Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 19
S purningin hér að ofan hljóm- ar vafalaust hrokafull, ekki síst þar sem hún kemur frá Ís- lendingi. Vissulega eru New York, Boston og San Francisco mikl- ar menningarborgir, og Bandaríkin hafa getið af sér rithöfunda og hugs- uði sem flokka má með þeim bestu í heiminum. Og samt, þegar maður fylgist með bandarískum stjórnmál- um, finnst manni þetta ekki nema örlítil vin í afar þurri eyðimörk. Á meðan almenningur á Spáni, í Frakklandi og stundum jafnvel á Íslandi mótmælir vegna skorts á félagslegu og efnahagslegu réttlæti, er eina fjöldahreyfingin sem eitthvað kveður að í Bandaríkjunum að berj- ast fyrir banni á fóstureyðingum og minni sköttum á auðmenn. Umræð- an þar fær íslenska stjórnmálamenn til að virðast skynsama í samanburð- inum, svo að maður nánast fyllist lotningu gagnvart Alþingi Íslend- inga, og er þá mikið sagt. Bush og Berlusconi Það er helst að maður þurfi að fara til Ítalíu til að sjá annan eins sirk- us. Í fáum öðrum lýðræðisríkjum en þessum tveimur sér maður fólk á borð við Michelle Bachman eða Alessöndru Mussolini fá aðra eins athygli í opinberri umræðu, eða þá þjóðarleiðtoga á við Silvio Berlus- coni og George W. Bush. Ef til vill er það fleira sem þessi tvö lönd eiga sameiginlegt. Á Ítalíu er allt svo fallegt, arkitektúrinn svo stórkostlegur og maturinn svo góður að það er auðvelt að lifa ljúfa lífinu og láta þjóðmálin fram hjá sér fara. Bandaríkin hafa aðrar leiðir að sama markmiði, markaðurinn býður upp á svo margt til að dreifa huganum að það er auðvelt að láta sér líða vel frá degi til dags á meðan allt fer til fjand- ans í kring. Líklega er þó annað og meira sem sameinar þessi lönd. Sjónvarps- stöðvar Berlusconis sýna fátt annað en leikjaþætti og léttklæddar stúlkur sem kæft hafa alla umræðu. Í Banda- ríkjunum eru einnig örfáir fjölmiðla- kóngar sem eiga sjónvarpsstöðvar sem sýna annaðhvort raunveruleika- þætti sem hafa lítið með raunveru- leikann að gera, eða fréttastöðvar eins og Fox sem hafa enn minna með raunveruleikann að gera. Þó að enn séu til vandaðir fjölmiðlar inni á milli fá þeir lítið að gert. Bandaríkin og umheimurinn Bandaríkjamenn eru almennt illa að sér um heimsmálin, en það kemur kannski ekki lengur á óvart. Það sem maður rekur frekar augun í er hversu illa þeir eru að sér um málefni eigin lands, og jafnvel eigin fylkis. Meira að segja í Kaliforníu, sem er þó víðsýnna ríki en flest, eru sérfréttir fyrir norður-, suður- og miðhluta ríkisins, svo að fólk veit lítið um hvað er að gerast í næsta bæ. Jafnvel fréttastöðvar eins og CNN sem ná yfir allt landið virðast aðeins taka fyrir eins og eitt mál- efni í mánuði. Í allt sumar var um fátt annað fjallað en Casey nokkra Anthony, sem gefið var að sök að hafa myrt dóttur sína. Ómögulegt var að veita henni sanngjörn réttar- höld, þar sem allir kviðdómarar voru fyrir fram búnir að mynda sér skoðun. Ekki aðeins er það slæmt í sjálfu sér, heldur dró það einnig at- hyglina frá öðrum þjóðmálum sem birtust ekki aftur á skjánum fyrr en í ágúst þegar í ljós kom að efnahag- urinn var við það að hrynja. Slæmir fjölmiðlar eru líklega ekki eina ástæðan fyrir því að skyn- semin virðist eiga svona erfitt upp- dráttar í því landi sem stór hluti heimsins sækir fyrirmyndir sínar til, en á meðan það breytist ekki er erfitt að sjá að bót verði þar á. Norður-Ameríka er áhugaverður staðar að koma til, en feginn verð ég að komast aftur til gömlu Evr- ópu þar sem heilbrigð skynsemi virðist enn vera talin löggilt sjón- armið. Umræða | 19Mánudagur 29. ágúst 2011 Gerðir þú eitthvað í sumarfríinu þínu? „Ferðaðist um Ísland og skoðaði meðal annars Snæfellsnes þar sem við húkkuðum okkur far. Ég fór líka í Landmannalaugar“ Elsa Ocola, 20 ára morgunverðarkokkur á Central Hotel „Ég fékk ekkert sumarfrí“ Ellen Alexandra Gunnlaugsdóttir, 21 árs starfsmaður á elliheimili „Ég ferðaðist aðeins út fyrir borgina. Annars gerði ég lítið. “ Ásta K. 33 ára klæðskeri hjá Munda „Ég var að vinna í sumarbúðum fyrir fatlaða í Bandaríkjunum. Ég fékk annars eina og hálfa viku í frí. “ Hjalti Sigurður Karlsson, 18 ára nemi í MR „Ég var að vinna á Iceland Fish and Chips. Ég fékk smá sumarfrí frá því.“ Ásbjörn Haraldsson, 19 ára nemi í MR 1 Pilturinn sem sagði frá heimilisofbeldi fær hótanir Drengnum sem sagði frá ofbeldi föður síns var hótað. 2 „Eins og 64-tommu sjónvarp í hjólhýsi“ Pistlahöfundurinn Rowan Moore líkir tónlistarhúsinu Hörpu við 64 tommu sjónvarp sem komið er fyrir í hjólhýsi . 3 Brad Pitt bjargaði konu frá uppvakningum Hollywood-stjarnan bjargaði konu frá því að troðast undir við tökur á kvikmynd. 4 Ekki Bingi Björn Ingi Bjarnason hefur verið ráðinn kynningarfulltrúi Vestfirska forlagsins, ekki nafni hans vefkóng- urinn Hrafnsson. 5 Veðrið næstu vinnuvikuVerður hreint út sagt afar viðunandi. 6 LeAnne Rimes aldrei grennriSöngkonan hefur aldrei verið grennri en nú, 29 ára að aldri. 7 LaunráðGula Pressan með beitta ádeilu á ESB-umræðuna. Mest lesið á dv.is Myndin Leikár að hefjast Stóru leikhúsin héldu opnunarhátíðir sínar á laugardag þar sem verk vetrarins voru kynnt. Af þessu tilefni mátti sjá ýmsar lykilpersónur bókmenntanna framreiða pylsur og fleira hnossgæti. Mynd SIGTRyGGUR ARI Maður dagsins Var aldrei uppgefin Elísabet Margeirsdóttir Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttakona tók þátt í fjallamaraþoni í vikunni þegar hún hljóp Ultra-Trail du Mont-Blanc en hlaupið þykir eitt það erfiðasta í heimi. Elísabet hafði nýlokið keppni þegar blaðamaður náði tali af henni en þá hafði hún hlaupið í 24 tíma og 22 mínútur. Hvar ertu uppalin? „Ég er alin upp í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Keppnisskapið og ástríðan fyrir því sem ég er að gera.“ Áttu þér fyrirmynd? „Það eru margar flottar hlaupastjörnur í þessum heimi sem ég horfi upp til. Ein þeirra er Helga Þóra Jónasdóttir. Hún er ótrúlega góður hlaupafélagi og hefur reynst mér vel í undirbúningnum fyrir þetta hlaup. Hún er einmitt að koma í mark núna.“ Á hvaða tíma varstu í Ultra-Trail du Mont-Blanc hlaupinu? „Ég hljóp þessa 120 km á 24 tímum og 22 mínútum.“ Ertu ánægð með árangurinn? „Ég er mjög ánægð og sérstaklega miðað við það að hlaupinu var breytt og leiðin var lengd um átta kílómetra út af þrumuveðri.“ Var hlaupið erfiðara en þú bjóst við? „Nei, alls ekki. Þetta var mjög erfitt, alveg eins og ég hafði búist við, en ég var aldrei uppgefin.“ Af hverju tókstu þátt í Ultra-Trail du Mont-Blanc? „Vegna þrýstings frá hlaupafélögunum.“ Hvað varstu gömul þegar þú byrj- aðir að hlaupa? „Ég var 16 ára.“ Hvað er það við hlaupin sem heillar? „Það er erfitt að útskýra en maður fær eitthvað út úr þessu. Svo er félagsskapurinn alltaf góður og þetta er góð leið til að halda sér í formi ásamt öðru.“ Hvað tekur við? „Það er ekki ákveðið.“ Kjallari Valur Gunnarsson Eru Bandaríkjamenn heimskir? Dómstóll götunnar „Bandaríkjamenn eru almennt illa að sér um heimsmálin, en það kemur kannski ekki lengur á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.