Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 56
Þ etta kom þannig til að við erum að stækka við okkur. Við erum að flytja úr þriggja herbergja íbúð sem er sprungin utan af fjölskyldunni sem er að verða sex manna. Við erum því að stækka við okkur um tvö herbergi en það er fjög­ urra mánaða bið á milli afhendinga,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð­ herra sem ber tvíbura undir belti. Katrín, sem flutti með fjölskyldu sína á Eyrarbakka fyrir tveimur mán­ uðum, segir að ástæða þess að Eyrar­ bakki hafi orðið fyrir valinu sé að föð­ urbróðir mannsins hennar eigi hús þar. Hann hafi verið svo almenni­ legur að lána þeim húsið á meðan þau bíða eftir nýju íbúðinni. „Amma hans er líka fædd þar svo þar er teng­ ingin við Eyrarbakka og ég er hepp­ in að tengjast þessum stað í gegnum hann.“ Hún er afar sátt við að búa á Eyrar­ bakka og segir það vera dásamlegt. „Maður vaknar við hanagal og hafið. Þetta er alveg yndislegt.“ Aðspurð hvort hún telji að fjöl­ skyldan muni ílengjast í sveitinni seg­ ir hún svo ekki vera. „Það er þó aldrei að vita. Ég hef þetta algjörlega í mér en kannski ekki strax, kannski ein­ hvern tíma seinna. Okkur líður mjög vel fyrir austan fjall en þetta er tíma­ bundið.“ Fjölskyldan er við störf og vinnu í Reykjavík og keyrir því daglega á milli og segir ráðherra það ekki mikið mál. „Mér finnst það bara fínt. Stundum eftir langa daga getur það verið þungt en annars er það bara notalegt,“ segir Katrín að lokum. Ráðherrann Segir yndislegt að búa á Eyrarbakka. Mynd: SigtRygguR ARi JóhAnnSSon Framúrskarandi um jólin síðastliðin ár hafa hamborgarhryggir og hangikjöt frá norðlenska skarað fram úr í bragðkönnunum dV. Ár eftir ár hafa neytendur sett traust sitt á norðlenska þegar kemur að jólamatnum. Fyrir það erum við þakklát og ætlum að halda áfram að uppfylla kröfur um indæla jólasteik. Bragðkönnun matgæðinga DV 2011 – KEA-hamborgarhryggur í 1. sæti 2010 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti 2009 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti 2008 – Húsavíkurhangikjöt í 1. sæti 2008 – kEa-hamborgarhryggur í 1. sæti 2007 – kEa-hangikjöt í 1. sæti 2006 – kEa-hamborgarhryggur í 2. sæti 2004 – kEa-hamborgarhryggur í 1. sæti 2002 – kEa-hamborgarhryggur í 2. sæti 2002 – kEa-hangikjöt í 1. sæti Er Sveinn Andri í klandri? Eftirmálar um- deildra ummæla n Lögmannafélag Íslands fjallaði um fyrirspurn tveggja einstak­ linga á fimmtudag um það hvort lögmaðurinn Sveinn Andri Sveins- son hefði brotið siðareglur félags­ ins með ummælum á Facebook. Ummælin þóttu heldur umdeild en Sveinn Andri tjáði sig um kæru stúlku á hendur Agli Einarssyni vegna nauðgunar. „Femínistar hata Egil Gilz. Móðir stúlkunnar sem kærði viku eftir atvikið er í þeim hópi og áhrifamaður í VG. Tilviljun? Kannski. Ég hef aldrei verið trúaður á tilviljanir,“ skrifaði Sveinn Andri. ingimar ingason, framkvæmdastjóri félagsins, sagði við vef Morgun­ blaðsins á fimmtu­ dag að framhald máls­ ins væri í hönd­ um þeirra sem sendu bréfið. Eins og stillimynd n Sem kunnugt er var tilkynnt um nýtt framboð á blaðamannafundi á fimmtudag en að því standa Besti flokkurinn og þingmaðurinn guð- mundur Steingrímsson. Samfara fund­ inum var opnaður vefur þar sem stefnumál hins nýja framboðs eru tíunduð. Þar segir meðal annars: „Við viljum grænt hagkerfi sem skapar fullt af fólki atvinnu, góða skóla og heilbrigðiskerfi, arðbæra og sjálfbæra nýtingu auðlindanna okkar, stöðugt efnahagslíf, ótta­ lausa samvinnu við aðrar þjóðir, víðsýni, lýðræði, frjálslyndi, frið og mannúð.“  Læknirinn og kvikmyndagerðar­ maðurinn Lýður Árnason þótti kom­ ast vel að orði þegar hann skrifaði athugasemd við frétt um framboðið á vef DV.is á fimmtudag. „Ég fagna nýjum val­ kosti en ofangreind stefnumið eru eins og stilli­ mynd á sjón­ varpi.“ Skeggjaður á Facebook n dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið dug­ legur að safna skeggi síðustu mán­ uðina. Mörgum fannst þó vanta mynd af nýja útlitinu á Facebook­ síðu borgarfulltrúans og ákvað hann að bregðast við áskorunum. „...þannig nú er skeggið komið á facebook. Kannski ekki hægt að tala um fjölda áskorana, en áskoranir samt... ,“ skrifar hann á síðuna sína. Fjölmargir hafa skrifað ummæli við myndina og flestir hrósa hinum skeggjaða Degi. Nokkrir vilja þó meina að hann sé örlítið glæpa­ mannslegur með þetta nýja útlit. Iðnaðarráðherra fluttur á Eyrarbakka n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vaknar við hanagal og hafið Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 9.–11. dESEMBER 2011 142. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.