Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 29. ágúst 2011 Mánudagur Fellibylurinn Irene Að minnsta kosti 11 manns, þar af ellefu ára drengur, hafa látist eftir að fellibyl-urinn Irene skall á austur-strönd Bandaríkjanna um helgina. Fellibylurinn fór á um 120 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibylurinn skall á New York á sunnudag og var yfir 300 þúsund íbúum New York sagt að yfirgefa heimili sín. Sjávarborð hækkaði um rúmlega 1,2 metra og óttast var að Hudson-áin flæddi yfir bakka sína og hefði áhrif á Wall Street meðal. Þá hafa þrjár milljónir manna þurft að hafast við án rafmagns. Minniháttar hættuástand skapaðist í kjarnorku- veri í Maryland vegna fellibyljarins og þurfti að loka kjarnakljúfi þar líkt og í New Jersey. Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, stytti frí sitt til að vera í viðbragðsstöðu vegna fellibyljar- ins. Honum er mikið kappsmál að bregðast betur við en stjórnvöld gerðu þegar fellibylurinn Katrina gekk yfir fyrir sex árum. Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna, hefur nú fyllt 200 vöruflutn- ingabíla af neyðarbirgðum og um 100 þúsund þjóðvarðliðar eru í við- bragðsstöðu vegna fellibyljarins.  bjornreynir@dv.is Kross á ströndinni Girðingar brotnuðu í fellibylnum og tóku á sig ýmsar myndir. Þetta brot lítur út eins og kross og má segja að það sé táknrænt en a.m.k. 11manns hafa látist. Myndir reuters Bátar fjúka Afl fellibyljarins er mikið og hafa bátar fokið. sandpokar til reiðu Íbúar á Manhattan eru reiðubúnir að verjast mögulegum flóðbylgjum. ekkert eftir Matvörubúðir eru tómar þar sem fólk hamstrar mat. Fífldjarfur brettamaður Margir hafa hunsað allar viðvaranir. Segja má að þessi brettamaður gangi töluvert lengra en svo. Gervihnattamynd af fellibylnum Á þessari mynd má sjá hve umfangsmikill fellibylurinn er. Bloomberg skoðar neyðarskýli Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, skoðar neyðarskýli. Tugþúsundir New York búa hafast við í neyðarskýlum en Bloomberg hefur áður skipað yfir 300 þúsund manns að flytja sig. Vel varið hús Þetta hús við strönd Norður-Karólínu var vel varið fyrir fellibylnum. Myndir: reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.