Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 25
Erlent 25Helgarblað 9.–11. desember 2011
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn,
matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu
skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
GEFÐU
HÆNU
P
IP
A
R
\T
B
W
A
• S
ÍA
• 102985
Þ
ýska lögreglan gerði húsleit á
heimilum sex manna í vikunni
vegna rannsóknar á fjölda-
morðum Þjóðverja á 642 Frökk-
um í seinni heimsstyrjöldinni. Athygli
vekur að 67 ár eru liðin frá morðunum
sem áttu sér stað í bænum Oradour-
sur-Glane þann 10. júní 1944. Menn-
irnir eru grunaðir um að hafa verið
í SS-sveitunum sem frömdu fjölda-
morðin en fjöldi barna og kvenna var
meðal þeirra sem féllu í valinn.
Þýska blaðið Der Spiegel fjallaði
um málið í vikunni en í umfjöllun
blaðsins kemur fram að óvíst sé hvort
húsleitirnar muni skila nokkurri nið-
urstöðu. Hinir grunuðu, sem í dag
eru 85 og 86, hafa allir neitað sök eða
eru orðnir það heilsuveilir að þeir
geta ekki gefið neinar gagnlegar upp-
lýsingar.
Morðin voru mjög óhugnanleg,
svo ekki sé meira sagt. Að minnsta
kosti 450 konum og börnum var
smalað inn í kirkju í bænum. Henni
var læst og hún svo brennd til kaldra
kola. Enginn átti að komast lífs af en
samkvæmt umfjöllun Der Spiegel
náðu talsvert margir að flýja. Með-
al þeirra er hinn 86 ára Robert Hé-
bras sem sagðist í samtali við AFP-
fréttastofuna fagna aðgerðum þýsku
lögreglunnar. Hann sagði að hinir
grunuðu þyrftu að svara til saka hefðu
þeir á annað borð tekið þátt í aðgerð-
unum. Bærinn Oradour-sur-Glane
var aldrei endurbyggður og standa
rústir hans enn nánast óhreyfðar.
n Eftirmálar seinni heimsstyrjaldarinnar
Oradour-sur-Glane Rústir bæjarins standa enn nánast óhreyfðar eins og sjá má.
Obama í lið með
samkynhneigðum
d
aríkjastjórn gerir þetta að opin-
berri afstöðu og það er talað um
þetta sem tímamótaályktun,“
segir Hilmar Magnússon, al-
þjóðlegur tengiliður Samtakanna 78.
Ríkisstjórn Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta hefur beint þeim tilmæl-
um til bandarískra stofnana á erlendri
grundu að styðja við réttindabaráttu
samkynhneigðra. Nota eigi þróun-
arsyrki til að koma þeim til aðstoðar
þar sem mannréttindi séu brotin eða
fólk ofsótt vegna kynhneigðar sinnar.
Þá þurfi að leggja áherslu á að vernda
flóttamenn og hælisleitendur úr þess-
um hópi.
Fundargestir gengu á dyr
Hillary Clinton utanríkisráðherra
sagði á fundi með sendifulltrúum
Sameinuðu þjóðanna í Genf að rétt-
indi samkynhneigðra væru mannrétt-
indi [e. „Gay rights are human rights“].
Hún sagði enn fremur að það ætti
aldrei að vera glæpsamlegt að vera
samkynhneigður; hvorki menningar-
legar eða trúarlegar hefðir réttlættu
mismunun vegna kynhneigðar.
Á meðal þeirra sem hlýddu á ræðu
Clinton voru fulltrúar þjóða þar sem
samkynhneigð er refsiverð. Margir
fulltrúar gengu á dyr þegar Clinton
lauk máli sínu, að því er fram kemur á
Associated Press-fréttaveitunni.
Eins og Hilmar bendir á hefur þessi
stefna Bandaríkjastjórnar aldrei verið
opinberuð jafnvel þó utanríkisráðu-
neytið hafi unnið að þessum mál-
efnum á bak við tjöldin. „Obama er í
raun að fylgja því sem [David] Came-
ron [forsætisráðherra Bretlands] hefur
verið að segja í Bretlandi undanfarið,“
segir hann. Þetta skipti gríðarlegu máli
þar sem Bandaríkin séu stærsti ein-
staki veitandi þróunaraðstoðar í heim-
inum.
Til heimabrúks
Í ræðunni, sem var nokkuð beinskeytt,
sagði Clinton að samkynhneigðir
fæddust í hverju einasta landi og ættu
þar heima. „Samkynhneigð er ekki
vestræn uppfinning heldur mannleg-
ur veruleiki.“ Á vef BBC kemur fram að
þessi eindregna yfirlýsing Bandaríkj-
anna geti haft nokkur áhrif á samskipti
landsins við þær þjóðir sem banni
samkynhneigð.
Þessi opinberun á stefnu banda-
rísku stjórnarinnar er þó, eins og margt
annað, einnig talin vera til heima-
brúks. Þannig telja fréttaskýrendur
vestanhafs að yfirlýsingin sé liður í
þeirri áætlun að sópa til sín atkvæðum
samkynhneigðra fyrir forsetakosning-
arnar á næsta ári. Forsetaframbjóð-
endur repúblikana voru sumir hverjir
fljótir að andmæla þessari yfirlýsingu
og sögðu að það þjónaði ekki hags-
munum bandarískra skattgreiðenda
að eyða peningum í að berjast fyrir
sérréttindum samkynhneigðra í öðr-
um löndum.
Standa sig ekki vel sjálfir
Clinton viðurkenndi reyndar í erindi
sínu að Bandaríkin hefðu ekki alltaf
staðið sig vel í réttindamálum sam-
kynhneigðra. Þannig hefði kynlíf sam-
kynhneigðra verið refsivert í sumum
fylkjum til ársins 2003. Þá má nefna
að Obama skrifaði loks fyrr á þessu ári
undir lög þess efnis að samkynhneigð-
ir mættu sinna herþjónustu.
Hilmar bendir einmitt á að það sé
eilítið kaldhæðnislegt að Bandaríkin
taki þessa eindregnu afstöðu nú. Að-
eins sex fylki af fimmtíu heimili hjóna-
band samkynhneigðra.
Þess má líka geta að samkvæmt
ILGA, Alþjóðasamtökum lesbía og
homma, á sér stað gróf mismunun
og mannréttindabrot í garð samkyn-
hneigðra í fjórtán Evrópulöndum.
n Ríkisstjórn Baracks Obama tekur af skarið n Ætlar að nota þróunaraðstoð í þágu sam-
kynhneigðra n „Tímamótaályktun“ segir alþjóðlegur tengiliður Samtakanna 78 á Íslandi
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Samhljóma Obama og David Cameron hafa báðir barist fyrir réttindum samkynhneigðra.
Húsleit vegna
fjöldamorða
Af öllum löndum heimsins er
hættulegast að stíga um borð í
flugvél í Rússlandi. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í úttekt Wall
Street Journal um slysatíðni í flugi.
Níu alvarleg flugslys hafa
orðið í Rússlandi á þessu ári. 43
létust í slysi sem varð skammt frá
borginni Jaroslavl í september
síðastliðnum, þar á meðal heilt ís-
hokkílið. Samkvæmt úttekt Wall
Street Journal er aukin slysatíðni í
Rússlandi ekki úreltum flugvélum
að kenna. Eru flest þessara slysa
rakin til alvarlegra afglapa flug-
manna. Þannig eru dæmi þess
að flugmenn hafi verið drukknir
í flugstjórnarklefanum og virðist
sem lítið eftirlit og minni kröfur til
flugmanna hafi skilað sér í þessari
auknu tíðni slysa. Þá þykja reglur
um flugöryggi í Rússlandi vera
barn síns tíma sé tekið mið af al-
þjóðlegum stöðlum; til eru dæmi
þess að gögn hafi verið fölsuð og
varahlutir í vélar séu keyptir af
vafasömum framleiðendum sem
framleiða eftirlíkingar.
Vakin er athygli á því að fyrir
einungis tveimur árum, eða árið
2009, voru fá ef einhver lönd
öruggari en Rússland. Þá varð
ekkert alvarlegt flugslys í landinu.
Nú er svo komið að slys eru tíðari
í Rússlandi en í öðrum löndum
þar sem slys hafa verið algeng á
undanförnum árum, svo sem í
Kongó og Indónesíu.
Hættulegast að
fljúga í Rússlandi
Alvarlegum flugslysum fjölgað: