Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Mánudagur 29. ágúst 2011 É g elska tjaldið mitt, ég viður- kenni það. Í ágúst í fyrrasumar keypti ég mér North Face-tjald í Útilíf af gerðinni The Big Fat Frog. Um er að ræða tveggja manna göngutjald með afar rúm- góðu fortjaldi. Tjaldið kostaði um 65 þúsund krónur og þótti mér það heldur dýrt þó tjaldið sé frábært. Ástæðan fyrir því að ég keypti mér þetta tjald var sú að ég var á leiðinni í nokkurra daga gönguferð um Horn- strandir með tveimur vinum mínum. Við þurftum gott tjald þar sem veðr- ið á Hornströndum getur meira að segja verið óútreiknanlegt á sumr- in, sérstaklega síðsumars, og þurft- um við því að búast við hvers kyns veðri og vindum. Þegar á hólminn var komið stóð tjaldið sig vel: Við lentum í leiðindaroki og rigningu í tvo daga og þurftum að húka lengur inni í tjaldinu en við ætluðum okkur. North Face-tjaldið bifaðist ekki í rok- inu og hélt okkur þurrum. Fjárfest- ingin í Stóra feita frosknum var því góð – ég sá ekki eftir henni – þó verð- ið stæði nokkuð í mér. Tvö tjöld og þúsund krónur Í sumar fór ég í tveggja vikna frí til Bandaríkjanna. Eitt af því sem ég gerði þar var að kaupa nokkuð af útivistarfötum og öðru slíku þar sem verðlag á slíkum vörum er um- talsvert lægra í Bandaríkjunum en á Íslandi. Raunar er verðlagið svo ólíkt að það beinlínis sló mig hvað merkjavörurnar á sviði útivistardóts eru fáránlega dýrar á Íslandi. Ég komst meðal annars að því að tjaldið sem ég borgaði 65 þúsund krónur fyrir í Útilífi kostar einungis tæpa 260 dollara, tæplega 30 þúsund krónur, þar í landi. Ég hefði því getað keypt mér tvö tjöld í Bandaríkjunum fyrir sama verð, borgað 8,75% sölu- skattinn sem leggst á vörur í þess- ari búð í Bandaríkjunum og átt samt um þúsund krónur aukreitis. Þetta er ískyggilega stór verðmunur. Við skoðun á öðrum vörum sem hægt er að kaupa í íslenskum útivist- arbúðum kemur í ljós að verðmunur er yfirleitt svipaður: Verð á Íslandi er um 100 prósent hærra, eða meira, en í Bandaríkjunum. Yfirleitt helmingi ódýrara Í Útilíf er til dæmis hægt að kaupa jakka frá North Face, svokallað- an soft shell-jakka. Jakkinn kostaði upphaflega tæplega 30 þúsund krón- ur í Útilíf en hefur nú verið lækkaður niður í tæplega 23 þúsund krónur – sennilega af því að erfiðlega gekk að selja hann á þessu verði. Í Bandaríkj- unum kostar sami jakki 120 dollara, tæplega 14 þúsund krónur. Ég keypti þennan sama jakka á útsölu í Banda- ríkjunum á tæpa 90 dollara, rúmar 10 þúsund krónur. Svipaða sögu má segja um aðrar vörur frá North Face þegar gerður er samanburður á verði þeirra hér á landi og í Bandaríkjun- um. Þessi verðmunur á vitanlega ekki eingöngu við um vörur frá North Face. Þannig er til að mynda um 100 prósenta verðmunur á Scarpa- gönguskóm hér á landi og í Banda- ríkjunum. Útivistarmerkið Marmot, sem meðal annars er selt í Fjallakof- anum á Laugavegi, er einnig marg- falt ódýrara í Bandaríkjunum en hér á landi. Þannig keypti ég flíspeysu frá Marmot fyrir móður mína í Banda- ríkjunum sem kostar 26 þúsund krónur í Fjallakofanum. Flíspeysan kostar hins vegar 85 dollara, tæplega 10 þúsund krónur, í Bandaríkjunum. Hægt væri að nefna fjölmörg dæmi til viðbótar. Ósátt við verðmuninn Hörður Magnússon, rekstrarstjóri Útilífs, segir að Ísland geti ekki keppt við Bandaríkin hvað varðar verðlag á útivistarvörum, til dæmis North Face, þar sem höfuðstöðvar North Face ákveði að mismunandi verðlag skuli gilda fyrir mismunandi mark- aðssvæði. „Þetta er stærsta skýringin á verðmuninum: Þeir eru með mis- munandi verðlagningu fyrir mis- munandi markaðssvæði. Við kaup- um beint af North Face í Evrópu sem er með höfuðstöðvar á Ítalíu. Okkur býðst eingöngu að kaupa beint af þessum framleiðanda í Evrópu. Okk- ar verð eru hins vegar fyllilega sam- bærileg við verðlag á þessum vörum í Noregi og Svíþjóð. Verðið sem við kaupum þessar vörur á gefur okkur ekki neitt færi á að keppa við Banda- ríkin í verði.“ Hörður segir að ástæðan fyrir þessum verðmun sé því ekki að Útlíf leggi svo gríðarlega mikið á vöruna. „Við leggjum ekki meira á vöruna en sambærileg fyrirtæki í samkeppnis- löndum okkar.“ Hann segir að ekki megi gleymast að 15 prósenta toll- ur sé lagður á allan fatnað sem flutt- ur er inn til landsins. Auk þess segir Hörður að 24 prósenta virðisauka- skattur leggist svo ofan á vöruverð- ið á meðan sambærilegur skattur sé 4 til 7 prósent í Bandaríkjunum og er ekki tekinn fram í vöruverði held- ur bætist hann við þegar varan er keypt. Hörður segir hins vegar að hann sé mjög ósáttur við verðmuninn. „Ekki misskilja mig: Við erum mjög ósátt við þennan verðmun... Auðvitað er þetta ekki sanngjarnt fyrir kúnnann. Við fáum bara að heyra að við séum í Skandinavíu þar sem tiltölulega lítið magn vara er keypt auk þess sem kaupmátt- urinn sé meiri hér á landi og að við þolum því hærri verð. Við verðum svo að hleypa þessu út í verðlagið hjá okkur.“ Miðað við það sem Hörður segir er þetta háa verðlag á útivistarfatnaði ekki tilkomið vegna hárrar álagning- ar hjá útivistarbúðum heldur fyrst og fremst samspil tveggja þátta: Fyrir- framákveðins verðlags frá framleið- endum erlendis og tæplega fjörutíu prósenta tolla- og skattaálagningar á þessar vörur hér á landi. n Sláandi verðmunur á útivistarvörum á Íslandi og í Bandaríkjunum n Tvö tjöld fyrir eitt í Bandaríkjunum Tvöfalt hærra verð hérlendis Tæplega 30 þúsund á Íslandi Þessi North Face-jakki kostar tæplega 30 þúsund krónur á Íslandi. Í Bandaríkjunum kostar hann 120 dollara, tæplega 14 þúsund krónur. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Úttekt Hollur íslenskur matur Lýsi Dæmi um holla íslenska afurð sem unnin er úr fiskmeti. Lýsi gefur okkur fyrst og fremst D-vítamín og ómega-3 fitu- sýrur. Rannsóknir hafa bent til þess að ómega-3 fiskiolía hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og hafi góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Harðfiskur Afskaplega próteinrík afurð og yfirleitt fitusnauð. Fitan í harðfiski er það sem kallað er „holl fita“ en hún er rík af ómega fitusýrum. Bláber Ber eru einstaklega rík af andoxunarefnum. Þau eru rík af vítamínum, bæði E- og C- vítamíni, steinefnum og fólinsýru. Rannsóknir hafa bent til þess að að aðalbláber lækki blóðfitu, kólesterólmagn í blóði og dragi úr áhrifum öldrunar. Mjólkurafurðir Skyr og aðrar mjólkurafurðir eru sneisafullar af próteinum. Þær eru einnig ríkar af kalki, magnesíum og fosfór. Rannsóknir hafa bent til þess að ofneysla á kalki geti aukið líkur á blöðruhálskrabbameini en vísbendingarnar eru ekki sterkar. Kalk gegnir hins vegar lífsnauðsynlegu hlutverki í líkamanum og er byggingarefni beina og tanna. Það er nauðsynlegt fyrir samdrátt vöðva og starfsemi taugakerfisins og nauðsynlegt fyrir eðlilega storknun blóðs. Rótargrænmeti Úr kartöflum, gulrótum og rófum fæst mikið magn trefja, sem eru mikilvægar fyrir meltinguna. Auðvelt er að nálgast þessar fæðutegundir á Íslandi. Trefjar draga úr líkum á harðlífi en trefjaneysla Íslendinga er að jafnaði allt of lítil. Í þessu grænmeti er einnig mikið af næringarefnum; vítamínum og stein- efnum. Kartöflur eru eins og ávextir mikilvægir kolvetnagjafar. Bygg Korn sem er ræktað í sívaxandi mæli á Íslandi. Afskaplega góður kolvetnagjafi en kolvetni eru mikil- vægasti orkugjafinn. Bygg inniheldur töluvert af trefjum og B-vítamínum en í byggi er hátt hlutfall sterkju og trefjaefna. Kjötmeti Á Íslandi er ríkulegt framboð af kjötmeti; bæði rauðu kjöti á borð við lambakjöt og nautakjöt en einnig svínakjöt, kjúklingakjöt sem og villibráð. Kjöt er afurð sem er mjög auðug af próteinum en í kjöti er líka mikið af næringarefnum á borð við járn og B-12 vítamín, en það vítamín er bara að finna í dýraafurðum. Járn er það nær- ingarefni sem flestir líða skort á en járn er í miklum mæli í kjöti. Fólki í yfirþyngd er ráðlagt að borða ekki of mikið af feitu kjöti og velja heldur það sem magurt er, eins og til dæmis villibráðarkjöt eða hvalkjöt. Fiskmeti Fiskur sem veiddur er í landhelgi Íslands er eftirsóttur vegna hreinleika. Í 100 grömmum af þorski, ýsu og öðrum hefðbundnum fisktegundum er á bilinu 18 til 19 grömm af próteini. Í þorski, ufsa og ýsu er til dæmis sáralítil fita og nánast engin mettuð fita. Fiskmeti er yfirleitt auðugt af A-, D- og E-vítamínum en fiskur er einnig auðugur af steinefnum og kalki. Grænmeti Vart þarf að fjölyrða um ágæti grænmetis, sem auðvelt er að nálgast á Íslandi. Grænmeti og ávextir eru mikilvæg uppspretta ýmissa mikilvægra næringarefna og er hollusta þeirra meðal annars fólgin í ríkulegu magni af trefjum, ýmsum vítamínum og steinefnum og öðrum hollum efnum. Rífleg neysla grænmetis og ávaxta dregur úr líkunum á ýmsum langvinnum sjúkdómum en ráðlagt er að borða fimm skammta, eða um 500 grömm, af grænmeti, ávöxtum og safa á dag. „Auðvitað er þetta ekki sanngjarnt fyrir kúnnann. North Face-tjaldið Er meira en 100 prósent dýrara á Íslandi en í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.