Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 29. ágúst 2011 Mánudagur S amkvæmt upplýsing- um frá iðnaðarráðu- neytinu verður ekki gripið til neinna að- gerða í tengslum við lánsloforð Byggðastofnunar til Ökugerðis Íslands þar sem málið er „úr sögunni“. Í skrif- legu bréfi frá ráðuneytinu við fyrirspurn DV segir að loforð um hámarkslán til Ökugerðis Íslands hafi runnið út þann 24. ágúst. Í loforðinu sem Byggða- stofnun veitti Ökugerði Íslands var sérstaklega tekið fram að það félli niður að liðnum sex mánuðum frá dagsetningu bréfsins. Með tölvupósti þann 8. júní 2011 var loforðið framlengt til 24. ágúst. „Sá frestur er nú lið- inn án þess að neinar tilkynn- ingar hafi borist um framvindu verkefnisins, og er því láns- loforðið fallið úr gildi,“ segir í svari iðnaðarráðuneytisins. Heimildir DV herma að erfið- lega hafi gengið hjá aðstand- endum fyrirtækisins að fá það hlutafé og/eða eiginfjárfram- lag sem var forsenda fyrir láni, en stórir aðilar sem höfðu hug á því að koma að verkefninu hafa nú dregið sig til baka. Hreinsað til Lánsloforð stofnunarinnar til fyrirtækisins hefur vakið þó nokkra athygli en Sturla Böðv- arsson sat í stjórn Byggða- stofnunar á sama tíma og lof- orðið var gefið. Þá var Sturla einn af stofnendum Ökugerð- is Íslands og stjórnarformað- ur. Sturlu hefur nú verið vik- ið úr stjórn Byggðastofnunar rétt eins og öllum úr fyrrver- andi stjórn. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra skipaði nýja stjórn yfir Byggðastofnun í vikunni en ekki var leitað eft- ir tilnefningum frá þingflokk- um stjórnmálaflokkanna eins og verið hefur. Óánægju gæt- ir með ákvörðunina á meðal þingmanna Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Byggðastofnun hefur lengi legið undir ámæli fyrir að veita lán gegn ótryggum veðum. Sérstök nefnd sem endurskoða átti lánafyrirkomulag stofnun- arinnar var sett á laggirnar í tíð fyrri stjórnar en heimildir DV herma að ákveðinnar óánægju hafi gætt innan iðnaðarráðu- neytisins með niðurstöðu þeirra nefndar. Nýr stjórnar- formaður Byggðastofnunar er Þóroddur Bjarnason prófess- or á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Líklegt má telja að vænta megi ákveð- inna breytinga á lánastarfsemi sem og stefnu stofnunarinn- ar innan tíðar. Ákvörðun iðn- aðarráðherra um að skipta stjórninni út fyrir nýja var tek- in í samræmi við álit ríkisend- urskoðunar frá árinu 1996 en þar var lagt til að komið yrði á beinu stjórnsýslusambandi milli ráðherra og stofnunar- innar. Flokkspólitískur stimpill Þingflokkur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs hef- ur samþykkt yfirlýsingu sem gagnrýnir þá ákvörðun iðnað- arráðherra að skipa sjálfur nýja stjórn Byggðastofnunar.  Ög- mundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagðist vilja að fráfar- andi stjórnarmenn yrðu beðnir afsökunar. Þá munu þing- menn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins einnig vera afar óánægðir með þessa ákvörðun iðnaðarráðherra, samkvæmt heimildum DV. Hingað til hafa stjórnarmenn stofnunarinnar verið skipaðir pólitískt af stjórnmálaflokkum sem eiga þingsæti á Alþingi. Heimildarmaður innan stjórn- sýslunnar segir að með þessari ákvörðun sinni reyni iðnaðar- ráðherra að losa stofnunina við þann flokkspólitíska stimp- il sem lengi hafi fylgt henni. Allir fulltrúarnir sjö í frá- farandi stjórn Byggðastofn- unar eru tengdir fjórflokkn- um sterkum böndum. Þannig sat Bjarni Jónsson, sonur Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem varaformaður í stjórn stofn- unarinnar fyrir hönd Vinstri- grænna. DV hefur áður fjallað um málefni Bjarna sem hefur fengið verkefni, meðal annars í ráðuneyti föður síns. Hann var á fullum launum hjá Veiði- málastofnun á meðan hann stundaði doktorsnám við Standford-háskóla í Banda- ríkjunum. Þá þáði hann rann- sóknarstyrki í gegnum fyrir- tæki sitt Fræðaveituna ehf. Var þetta gagnrýnt á sínum tíma og í kjölfarið endurgreiddi Bjarni styrkina. Fráfarandi fulltrúar voru skipaðir af stjórnmálaflokk- unum sem eiga sæti á Alþingi. Þannig var fráfarandi stjórn- arformaður stofnunarinnar, Anna Kristín Gunnarsdóttir, skipuð af Samfylkingunni. Þá sat Herdís Á. Sæmundardóttir í stjórn fyrir hönd Framsókn- arflokksins og Sturla Böðv- arsson fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Stjórnarseta Sturlu var afar umdeild, sérstaklega eftir að upp komst að fyrirtæki sem hann stofnaði og stýrði hafði verið lofað 200 milljóna króna hámarksláni frá Byggða- stofnun. „Stjórnin er náttúrulega bara búin að afgreiða málið,“ sagði Aðalsteinn Þorsteins- son, forstjóri Byggðastofnunar, í samtali við DV í síðustu viku um lánsloforðið. Hann sagði nýja stjórn stjórn engu breyta um lánsloforðið til Ökugerðis Íslands. „Þetta er bara lánslof- orð sem er bundið ákveðnum skilyrðum og ef þau eru upp- fyllt þá er ekkert annað en að borga,“ sagði Aðalsteinn sem tók jafnframt fram að engin leið væri fyrir nýja stjórn að taka lánsloforð til baka, enda væri slíkt léleg stjórnsýsla. Eins og DV hefur greint frá er eig- andi Ökugerðis Íslands, Páll Guðfinnur Harðarson, með átta gjaldþrot á bakinu en sam- kvæmt reglum Byggðastofnun- ar á að skoða sérstaklega við- skiptasögu fyrirtækja sem fá lán hjá stofnuninni. Tregur til breytinga Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu er frestur Ökugerðis Íslands til að fá lánið runninn út og því verður ekkert úr lánafyrirgreiðslunni. Sturla, sem skipaður var sem fulltrúi sjálfstæðismanna í fráfarandi stjórn Byggðastofnunar fyrir um ári, hefur í samtali við DV sagt að ekkert óeðlilegt hafi ver- ið við aðkomu hans að málinu. Sturla sat einnig á sama tíma í sérstakri lánanefnd stofnunar- innar sem falið var að endur- skoða lánastarfsemi. Á meðal þess sem rætt var í nefndinni voru mögu- legar leiðir til þess að koma í veg fyrir að stofnunin veiti lán út á ótrygg veð. Heimildir DV herma að fulltrúar Byggða- stofnunar í nefndinni, þeirra á meðal Sturla, hafi viljað stíga varlega til jarðar í slíkum breyt- ingum, og var niðurstaðan sú að skoða málið áfram. Heim- ildir blaðsins herma að ákveð- innar óánægju hafi gætt inn- an iðnaðarráðuneytisins með niðurstöðu nefndarinnar. Þá er talið líklegt að lítill vilji til breyt- inga á lánafyrirkomulagi stofn- unarinnar hjá fráfarandi stjórn hafi ýtt undir ákvörðun um að skipta henni algjörlega út. Breytti lögum sér í vil DV hefur fjallað ítarlega um málið að undanförnu. Í stofn- gögnum Ökugerðis Íslands frá 13. júlí 2010 sem DV hef- ur undir höndum kemur fram að Sturla Böðvarsson sé eini stjórnarmaðurinn og formað- ur stjórnar. Þá er hann einnig framkvæmdastjóri og eini pró- kúruhafi félagsins. Sem sam- gönguráðherra lagði Sturla fram frumvarp á þingi þess efnis að ökunemar yrðu skyld- aðir til að fá þjálfun í svoköll- uðu ökugerði og að það yrði liður í almennu ökunámi. Í fyrra tóku slík lög gildi. Áætlað er að nemendur muni að minnsta kosti þurfa að greiða 35 þúsund krón- ur fyrir að nota aðstöðu Öku- gerðis Íslands. Ökukennara- félag Íslands sótti um lán hjá Byggðastofnun fyrir starfsemi ökugerðis úti á landi árið 2008 en þeirri umsókn var hafnað. Í niðurlagi í svarbréfi stofnun- arinnar sagði: „Þá virðist verk- efnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunar- innar.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir Stjórnarformaður Samfylking Bjarni Jónsson Varaformaður Vinstri-grænir Arndís Soffía Sigurðardóttir Stjórnarmaður Vinstri-grænir Ásmundur Sverrir Pálsson Stjórnarmaður Samfylking Drífa Hjartardóttir Stjórnarmaður Sjálfstæðisflokkur Herdís Á. Sæ- mundardóttir Stjórnarmaður Framsóknar- flokkur Fráfarandi stjórn Lán tiL SturLu „úr Sögunni“ n Iðnaðarráðherra úthýsir flokksgæðingum úr Byggðastofnun n Sturla Böðvarsson á meðal þeirra sem víkja n Ökugerði Íslands fær ekki lán frá Byggðastofnun eins og lofað hafði verið Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Fréttir „Þetta er bara lánslof- orð sem er bundið ákveðnum skilyrðum og ef þau eru uppfyllt þá er ekkert annað en að borga. Óvissuástand Á þessum stað átti að rísa stærðarinnar ökugerði fyrir ökunema en nú er alls óljóst hvort slíkt gangi eftir þar sem Byggðastofnun veitir ekki lán til verkefnisins. Settur af Sturla Böðvarsson er ekki í nýrri stjórn Byggðastofnunar en þar sat hann þegar stofnunin lofaði fyrirtæki hans hámarksláni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.