Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 30
A lda fæddist í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi til níu ára aldurs en hefur búið á Álftanesi nánast allar götur síðan. Hún var í Langholts- skóla og Álftanesskóla, í Garðaskóla í Garðabæ, og stundaði nám við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ. Alda vann hjá Hagkaupi á fram- haldsskólaárunum og var þjónn við veitingastaðinn Við Tjörnina í fimm ár. Hún hóf að hanna föt um upp úr 1990, stundaði fatahönn- un á eigin vegum og á tímabili með tveimur vinkonum sínum en með þeim stofnaði hún fyrirtækið Snyrti- legur klæðnaður árið 1999 og hefur Alda starfrækt það síðan. Frá árinu 2001 hefur Alda unnið sem stílisti við auglýsingar fyrir sjónvarp, tímarit og dagblöð og verið umboðsmaður fyrir leikara og aðra þá sem leika í auglýs- ingum. Alda setti upp sýningar fyrir Ford-keppnina í samstarfi við Eski- mo Models á síðasta ári og hefur séð um tískusýningar fyrir Kringl- una og Smáralind. Þá hefur hún séð um tískuþætti fyrir Nýtt Líf og Nude Magazine. Fjölskylda Börn Öldu eru Ágúst Ari Þórisson, f. 10.11. 1989, nemi við Margmiðlunar- skólann; Júlía Tómasdóttir, f. 17.5. 1997, grunnskólanemi og aðstoðar- maður móður sinnar; Ísak Eldar Inga- son, f. 18.11. 2002, grunnskólanemi; Mikael Elí Ingason, f. 18.11. 2002, grunnskólanemi. Systkini Öldu eru Íris Dögg Guð- jónsdóttir, f. 26.11. 1985, starfsmaður við Landspítala Háskólasjúkrahús, búsett á Álftanesi; Daníel Þór Guð- jónsson, f. 2.1. 1986, bifvélavirki, bú- settur á Álftanesi. Foreldrar Öldu eru Hjördís Vil- hjálmsdóttir, f. 5.11. 1953, húsmóðir, og Guðjón Ágúst Sigurðsson, f. 15.8. 1954, bílamálari. Þau eru búsett á Álftanesi. S igurfinnur fæddist í Birt- ingaholti og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugarvatni 1949 og lauk prófi frá Garðyrkjuskóla rík- isins 1953. Sigurfinnur stundaði garðyrkju- búskap í Birtingaholti 1953–63. Þá flutti hann á Selfoss þar sem hann hefur búið síðan. Hann var skrif- stofumaður hjá Kaupfélagi Árnes- inga til 1974 og skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi til 2001. Sigurfinnur starfaði mikið inn- an raða framsóknarmanna á Suður- landi, var formaður FUF í Árnessýslu og formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins á Suðurlandi 1963–69, var formaður Verslunar- mannafélags Árnessýslu um skeið, sat í stjórn Starfsmannafélags ríkis- stofnana og var þar varaformaður og gjaldkeri í mörg ár. Þá sat hann í fjölda samninganefnda, átti sæti í Félagsdómi á vegum BSRB og var formaður Golfklúbbs Selfoss í níu ár. Sigurfinnur var einn af stofnend- um og fyrsti formaður Þroskahjálpar á Suðurlandi, átti sæti í svæðisstjórn um málefni fatlaðra þar, að undan- skildum fjórum árum sem hann var skipaður formaður stjórnarnefndar í málefnum fatlaðra. Fjölskylda Kona Sigurfinns er Ásta, f. 8.2. 1933, húsmóðir. Ásta er dóttir Guðmundar Guðmundssonar, bónda á Högna- stöðum í Hrunamannahreppi, og k.h., Kristbjargar Sveinbjörnsdóttur frá Heiðarbæ í Þingvallasveit. Börn Sigurfinns og Ástu eru Krist- björg Sigurfinnsdóttir, f. 24.4. 1953, deildarstjóri við Landsbankann í Reykjavík, gift Eiríki Einarssyni, vél- virkja og starfsmanni hjá Toyota- umboðinu, og eiga þau tvö börn; Sig- ríður Jónína Sigurfinnsdóttir, f. 12.8. 1958, húsfreyja að Hrosshaga í Bisk- upstungum, gift Gunnari Sverrissyni, bónda þar, og eiga þau tvö börn og tvö fósturbörn; Snorri Sigurfinns- son, f. 24.7. 1967, löggiltur fasteigna- sali, búsettur á Selfossi, kvæntur Sig- rúnu Ólafsdóttur póstfulltrúa og eiga þau tvö börn, auk þess sem hún á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Sigurður Már Sigurfinnsson, f. 6.1. 1969, bú- settur á Selfossi. Hálfbróðir Sigurfinns, samfeðra, var Ásgeir Sigurðsson, f. 19.11. 1927, d. 4.3. 2009, var rafvirki, lengi búsett- ur í Bandaríkjunum. Alsystkini Sigurfinns eru Ásthild- ur, f. 10.6. 1928, húsfreyja í Birtinga- holti; Arndís Sigurðardóttir, f. 21.7. 1930, húsfreyja að Miðfelli; Ágúst Sigurðsson, f. 22.8. 1936, bóndi í Birt- ingaholti; Magnús Sigurðsson, f. 21.7. 1942, bóndi í Birtingaholti; Móeiður Áslaug Sigurðardóttir, f. 27.11. 1943, d. 18.1. 2002, ljósmóðir í Reykjavík. Foreldrar Sigurfinns: Sigurður Ágústsson, f. 13.3. 1907, d. 12.5. 1991, bóndi, skólastjóri, tónskáld og org- anisti í Birtingaholti, og k.h., Sigríður Sigurfinnsdóttir, f. 11.7. 1906, d. 16.5. 1983, húsfreyja. Ætt Ágúst var sonur Helga, b. í Birtinga- holti, Magnússonar, alþingismanns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móð- ir Magnúsar var Margrét Ólafsdóttir, b. í Efri-Seli, Magnússonar, og konu hans, Malínar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni, Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættarinnar. Móðir Helga var Katrín Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, ættföður Reykjaættarinnar, langafa Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups. Móðir Sigurðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen, læknis og alþm. á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna amtmanns og skálds. Skúli var sonur Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarinssonar, sýslu- manns á Grund í Eyjafirði og ætt- föður Thorarensenættar Jónssonar. Móðir Skúla var Steinunn Bjarna- dóttir landlæknis Pálssonar og Rann- veigar Skúladóttur, landfógeta Magn- ússonar. Móðir Móeiðar var Sigríður Helgadóttir, konrektors í Skálholti, Sigurðssonar, og Ragnheiðar Jóns- dóttur, systur Valgerðar, konu bisk- upanna Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar, ömmu Stein- gríms Thorsteinssonar skálds og langömmu Níelsar Finsen, nóbels- verðlaunahafa í læknisfræði. Sigríður, móðir Sigurfinns, var dóttir Sigurfinns Sigurðssonar, ís- húsvarðar í Keflavík, og Jónínu Þórð- ardóttur. Sigurfinnur verður að heiman á afmælisdaginn. Sigurfinnur Sigurðsson Fyrrv. skrifstofustjóri á Selfossi Alda B. Guðjónsdóttir Stílisti á Álftanesi 40 ára á sunnudag 80 ára á sunnudag H ermann fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Seltjarnar- nesi. Hann var Mýrarhúsa- skóla og Valhúsaskóla, stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan sveins- prófi í prentsmíði, stundaði síðan ljósmyndanám við London College of Communication og lauk þaðan prófum í ljósmyndun. Hermann var háseti á sumrin hjá Landhelgisgæslunni á framhalds- skólaárunum, var aðstoðarmaður í ljósmyndun hjá Guðmundi Ingólfs- syni hjá Ímynd, lærði og starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda, starfaði síð- an við auglýsingastofuna Fíton á ár- unum 2004–2006, hefur síðan verið prentsmiður hjá Jónsson & Lemacks frá 2008 auk þess sem hann starfar sjálfstætt. Hermann hefur starfað með Björgunarsveitinni Ársæli frá 1998 og er þar undanfari. Fjölskylda Eiginkona Hermanns er Sigríður Dögg Arnardóttir, f. 10.12. 1982, kyn- fræðingur. Dóttir Hermanns og Sigríðar Daggar er Íris Lóa Hermannsdóttir, f. 2.8. 2011. Hálfbróðir Hermanns, sam- mæðra, er Ágúst Fjeldsted, f. 24.8. 1972, flugvirki, búsettur á Seltjarnar- nesi. Hálfsystkini Hermanns, sam- feðra, eru Sigurður Rúnar Sigurðs- son, f. 3.7. 1988, húsasmiður á Akra- nesi; Katrín Dúa Sigurðardóttir, f. 1.2. 1990, nemi í verkfræði við Háskólann í Reykjavík. Foreldrar Hermanns eru Edda Haraldsdóttir, f. 25.12. 1954, verslun- armaður, búsett á Seltjarnarnesi, og Sigurður Hermannsson, f. 3.7. 1953, húsasmiður á Akranesi. Hermann Sigurðsson Prentsmiður í Reykjavík 30 ára á föstudag B jarney fæddist í Vestmanna- eyjum en ólst upp frá fjög- urra ára aldri á Selfossi. Hún var í Sólvallaskóla, stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk þaðan stúdents- prófum 2002 og stundar nú nám í líf- eindafræði við Háskóla Íslands. Þá lærði hún snyrtifræði við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og lauk prófum í þeirri grein. Bjarney starfaði á Snyrtistofu Ólafar á Selfossi og var búsett í Kaup- mannahöfn um skeið þar sem hún starfaði fyrir Mörtu Rúnarsdóttur, hönnuð í versluninni Schou Queen. Þá hefur hún starfaði við verslun móður sinnar, Motivo á Selfossi, sl. þrjú sumur með námi. Fjölskylda Unnusti Bjarneyjar er Ævar Þór Ólafsson, f. 27.5. 1977, bifvélavirki. Dóttir Bjarneyjar og Ævars Þórs er Birta Dís Ævarsdóttir, f. 11.7. 2008. Systir Bjarneyjar er Ásta Björg Kristinsdóttir, f. 22.6. 1978, hönnuð- ur og flugfreyja, búsett á Selfossi. Foreldrar Bjarneyjar eru Erla Gísladóttir, f. 21.5. 1955, kaupmaður í Motivo á Selfossi, og Kristinn Gríms- son, f. 17.3. 1953, rafvirki á Selfossi. Bjarney Sif Kristinsdóttir Nemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands 30 ára á föstudag Vigdís Björnsdóttir Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Blönduósi 60 ára á föstudag V igdís fæddist á Blöndu- ósi og ólst þar upp. Hún lauk grunnskólanámi frá Grunnskólanum á Blönduósi 1967, lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar 1968, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugum í Þing- eyjarsýslu 1969–70, stundaði nám við Hjúkrunar skóla Íslands og lauk þaðan prófum 1973. Vigdís vann eitt ár á Héraðs- hælinu á Blönduósi, starfaði á Borgar spítalanum í sex ár og hefur starfað við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi frá 1980 þar sem hún er nú deildarstjóri. Vigdís hefur starfaði í Oddfellow- stúku frá 2003. Fjölskylda Vigdís giftist 17.7. 1976 Albert Stef- ánssyni, f. 9.4. 1949, sjúkraliða við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Hann er sonur Stefáns Guðmunds- sonar sjómanns og Jónu Erlingsdótt- ur húsmóður sem bæði eru látin. Börn Vigdísar og Alberts eru Björn Albertsson, f. 9.12. 1978, bak- ari og matreiðslumaður við Hörpu- disk, veislueldhúsið í Hörpu, bú- settur í Mosfellsbæ en sambýliskona hans er Hafrún Ósk Sigurhansdóttir og eiga þau saman einn son, Snæ- björn Húna, en dætur Björns frá því áður eru Helga Rakel og Vigdís auk þess sem synir Hafrúnar frá því áður eru Emil Agnar og Almar Freyr; Ragnar Albertsson, f. 5.1. 1982, bú- settur í New York en eiginkona hans er Helene Belding; Alda Albertsdótt- ir, f. 5.4. 1983, starfsmaður við leik- skóla á Suðureyri við Súgandafjörð en eiginmaður hennar er Hafliði Þór Kristjánsson og eru börn þeirra Sig- ríður Svala, Ólafur Benóný og Stef- anía Jóna auk þess sem Hafliði á tvö börn frá því áður, Halldóru Rán og Þórarinn Vigni. Stjúpdætur Vigdísar voru Svala Albertsdóttir, f. 23.12. 1967, d. 30.5. 2002, var húsmóðir og sérhæfður starfsmaður í rækjuvinnslu, búsett á Blönduósi en börn hennar eru Guð- björg og Albert Óli; Sigríður Jóna Al- bertsdóttir, f. 25.1. 1973, d. 9.6. 1998, var húsmóðir í Reykjavík en börn hennar eru Daníel Freyr og Nína Dögg. Bróðir Vigdísar er Eiríkur Ingi Björnsson, f. 30.6. 1956, húsasmið- ur, nú starfsmaður Blönduvirkjunar, en kona hans er Kristín Guðmanns- dóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Foreldrar Vigdísar: Björn Ei- ríksson, f. 24.5. 1927, d. 4.1. 2008, var bifvélavirki á Blönduósi, og Alda Theódórsdóttir, f. 17.7. 1932, fyrrv. starfsstúlka við Kaupfélagið á Blönduósi. 30 Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.