Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 37
37Helgarblað 9.–11. desember 2011 „Brakið er æsispennandi og blóðugur hryllingur með dulrænni dramatík.“ „Leikurinn er að flestu leyti vel heppnaður.“ Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur Call of Duty: Modern Warfare Uppáhaldsjólamyndin? Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona „Ég get ekki valið, þær eru svo margar. Christmas Vacation, It’s a Wonderful life og Love Actually.“ N ýjasta bók Oddnýj- ar Eirar Ævarsdóttur, Jarðnæði, er fyrst og síðast afar skemmti- leg aflestrar. Bókin byggir að stóru leyti á atburð- um úr hennar eigin lífi síðast- liðin ár og pælingum hennar um allt og ekkert. Bókin varp- ar upp svipmyndum af flandri hennar hingað og þangað um Ísland og útlönd: Nýlendu- götuna í Reykjavík, Stykk- ishólm, Hveragerði, Skóga, Grímsstaði á Fjöllum, Þing- velli, Vopnafjörð, Manchester, París, Istanbúl, svo dæmi séu tekin. Yfirferð og útþrá Odd- nýjar er svo mikil að hún vísar til sín sem farfugls. Þó bókin byggi á lífi Oddnýjar að miklu leyti tekur hún sér örugglega skáldaleyfi í lýsingum þó erfitt sé fyrir lesandann að átta sig alltaf á því hvenær og hvernig hún gerir það. Oddný er aðalsögupersón- an í bókinni, sögumaðurinn í fyrstu persónu eintölu, en aðrar sögupersónur eru kær- astinn hennar, rithöfundurinn Fugli, og bróðir hennar, forn- leifafræðingurinn Ugli. Þeir sem til þekkja munu örugg- lega geta áttað sig á því á hvaða persónum margir karakterar í bókinni byggja, til dæmis rit- höfundurinn djúpvitri Íkorni, sem sögumaðurinn kynnist í Hveragerði. Raunverulegir at- burðir úr lífi ýmissa sögupers- óna rata meira að segja inn í þráð bókarinnar. Þessar teng- ingar við raunheiminn ættu þó ekki að skipta máli þegar bókin er lesin þó skemmtilegt sé að sjá hvernig Oddný nýtir sér eigið líf og raunveruleik- ann við uppbyggingu bókar- innar. Ástin og hrunið Bókin er byggð upp á stuttum köflum, dagbókarfærslum, frá einni blaðsíðu upp í nokkrar síður, þar sem sögu- maður er staddur á einhverj- um ákveðnum stað á tilteknu tímabili og lýsir því sem hann sér og hugsar. Tímarammi bókarinnar er síðastliðin tvö ár eða svo í lífi sögumanns. Íslenska efnahagshrunið er afstaðið – Oddný vísar til þess á mörgum stöðum – og lýkur bókinni á umræðunni um ætluð kaup Kínverj- ans Huangs Nubo á Gríms- stöðum á Fjöllum, þaðan sem hún er ættuð. Oddný er því, að hluta, að takast á við stemninguna á Íslandi eft- ir hrunið eftir að hafa dvalið langdvölum í Frakklandi við nám í heimspeki. Í upphafi bókarinnar kem- ur ástin til sögunnar hjá hin- um rótlausa höfundi – Fugli – og saman leita þau sér að samastað, jarðnæði, á Íslandi en ferðast einnig til útlanda. Ástarsagan í bókinni kem- ur með erótíska vídd inn í hana, vissan hversdagslegan hita. Þetta er á köflum volg bók, holdleg, og yfirleitt blíð og mjúk. Þó bókin snúist um vissa leit sögupersónunnar verður samt ekki sagt að þetta sé bók með plotti. Í henni er ekki að finna söguþráð eða röklega framvindu þar sem eitt leiðir af öðru – þetta er ekki þannig skáldsaga. Oddný býr ekki til flókinn söguheim sem lýtur einhverjum innri lögmálum. Bókin fjallar um hana sjálfa, hennar þanka, hennar fólk og hennar land sem henni þykir vænt um – Oddný undirstrikar í bók- inni þann mikilvæga greinar- mun sem er á föðurlandsást og þjóðernishyggju, sá sem elskar landið sitt er ekki endi- lega þjóðernissinni. Jarðnæði endar heldur ekki á einhverri ákveðinni niðurstöðu. Leikgleðin Oddný leikur sér mikið í þess- ari bók; leyfir sér að teygja tungumálið í margar áttir, nota slangurorð og skemmti- legt tal- og barnamál eins og „gotterí“ og fleiri slík. „Ég er búinn að vera að skrifa lista af orðum sem enda á tveim- ur essum í íslensku: fúss, rass, hoss, spíss, koss, fliss…“ Þessi leikgleði minnti mig stundum á æringjann Þórberg í bókum eins og Sálminum um blómið, barnamálsbókinni hans sem er svo yndisleg. Lýsingar Oddnýjar á tón- leikum með rapparanum Snoop Doggy Dogg í Bret- landi eru skemmtilegar þó svo að lesendur sem eru mikið eldri en fertugir muni örugg- lega ekki tengja við kómíkina eða átta sig á því hver þessi „heimilislausi hundur“ er sem segir áhorfendunum að setja „móðurserðishendur“ sínar á loft. Oddný býr til ný- yrði í bókinni og notar gömul orð á frumlegan hátt – ísrétt- urinn víðfrægi, séríslenski og sjoppulegi, bragðarefur, er til dæmis allt í einu kominn með skott. Auðlindamat Oddnýjar En hvert leiðir eiginlega þetta skemmtilega samhengis- lausa spjall Oddnýjar? Svo sem ekki neitt sérstakt en hún staldrar verulega við Nubo- málið. Þó bókin sé galsafeng- in og gáskafull hefur Oddný virkilega sterkar meining- ar um sölu á stórum landar- eignum á Íslandi til erlendra aðila sem lítið er vitað um. Þá hverfur flipptónninn úr bókinni og alvaran tekur við. „Ég er að reyna að róa mig og anda djúpt. En ég er með tár í augum og kökk í hálsi. Við vorum að horfa á kvöldfréttir og fyrsta fréttin að búið væri að selja Hólsfjöllin.“ Hún tel- ur einkaeign á svo stóru landi vera „tímaskekkju“: „Það verður að hugsa upp á nýtt tengsl einkaeignar á landi og almannaeignar á auðlind- um. Loksins er verið að við- urkenna lagalega að vatn sé auðlind. En hvað með auðn- ina, fegurðina og andrýmið, andrúmsloftið?“ Þessi speki er kannski hið heimspekilega manifestó bókarinnar, alvarlegi þráður hennar sem allur galsinn og fjörið leikur svo um í bland. Auðlindamat Oddnýjar virð- ist vera óefnislegt að hluta til. Hún sér verðmætin í hlutum sem ekki eru efnislegir, eins og til dæmis náttúrufegurð og örugglega líka fegurð bóka og annarra hugverka. Þessi sýn Oddnýjar er auð vitað bæði rétt og skynsamleg – getur einhver neitað því að að íslensk náttúra og fegurð hennar sé auðlind í sjálfu sér óháð efnahagslegum sjónar- miðum – en þessi sýn vill oft gleymast víðs vegar í samfé- laginu. Þess vegna er mikil- vægt að halda því til haga að auðlindir geta líka verið óver- aldlegar og að þær lindir séu sennilega þær dýrmætustu þegar öllu eru botninn hvolft. Þetta er að minnsta kosti lík- lega ein af þeim tilfinning- um sem lesandi Jarðnæðis fær: Sögumaðurinn er í leit að auðlindum, gæðum sem ekki eru efnahagsleg, sama hvort um er að ræða ástina, náttúruna, hugmyndirnar, samastað, eða tengsl við vini og ættingja. Frá hversdagsleika til heimspeki Bókin er fjörlega stíluð og sérviskuleg. Stíllinn er rant- kenndur, höfundurinn læt- ur flest flakka í belg og biðu, spurningar, stórar sem smá- ar, og lætur sig flest mannlegt varða: Allt frá ísáti í sjoppum landsins og öpunum í Eden í Hveragerði til spurninga um eðli eignarréttar og auðlinda, hugmynda Hönnu Arendt um rými og mótsagnakenndra hugmynda í heimspeki Aristó- telesar. Oddný mun hafa skrifað bókina þannig, líkt og hún greindi frá í viðtali við Víðsjá í vikunni, að hún ritaði færsl- urnar hratt, nánast án grein- armerkja eða greinarskila, og án mikillar ígrundunar eða umhugsunar fyrst um sinn, en svo fór hún aftur yfir text- ann, lagaði og snurfusaði. Með þessari aðferð getur nást visst flæði í textann, ef vel tekst til. Þessari aðferð svip- ar til þekktra aðferða í bók- menntum liðinna áratuga, meðal annars aðferða banda- ríska bítskáldsins Jacks Kero- uac sem vildi ná streymi hugs- ana sinna á blað óhindrað og kallaði það „spontaneous prose“. Kerouac límdi saman stóra pappírsrenninga á gólf- inu hjá sér og skrifaði og skrif- aði á fjórum fótum án þess að þurfa að stoppa flæði hugsun- ar sinnar til að skipta um blað í ritvél eða annað slíkt. Í tilfelli Oddnýjar tekst henni vel að skapa flæði í bókinni og text- inn rennur áfram, án þess þó að hún fari yfir strikið og tapi sér og lesandanum í hugrenn- ingum sínum. Mér fannst gaman að lesa þesa bók, hún kætir og hress- ir, jafnvel þó hluti umfjöll- unarinnar gæti virst tyrfinn við fyrstu sýn er Oddný góð í að setja flóknari hugmynd- ir sínar fram á einfaldan hátt. Kápa bókarinnar er svo einn- ig að öllum líkindum sú best heppnaða þessi jólin. Farfugl leitar róta Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Bækur Jarðnæði Höfundur: Oddný Eir Ævarsdóttir Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Útgáfa: Bjartur 210 blaðsíður Á Grund Oddný Eir sést hér lesa upp úr bók sinni, Jarðnæði, fyrir íbúa á elliheimilinu Grund á miðvikudaginn. Bókin er ein af þeim sem eru til- nefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki skáldverka. marga mánuði að seinni mynd- inni Leyndardómar eldfjalls- ins, eða Into the Volcano. „Við fengum verkfræðinga til að út- færa hugmynd að lyftu sem við vildum útbúa þannig að hægt væri að ferja mannskapinn og tækin niður í Þríhnúkagíg á sem öruggastan máta,“ segir Anna Dís. „Við settum okkur mjög strangar öryggis- og umgengni- kröfur og vorum með frábæra leiðangursstjóra.“ 390 milljónir hafa séð myndir Profilm Seinni myndin sló í gegn eins og sú fyrri. Samtals hafa 390 millj- ónir manna víða um heim horft á myndir þessa litla kvikmynda- gerðarteymis frá Íslandi. Anna Dís, Jóhann og Hin- rik eru kvikmyndagerðarfólk á heimsmælikvarða. Anna Dís hefur unnið mikið með BBC og National Geographic og allt teymið með NBC og fleiri af stærstu stöðvum heims. „Við vinnum mikið við að taka á móti erlendum sjón- varpsstöðvum og að skipuleggja fyrir þær tökur hér á landi. Þá koma þær með sitt eigið töku- lið. Við tökum líka mikið fyrir er- lendar sjónvarpsstöðvar og höf- um selt þeim efni,“ segir Jóhann. Hinrik nefnir stöðu kvik- myndagerðar hérlendis í sam- anburði. „Kvikmyndageirinn hefur verið fjársveltur hér á landi og ástandið erfitt síðan kreppan skall á. Það verður eitthvað að breytast til þess að greinin deyi ekki út. Áhugi fólks um allan heim á myndinni, þar sem ís- lenskir vísindamenn og náttúra er í forgrunni er gott dæmi um ómetanlega landkynningu. Á meðan sú kynning stendur yfir er milljónum veitt í aðkeypta landkynningu en á sama tíma skorið niður í kvikmyndagerð. Þetta er eins mótsagnakennt og það verður,“ segir Hinrik. Katla næst í lokin sýnir Jóhann blaðamanni myndir af sigkatli Kötlu. Þau munu koma til með að gera aðra mynd fyrir National Geographic um það gos. Þau hafa því fylgst grannt með Kötlu, hræringum í henni. Þau hafa tekið mynd- ir af breytingum á sigkatlinum. „Sjáðu muninn,“ segir Jóhann og fer frá einni mynd sem sýn- ir sigketilinn í sumar yfir í aðra sem er tekin nýlega. Þar sést sigketillinn, grár, sprunginn og reiðilegur. Munurinn er mikill. Landslagið hefur breyst gríðar- lega og er á fleygiferð. Það kem- ur líka á óvart hvað sigketillinn þekur stórt landsvæði. „Sagn- fræðin gefur ekkert svigrúm til að efast,“ segir Jóhann. „Katla mun gjósa og það verður hund- raðfalt á við síðasta gos.“ „Katla mun gjósa og það verður hundraðfalt á við síðasta gos. Ofan í þríhnúkagíg Hættuleg ferð kvikmyndagerðarmanna ofan í gíg sem eitt sinn var fullur af rauðglóandi kviku. Vel útbúinn Hinrik Ólafsson í öskufallinu á Fimmvörðuhálsi. Í öskufalli Tökurnar voru í miklu návígi við eldspúandi náttúruna. „Einn steinn hefði get- að orðið okkur að bana einstakt Verið velkomin á sýningu Ásgeirs Smára „Plássið“ Sýningin stendur til 11. desember. eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.