Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 29. ágúst 2011 A thafnamaðurinn Magnús Ármann á enn helming í fasteignafélagi í Berl- ín en hinn helmingurinn er í eigu félags sem teng- ist Saxbygg. Er um að ræða félag sem heitir Wartenberger Strasse 24 GmbH. Fasteignafélagið á Magnús Ármann í gegnum einkahlutafélag- ið F41 Holding sem áður var einka- hlutafélagið Maggi. F41 Holding átti hlut í tveimur fasteignaverkefnum í Berlín en þegar er búið að selja ann- að þeirra. Talið er að hitt verkefnið hafi verið Berlin Towers GmbH þar sem Saxbygg Invest B.V., félag skráð í Hollandi er enn skráður hluthafi en nafni Saxbygg hefur verið breytt í Volcan Partners B.V., sem líka er skráð í Hollandi. „F41 Holding ehf. átti hlut í tveimur fasteignaverkefnum í Berl- ín. Þegar er búið að selja annað þeirra. Er þetta eina eign félagsins F41 Holding ehf. [áður Maggi ehf.]. Þetta er liður í því að Magnús Ár- mann vildi ganga frá sínum málum á Íslandi. Hefur Ágúst Ármann, fað- ir hans, verið að aðstoða hann við það. Búið er að ljúka skuldauppgjöri hjá F41 Holding,“ segir Bernhard Nils Bogason, lögmaður hjá Nordik í samtali við DV. Gengið erfiðlega að selja fasteignina Hann segist sjálfur einungis starfa sem ráðgjafi við að bjarga verð- mætum úr félögum sem tengjast Magnúsi Ármann. F41 Holding hafi ekki verið með nein áhvílandi lán hjá íslenskum bönkum vegna fast- eignanna í Berlín. Hins vegar hafi félagið verið í ábyrgð fyrir öðrum skuldbindingum hjá Glitni. Að sögn Bernhards er 50 prósenta hlutur Saxbygg í Wertenberger Strasse 24 GmbH nú í eigu erlends aðila. Hefur gengið erfiðlega að selja umrædda eign sem er stórt skrifstofuhúsnæði í Berlín. Þess skal getið að Bern- hard var forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs FL Group frá 2006 til 2009. Magnús Ármann sat í stjórn FL Group frá árinu 2005 þar til fé- lagið fór í þrot árið 2008 og var einn af stærri eigendum þess. Félög Magnúsar með um 40 millj- arða í lán Mörg félög tengd Magnúsi Ár- mann skilja eftir sig milljarða króna skuldir. Þannig sagði DV frá því árið 2009 að félögin Maggi ehf., Imon ehf., Sólmon ehf. og Materia Invest ehf. sem öll tengjast Magnúsi hafi skuldað um 24 milljarða króna í lok árs 2007. Í árslok árið 2009 námu skuldir Materia Invest 25 milljörð- um króna, skuldir Sólmon ehf. 3,6 milljörðum króna og skuldir Magga ehf. 2,6 milljörðum króna. Árið 2009 lækkuðu skuldir Ímons ehf. úr fjór- um milljörðum króna í 58 milljónir króna. Þá skuldaði félagið Runnur ehf. sem hélt utan um tíu prósenta hlut Magnúsar og Þorsteins M. Jónssonar í 365 nærri tvo milljarða króna þegar það varð gjaldþrota árið 2010. Félögin Sólmon og Imon eru í dag skráð til húsa hjá Nordik lögmönnum. Magnús Ármann lýsti því sjálfur í grein sem birtist á Pressunni eft- ir að sérstakur saksóknari hafði hætt rannsókn á Imon-málinu að Landsbankinn hefði lánað Imon um 4,25 milljarða króna. Auk þess skuldaði Imon um fjóra milljarða króna vegna stofnfjárbréfa í Byr. Lán Imon námu því yfir átta milljörðum króna. Samkvæmt heimildum DV er talið afar ólíklegt að Magnúsi Ár- mann verði gert að greiða lán sitt hjá Landsbankanum sem hann fékk nokkrum dögum fyrir bankahrunið til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum. Landsbankinn leysti til sín stofnfjárbréf Imon í Byr spari- sjóði í mars 2009 og er enn ágrein- ingur á milli bankans og Magnúsar um verðmæti þeirra á þeim tíma. Umrædd bréf eru verðlaus í dag en Magnús telur að virði þeirra hafi verið 4,5 milljarðar króna. Ef miðað er við að Imon hafi fengið rúmlega átta milljarða króna lán nema heild- arskuldbindingar Magnúsar og fé- laga tengdum honum yfir 40 millj- örðum króna. Ekki liggur enn ljóst fyrir hversu mikið af þeim lánum verður afskrifað. Magnús Ármann er í dag skráður með lögheimili í Bretlandi en er þó sagður búsettur í Barcelona á Spáni. Var í fasteignabraski í Berlín Magnús Ármann var í fasteigna- braski í Berlín þegar útrásin stóð sem hæst. Kom hann að tveimur fasteignafélögum en félag hans á enn helmingshlut í Wartenberger Strasse 24 GmbH. Bernhard Bogason átti fasteigna- félag í Berlín. Heitir félagið Kreuz- berg Investments ehf. og átti það íbúð í Kreuzberg hverfinu í Berl- ín við Yorkstrasse. Samkvæmt árs- reikningi félagsins fyrir árið 2009 skuldaði félagið þá 93 milljónir króna og var með neikvætt eigið fé upp á 36 milljónir króna. Fasteign félagsins var þá metin á 57 millj- ónir króna. „Kreuzberg Invest- ments ehf. var með eitt lítið fast- eignaverkefni sem var ein íbúð í Berlín. Það er búið að selja þá fast- eign og borga allar skuldir félags- ins. Landsbankinn lánaði fyrir þessu en fasteignin var seld árið 2009,“ segir Bernhard. Hluthafar Kreuzberg Investments voru fjórir sem allir áttu jafnan hlut í félaginu. Auk Bernhards voru það þeir Hrannar Hólm, körfuknatt- leiksþjálfari og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og einn eiganda Capacent, Skúli Þór Gunnsteinsson, fyrrverandi landsliðmaður í handknattleik og fyrrverandi forstjóri og eigandi Capacent og Steingrímur Davíðs- son, húðsjúkdómalæknir og einn eigenda Húðlæknastöðvarinnar á Smáratorgi. Þeir Hrannar og Skúli eiga í dag ráðgjafarfyrirtækið HGG Partners. Bernhard og Hrannar störfuðu saman hjá KPMG á árun- um 1999 til 2006 en þar var Bern- hard yfirmaður skattasviðs þar til hann réð sig til FL Group. Kemur víða við í Berlín Auk þess að koma að umræddu fasteignafélagi tengist Bernhard ýmsum öðrum fasteignafélögum Íslendinga í Berlín. Situr hann nú í stjórn Wartenberger Strasse 24 GmbH, fyrir hönd Magnúsar Ár- mann, en Bernhard hefur verið að aðstoða hann og Þorstein M. Jónsson við skuldauppgjör þeirra. Bernhard er í stjórn fasteigna- félagsins Golden Gate Berlin Eins GmbH og í félaginu Golden Gate Berlin Zwei GmbH, sem er félag í kringum leikhúsrekstur en þar situr Óskar Eiríksson, leikhús- framleiðandi líka í stjórn. Einnig á Bernhard persónulega lítinn hlut í fasteignafélagi sem á Admiralpa- last-leikhúsið í Berlín. Hann virð- ist því koma ansi víða við í ýmsum rekstri í Berlínarborg. „ F41 Holding ehf. átti hlut í tveim- ur fasteignaverkefnum í Berlín. Þegar er búið að selja annað þeirra. Er þetta eina eign félags- ins F41 Holding ehf. (áður Maggi ehf.). Þetta er liður í því að Magnús vildi ganga frá sínum málum. Annas Sigmundsson as@dv.is Viðskipti n Félag Magnúsar Ármann á helmingshlut í fasteignafélagi í Berlín n Fyrrverandi yfirmaður hjá FL Group situr nú í stjórn félagsins Skuldari heldur eignum í Berlín Magnús Ármann Heldur fasteignum í Berlín þrátt fyrir ýmis fjárhagsleg skakkaföll á undanförnum árum. Framsóknarflokksins að takmarka aðkomu hins opinbera að atvinnu- lífinu. Ein af birtingarmyndum þess- arar stefnu stjórnarinnar var sú að einkaaðilar, ekki hið opinbera sjálft, ætti helst að eiga og reka fasteign- ir sem opinberar stofnanir voru í. Hugmyndin var þá sú að heppilegra væri að opinberir aðilar myndu leigja fasteignir af einkaaðilunum. Þessi leið var farin í Borgum á Akur- eyri, sem og á mörgum fleiri stöðum, meðal annars í höfuðstöðvum Land- læknisembættisins á Austurströnd. Fasteignir ríkissjóðs sáu um það í þessum tilfellum að leigja fasteign- irnar af leigusalanum og framleigja þær til þeirra opinberu stofnana sem áttu í hlut. Í tilfelli þeirra opin- beru stofnana sem fóru inn í Borgir á Akureyri virðist þetta fyrirkomulag hvorki hafa verið til hagsbóta fyrir þær né almennt fyrir ríkissjóð. Valgerður segist hafa verið jákvæð Valgerður Sverrisdóttir, þingkona Framsóknarflokksins í Norðaustur- kjördæmi, var iðnaðar- og við- skiptaráðherra þegar ákveðið var að ákveðnar opinberar stofnan- ir ættu að leigja húsnæði í Borgum. Hún segist aðspurð ekki muna hvort hún hafi komið að því með beinum hætti að skikka þessar stofnanir til að leigja húsnæði í Borgum. „Ég man þetta ekki mjög vel. Það er svo erfitt að muna svona langt aftur í tímann. Ég held að ég hafi ekki haft beina að- komu að þessu. Ég efast ekkert um það að ég hef verið jákvæð fyrir því að þessar stofnanir færu þarna inn. En hversu miklu ég stjórnaði í því sambandi er ég ekki alveg reiðubúin að fullyrða um.“ Valgerður segist ekki muna hvenær það var ákveðið að þessar opinberu stofnanir ættu að leigja húsnæði í Borgum. Heimildir DV herma að þegar húsið var í byggingu hafi Valgerður og Tómas Ingi Olrich, þáverandi menntamálaráðherra og þingmað- ur Norðausturkjördæmis, beitt sér mjög fyrir því að stofnanir viðkom- andi ráðuneyta leigðu húsnæði í Borgum. Heimildir herma til dæmis að allt að sex ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar hafi set- ið fund á Akureyri þegar húsið var í byggingu þar sem rætt var um flutn- ing á opinberum stofnunum inn í húsið. Bygging hússins og flutningur opinberra stofnana inn í það virðist því bæði hafa verið af pólitískum og flokkspólitískum toga. Deilur um einkavæðinguna Í ársbyrjun 2003, eftir að búið var að ákveða að byggja húsið á Norður- slóð á Akureyri, seldi íslenska ríkið 40 prósenta hlut sinn í Íslenskum að- alverktökum, móðurfélagi Landsafls. Kaupandinn var eignarhaldsfélagið AV. ehf. Skömmu síðar eignaðist fé- lagið allt hlutafé í Íslenskum aðal- verktökum. Jón Sveinsson var á þessum tíma stjórnarformaður Landsafls, Ís- lenskra aðalverktaka sem og með- limur í einkavæðingarnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins og voru tveir af þeim aðilum sem gerðu til- boð í fyrirtækið, JB Byggingarfélag og Trésmiðja Snorra Hjartarsonar, ósáttir við aðkomu hans að sölunni á fyrirtækinu. Jón var áfram stjórn- arformaður Íslenskra aðalverktaka eftir einkavæðingu fyrirtækisins árið 2003 og tók við stöðu formanns einkavæðingarnefndar af Ólafi Dav- íðssyni um haustið 2004 fyrir hönd Framsóknarflokksins. Töldu stjórn- endur JB Byggingarfélags og Tré- smiðju Snorra Hjartarsonar að aðr- ir sem buðu í fyrirtækið hefðu ekki setið við sama borð af þessum sök- um. Á þessum forsendum stefndu JB Byggingarfélag og Trésmiðja Snorra Hjartarsonar íslenska ríkinu. Salan dæmd ólögmæt Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í málinu í maí 2008 og komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin á sölu eignarhluta ríkisins í Íslenskum að- alverktökum hefði verið ólögmæt. Í dómnum kom fram að stjórnendur Íslenskra aðalverktaka hefðu verið fruminnherjar í fyrirtækinu og hefðu ekki virt skyldur sem lagðar voru á þá vegna viðskipta með hlutabréf í fyrir- tækinu. Í dómnum sagði að með því að láta „þetta undir höfuð leggjast var tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskipta- reglna gætt. Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd út- boðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi ver- ið ólögmæt.“ Framsóknarflokkurinn var því í reynd fordæmdur í dómn- um þar sem flokkspólitísk tengsl réðu því hverjir fengu að kaupa fyrir- tækið að mati Hæstaréttar. Búið að ganga frá samningum 2003 Landsafli, dótturfélagi Íslenskra að- alverktaka, var sömuleiðis tryggð há leiga frá opinberu leigutökunum í Borgun frá og með haustinu 2004 vegna aðkomu Framsóknarflokks- ins. Framkvæmdir höfðu hafist við húsið um haustið 2003, eftir einka- væðingu Íslenskra aðalverktaka og áður en Landsbankinn eignaðist Landsafl. Um þetta segir í ársreikn- ingi Landsafls fyrir árið 2003 sem gengið var frá í byrjun janúar 2004: „Félagið hefur gert skuldbindandi samning um að leigja Fasteignum ríkissjóðs Rannsóknar- og nýsköp- unarhús á Akureyri frá og með 1. október 2004. Fjárfestingin er áætl- uð um 930 millj. kr og hófust fram- kvæmdir á vegum undirverktaka í ágústbyrjun 2003.“ Af þessu sést að búið var að ganga frá samningum vegna leigunnar til Fasteigna ríkissjóðs þegar Landsafl var ennþá í eigu þeirra sem fengu að kaupa Íslenska aðalverktaka í einkavæðingarferlinu á fyrirtæk- inu. Í september 2003 tóku starfs- menn Landsbankans svo öll sæti í stjórn Landsafls og greint var frá kaupum bankans á hlutafé félagsins skömmu síðar. Leigusamningarnir á Akureyri hafa því síst rýrt verðgildi Landsafls. „Þessi kostnaður er eiginlega að sliga okkur. Ráðherrann Valgerður Sverrisdóttir segist ekki muna hvaða ráðherra það var sem var aðalhvatamaðurinn að því að fjölmargar opinberar stofnanir leigðu hús- næði í Borgum. Hún segist hins vegar hafa verið jákvæð fyrir því. Stjórnarformaðurinn Jón Sveinsson, síðar formaður einkavæðingar fyrir hönd Framsóknarflokksins, var stjórnarformaður Landsafls og Íslenskra aðalverktaka þegar ákveðið var að byggja húsið á Borgum. Hann var áfram stjórnarformaður Íslenskra aðal- verktaka eftir einkavæðingu fyrirtækisins sem dæmd var ólögmæt í Hæstarétti Íslands árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.