru hjónin
Leifur Kolbeinsson og Jónína Krist-
jánsdóttir sem hafa átt og rekið La
Primavera frá upphafi þegar hann
var opnaður árið 1993. Hjónin eru
hluthafar í veitingahúsinu Kola-
brautinni í Hörpu og ætla að ein-
beita sér að nýja veitingastaðnum. Í
tilkynningu segir: „Auðvitað er mikil
eftirsjá af La Primavera. Við höfum
átt þar frábæra tíma og kynnst gríð-
arlega mörgum góðum og traustum
viðskiptavinum. Nú er hins vegar
svo komið að Kolabrautin tekur all-
an okkar tíma og orku. Við ákváðum
því að hætta rekstri La Primavera og
einbeita okkur eingöngu að Kola-
brautinni.“
VG græðir
Vinstrihreyfingin grænt framboð
hagnaðist um 22 milljónir króna á
síðasta ári samkvæmt rekstrarreikn-
ingi. Tekjur flokksins námu 81 millj-
ón króna, en þar af voru opinber
framlög um 75 milljónir króna. Laun
og tengd gjöld lækka verulega á milli
ára, úr 20,77 milljónum árið 2009
þegar kosningar til Alþingis fóru
fram og niður í 11,56 milljónir króna
á síðasta ári.
Auglýsingakostnaður hækkar
hins vegar mikið á milli ára. Hann
var 6,92 milljónir króna árið 2009 en
var 12,92 milljónir árið 2010.