Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2011, Blaðsíða 23
Viðtal | 23Mánudagur 29. ágúst 2011 Heimurinn hrundi tvisvar orðið til þess að hann hafi sokkið dýpra og dýpra. „Mér var orðið skítsama um allt þeg- ar ég hitti hana. Ég var bara að leika mér að lífinu.“ Önnur vinkona deyr Þremur mánuðum eftir að kærastan lést dundi ógæfan aftur yfir. Hann og vinkonan voru búin á því eftir rosalega sukkferð í Reykjavík og lágu í rúminu heima hjá foreldrum hans í fráhvarfi. „Ég vaknaði við það að hún fékk eins og krampakast og fór svo í hjarta- stopp þarna við hliðina á mér,“ segir hann og það er greini- legt að minningin hefur ennþá áhrif á hann. Marvin segir ólýsanlega sárt að missa tvær konur sem honum þótti vænt um og það erfiðasta sé að hann hafi aldrei fengið neina faglega hjálp til að komast yfir áföllin. „Það kenndu mér allir um dauða hennar og það fóru alls konar sögur af stað sem voru bara kjaftæði. Ef þetta var mér að kenna af hverju er ég þá ekki í fangelsi? Ég hef aldrei sprautað neinn og það hefur aldrei neinn sprautað mig. Við vorum ekki dópuð þegar hún dó, það voru ekki einu sinni til efni í húsinu. Ég er ekki vond- ur maður. Þótt ég hafi verið að selja fíkniefni hef ég aldrei handrukkað neinn sem borg- aði ekki né heldur látið ein- hvern annan berja fólk fyr- ir mig. Ef þú borgaðir ekki þá seldi ég þér bara ekki aftur. Ég hef aldrei verið fyrir ofbeldi og þetta búðarrán er kannski lýsandi um það að ég get ekki framið ofbeldisverk. Ég hélt að ég væri svaka harður en annað kom í ljós.“ Með lifrarbólgu C Tveimur mánuðum eftir and- lát vinkonunnar kynntist hann Berglindi. „Ég hef fengið að heyra að ég fari bara á milli stelpna en það er ekki svoleið- is. Þetta var tilviljun. Berglind hefur algjörlega bjargað lífi mínu. Mér var orðið svo ná- kvæmlega sama um allt og það er eiginlega ótrúlegt að ég hafi verið á lífi. Við Begga fórum að vera saman í neyslu en eftir eitt ár fór hún inn á geðdeild 33A og svo ég strax á eftir og við höfum nánast verið edrú síð- an,“ segir hann og bætir við að Berglindi hafi verið stillt upp við vegg og hún hafi þurft að velja á milli barnsins og neysl- unnar. „Við féllum síðast á Fiskideginum mikla en í fyrsta skiptið fékk ég samviskubit löngu áður en víman var far- in. Ég átti nóg af efnum eftir en gaf strák sem ég kannaðist við á tjaldsvæðinu þau,“ seg- ir hann og bætir við að þarna hafi eitthvað gerst. „Hingað til hef ég alltaf vitað að ég myndi falla um leið og tækifærið byð- ist en ég hef aldrei áður verið jafn ákveðinn í að vera edrú og núna. Ég veit sem er að ef við höldum þessu áfram miss- um við stelpuna og hreinlega drepumst. Við erum svo illa farin líkamlega,“ segir hann en Marvin er með lifrarbólgu C. Mamma hefur reynst best Hann segir af og frá að þau Berglind hafi notað fíkniefni með barnið inni á heimilinu. „Við höfum aldrei verið dópuð í kringum hana en hún veit að Marvin og mamma eru eitt- hvað veik. Hún veit ekkert meira ennþá,“ segir hann. Mar- vin viðurkennir að fjölskylda Berglindar hafi ekki verið par ánægð þegar hann hafi komið inn í líf þeirra mæðgna. „Berg- lind hafði fengið bréf frá Barna- vernd helginni áður og svo var barnið tekið af henni fljótlega eftir að ég kom inn í myndina. Það héldu allir að það væri mín vegna en það var ekki þannig. Hún á sjálf sína sögu að baki,“ segir hann og bætir við að hon- um hafi tekist að laga samband sitt við tengdamömmu sína. „Hún fór að gefa mér séns eftir að ég varð edrú. Þetta er mjög góð manneskja sem myndi gera allt fyrir dóttur sína. Alveg eins og mamma mín. Mamma hefur reynst mér best af öll- um á þessari jörðu. Það er al- veg sama hvað gengur á – hún stendur alltaf við bakið á mér. Mamma er alveg ótrúleg og ég dáist að kraftinum í henni. Hún er örugglega eina mann- eskjan á landinu sem hefur aldrei lokað á mig.“ Mannorðið í molum Hann segir mannorð sitt á Ak- ureyri í molum. „Ég get lík- lega ekki búið hérna. Ekki nema mér takist virkilega að sanna mig. Ég hélt að ég væri að sanna mig en það halda all- ir að ég sé enn í neyslu. Ég hef reynt að finna mér vinnu en fæ alltaf neitun þegar ég segi hvað ég heiti og ef ég á að segja alveg eins og er þá þori ég ekki að fara aftur að leita mér að vinnu eftir þá reynslu. Hér þekkja mig allir. Annars efast ég um að ég hafi þrótt til að fara út á vinnumarkaðinn. Ég er í ágætu líkamlegu formi en andlega hliðin er ekki í lagi,“ segir hann og bætir við að hann hafi ítrek- að óskað eftir innlögn á sjúkra- húsið. „Ég hef ekki hringt einu sinni eða tvisvar heldur ótal sinnum auk þess sem mamma og heimilislæknirinn minn hafa reynt að koma mér inn. Ég fæ bara nei. Að þangað inn fái ég ekki að fara. Ég fæ alltaf að heyra það sama, að ég þurfi að fara í meðferð, en mér finnst það bara rugl, ég er búinn að vera edrú það lengi og ég veit hvað þarf til þess að verða edrú. Það er ákveðni, hugar- farsbreyting, lífsstílsbreyting og svo er félagsskapurinn líka stórt atriði og þessi sterka löng- un sem ég hef um betra líf með fjölskyldunni minni. Núna var ég að sækja um hjá Virk, end- urhæfingarstöð, og vonandi kemst ég þar inn og get byrjað á núlli og reynt að koma mér inn í samfélagið að nýju,“ seg- ir hann og bætir við að hann vonist til að fá sálfræðiaðstoð þar. „Eins og er nota ég heim- ilislækninn minn, Hilmi Jó- hannsson, sem sálfræðing. Hann er eini læknirinn sem hefur ekki lokað á mig. Hann hefur gert mikið fyrir mig og ég stend í ævilangri þakkarskuld við hann. Aðrir læknar eru allt- af vissir um að ég ætli mér að plata út úr þeim lyf.“ Þriðja flokks þegnar Marvin segir ekki að ástæðu- lausu að hann geymi vopn inni á heimilinu því þau Berglind búi við stöðugar hótanir. „Ég á að skulda fólki úti um allan bæ sem er bara bull og það er ekki séns að ég borgi. Þeir réð- ust líka á kærustuna mína og kýldu og börðu hana með fimm kílóa grjóti og spörkuðu í hana liggjandi og meðvitundar- lausa af því að ég var aðalvitni í gíslatökumáli. Ég var á staðn- um en ég var að reyna að að- stoða gaurinn og hann veit það sjálfur. Þessi strákur var tekinn og stunginn með sprautu smit- aðri af lifrarbólgu C og pyntað- ur illa. Ég meikaði þetta ekki og hringdi í félagana og bað þá um að sækja mig. Svo hringdum við á lögregluna. Þá hélt ég að þessu hefði lokið en svo kom í ljós að löggan gerði ekki neitt þar sem Marvin var einn af þeim sem hringdu. Gaurinn var í haldi í einn og hálfan sólarhring,“ segir hann og er mikið niðri fyrir. „Sá sem réðst á hana var nýkominn út úr fangelsi. Berglind kærði hann fyrir tilraun til mann- dráps en málið hefur aldrei verið tekið fyrir. Þótt við séum hætt í neyslu mun löggan allt- af líta á okkur sem þriðja flokks þegna. Ég hef fengið að heyra það frá löggunni hvort ég hringi alltaf til þeirra þegar við lend- um í vandræðum. Ég spurði til baka hvort hann væri eitthvað þroskaheftur. Við erum með barn á heimilinu og á meðan hún er hjá okkur munum við alltaf hringja í lögregluna þeg- ar eitthvað kemur upp á. Ég hef aldrei handrukkað neinn eða gert nokkuð svona eins og gerðist þarna í gíslatökunni en þetta eru aðstæður sem ég hef sjálfur lent í og eru viðbjóðs- legri en nokkur getur ímyndað sér. Ég var bundinn með hend- ur fyrir aftan bak inni í einhverri skemmu úti í sveit. Þar var ég barinn í andlitið með hafna- boltakylfu svo ég kjálkabrotn- aði. Síminn var tekinn af mér og það heyrði enginn öskrin. Ég var samt svo dópaður að ég var ekki mjög hræddur en var með ógeðslegan verk í andlitinu. Þetta voru skilaboð til mín. Svo var mér skutlað aftur í bæinn.“ Með samviskubit yfir ýmsu Hann segist ekki sjá eftir neinu en að vissulega vildi hann að hlutirnir hefðu æxlast öðru- vísi. „Ef ég gæti tekið eitthvað til baka þá vildi ég að ég og mín fyrrverandi hefðum ekki tekið saman aftur þegar við hættum saman. Þá hefði þetta kannski farið öðruvísi. Kannski ekki fyr- ir mig en fyrir hana. Ég kenni mér ekki um dauða hennar en ég hafði allavega ekki góð áhrif á hana, seljandi á fullu og alltaf með nóg af dópi. Ég hef aldrei gert neitt illt af ásettu ráði en ég hef samviskubit yfir ýmsu,“ seg- ir hann og játar að vissulega sé hægt að velta sér endalaust upp úr „hvað ef?“. „Hvað ef ég hefði hætt í dópi þegar hún dó? Hvað ef ég hefði hætt þegar það leið yfir mig í fyrsta skiptið og ég hélt að ég væri að deyja? Hvað ef ég hefði fengið hjálp þegar ég var yngri?“ Kominn með nóg Marvin sat síðast inni stuttu fyrir síðustu jól. „Ég var að taka út gamlan níu mánaða dóm en var sleppt eftir þrjá mánuði. Ég er kominn með nóg af þessu líf- erni. Og við bæði. Þetta er ekki lífið sem okkur langar að lifa. Kannski þurfum við að flytja úr bænum þangað sem eng- inn veit hver Marvin og Begga eru en það verður þá bara að hafa það,“ segir hann og bætir við að þau Berglind styðji hvort annað í baráttunni. „Það hefur bæði kosti og galla fyrir fíkil að vera í sambandi með öðrum fíkli en við erum farin að þekkja hvort annað mjög vel. Við vit- um að næst þegar við föllum þá er þetta búið. Hingað til hefur mér fundist kvöð og ömurlegt líf að vera edrú en núna loks- ins langar mig að gera eitthvað í mínum málum. Mér fannst ég aldrei edrú þótt ég væri það því ég vissi innst inni að ég myndi falla. Í fyrsta skiptið á ævinni hef ég virkilegan áhuga á að vera edrú.“ „Ég veit sem er að ef við höldum þessu áfram missum við stelpuna og hreinlega drep- umst. Við erum svo illa farin líkamlega. Það þekkja allir Marvin Marvin segist hafa sótt um vinnu á mörgum stöðum en alltaf fengð neitun þegar hann hafi sagt nafn sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.