Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 25
Erlent 25Helgarblað 9.–11. desember 2011 Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU HÆNU P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Þ ýska lögreglan gerði húsleit á heimilum sex manna í vikunni vegna rannsóknar á fjölda- morðum Þjóðverja á 642 Frökk- um í seinni heimsstyrjöldinni. Athygli vekur að 67 ár eru liðin frá morðunum sem áttu sér stað í bænum Oradour- sur-Glane þann 10. júní 1944. Menn- irnir eru grunaðir um að hafa verið í SS-sveitunum sem frömdu fjölda- morðin en fjöldi barna og kvenna var meðal þeirra sem féllu í valinn. Þýska blaðið Der Spiegel fjallaði um málið í vikunni en í umfjöllun blaðsins kemur fram að óvíst sé hvort húsleitirnar muni skila nokkurri nið- urstöðu. Hinir grunuðu, sem í dag eru 85 og 86, hafa allir neitað sök eða eru orðnir það heilsuveilir að þeir geta ekki gefið neinar gagnlegar upp- lýsingar. Morðin voru mjög óhugnanleg, svo ekki sé meira sagt. Að minnsta kosti 450 konum og börnum var smalað inn í kirkju í bænum. Henni var læst og hún svo brennd til kaldra kola. Enginn átti að komast lífs af en samkvæmt umfjöllun Der Spiegel náðu talsvert margir að flýja. Með- al þeirra er hinn 86 ára Robert Hé- bras sem sagðist í samtali við AFP- fréttastofuna fagna aðgerðum þýsku lögreglunnar. Hann sagði að hinir grunuðu þyrftu að svara til saka hefðu þeir á annað borð tekið þátt í aðgerð- unum. Bærinn Oradour-sur-Glane var aldrei endurbyggður og standa rústir hans enn nánast óhreyfðar. n Eftirmálar seinni heimsstyrjaldarinnar Oradour-sur-Glane Rústir bæjarins standa enn nánast óhreyfðar eins og sjá má. Obama í lið með samkynhneigðum d aríkjastjórn gerir þetta að opin- berri afstöðu og það er talað um þetta sem tímamótaályktun,“ segir Hilmar Magnússon, al- þjóðlegur tengiliður Samtakanna 78. Ríkisstjórn Baracks Obama Banda- ríkjaforseta hefur beint þeim tilmæl- um til bandarískra stofnana á erlendri grundu að styðja við réttindabaráttu samkynhneigðra. Nota eigi þróun- arsyrki til að koma þeim til aðstoðar þar sem mannréttindi séu brotin eða fólk ofsótt vegna kynhneigðar sinnar. Þá þurfi að leggja áherslu á að vernda flóttamenn og hælisleitendur úr þess- um hópi. Fundargestir gengu á dyr Hillary Clinton utanríkisráðherra sagði á fundi með sendifulltrúum Sameinuðu þjóðanna í Genf að rétt- indi samkynhneigðra væru mannrétt- indi [e. „Gay rights are human rights“]. Hún sagði enn fremur að það ætti aldrei að vera glæpsamlegt að vera samkynhneigður; hvorki menningar- legar eða trúarlegar hefðir réttlættu mismunun vegna kynhneigðar. Á meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Clinton voru fulltrúar þjóða þar sem samkynhneigð er refsiverð. Margir fulltrúar gengu á dyr þegar Clinton lauk máli sínu, að því er fram kemur á Associated Press-fréttaveitunni. Eins og Hilmar bendir á hefur þessi stefna Bandaríkjastjórnar aldrei verið opinberuð jafnvel þó utanríkisráðu- neytið hafi unnið að þessum mál- efnum á bak við tjöldin. „Obama er í raun að fylgja því sem [David] Came- ron [forsætisráðherra Bretlands] hefur verið að segja í Bretlandi undanfarið,“ segir hann. Þetta skipti gríðarlegu máli þar sem Bandaríkin séu stærsti ein- staki veitandi þróunaraðstoðar í heim- inum. Til heimabrúks Í ræðunni, sem var nokkuð beinskeytt, sagði Clinton að samkynhneigðir fæddust í hverju einasta landi og ættu þar heima. „Samkynhneigð er ekki vestræn uppfinning heldur mannleg- ur veruleiki.“ Á vef BBC kemur fram að þessi eindregna yfirlýsing Bandaríkj- anna geti haft nokkur áhrif á samskipti landsins við þær þjóðir sem banni samkynhneigð. Þessi opinberun á stefnu banda- rísku stjórnarinnar er þó, eins og margt annað, einnig talin vera til heima- brúks. Þannig telja fréttaskýrendur vestanhafs að yfirlýsingin sé liður í þeirri áætlun að sópa til sín atkvæðum samkynhneigðra fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári. Forsetaframbjóð- endur repúblikana voru sumir hverjir fljótir að andmæla þessari yfirlýsingu og sögðu að það þjónaði ekki hags- munum bandarískra skattgreiðenda að eyða peningum í að berjast fyrir sérréttindum samkynhneigðra í öðr- um löndum. Standa sig ekki vel sjálfir Clinton viðurkenndi reyndar í erindi sínu að Bandaríkin hefðu ekki alltaf staðið sig vel í réttindamálum sam- kynhneigðra. Þannig hefði kynlíf sam- kynhneigðra verið refsivert í sumum fylkjum til ársins 2003. Þá má nefna að Obama skrifaði loks fyrr á þessu ári undir lög þess efnis að samkynhneigð- ir mættu sinna herþjónustu. Hilmar bendir einmitt á að það sé eilítið kaldhæðnislegt að Bandaríkin taki þessa eindregnu afstöðu nú. Að- eins sex fylki af fimmtíu heimili hjóna- band samkynhneigðra. Þess má líka geta að samkvæmt ILGA, Alþjóðasamtökum lesbía og homma, á sér stað gróf mismunun og mannréttindabrot í garð samkyn- hneigðra í fjórtán Evrópulöndum. n Ríkisstjórn Baracks Obama tekur af skarið n Ætlar að nota þróunaraðstoð í þágu sam- kynhneigðra n „Tímamótaályktun“ segir alþjóðlegur tengiliður Samtakanna 78 á Íslandi Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Samhljóma Obama og David Cameron hafa báðir barist fyrir réttindum samkynhneigðra. Húsleit vegna fjöldamorða Af öllum löndum heimsins er hættulegast að stíga um borð í flugvél í Rússlandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Wall Street Journal um slysatíðni í flugi. Níu alvarleg flugslys hafa orðið í Rússlandi á þessu ári. 43 létust í slysi sem varð skammt frá borginni Jaroslavl í september síðastliðnum, þar á meðal heilt ís- hokkílið. Samkvæmt úttekt Wall Street Journal er aukin slysatíðni í Rússlandi ekki úreltum flugvélum að kenna. Eru flest þessara slysa rakin til alvarlegra afglapa flug- manna. Þannig eru dæmi þess að flugmenn hafi verið drukknir í flugstjórnarklefanum og virðist sem lítið eftirlit og minni kröfur til flugmanna hafi skilað sér í þessari auknu tíðni slysa. Þá þykja reglur um flugöryggi í Rússlandi vera barn síns tíma sé tekið mið af al- þjóðlegum stöðlum; til eru dæmi þess að gögn hafi verið fölsuð og varahlutir í vélar séu keyptir af vafasömum framleiðendum sem framleiða eftirlíkingar. Vakin er athygli á því að fyrir einungis tveimur árum, eða árið 2009, voru fá ef einhver lönd öruggari en Rússland. Þá varð ekkert alvarlegt flugslys í landinu. Nú er svo komið að slys eru tíðari í Rússlandi en í öðrum löndum þar sem slys hafa verið algeng á undanförnum árum, svo sem í Kongó og Indónesíu. Hættulegast að fljúga í Rússlandi Alvarlegum flugslysum fjölgað:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.