Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 17
Mæðgin Lilja Rós segir soninn verða varan við ástandið þegar þau fari saman í búðir. Hún segist ætla að njóta jólanna en að í ár verði hvorki um fínar gjafir né ný föt að ræða. Fréttir 17Helgarblað 9.–11. desember 2011 n Fyrrverandi verslunarstjóri Bónuss á Akureyri rekinn úr starfi www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs • Lán til íbúðarkaupa • Lán til endurbóta og viðbygginga • Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) • Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda Hefur ekki efni á jólamatnum J ólin verða erfið,“ segir Lilja Rós Sigurðardóttir, 23 ára einstæð móðir í Reykjavík. Lilja Rós hef- ur staðið í stappi við Reykjavík- urborg vegna leikskólagjalda en hún hefur tvisvar verið rukkuð um of há gjöld. Í október fékk hún leiðréttingu eftir að Fréttablaðið fjallaði um mál hennar en þá hafði hún verið ofrukkuð um 15 þúsund krónur. Í þessum mánuði fékk hún svo tvo reikninga en hefur nú feng- ið leiðréttingu. „Ég fékk ekki leið- rétt í fyrra skiptið fyrr en ég fór með þetta í blöðin og þá var ég orðin virki- lega pirruð. Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa í svona löguðu enda má svo lítið út af bregða. Nú hafði ég reynt að ná þarna inn í marga daga og skilja eftir tvenn skilaboð og þetta var loksins leiðrétt í dag,“ segir Lilja Rós sem borgar 17 þúsund krónur á mánuði fyrir leikskólaplássið. Staðan verri en fyrir hrun Lilja Rós, sem er með 30 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði, segir fjárhagsstöðu sína mun verri í dag en fyrir hrun. „Það hefur allt hækkað svo mikið. Þetta er bara ekki í lagi. Ég er farin að líta á egg sem munaðarvöru. Bíddu, búum við ekki á Íslandi? Það má nákvæmlega ekkert koma upp á, hvorki tannlæknir né lyfjakostnaður,“ segir hún og bætir við að sonurinn, sem er fimm ára, finni fyrir ástand- inu. „Hann verður var við þetta þeg- ar við förum út í búð. Þá biður hann um þetta og hitt í matinn en ég þarf að segja honum að það sé ekki hægt – að við þurfum að finna eitthvað ódýrara.“ Á góða fjölskyldu Hún segir áhyggjur af fjármálunum taka toll af andlegu heilsunni. „Svona lagað tekur á taugarnar en ég hef ákveðið að leita til kirkjunnar. Ég gerði það í fyrra og það voru al- veg rosalega þung spor. Það var svo erfitt að standa í röðinni og jafnvel hitta einhvern sem maður þekkir. Ég skammaðist mín gríðarlega og vildi helst ekki þurfa að fara aftur en ég geri það auðvitað fyrir barnið,“ segir hún og bætir við að það séu margir í sömu sporum. „Svona erfiðleikar eru mun algengari en fólk vill halda. Ég á vinkonur í svipuðum sporum og við ræðum saman um okkar mál. Ég er samt heppin því ég á góða fjölskyldu. Ég kæmist ekki í gegnum mán- uðinn án hennar. Mamma býr í Dan- mörku en við förum í mat til pabba oft í viku,“ segir hún og bætir við að þau muni borða hjá pabba hennar á aðfangadagskvöld. „Maður nýtur jólanna auðvitað en ég hef ekki efni á að kaupa í jólamatinn sjálf. Það verða engar fínar gjafir eða ný föt. Við för- um bæði í jólaköttinn,“ segir hún og bætir við að hún vonist til að kirkjan hlaupi undir bagga með henni svo hún geti keypt jólagjöf handa synin- um. „Hann elskar Ben 10 og Spider- Man, líkt og aðrir fimm ára strákar. Hann er samt rosalega nægjusamur, þessi elska. Ég er mjög heppin með hann.“ Indíana Ása Hreinsdóttir blaðamaður skrifar indiana@dv.is n Fjárhagsvandamál taka toll af andlegu heilsunni n Þarf hjálp til að kaupa jólagjöf handa syninum n Er með 30 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði„Svona erfiðleikar eru mun algengari en fólk vill halda. Formaður Samtaka atvinnulífsins: „Fyrirtæki verða að taka áhættu“ „Mikill heilbrigður metnaður er til staðar í atvinnulífinu og í lang- flestum fyrirtækjum landsins starfar fólk sem hefur til margra ára gengið til starfa sinna með aga og heiðarleika í fyrirrúmi. Það sem á vantar er að stjórn- málamenn- irnir leyfi atvinnulífinu að nýta tækifærin.“ Þetta segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, í pistli sem birtist á heimasíðu samtakanna síðastliðinn fimmtu- dag. Þar gerði Vilhjálmur meðal annars að umtalsefni þann óstöð- ugleika sem einkennt hefur fjár- málamarkaði í Evrópu undanfarin misseri. Hann bendir á að íslenskt efnahagslíf eigi mikið undir því að vel takist til við úrlausn vanda- málanna á evrusvæðinu. „Eftirspurn eftir íslenskum út- flutningsvörum og þjónustu er háð því hvernig okkar viðskipta- þjóðum vegnar og stöðu á ein- stökum mörkuðum,“ segir Vil- hjálmur meðal annars í pistli sínum. Hann segir að vanda- málin nú snúist að stóru leyti um stjórnarhætti í opinbera geiranum víða um lönd. „Stjórnmálamenn í mörgum löndum hafa gengið fram af miklu ábyrgðarleysi og safnað skuldum í gegnum tíð- ina umfram það sem skattgreið- endur nútíðar og framtíðar geta greitt með eðlilegum hætti. Nú er komið að skuldadögunum hjá þessum ríkjum, svo sem Grikk- landi, Portúgal, Spáni og Ítalíu og spurningarmerki sett við önnur, svo sem Frakkland og jafnvel Bandaríkin.“ Vilhjálmur segir auk þess að heilbrigður metnaður sé nauð- synlegur og fyrirtæki verði að taka áhættu. Oft verði metnaðurinn að græðgi eins og dæmin sanna. „Í atvinnulífinu er heilbrigður metnaður nauðsynlegur og öllum rekstri fylgir áhætta. Það verða engar fjárfestingar eða framfarir nema forystumenn í atvinnulífi og eigendur fyrirtækja séu tilbúnir til að taka áhættu og hafi metn- að fyrir sína hönd og fyrirtækja sinna. Þannig lítum við almennt á metnað sem dyggð sem er sann- arlega mikilsverð og aflvaki þess sem gerist í atvinnulífinu. En svo er mannkynið líka með lestina í farteskinu og þeir finnast hjá þátt- takendum í atvinnulífi eins og öðrum. Þá verður metnaðurinn að ofmetnaði, hroka og græðgi sem eru hinir algengu lestir sem allir þurfa að varast. Einhvers staðar þarna á milli er línan sem ekki er alltaf augljós.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.