Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 29. ágúst 2011 Mánudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Skoðanakúgarinn Leiðari Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar Jóhanna víki n Innan Samfylkingar gætir vaxandi óþols vegna Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns og forsætisráðherra, sem þykir aðgerðar- lítil í starfi. Innan raða ungliða hefur dúkkað upp sú skoðun að farsælast væri fyrir Jóhönnu að víkja af stóli for- manns á næsta landsfundi til að hleypa að nýjum formanni. Þessu fylgir að hún gæti setið áfram sem forsætisráðherra út kjörtímabilið. Óljóst er hver afstaða Jóhönnu er í málinu en hún þykir bera ýmis merki þess að völdin séu orðin henni afar kær. Í skjóli biskups n Á Biskupsstofu eru unnin fjöl- breytt störf. Á meðal starfsmanna þar er séra Gunnþór Ingason. Hann var sóknarprest- ur í Hafnarfirði lengi vel. Hann og séra Þór- hallur Heimis- son munu ekki hafa getað unnið saman. Málið var leyst með því að Gunnþór fór í sérverkefni á Biskupsstofu sem felst í því að sinna um ,,keltneska kristni“. Hann er nú á fullum launum með vinnuaðstöðu hjá Karli Sigurbjörns- syni biskupi við þessa umsýslu. Ljósið í Friðriki n Landsvirkjun var um árabil trog fyrrverandi stjórnmálamanna. Þannig var Friðrik Sophusson, fyrr- verandi ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, forstjóri í tíu ár. Strax eftir hrun var hann sérstaklega beðinn um að halda áfram, þrátt fyrir 55 umsóknir hæfra einstaklinga um starfið. Í kjöl- far stjórnarskipta var hinn ópólitíski Hörður Arnarson ráðinn forstjóri 2009. Hann hefur þótt færa fagmennsku inn í fyrirtækið. Landsvirkjun mun borga þrjá milljarða króna til ríkis- sjóðs á næsta ári og er það ljósið í myrkrinu í núverandi efnahags- ástandi. Mörgum er hins vegar nóg um háar skuldir vegna taumlítillar framkvæmdagleði síðustu árin. Brostinn draumur n Hætt er við að draumur Sturlu Böðvarssonar um ökugerði á Reykja- nesinu sé úti. Sturlu var vikið úr stjórn Byggða- stofnunar og lánsloforð til fyrirtækisins var dregið til baka. Líklegt er að þessi fyrrver- andi ráðherra samgöngumála hafi ætlað sér að græðar vel á því að láta ungmenni spóla á „skrikbrautum“. Í ráðherra- tíð Sturlu voru sett lög sem skylda ungmenni til þess að æfa akstur í ökugerði. Hinn úrræðagóði Sturla hefur að undanförnu verið ötull í nýstárlegri sölumennsku. Þar selur hann fyrirtækjum og einstaklingum aðgang að umfjöllun um sig í sögu- bók. Sturlu leggst því margt til. Sandkorn Í slensk stjórnmál fara í hringi eins og svo margt annað í lífinu. Sag- an endurtekur sig í sífellu. Menn fæðast og deyja og genin lifa í af- komendunum. Framsóknarflokk- urinn hefur fram að þessu verið ein skýrasta birtingarmynd þess hvernig sterk gen koma aftur og aftur. Fyrst hófst Hermann Jónasson til æðstu metorða í flokknum og varð forsætis- ráðherra. Þrátt fyrir áföll eins og það að hann átti að hafa skotið friðaðan fugl þá slapp hann og kom sterkari út úr orrahríðinni. Steingrímur, sonur hans kom í kjölfarið og hófst til met- orða. Hann lenti í grimmri umræðu vegna grænna bauna en andstæð- ingum hans tókst ekki að gera hann óvirkan. Þvert á móti varð Stein- grímur forsætisráðherra, eins og faðir hans áður. Honum tókst með snilldarlegum hætti að bægja frá sér gagnrýni þegar framsóknarmönn- um var komið á jötuna. „Menn mega ekki gjalda fyrir að vera framsókn- armenn,“ sagði hann þegar eitt feit- asta embætti þjóðarinnar féll í hlut flokksgæðings. Þjóðin átti ekkert svar við þessu djúphugsaða svari. B æði Steingrímur og Her- mann eru horfnir af póli- tíska sviðinu og yfir móðuna miklu. En forsætisráðherra- genin lifa. Þriðji ættliðurinn, Guð- mundur Steingrímsson, er um það bil að verða fullskapaður í stjórn- arráðið. En þó er einn meinbug- ur á málinu. Guðmundur virðist hafa þann djöful að draga að fram- sóknargen hans hefur stökkbreyst með þeim hætti að hann get- ur ómögulega unað í flokki feðra sinna. Tvisvar hefur hann svik- ið flokk sinn. Í hið fyrra sinn gekk hann til liðs við Samfylkinguna. Eftir að hafa verið þar án metorða gafst hann upp og hvarf aftur í hús Framsóknar. Það fleytti honum á þing líkt og afanum og pabbanum áður. Hætt er við að þá hafi Guð- mundur, sem er öflugur tónlistar- maður, raulað ljóðlínu Ladda: „Ég er afi minn“. E n Adam varð ekki ellidauður í Paradís. Stökkbreyttu genin tóku stjórnina og einn góðan veðurdag stóð Guðmundur upp og sagði öðru sinni bless við flokk feðra sinna. Að þessu sinni ætlar hann að stofna nýjan flokk með hægrisinnuðum óperusöngv- ara. Flokkurinn óstofnaði hefur það helst á stefnuskránni að láta af öllum pólitískum deilum og ganga í Evrópusambandið. Svart- höfði mun að sjálfsögðu fylgja honum eins og Frjálslynda flokkn- um, Borgarahreyfingunni og Besta flokknum áður. Þriðja kynslóð Framsóknarmanna er eitthvað svo heillandi auk þess sem það er sögulega nauðsynlegt að viðhalda ættarveldinu. Þ egar hagfræðiprófessorinn Þórólfur Matthíasson sagði skoðun sína á óhagkvæmni þess að gefa bændum ríkis- styrki svaraði Sindri Sigur- geirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, með því að klaga í yfir mann hans og reyna að grafa undan lífsviðurværi hans. Sindri hitti Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, þar sem Þórólfur vinnur, og sagði henni að bændur væru hætt- ir við að eiga viðskipti við Hagfræði- stofnun Háskólans vegna þess að Þórólfur væri tengdur henni. Ekki að- eins Þórólfi skal refsað, heldur þeim sem standa nálægt honum líka. Í verstu alræðisríkjunum fá að- eins þær skoðanir að líta dagsins ljós sem hæfa yfirvaldinu. Þar má bara tjá „réttar“ skoðanir, en refsað er fyrir „rangar“ skoðanir. Hins vegar verður einhver að meta hvaða skoð- anir eru „réttar“ og hvað „rétt“ þýðir yfir höfuð. Það gerir valdið, því valdið getur refsað. Þeir sem tjá skoðanir sem valdið er ósammála missa vinn- una eða jafnvel frelsið. Það sem Sindri Sigur- geirsson reyndi að koma til leiðar í Há- skólanum var skoð- anakúgun að hætti alræðissinna. Hann reyndi að beita öllu því valdi sem hann hafði til að refsa Þórólfi fyrir skoðanirnar, í stað þess að láta sér nægja að hrekja þær. Eini munurinn á Sindra og vel heppnuðum alræðissinnum er að Landssamband sauðfjárbænda hefur takmörkuð völd. Sindri gæti hins vegar mögulega beitt áhrifum sínum innan Framsóknarflokksins, ef hann kemst til valda. Hann er vara- þingmaður fyrir flokkinn. Kúgun sjónarmiða var talin sjálf- sögð og reyndar æskileg fyrir efna- hagshrunið. Björgólfur Guðmunds- son stærði sig af því að hafa reynt að kaupa DV til að leggja blað- ið niður, bara vegna þess að honum mislíkaði efni greinanna sem birtar voru um hann. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins veifuðu blaðinu í pontu Alþingis til að rökstyðja að grípa þyrfti inn í umfjallanir fjöl- miðla um Davíð Oddsson. Það hefur tíðkast að stjórnmála- menn og aðrir valda- menn hafi beint sam- band við útgefendur fjölmiðla til að reyna að hafa áhrif á frjálsar um- fjallanir; til að reyna að koma á beinu orsakasamhengi milli valds og upplýsingaflæðis. Rannsóknarnefnd Alþingis fjallaði um skoðanakúgun sem eina af orsökum efnahagshrunsins hér- lendis. Hagfræðistofnun Háskólans óttaðist þá fjárhagslegar refsingar, líkt og þá sem sauðfjárbændur beita hana nú. „Í ljósi „ríkjandi umburðar- leysis gagnvart gagnrýninni umfjöll- un“, eins og Gylfi Zoëga [háskóla- lektor] orðar það, vofði sú hætta stöðugt yfir stofnuninni að hún mundi missa fjárstyrkinn ef hún setti fram gagnrýni á efnahagsstjórnina,“ segir í skýrslunni um sömu stofnun og bændur refsa nú fyrir tengsl við mann með rangar skoðanir. Aðferðir Sindra sauðfjárformanns til skoðanakúgunar eru alls ekki bundnar við hann og hans heppilega valdaleysi. Þetta á sér langa forsögu og mun eiga sér framtíð. Sú staða að almenningur mun fá að svara spurn- ingunni um Evrópusambandsaðild hefur orðið þess valdandi að skoð- anastýring hagsmunaaðila eykst. Í janúar síðastliðnum sagði Þröstur Haraldsson, þá fráfarandi ritstjóri Bændablaðsins, frá því hvernig for- ystumenn Bændasamtakanna þrýstu á hann að hætta hlutlausri blaða- mennsku og byrja að fjalla neikvætt um Evrópusambandið. „Það var beinlínis gerð sú krafa til okkar að við værum komnir í stríð gegn Evrópu- sambandinu,“ sagði Þröstur. Hann hætti störfum eftir að stjórnendur Bændasamtakanna gerðu kröfu um að sitja ritstjórnarfundi Bændablaðs- ins, svo þeir gætu stýrt því að aðeins væru birtar greinar sem hæfðu hags- munum þeirra. Valdið spillir frjálsri umræðu og gerir hagsmunahópum kleift að blekkja almenning. Þetta er ekki spurning um ríkisstyrki til landbún- aðar eða aðild að Evrópusamband- inu. Þetta er ekki spurning yfirhöfuð, heldur grundvallaratriði. Þess vegna þurfum við núna að standa með Þór- ólfi, hvort sem við erum sammála honum eða ekki. Það er hluti af því að verja lýðræðið. „Ég er afi minn“ Svarthöfði „Sindri gæti mögu- lega beitt áhrifum sínum innan Framsóknar- flokksins. Bókstaflega „Það var svo skrítið að alveg frá byrjun kallaði ég hana alltaf hjartagullið mitt, alveg ómeðvituð um að nokkuð amaði að hjartanu henn- ar.“ n Útvarpskonan Kolbrún Björnsdóttir á litla dóttur sem var sex vikna greind með hjartagalla. – DV „Ég man bara eftir þessu eins og þetta hefði gerst í gær. Ég flaug á hurðina og hálfrotaðist. Ég var bara lítill. Ég var örugg- lega bara í leikskóla.“ n 17 ára drengur lýsir heimilisofbeldi sem fjölskyldan bjó við af hálfu föðurins. – DV „Ég hlakka til þegar það fer að róast því þá fæ ég loksins að eyða meiri tíma með litlu stúlkunni minni.“ n Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, eignaðist litla stúlku í miðjum kjarasamningum. – DV „Ég er miklu meira að hugsa þetta sem upp- byggingarframboð og skemmtilegan ánægjuvett- vang.“ n Guðmundur Steingrímsson óttast ekki að nýi flokkurinn sópi til sín fólki sem er óánægt í öðrum flokkum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.