Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 12
Himinháar arðgreiðslur Þórólfur Gíslason og Sigurjón Rúnar Rafnsson, æðstu stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga, voru stórtækir í hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrunið. 12 Fréttir 9.–11. desember 2011 Helgarblað www.xena.is Mikið úrval af barnaskóm Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 BARNASTÍGVÉL St. 22-35 Verð 7.995 St. 22-40 Verð 7.995 Gleði á Reyðarfirði: Ljós tendruð á hæsta trénu Ljós voru nýlega tendruð á hæsta íslenska jólatrénu í ár við hátíð- lega athöfn hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti komu í heim- sókn og sungu jólalög við athöfn- ina, sem haldin var miðvikudaginn 7. desember. Tréð, sem er um 13,5 metra hátt sitkagreni, var nýlega fellt í Hallormsstaðaskógi. Að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar hjá Skógrækt ríkisins, var tréð gróð- ursett árið 1979, en fræið er ættað frá Homer í Alaska. Tréð var gróðursett af norskum hópi skógræktarfólks sem kom hingað í vinnuferð árið 1979 og þá gróðursetti hópurinn meðal annars þetta tré. Það hefur vaxið einstak- lega hratt, eða um 40 sentímetra á ári og var orðið 13,5 metra hátt. Engin stög eru notuð til að halda trénu uppréttu heldur var neðsti hluti þess settur ofan í járnhólk, sem steyptur var í níðþunga undir- stöðu. Tréð skartar nú sínu feg- ursta, starfsmönnum – og raunar öllum íbúum Reyðarfjarðar – til yndisauka að því er fram kemur í tilkynningu frá Alcoa. Þ órólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki, hefur hagnast persónulega um að minnsta kosti vel á hundrað milljónir króna á hluta- bréfaviðskiptum síðastliðin ár í gegnum fjárfestingafélag sitt Háu- hlíð 2. ehf. Aðstoðarkaupfélagsstjór- inn, Sigurjón Rúnar Rafnsson, hefur stundað fjárfestingar með Þórólfi í gegnum félag sitt, Háuhlíð 3. ehf., og sömuleiðis hagnast um tugi milljóna króna fyrir vikið. Þriðji við- skiptafélaginn er Jón Eðvald Frið- riksson sem er framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins FISK Seafood sem er að 100 prósenta leyti í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Félag hans heitir Háahlíð 7 ehf. Eignarhalds- félögin eru kennd við götuna þar sem þremenningarnir búa á Sauð- árkróki. Um var að ræða fjárfestingar í hlutabréfum í Kaupþingi, stofnfjár- bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis og í dótturfélagi Kaup- félags Skagfirðinga, FISK Seafood, sem hefur verið að 100 prósenta leyti í eigu Kaupfélags Skagfirðinga frá árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningum eignarhaldsfélaga þeirra og félögunum sem þeir fjár- festu í, meðal annars Matrónu ehf., Gullin ló ehf., Síðasta dropanum ehf. og AB124 ehf. Eitt af eignarhalds- félögum þeirra, Síðasti dropinn, fjárfesti meðal annars fyrir rúma 6 milljarða króna í fjárfestingafélag- inu Sveinseyri árið 2006 þrátt fyrir að hlutafé félagsins væri aðeins 600 þúsund krónur. Viðskipti eignar- haldsfélaganna þriggja eru afar flók- in og ekki mjög gagnsæ. Tugmilljóna arðgreiðslur 2007 og 2008 Árið 2007 tók Þórólfur sér 75 milljóna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu. Fé- lagið hafði þá fengið 83 milljónir króna í arð frá dótturfélögum sínum. Litlar skuldir voru inni í félaginu á móti þess- um eignum eða tæplega 9,5 milljónir króna. Árið eftir, hrunárið 2008, skil- aði félagið 213 milljóna króna hagn- aði og tók Þórólfur 80 milljónir króna í arð út úr félaginu. Eignir félagsins, sem voru bundnar í áðurnefndum dóttur- félögum, höfðu þá aukist úr tæpum 50 milljónum upp í nærri 210 milljónir króna. Enginn arður var tekinn úr fé- laginu næstu tvö árin þar á eftir 2009 og 2010. Sigurjón Rúnar Rafnsson tók sér 9 milljónir í arð út úr sínu félagi árið 2007 og 57 milljónir króna árið 2008. Þá nam arðgreiðslan út úr Háuhlíð 3. til Sigurjóns nærri 13 milljónum króna árið 2006. Þá stóð eignarhaldsfélag Jóns Eð- valds eftir sem eini hluthafi eignar- haldsfélagsins Síðasta dropans í árs- lok 2008 en félagið átti þá eignir upp á rúmlega hálfan milljarð króna. Fram að þeim tíma hafði Síðasti dropinn verið í eigu félaganna þriggja og haldið utan um hlut þeirra í eignarhaldsfélag- inu Fiskileiðum. Högnuðust á hlutabréfum félags í eigu kaupfélagsins Í ársreikningi Fiskileiða fyrir árið 2005 kemur fram að fyrirtækið hafi á árinu keypt rúmlega 3 prósenta hlut í FISK Seafood fyrir nærri 149 milljón- ir króna. Viðskiptin voru fjármögnuð með láni frá lánastofnun, samkvæmt ársreikningnum. Ekki er tekið fram af hverjum bréfin voru keypt. Í byrjun febrúar 2006 sameinuð- ust svo FISK Seafood, Fiskiðja Sauðár- króks og FISK eignarhaldsfélag starf- semi sína undir nafninu FISK Seafood hf. og átti Kaupfélag Skagfirðinga, sem Þórólfur stýrir, 98.8 prósenta hlut í út- gerðarfyrirtækinu eftir þetta. Þetta kemur fram í ársreikningi FISK Sea- food árið 2006. Hluthafi FISK Seafood og Fiskiðju Sauðárkróks, Kaupfélag Skagfirðinga, eignaðist 92 prósent hlutafjár í FISK Seafood með samrun- anum. Eftir stóðu 8 prósent sem voru í eigu annarra aðila. Þessi 8 prósent voru svo seld til Kaupfélags Skagfirð- inga að mestu. 400 milljóna króna hagnaður varð af rekstri FISK Seafood árið 2006 og voru tíu prósent af honum greidd út til hluthafa, aðallega Kaup- félags Skagfirðinga. Kaupfélagið keypti af stjórnend- um kaupfélagsins Í ársreikningi Fiskileiða fyrir árið 2006 kemur fram að á því ári hafi Fiskileið- ir selt rúmlega 3 prósenta eignarhlut sinn í FISK Seafood fyrir rúmlega 252 milljónir króna. Ekki er tekið fram í ársreikningnum hver það var sem keypti bréfin. Bréfin hækkuðu því um 70 prósent frá því Fiskileiðir keyptu bréfin í FISK Seafood og þar til bréfin voru seld en í millitíðinni átti áður- nefndur samruni sér stað. Langtíma- lán félagsins voru greidd upp með söluverði hlutabréfanna, lánið sem tekið hafði verið til að kaupa þau árið áður, og hluthafar félagsins greiddu 75 milljónir króna í arð niður til móður- félaganna þriggja. Miðað við ársreikninga þessara fé- laga er ekki að sjá annað en að hlut- hafar Fiskileiða, sparisjóðsstjórinn Þórólfur, aðstoðarsparisjóðsstjór- inn Sigurjón Rúnar og framkvæmda- stjóri hins sameinaða félags, Jón Eð- vald, hafi hagnast um að minnsta kosti tugi milljóna króna með viðskipti sín Kaupfélagsstjórinn græðir að tjaldabaki n Þórólfur Gíslason var stórtækur í hlutabréfaviðskiptum n Seldi hlutabréf í FISK Seafood með hagnaði n Tók meira en 150 milljónir í arð árin 2007 og 2008 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Eigendur Kaup- félags Skagfirð- inga eru um 1.500 félags- menn sem allir hafa jafnt atkvæðavægi á fundum félagsins og félagið því í raun í eigu íbúa héraðsins. Hrottalegt hundsdráp Hundshræ fannst á floti í Þingeyr- arhöfn á fimmtudag. Hundurinn var bundinn við tvö bílhjól sem fest höfðu verið með reipi í hálsól hans. Fætur hundsins voru bundnar sam- an og virðist einhver hafa drekkt dýrinu að yfirlögðu ráði. Sá sem fann hundinn í höfninni hafði sam- band við lögregluna á Vestfjörðum og tilkynnti málið. Í samtali við DV staðfesti lögreglumaður að sú til- kynning hefði borist en upplýsti einnig að sökum færðar komist lög- reglumenn ekki frá Ísafirði til Þing- eyrar til að athuga málið nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.