Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport 29. ágúst 2011 Mánudagur K amerúninn Samuel Eto'o, sem hefur verið einn helsti markvarða­ hrellir Evrópu undan­ farin ár, er genginn til liðs við dagestanska liðið Anzhi Makhachkala. Þó að Samu­ el Eto'o sé aðeins þrítugur að aldri á hann að baki gríðarlega farsælan feril með bestu lið­ um Evrópu. Hann hefur þrí­ vegis unnið Meistaradeildina með Barcelona og Internazio­ nale á Ítalíu. Hvers vegna ætti einn besti framherji heims að yfirgefa eitt flottasta lið heims í einni af menningarborgum Evrópu til að ganga til liðs við lið sem heitir Anzhi Makhach­ kala og er í sjálfstjórnarhér­ aðinu Dagestan? Lið sem varla nokkur maður þekkir. Svarið við þeirri spurningu er trúlega að finna á launaseðli Kamer­ únans, en hjá nýja liðinu fær hann 1.648 milljónir króna í árslaun. Sú upphæð ger­ ir hann að langlaunahæsta fótboltamanni heims. Miklu launahærri en stærstu stjörn­ ur heims á borð við Cristiano Ronaldo og Lionell Messi. Fékk liðið gefins Dagestanska liðið Anzhi Mak­ hachkala, einnig þekkt sem FC Anji, hefur spilað í rúss­ nesku deildarkeppninni frá árinu 1992. Liðið vann sig upp í efstu deild árið 2000 en féll aftur árið 2002. Í fyrra náði lið­ ið að komast aftur upp í deild þeirra bestu. Liðið á ekki beint glæsilega sögu að baki, það hefur einu sinni komist í úr­ slit rússnesku bikarkeppninn­ ar og einu sinni í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðið lék þar á móti Glasgow Rangers en UEFA ákvað að leikurinn skyldi spilaður á hlutlausum leikvangi, þar sem ástandið á svæðinu þótti of óstöðugt. Dag­ ar meðalmennsku virðast vera að baki í Dagestan því rúss­ neski milljarðamæringurinn Suleyman Kerimov hefur eign­ ast liðið. Kermimov er einn rík­ asti maður heims og eru eignir hans metnar á um 915 milljarða króna. Fyrstu fréttir af yfirtöku Kerimovs voru þær að hann hefði keypt liðið, en síðar kom í ljós að að Magomedsalam Ma­ gomedov, forseti sjálfstjórnar­ héraðsins, hafði einfaldlega gefið honum liðið gegn því að hann setti peninga í það. Ker­ imov áformar að eyða 23 millj­ örðum króna í að byggja upp innviði félagsins. Stærstur hluti þeirrar upphæðar á að fara í að byggja nýjan 40.000 manna leikvang samkvæmt ströngustu kröfum UEFA. Rússneska Manchester City Eigandinn hefur síðan varið milljörðum króna í að kaupa toppleikmenn úr evrópska boltanum. Þeirra á meðal eru Yuri Zhirkov frá Chelsea og hinn reynslumikli brasilíski bakvörður Roberto Carlos sem er fyrirliði liðsins. Kerimov er alls ekki hættur að styrkja lið­ ið, því talið er að hann muni reyna að fá brasilísku stjörn­ una Neymar til liðsins. Neym­ ar er ekki talinn vera spenntur fyrir því að fara til Dagestans, en spænski gulldrengurinn Raúl, sem leikur með Schalke, hefur hins vegar verið sterk­ lega orðaður við liðið. Mark­ miðið er að tryggja liðinu sæti í Meistaradeild Evrópu og síðan að byggja upp alþjóðlegt stór­ veldi. Liðið hefur enda fengið viðurnefnið rússneska Manc­ hester City, með vísan í hversu hratt uppbyggingin úr meðal­ liði í topplið á að ganga. Rússnesk knattspyrna hefur verið á mikilli uppleið síðustu ár, einkum vegna áhuga millj­ arðamæringa á að byggja lið­ in upp. HM í fótbolta fer fram í landinu 2018. Stórt áhyggju­ efni fyrir Eto'o hlýtur að vera að kynþáttahatur grasserar meðal fótboltaáhugamanna og hafa margir litaðir leikmenn þurft að þola svívirðingar frá áhorfendum. Eto'o hótaði eitt sinn að ganga af velli ef hann yrði fyrir barðinu á kynþátta­ fordómum úr stúkunni. Óstöðugt ástand Það er ekki hægt að segja að Dagestan sé nafli alheimsins. Höfuðborgin Makhachkala er ein af hættulegustu borgum Rússlands. Austan við Dagest­ an er hið stríðshrjáða sjálf­ stjórnarhérað Tsjetsjenía. Síð­ ustu 20 ár hefur spenna á milli kynþátta verið viðvarandi. Ísl­ amskir skæruliðar hafa látið til skarar skríða og hryðjuverk hafa verið regluleg í landinu. Helsta ástæðan fyrir óstöðug­ leika í landinu eru innbyrðis­ deilur múslima. Óhugnanleg myndbönd af hrottafengnum aftökum á ungum karlmönn­ um í Dagestan birtust á netinu fyrir nokkrum árum. Menn­ irnir voru afhöfðaðir með sveðjum fyrir framan mynda­ vélar. Af öryggisástæðum búa Eto'o, Carlos og hinar stjörnur liðsins ekki einu sinni í hér­ aðinu. Í stað þess búa þeir í höfuðborginni Moskvu, sem er í 2.000 kílómetra fjarlægð frá Makhachkala. Sú vegalengd er álíka löng og frá Reykjavík til Amsterdam. Æfingar liðsins fara fram í Moskvu en síðan fljúga leikmennirnir til Dage­ stan fyrir heimaleiki. „Fyrstu fréttir af yfirtöku Kerimovs voru þær að hann hefði keypt liðið, en síðar kom í ljós að Magomedsa­ lam Magomedov, forseti sjálfstjórnar­ héraðsins, hafði einfaldlega gefið K erimov liðið. Hvert í ósköpunum fór Samuel Eto'o? n Kamerúninn genginn til liðs við rússneska Manchester City n Býr í Moskvu af öryggisástæðum en flýgur 2.000 kílómetra á heimaleiki Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Fótbolti Framandi Það er fátt sem dregur fótboltamenn til Dagestan annað en spikfeitur launatékki Ríkur Samuel Eto’o ákvað að ganga til liðs við moldríkt félag í Dagestan þrátt fyir að þurfa að fljúga 2.000 kílómetra á heimaleiki. Marka- maskína Dzeko Edin Dzeko brilleraði þegar Manchester City rúllaði yfir Tottenham, 5–1 á White Hart Lane á sunnudaginn. Dzeko er loksins að finna fjölina sína hjá City eftir brösótta byrjun á síðustu leiktíð. Samir Nasri gaf tvær stoðsendingar á Dzeko í sínum fyrsta leik fyrir City. Harry Redknapp stjóri Tot­ tenham átti varla orð eftir leik­ inn og sagði City vera besta lið í heimi. Vettel vann Sebastian Vettel var fljótastur allra í Formúlu 1 kappakstr­ inum sem fram fór í Belgíu á sunnudaginn. Mark Webber var í öðru sæti. Eftir sigurinn er Vettel langefstur í form­ úlunni með 259 stig í keppni ökuþóra. Webber er hins vegar í öðru sæti með 167 stig og Fernando Alonso er í þriðja sæti með 157 stig. Red Bull er langefst í keppni bílaframleið­ enda með 426 stig. MacLaren er í öðru sæti með 295 stig og Ferrari í þriðja með 231 stig. Skoraði í sigurleik Jóhann Berg Guðmunds­ son var á skotskónum þegar hann kom inn á sem vara­ maður í hálfleik í leik fyrir lið sitt AZ Alkmaar þegar liðið vann Groningen 3–0 á útivelli. Jóhann skoraði á 79. mínútu leiksins þegar hann brunaði upp völlinn í skyndisókn og setti boltann í stöngina og inn. Fluttur á sjúkrahús Didier Drogba var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa rotast við slæmt höfuðhögg í leik Chel­ sea og Norwich á laugardag­ inn. Framherj­ inn var borinn af velli og beint inn í sjúkra­ bíl. Hann fór í sneið­ myndatöku á spítala en enginn alvarleg meiðsl komu í ljós. Drogba var því útskrifað­ ur af spítalanum skömmu síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.