Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 22
22 | Viðtal 29. ágúst 2011 Mánudagur É g sef með hafnabolta- kylfu við hliðina á rúm- inu og svo er exi við úti- dyrahurðina. Það er náttúrulega ekkert eðli- legt við það,“ segir Marvin Haukdal, 27 ára Akureyringur. Marvin hefur barist við fíkn frá unga aldri og þótt hann hafi nú nánast verið edrú í að verða þrjú ár segir hann drauga for- tíðar reglulega minna á sig í formi innbrota, hótana og árása. Marvin býr ásamt kær- ustu sinni, Berglindi Þórsdótt- ur, og dóttur hennar í raðhúsi á Akureyri en Berglind er einn- ig fyrrverandi fíkill. Eftir langa dvöl í hörðum heimi eiturlyfja og afbrota segist hann staðráð- inn í að súa við blaðinu en seg- ir að það sé erfiðara en að segja það að ætla sér að taka eðlileg- an þátt í samfélaginu með svo skuggalega fortíð. Sérstaklega þar sem mannorðið sé í rúst. Sökk dýpra í neyslu Marvin var 13 ára þegar hann fór að reykja hass og fljótlega eftir það fór hann að drekka áfengi. Hann segist hafa ver- ið ofvirkur með athyglisbrest sem barn en hafa hvorki fengið réttu lyfin né meðferð. Honum hafi gengið illa í skóla og verið martröð hvers kennara í skóla- stofunum. „Ég var alltaf snar- geðveikur og lét illa í tímum en það var bara afgreitt sem óþekkt. Samkvæmt mömmu var ég bara fjörugur krakki. Ég var alltaf að leita að einhverju sem róaði mig og þegar ég próf- aði amfetamín í fyrsta skiptið var það eins og dýrmæt gjöf. Loksins gat ég haldið einbeit- ingu og mér fór að ganga vel í vinnu og þar sem ég seldi líka fíkniefni átti ég nóg af pening- um á þessum tíma og gat keypt mér föt, bíl og annað dót. Ég gekk fyrir amfetamíni þar til ég var 21 árs en þá var ég rekinn úr vinnu hjá Mjólkursamlagi KEA þar sem það hafði frést að ég væri í neyslu. Þrátt fyrir að vera alveg brjálaður á þessum tíma fékk ég strax vinnu í Tré- smíðaverkstæði Sveins Heið- ars og var þar í tvö ár. Mér gekk vel í vinnunni en sökk alltaf dýpra og dýpra í neyslu. Þarna var ég farinn að neyta hass, kóks og spítts á hverjum degi og var orðinn aðeins bein og skinn og ekki nema 67 kíló,“ segir Marvin sem fór fljótlega líka að sprauta sig. Þrátt fyrir að þéna vel á fíkniefnasölu var neyslan orð- in svo mikil að hann átti í erf- iðleikum með að fjármagna hana. „Ég var 23 ára þegar ég reyndi að fremja vopnað rán í verslun. Ég var einn að verki með kylfu en það var aldrei neinn ásetningur að meiða neinn. Um leið og afgreiðslu- konan kom á móti mér lét ég mig hverfa. Þetta var örugglega misheppnaðasta ránstilraun landsins. Ég var samt handtek- inn fyrir þetta og einhver önn- ur afbrot og mér var stungið í fangelsi í þrettán mánuði.“ Kærastan deyr Þegar Marvin var 18 ára kynnt- ist hann fyrst ástinni. Hann og kærastan fóru strax að búa saman en hún lést árið 2009, aðeins 25 ára að aldri. „Þeg- ar ég sat inni tókst mér í fyrsta skiptið á ævinni að hald- ast edrú. Um leið og mér var sleppt leið ekki hálftími þar til ég hafði fengið mér og lenti þá í svakalegu „black outi“. Ég man ekkert hvað gerðist næstu mánuðina og vissi ekki af mér fyrr en fjölskyldan var að skrá mig inn á geðdeild. Sumarið eftir dó kærastan mín og þá hrundi heimurinn minn.“ Eftir fráfall kærustunn- ar heltók svartnættið Marvin. „Fjölskyldan mín fékk 48 tíma neyðarinnlögn fyrir mig. Það var dálítið harkalegt en það var ekkert annað hægt. Ég var staðráðinn í að drepa mig. Eftir þessa tvo daga átti ég tvo val- kosti. Annað hvort var ég á leið í skuldafangelsi eða meðferð. Ég vildi ekki vera lengur í fang- elsi og valdi því meðferðina. Eftir tíu daga fékk ég að fara heim til að mæta í jarðarför- ina og átti að klára meðferðina á Akureyri í samstarfi við geð- deildina hér fyrir norðan. Þar fékk ég enga hjálp nema frá Sigmundi Sigfússyni geðlækni en hann er gull af manni,“ seg- ir hann og bætir við að örlög- in hafi orðið til þess að tveim- ur mánuðum síðar hafi hann kynnst stelpu, sem þá var ný- bökuð móðir, í meðferð hjá sama geðlækni sem hafi orð- ið til þess að hann sjálfur hafi þurft að hætta. Það hafi svo Heimurinn hrundi tvisvar Akureyringurinn Marvin Haukdal, sem á að baki langa dvöl í heimi eiturlyfja og afbrota, segist nú hafa snúið við blaðinu. Marvin kynntist ástinni 18 ára en eftir nokk- urra ára samband lést kærastan heima hjá honum og aðeins þremur mánuðum síðar lést önnur stelpa í rúminu við hliðina á honum. Marvin hefur fundið ástina að nýju en kærastan, Berglind Þórsdóttir, hefur einnig barist lengi við fíknina. Þau Marvin dreymir um eðlilegt fjölskyldulíf en segja drauga fortíðar stöðugt minna á sig. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal „Ég kenni mér ekki um dauða hennar en ég hafði allavega ekki góð áhrif á hana, seljandi á fullu og alltaf með nóg af dópi. Ástfangin Marvin segir bæði kost og galla að vera í sambandi með öðrum fíkli en þau Berglind hafa bæði verið í harðri neyslu. Myndir Heiða.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.