Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 14
Ódýr íslenskur matur n Lofið fær Íslenski barinn fyrir ódýr- an íslenskan mat. Þrátt fyrir síhækk- andi verðlag er enn hægt að fá há- degismat á veitingastaðnum fyrir eitt þúsund krónur. Hægt er að velja um fimm til sex rétti; jafnt steikur sem fisk. Skammtarnir eru ekki alltaf mjög stórir en rúsínan í íslenska pylsuendanum er að með þessu fylgir súpa dagsins og brauð eins og þú getur í þig látið. Vandfundinn er betri hádegisverður á lægra verði. Hækkaði aftur n Lastið fá olíufélögin fyrir að draga lækkun á eldsneytisverði strax til baka. Lítrinn af olíu og bensíni lækk- aði um 5,6 prósent á fimmtudag- inn en hækkaði strax daginn eftir. Óánægður viðskiptavinur sagðist kaupa bensín með óbragð í munni. Nær væri fyrir olíufélögin, sem flest hver skiluðu hundraða milljóna hagnaði ár hvert, að leggja neyt- endum lið þar til það versta í efnahagslífinu væri yfirstaðið. „Svo breytist verðið hjá þeim alltaf samtímis,“ sagði hann óðamála. 14 | Neytendur 29. ágúst 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 232,7 kr. 232,7 kr. Algengt verð 232,5 kr. 232,5 kr. Höfuðborgarsv. 232,4 kr. 232,4 kr. Algengt verð 232,7 kr. 232,7 kr. Algengt verð 234,5 kr. 232,8 kr. Melabraut 232,5 kr. 232,5 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Gulls ígildi Góðar vogir eru gulls ígildi, í það minnsta fyrir neytendur sem hyggj- ast selja gullið sitt. Neytendastofa greinir frá því á heimasíðu sinni að vogir sem notaðar eru til að kaupa og selja gull sé löggildingarskyldar. Með því er tryggt að vogirnar vigti rétt. „Hjá Neytendastofu er núna í gangi eftirlit með vogum sem eru notaðar í viðskiptum við að kaupa og selja gull. Í úrtakinu reyndist engin vog vera löggilt. Neytendastofa hvetur þá sem eiga í slíkum viðskiptum til að athuga hvort þær vogir sem eru notaðar séu með gilda löggildingu.“ Stofnunin bendir líka á að hægt sé að sjá á hreinleikastimpli skartgrips hversu hátt hlutfall af hreinu gulli er í vörunni. „Sem dæmi ef hreinleika- stimpillinn er 585 þá inniheldur var- an 58,5% af hreinu gulli.“ É g byrja yfirleitt daginn á skyri eða léttri ab-mjólk. Út í það set ég bláber og krækiber sem ég á í frystinum,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokksins. Hann tilkynnti opinberlega fyrir viku að hann væri á leið í megrun. „Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslensk- an mat,“ skrifaði Sigmundur Davíð á heimasíðu sína. Hann sagði melting- arlækninn sinn hafa ráðlagt sér þetta því íslenskur matur væri sá hollasti í heiminum. Sigmundur Davíð sagðist vera 108 kíló. Uppgötvaði þorskinn Þegar DV náði tali af Sigmundi Davíð var hann á ferðalagi um landið. Hann sagðist ekki hafa búið sér til eiginleg- an matseðil en passaði sig þó á því að velja íslenskan mat. „Ég borða tölu- vert af fiski. Ég hef nýlega uppgötv- að að þorskurinn er sérstaklega góð- ur fiskur. Hann er ekki bragðsterkur og því er hægt að gera svo margt við hann, til dæmis með fjölbreytilegum kryddjurtum,“ segir Sigmundur Dav- íð. Hann segist einnig vera duglegur að borða lambakjöt; jafnvel slátur, en hann sleppi þó sykrinum. „Ég reyni svolítið að passa mig á sykrinum og hveitinu,“ segir hann en viðurkennir að hann svindli nú endrum og eins. „Ég fékk mér til dæmis eina með öllu um daginn en bað um lítið af öllu,“ segir hann glaðbeittur. Hann reyni þó að halda slíku í hófi. Íslenskt á Bessastöðum Sigmundur Davíð segir að sér hafi reynst tiltölulega auðvelt að fylgja þeirri reglu að borða bara íslensk- an mat. Honum hafi til dæmis verið boðið til málsverðar á Bessastöðum vegna komu forseta Litháens. Þar hafi eingöngu íslenskur matur verið á boðstólum. „Í hádeginu var reyktur silungur í forrétt og svo lúða í aðal- rétt. Um kvöldið var svo líka lax eða silungur í forrétt og svo lambakjöt í aðalrétt. Eftirrétturinn var ramm- íslenskur því þar var á ferð skyrterta,“ segir hann og bætir við að þetta hafi fallið vel að kúrnum hans. Hann viðurkennir þó að upp hafi komið aðstæður sem hafi verið snúnar. Hann hafi til dæmis verið í boði í vikunni þar sem á boðstólum var íslenskt súkkulaðikex, Nóa kropp og vínber. Þó vínberin væru líklega hollust valdi hann súkkulaðikexið þar sem vínberin voru innflutt. Hann fékk sér þó hóflega af kexinu. „Mér hefur reyndar tekist að verða mér úti um íslensk vínber. Móðir mín rækt- ar þau heima hjá sér og ég fæ ber hjá henni,“ segir hann. Fær ábendingar á Facebook Sigmundur Davíð segir að fólk hafi tekið þessu átaki hans vel. Hann hafi fengið fjölmargar ábendingar á Facebook um ís- lensk krydd og íslenskar mat- jurtir sem hann hafi aldrei not- að eða jafnvel heyrt um áður. „Það er til dæmis hægt að tína kúmen og fíflablöð en ég viður- kenni að ég kann ekki að hafa þetta eftir,“ segir Sigmundur Dav- íð en eins og fram kemur að ofan var hann í bíl þegar DV náði tali af honum. Hann segist fagna öllum ábendingum sem hann fái. Léttist hratt Íslenski kúrinn virðist ætla að reyn- ast Sigmundi Davíð vel því hann hefur þegar misst nokkur kíló. „Ég gerði tilraunir með þetta áður en ég byrjaði formlega. Ég er búinn að missa fimm og hálft kíló frá því ég byrjaði að prófa þetta en um eitt og hálft frá því ég tilkynnti um þetta op- inberlega,“ segir hann. Þá var Sig- mundur Davíð 108 kíló svo nú er hann líklega um 106,5 kíló. „Ég er líka hressari og orkumeiri en áður,“ segir hann. Spurður hvort hann hreyfi sig mikið segir hann svo ekki vera. Til hafi staðið að fara í klukkutíma göngutúr á dag en það hafi ekki al- veg gengið eftir. „Ég hef bara komist þrisvar en ég ætla að reyna að taka frá fastan tíma á hverjum degi.“ n Fær sér skyr eða ab-mjólk með berjum á morgnana n Uppgötvaði þorskinn og borðar slátur n Þurfti að velja kex í stað innfluttra vínberja n Léttist hratt„Þó vínberin væru líklega hollust valdi hann súkkulaði kexið þar sem vínberin voru innflutt. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Matarræði Svona grennir Sigmundur sig Ávextina vantar segir næringarfræðingur Það ættu að vera hæg heimatökin að borða hollan og fjölbreyttan mat sem telst vera íslenskur,“ segir Ólafur Gunnar Sæmundsson, næringarfræðingur og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann telur hugmyndina um að neyta aðeins íslensks fæðis ansi róttæka en þó ætti að vera tiltölulega auðvelt að nálgast íslenskan mat úr flestum fæðuflokkum. „Hér er hægt að fá grænmeti og kornvörur sem ræktaðar eru hérlendis og nánast allt sem maður þarf. Það eina sem yrði kannski vandasamt að nálgast væru ávextirnir. Það er ekki mikið úrval af þeim hér, þó eitthvað sé nú framleitt,“ segir Ólafur. Hann bendir þó á að íslensk ber sem vaxi úti í náttúrunni séu stútfull af næringarefnum en þau sé því miður ekki gott að nálgast allt árið um kring. Ólafur segir þó að það hljóti öllum að vera ljóst að fæðufjölbreytnin verði mun fátæk- legri hjá þeim sem sniðganga allan mat sem kemur frá útlöndum. „Við höfum hins vegar afar gott kjötmeti og fiskmeti. Svo eigum við úrval af margs konar grænmeti, til dæmis kartöflum, rófum og gulrótum. Við eigum gott kornmeti og ræktum bæði hveiti, bygg og fleira og ekki má gleyma að úrval mjólkurafurða er mikið. Þannig að ljóst er að ekki mun þann mann skorta matvæli sem ákveður að neyta eingöngu íslenskra afurða. Spurður hvernig honum lítist á áætlanir Sigmundar Davíðs, út frá næringarfræðilegu sjónarmiði, tekur Ólafur skýrt fram að hann sé alls ekki sammála þeim fullyrðingum sem hafðar eru eftir meltingarlækni Sigmundar, Sigurjóni Vilbergssyni, á vefmiðlinum Pressunni. Þar kemur meðal annars fram að sniðganga beri brauð og mjólkurvörur. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gagnrýndi ummæli Sigurjóns harðlega á vefmiðlinum Vísi. Hann sagði þau óábyrg og ættu ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Ólafur segist taka heilshugar undir orð Steinars. „Ég veit auðvitað ekki hvernig Sigmundur Davíð gerir þetta en ef hann gætir þess að borða hæfilegt magn fæðu úr öllum fæðuflokkum þá er þetta í fínu lagi. Hann hvetur Sigmund þó til þess að elta uppi þá sem rækta ávexti á Íslandi eða brjóta regluna um að borða aðeins íslenskan mat þegar kemur að ávöxtum. Tálgar sig Sigmundur borðaði íslenskt súkkulaðikex frekar en innflutt vínber, jafnvel þó hann væri í megrunarkúr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.