Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 26
G óður maður sagði við mig: Það er gott að flýta sér hægt. Og ég er aldeilis að flýta mér hægt,“ segir Níels Thi- baud Girerd, betur þekktur sem Nilli, sem undirbýr tökur á sinni fyrstu stuttmynd. Tök- ur áttu að fara af stað í sumar en þeim var frestað og hefj- ast þær á næstu vikum. Nilli fjármagnar myndina sjálfur og treystir því á velvilja fólks í bransanum. Hann mun leik- stýra Elfu Gísladóttur og Birni Thors og mun stuttmyndin segja sögu fíkniefnaneytanda. Nilli segir söguna byggja á reynslu vinar síns sem brenndi sig illa á fíkniefna- neyslu. „Ég fékk hugmyndina um jólin, þá kom svolítið fyrir vin minn sem hreyfði við mér. Það er hræðilegt að flækjast í heim fíkniefna. Ég get eigin- lega ekki rætt þetta frekar,“ segir Nilli. Undirbýr leikarana andlega Nilli segist ekki halda að hann verði harður við leikarana. „Ég reyni að vera eins sanngjarn og ég get. Ég held ég sé nú enginn harðstjóri, ég er bara 17 ára, en hver veit? Kannski kemur annað í ljós eftir nokkrar vik- ur,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég hef mest verið í því að undibúa leikarana andlega undir hlutverkið og segja þeim hvað ég vil fá frá þeim.“ Pressað á útskrift Nilli stundar nám við Mennta- skólann í Hamrahlíð og hefur nóg fyrir stafni. Hann sló í gegn með einlægum viðtalsþáttum hjá Sjónvarpi mbl.is, kemur fram í þáttunum Týnda kyn- slóðin með þeim Birni Braga og Þórunni Antoníu og tekur upp stuttmynd. Hefur hann ein- hvern tíma til að sinna náminu? „Tja, það er nú það,“ segir Nilli. „Eins og góð kona sagði við mig: Farðu nú að útskrifast. Það er pressa á mann frá ýms- um stöðum,“ segir hann. „En þegar ég loksins geri það þá stefni ég á leiklistar- skólann og þá bið ég kannski Björn Braga um að vera í mín- um þætti.“ kristjana@dv.is 26 | Fólk 29. ágúst 2011 Mánudagur Byggir á reynslu góðs vinar n Nilli undirbýr tökur á sinni fyrstu stuttmynd n Myndin fjallar um hræðilegan heim fíkniefna n Reynsla vinar hans hreyfði við honum n Elfa Gísladóttir og Björn Thors í aðalhlutverkum Nilli er stórhuga Með ótal verkefni í gangi og á meðan reynir hann að sinna námi sínu við Menntaskólann við Hamrahlíð. „Ég fékk hug- myndina um jólin, þá kom svolít- ið fyrir vin minn sem hreyfði við mér. Nilli er stórhuga Undirbýr tökur á sinni fyrstu stuttmynd. Eru byrjuð saman aftur Fyrisætan Tinna Bergs og fatahönnuðurinn Mundi eru tekin saman á ný. Þau voru par um tíma fyrir um það bil ári en svo slitnaði upp úr. Þau hafa greinilega fundið ástina á ný í örmum hvort annars því fyrir helgi tilkynntu þau um breytta hjúskaparstöðu sína á samskiptasíðunni Facebook og skráðu sig saman í sam- band. Tinna er farsæl fyrir- sæta og hefur meðal annars starfað mikið í London, Ind- landi, Tókýó og á fleiri stöðum. Hönnun Munda nýtur einnig sífellt meiri vinsælda og fötin hans eru seld víða um heim. Það má því með sanni segja að þau séu flott tískupar sem tekið er eftir. Sveppi þolir ekkert væl Ný mynd með þeim Sveppa og Villa verður frumsýnd þann 6. september næstkomandi. Myndin er sú þriðja og kallast Algjör Sveppi og töfraskáp- urinn. En nú lendir Sveppi í ævintýrum þegar hann opnar töfraskáp. Í myndinni fengu þeir Sveppi og Villi að reyna sig við ýmis áhættuatriði. Þeir keyra um á vespum og snjó- sleðum á flótta undan glæpon- um í æsilegum eltingarleikjum. Voru því marðir og skrámaðir eftir tökurnar. Þeir létu það þó ekki á sig fá enda segir Villi að Sveppi þoli ekkert væl. „Það er ekkert sem fer meira í taugarn- ar á honum en væl. Oft var ég að hugsa, vá erum við í alvöru að gera þetta sjálfir? En hann Sveppi slekkur á öllu svoleið- is væli og öskrar bara: Áfram með þetta! Og það þorir enginn öðru en að hlýða,“ segir Villi og skellir upp úr.“ Góðir gestir í fallegu brúðkaupi Auglýsingaleikstjórinn Þórhall- ur Sævarsson og Berglind Ósk- arsdóttir giftu sig með pompi og prakt. Þórhallur hefur notið mikillar velgengni í heimi aug- lýsinga og er álitinn einn efni- legasti auglýsingaleikstjóri í Evr- ópu á sínum aldri. Til marks um velgengnina hefur hann gengið til liðs við auglýsingafyrir tækið Madheart í Los Angeles. Brúð- kaup Þórhalls og Berglindar var rómantískt og veislan haldin í kastala í Suður-Frakklandi. Þau buðu stórum vinahópi og fjölskyldu að gleðjast með sér og var mikið um dýrðir. Meðal gesta í brúðkaupinu var Ma- nuela Ósk Harðardóttir, sem er góð vinkona Berglindar, en þær kynntust þegar þær kepptu í fegurðarsamkeppni og hafa haldið vináttu sinni síðan. Vill ráða Annie Mist á Bessastaði n Grín eða alvara? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist stefna á Bessastaði S teinunn Ólína Þor- steinsdóttir, leikkona og handritshöfundur með meiru, er gaman- söm og stríðin kona. Stöðu- færslur hennar á Facebook vekja spurningar um hvert hún stefni í framtíðinni, en síðustu vikur hefur hún samkvæmt Facebook undirbúið sig fyrir framboð í embætti forseta. Færslurnar eru í gamansöm- um tón og því líklegt að um grín sé að ræða. En þrátt fyrir gaman- semina sem einkennir færslur hennar velta margir því fyrir sér hvort Steinunn Ólína ætli sér að gera alvöru úr. Enda segir hún sjálf í nýlegri stöðufærslu: „Ég er ekki að grínast! Mér er fúlasta alvara.“ Steinunn Ólína hefur tal- ið upp þau störf sem hún tel- ur nýtast í starf sitt á Bessa- stöðum. Meðal þess sem hún segist geta verið eru barnapía, garðyrkjumaður Alþingis, jóla- sveinn, kokkur á kaffibarnum, fjallkona og móðir, kona og meyja. „En ekki í þessari röð,“ segir hún um það þrennt sem síðast er til talið. Meðal verkefna sem henni eru hugleikin eru að flytja nokkur bretti af Rioja-víni á Bessastaði, hún spyr hvort það sé ekki örugglega grill á Bessa- stöðum og lofar góðum grill- mat. Einnig tekur hún glað- lega í þá uppástungu að heiðra sterkustu konu heims, Annie Mist, og segist munu ráða hana á Bessastaði. Bessastaðir þurfi sína einka Línu Langsokk! Felix Bergsson, góðvinur Steinunnar Ólínu, segist vera að strauja fána og gylla gamlar myndir af henni og Linda Pét- ursdóttir sendir henni kveðju og biður hana velkomna á Álftanesið, þar sé gott að vera. Steinunn Ólína er stórhuga. „Dreymdi Obama í nótt... Þetta er greinilega allt að koma!“ sagði hún nýlega af draumför- um sínum. Stefán Karl, eiginmaður hennar, virðist ekki síð- ur spenntur og lofar frúnni sunnudagssteik á Bessastöð- um. „Farinn að hlakka til að verða heimavinnandi forseta- maður,“ segir Stefán Karl. Hvort sem framboð Stein- unnar Ólínu er grín eða alvara er ljóst að hún á fullt erindi á Bessastaði. Forseti og forsetaherra? Steinunn Ólína segist vera fúlasta alvara með framboði til Bessastaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.