Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 10
10 Fréttir 9.–11. desember 2011 Helgarblað iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is Tæplega 23 þúsund í nóvember: Sjaldan fleiri ferðamenn Samkvæmt talningu Ferðamála- stofu fóru 22.969 erlendir ferða- menn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum nóvembermánuði, eða um 1.700 fleiri en í nóvem- ber í fyrra. Á vef Ferðamála- stofu kemur fram að nýliðinn nóvembermánuður sé sá þriðji fjölmennasti frá því talningar hófust.  Þegar litið er til einstakra markaðssvæða sést veruleg aukning frá því í fyrra frá Norð- ur-Ameríku, eða 41,7 prósent, og Bretlandi, rétt rúm 20 pró- sent. Fjöldi ferðamanna frá Mið- og Suður-Evrópu stendur hins vegar í stað. Norðurlandabú- um fækkaði um 9,1 prósent og ferðamönnum frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokk- ast undir „annað“ fjölgaði lítils- háttar, eða um 3,4 prósent. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi, eða 22,2 pró- sent og Bandaríkjunum, eða 17,9 prósent. Ferðamenn frá Noregi (9,1%), Svíþjóð (7,7%), Danmörku (6,9%), Þýskalandi (4,9%) og Frakklandi (4,3%) fylgdu þar á eftir. Alls hafa 519.865 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt upplýsingum Ferðamálastofu, en á sama tímabili í fyrra höfðu 440.445 ferðamenn farið frá landinu. Um er að ræða 18 pró- sent fjölgun milli ára. Fjölgun hefur verið frá öllum mörkuð- um, þó allra mest frá N-Amer- íku, eða um 49,1 prósent. Alls fóru 26.084 Íslendingar utan í nóvembermánuði í ár en í fyrra fór 24.581. Frá áramótum hafa 318.438 Íslendingar farið utan eða 44.959 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nem- ur 16,4 prósentum milli ára. J ón Gnarr, borgarstjóri og odd- viti Besta flokksins í Reykja- vík, var hvergi sjáanlegur þeg- ar tilkynnt var um framboð nýs stjórnmálafls Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins. Fyrsta verk flokksins verður að finna sér nafn en samhliða tilkynningunni um framboðið er blásið til nafna- samkeppni á vef flokksins, heima- sidan.is. Þau Guðmundur Stein- grímsson, þingmaður utan flokka, og Heiða Kristín Helgadóttir, fram- kvæmdastýra Besta flokksins, munu leiða listann í Reykjavíkurkjördæm- unum tveimur. Málefnastarf með nýjum hætti Boðið verður fram í öllum kjördæm- um með aðstoð stjórnmálahreyfinga víða um land sem ekki tengjast eldri flokkunum fjórum. Flokkurinn verð- ur eins konar systurflokkur Besta flokksins en málefnastarf flokks- ins mun fara fram á næstu vikum Að sögn Heiðu og Guðmundar ætl- ar flokkurinn að nýta sér internetið til þess í ríkari mæli en aðrir flokkar. „Málefnastarfið verður grundvallað á ákveðnum viðhorfum til stjórnmála. Við sjáum það fyrir okkur að starfið verði viðvarandi, stanslaust og á net- inu. Við ætlum að stofna nýjan flokk frá grunni og hafa hann talsvert nú- tímalegri en aðra flokka,“ segir Guð- mundur. Reykjavíkuroddvitar flokks- ins hófu nafnasamkeppnina með eigin tillögum. Fái Guðmundur ein- hverju ráðið mun flokkurinn heita „Nýi flokkurinn“ en Heiða leggur til nafnið „Bjarti flokkurinn.“ Viðræður við ESB kláraðar „Við viljum grænt hagkerfi sem skap- ar fullt af fólki atvinnu, góða skóla og heilbrigðiskerfi, arðbæra og sjálf- bæra nýtingu auðlindanna okkar, stöðugt efnahagslíf, óttalausa sam- vinnu við aðrar þjóðir, víðsýni, lýð- ræði, frjálslyndi, frið og mannúð,“ segir í kynningartexta flokksins. Guðmundur Steingrímsson sagði meðal annars felast í þessu að flokk- urinn vilji að aðildarumsóknin að ESB verði kláruð. Hann líkti flokkn- um við Radikale venstre, miðjuflokk- inn danska sem og aðra frjálslynda flokka í Evrópu. Útjöskuð hugtök Guðmundur vildi ekki staðsetja listann á hinum klassíska vinstri og hægri skala í stjórnmálum en sagði að flokkurinn væri líklega staðsettur á frjálslyndri miðju en bætti við að hugtakið væri útjaskað. „Hægri- vinstri skalinn er erfiður og jaskaður. Við meinum það þegar við segjumst vera alþjóðasinnaður flokkur. Hvar setur fólk það á skalann?“ sagði Guð- mundur aðspurður hvort flokkurinn hallaði til vinstri eða hægri á stjórn- málaskalanum. „Við erum grænn og umhverfislega sinnaður flokkur, ég horfi til frjálslyndra flokka í Evr- ópu sem eru iðulega umhverfisvænir flokkar, það setur okkur nálægt miðj- unni.“ Vilja að umsókn að ESB verði kláruð n „Nýi flokkurinn“ Guðmundar stofnaður n Er systurflokkur Besta flokksins n Aðild að Evrópusambandinu verði kláruð n Vilja skapa fullt af fólki vinnu Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Fleiri framboð í mótun C-flokkur Lilju Mósesdóttur n „Ég sótti um listabókastafinn C, vegna þess að hann er mitt á milli B og D og við ætlum flokknum sæti á fremsta bekk en ekki þeim aftasta eins og venjan er með ný framboð,“ segir Lilja Mósesdóttir þingkona sem þegar hefur hafið undirbúning við stofnun nýs flokks. Hún segir hóp fólks vinna að því að móta stefnu flokksins og segir mikilvægt að þeir sem að honum standa átti sig á því hvort þau eigi samleið í stjórnmálum. „Mér finnst skipta máli að við skerum út um stefnuna svo allir átti sig á hvað það er sem við viljum ná fram með flokknum. Þannig verða það málefnin en ekki persónur sem skilja á milli en ekki persónur,“ segir Lilja og bætir við að næstu kosningar muni umfram aðrar kosningar snúast um stefnu flokkanna og undir það verði flokkurinn að vera búinn. Skapalón fyrir lýðræðislegan flokk n Lýðræðisfélagið Alda er áhugahópur um sjálfbærni og lýðræði sem undan- farið hefur unnið drög að skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Áhugasamir um stofnun stjórnmála- afls geta leitað í hugsmiðju Öldu en vinna félagsins er öllum opin. Meðal annars er fjallað um valddreifingu, vægi atkvæða, val á fulltrúum innan stjórnmálaflokksins. Þá eru viðraðar hugmyndir um tíð skipti á fólki í stofn- unum flokka og slembival fulltrúa. „Slembival hentar vel til þess að jafna hlut kynjanna eða annarra hópa. Það hefur einnig sýnt sig að slembivaldir fulltrúar eru líklegri til þess að taka ákvarðanir sem varða almannahag, þar sem að þeir sækjast síður í embætti af hagsmunaástæðum. Stjórnmál varða málefni allra og því rétt að allir komi að þeim,“ segir í drögunum sem lesa má í heild sinni á vef félagsins, alda.is. „Við ætlum að stofna nýjan flokk frá grunni og hafa hann talsvert nútímalegri en aðra flokka. Gnarr ekki með Guðmundur Stein- grímsson og Heiða Kristín Helgadóttur tilkynna framboð nýja flokksins. MyNd SiGTryGGur Ari jóHANNSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.