Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 29. ágúst 2011 Mánudagur Þ etta er vegna ólögmætrar uppsagnar sem Hæstirétt­ ur dæmdi óréttmæta,“ segir tölvunarfræðingurinn Sal­ mann Tamimi. Fyrirtaka í skaðamótamáli hans gegn Landspít­ alanum fer fram í dag, mánudaginn 29. ágúst, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Salmanni var sagt upp sem tölvun­ arfræðingi á Landspítalanum þann 28. september árið 2006 eftir að hafa starfað þar í rúman áratug. Honum var tilkynnt að starf hans hefði ver­ ið lagt niður vegna skipulagsbreyt­ inga og í rökstuðningi fyrir uppsögn­ inni var vísað til þess að verkefni Salmanns hefðu aðallega snúið að ákveðnum tölvukerfum sem hætta ætti notkun á. Vann mörg ólík verkefni „Þeir sögðust ætla að leggja niður póstkerfið Notes en ég held að það sé ennþá í gangi. Eins og kom fram í dómi Hæstaréttar, þá hafði ég unnið mörg ólík störf við mörg ólík kerfi á spítalanum. Ég var ekki bara tölvun­ arfræðingur fyrir eitt kerfi,“ segir Sal­ mann. Hann var ósáttur við uppsögnina, taldi hana ólögmæta og kærði mál­ ið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að uppsögn­ in hefði verið lögmæt en Salmann vildi ekki una þeim úrskurði. Hann áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem dæmdi honum í vil í maí árið 2007. „Þetta var bara fáránlegt“ „Hæstaréttardómurinn var sigur fyrir mig, þetta var bara fáránlegt,“ segir Salmann. Það var mat Hæsta­ réttar að ekki hefði verið réttilega staðið að uppsögninni enda var starfssvið Salmanns ekki einskorð­ að við það kerfi sem leggja átti nið­ ur. Það lá fyrir að hann hafði haft margvísleg önnur verkefni á sínum snærum og sýnt var fram á að hann hafði ekki eingöngu verið ráðinn til að starfa við þetta ákveðna kerfi. „Af þessum sökum var stefnda skylt að leggja frekara mat á hæfni áfrýj­ anda áður en tekin var ákvörðun um að segja honum upp störfum,“ segir í Hæstaréttardómnum. Í dómi Hæstaréttar kemur einnig fram að Salmann hafi lent í vinnu­ slysi í ágúst 2005 og hafi verið tölu­ vert frá störfum vegna þess. Hann var enn talinn óvinnufær í septem­ ber 2006. Lögðu fram ný gögn Þegar málið fór fyrir Hæstarétt lagði lögmaður Salmanns fram ný gögn sem ekki komu fram í héraðsdómi. Meðal gagnanna var minnisblað frá 14. ágúst 2006 sem ráðgjafarfyrir­ tækið Gátta ehf. vann fyrir upplýs­ ingatæknisvið Landspítalans vegna stefnumótunar og fyrirhugaðra skipulagsbreytinga. Í minnisblaðinu stendur meðal annars: „Þær leiðir sem færar eru fyrir utan áminningar­ ferli er að nýta skipulagsbreytingar til að losna við óhæfa starfsmenn,“ og að erfitt sé að breyta stöðum „nema viðkomandi kerfi séu tekin úr rekstri“. Þótti Salmanni og lögfræðingi hans þetta sýna fram á að markmið­ ið með uppsögninni hefði fyrst og fremst verið að losna á einfaldan hátt við starfsmann sem ekki lengur þótti velkominn. Hæstiréttur féllst þó ekki á þessi rök og taldi ekki hafa verið sýnt fram á annað en að Salmanni hefði verið sagt upp vegna fækkun­ ar starfsmanna, en þó á ólögmætan hátt. „Vona að þetta verði mikið“ Salmann sækir nú skaðabætur vegna málsins og telur hann sig eiga fullan rétt þeim miðað við dóm Hæstarétt­ ar. Fyrir hann eru það gleðifréttir að skaðabótamálið sé komið í gang. „Ég fékk uppsagnarfrest en það var engin almennileg skýring á uppsögninni. Svo hún var dæmd ólögmæt og lög­ fræðingurinn minn er að sækja fyrir mig skaðabætur.“ Hann getur þó ekki svarað því hvað skaðabótakraf­ an hljóðar upp á, enda er hann lítið inni í málinu sjálfur, að eigin sögn. „Ég vona bara að þetta verði mikið,“ segir Salmann og hlær. Hann ítrek­ ar þó að stærsti sigurinn hafi verið þegar Hæstiréttur dæmdi uppsögn­ ina ólögmæta. Ekki náðist í lögmann Salmanns, Einar Pál Tamimi, við vinnslu fréttarinnar. Krefst skaðabóta vegna uppsagnar „Hæstaréttar­ dómurinn var sigur fyrir mig, þetta var bara fáránlegt. Salmann Tamimi tölvunarfræðingur n Salmanni Tamimi tölvunarfræðingi var sagt upp vegna skipulagsbreytinga n Hafði unnið á Landspítalanum í rúman áratug n Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta Vill skaðabætur Salmann Tamimi stendur í skaðabótamáli við Landspítalann vegna uppsagnar sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta árið 2007. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM 12 volt díóðuljós 12v 1,3w12v 1,3w 12v 2,5w 12v 1,66w 12v 1,66w 12v 1,0w 12v 3,0w 12v 1,0w Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku Eyða allt að 90% minni orku en halogen 12v 7,0w Samkvæmt heimildum DV fengu borgarfulltrúar Besta flokksins skýr fyrirmæli um að þiggja ekki boð í sigl­ ingu sem stjórnendur Hörpu buðu til á Menningarnótt, þegar glerhjúp­ ur hússins var vígður. Útvaldir ein­ staklingar fengu boð í siglinguna og í þeim hópi voru meðal annars arki­ tektar, erlendir fjölmiðlamenn, full­ trúar Faxaflóahafna, Reykjavíkur­ borgar og menntamálaráðuneytisins. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tón­ listarstjóri hússins, sagði í samtali við DV í síðustu viku að um 100 manns hefðu verið í siglingunni sem kost­ aði um eina milljón króna. Þar af voru veitingar fyrir um hálfa milljón króna. Steinunn sagði að ekki hefði verið haldið utan um það hverjir af boðs­ listanum hefðu mætt en samkvæmt heimildum DV þáði enginn fulltrúi frá Besta flokknum boð í siglinguna. Heiða Kristín Helgadóttir, fram­ kvæmdastjóri Besta flokksins, vildi ekki staðfesta að borgarfulltrúar flokksins hefðu fengið fyrirmæli um að hunsa boð í siglinguna á Menn­ ingarnótt. „Fólk var í alls konar verk­ efnum þetta kvöld og þeir sem höfðu áhuga á því að fara þeir gátu farið en það var greinilega ekki áhugi fyrir því. Þetta voru því ekki bein fyrirmæli,“ segir Heiða Kristín í samtali við DV. solrun@dv.is Besti flokkurinn hunsaði umdeilda siglingu í boði Hörpu á Menningarnótt: Fyrirmæli um að mæta ekki Hunsuðu siglingu Fulltrúar Besta flokksins þáðu ekki boð stjórnenda Hörpu um siglingu á Menningarnótt SP vildi bíl án heimildar Þrátt fyrir að njóta greiðsluskjóls varð Heiða Björg Gestsdóttir fyrir barðinu á vörslusviptingarmanni á vegum SP­fjármögnunar án þess fyrir lægi heimild opinbers aðila. Frá þessu var greint í kvöldfrétt­ um Sjónvarpsins en þar var greint frá því að Heiða gerði samning við SP­fjármögnun um kaup á bíl af gerðinni Toyota Auris. Hún lenti í vandræðum með afborganir og sótti um greiðsluaðlögun til umboðs­ manns skuldara. Í mars á þessu ári fór hún í svokallað greiðsluskjól sem gerir það að verkum að hún má ekki greiða af lánum. Vörslusviptingarmaður á vegum SP­fjármögnunar kom á heim­ ili hennar í Keflavík fyrir tveimur vikum og krafðist þess að fá bílinn. Heiða sagði vörslusviptingarmann­ inn ekki hafa geta sýnt fram á heim­ ild frá héraðsdómara þegar hann var krafinn um það. Samtök lánþega sendu innanrík­ isráðuneytinu erindi vegna vörslu­ sviptinga fjármögnunarleigufyrir­ tækja en í svari ráðuneytisins kom fram að þeir sem telja sig eiga rétt á að fá eign sem er í vörslu annars þurfi að leita til opinbers aðila til fá heimild sína staðfesta. „Við brugðumst við með því að hringja í lögfræðinginn okkar, hringja í lögregluna og stóðum fyrir bílnum svo kranabíllinn gæti ekki náð í bílinn af okkur,“ sagði Heiða Björg í samtali við fréttastofu Sjón­ varpsins. Kjartan Georg Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP, sagði fyrir­ tækið ekki þurfa aðfararheimild og sé í fullum rétti að rifta samningum og taka bíla af fólki sem ekki hefur greitt af þeim, jafnvel þó að það njóti greiðsluskjóls. M y n d g u n n a r g u n n a r SS o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.