Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 54
54 Fólk 9.–11. desember 2011 Helgarblað Ánægður með Fjölni Sprelligosarnir Auddi og Sveppi gerðu vini sínum Atla Þór Alberts- syni mikinn grikk í útvarpsþætt- inum FM95BLÖ í vikunni. Þeir hringdu í kappann og spurðu hann út í nýjan kærasta fyrrver- andi eiginkonu hans, Bryndísar Ásmundsdóttur. En eins DV hefur sagt frá áður þá er það enginn annar en hestamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson. Í þættinum tíunduðu félagarnir gríðarlega mannkosti Fjölnis og veltu fyrir sér hvernig Atla liði með það að þessi mikli maður væri með fyrrverandi eiginkonu hans. Atli kippti sér nú ekki mikið upp við glensið í strák- unum og sagðist ekki geta verið annað en ánægður með Fjölni. Erpur kveður í bili Rapparinn Erpur Eyvindarson kveður Ísland í dag, föstudag, en hann er farinn til Kúbu þar sem hann verður næstu þrjá mán- uðina. Eitt af því síðasta sem Erp- ur gerði var að taka við gullplötu fyrir sölu á plötu sinni, KópaCab- ana, en afhendingin fór fram í Hamraborginni í Kópavogi. Erpur fer utan ásamt bróður sínum og móður og munu þau meðal annars hjálpa innfæddum við að höggva sykurreyr. Ruglaðar jólagjafir Útvarpsmennirnir og vélbyssu- kjaftarnir í Harmageddon, Frosti Logason og Máni Pétursson, eru í viðtali í nýjasta hefti Monitor. Þar eru þeir félagarnir spurðir út í jólin og segir Máni að Frosti gefi alltaf „ruglaðar jólagjafir“. „Ég fékk til dæmis einu sinni bók frá honum sem fjallaði um trúleysi og hvað það væri gott að vera trúlaus. Bækurnar sem ég fæ frá Frosta í jólagjöf fjalla eiginlega allar um það, að ég hafi rangt fyrir mér þegar kemur að trú,“ segir Máni. „Ég drepst þar sem mér sýnist“ Ö ldum saman hafa sviðsljósin verið óþrjótandi uppspretta söguburðar og slúðurs. Leik- arinn og rithöfundurinn góð- kunni Gísli Rúnar Jónsson hefur síðastliðin 40 ár safnað sögum úr bransanum og hefur nú sett þær kræsilegustu á bók sem heitir Ég drepst þar mér sýnist. Í bókinni spretta fram 2.000 ljós- lifandi frásagnir af sigrum, ósigrum og hraksmánarlegum mistökum leikara, skemmtikrafta, útvarps- og sjónvarpsfólks, gagnrýnenda og ótal annarra. Shakespeare skandal- íserar á knæpu í Lundúnum, Flosi Ólafs kærir sjálfan sig fyrir þjóð- leikhússtjóra, Stefán Karl Stefáns- son og Hilmir Snær Guðnason kála áhorfanda á 12. bekk. Gunnar Eyj- ólfsson stelur senunni frá hryðju- verkamönnum, íslenski sjónvarps- stjórinn verðandi reynir við Juliu Roberts, óperusöngkonan sefur hjá stöðumælaverðinum, að ógleymd- um ljósameistaranum sem tekur rafmagnið af í miðri sýningu með þeim afleiðingum að Þjóðleikhús- kórinn gengur rakleitt ofan í hljóm- sveitargryfjuna. Bókin hefur vakið viðbrögð hjá flestum og má nefna að Bobba Marínrós, sviðsljósaráðgjafi og stefnumótalögga segir á Facebook- síðu sinni: „Maðurinn er klárlega á sýru. Set læk á bókina. Það er eitt- hvað asnalega krúttlegt við hana.“ Segja má að orð Lilju Aðalsteins- dóttur, bókmenntagagnrýnanda Herðablaðsins, lýsi bókinni sem bókaútgáfan Tindur gefur út einna best: „Þessi bók gerir það sama fyrir leiklistarsöguna og Monica Lew- insky gerði fyrir Bill Clinton.“ n Gísli Rúnar leysir frá skjóðunni Drepst þar sem honum sýnist Gísli Rúnar segir ótal sögur í nýrri bók sinni. S ölvi Tryggvason er nýkom- inn heim úr kosningaeftir- liti í Rússlandi. Þangað fór hann á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í gegnum íslenska utanríkisráðuneyt- ið og segir ferðasögu sína en ferðalag hans var bæði langt og strangt. „Þetta var vikuferð með ferða- lögum og keyrslan því nokkuð þétt,“ segir Sölvi. „Alls voru þetta sex flug- ferðir á sjö dögum og vegalengdin ekkert smotterí, þar sem ég var stað- settur í Novosibirsk, sem er þriðja stærsta borgin í Rússlandi og er norður af Kasakstan og Mongólíu. Bara flugið frá Moskvu og þangað tók um fjórar klukkustundir, enda meira en þrjú þúsund kílómetra leið. Mér brá samt eiginlega þegar ég skoð- aði landakortið, þar sem ég var ekki nema rétt kominn hálfa leiðina aust- ur að landamærunum hinum megin. Sumir kosningaeftirlitsmannanna fóru til Vladivostok og þá ertu kom- inn nánast að landamærum Japan. Rússland er gífurlegt flæmi. Svo stórt að það er hreinlega erfitt að gera sér grein fyrir því.“ Lýðræði hvergi til Sölvi hitti marga kynlega kvisti í Rússlandi og var lesinn pistillinn af einum fulltrúa kommúnistaflokks- ins. „Ég var fjóra daga í Síberíu og það var mjög áhugavert að fá að kynn- ast staðháttum þar og eins að geta átt samskipti við íbúana á staðnum á kjördag í gegnum túlk. Ég hitti til að mynda tvær eldri konur sem spurðu mig mikið út í kosningar á Íslandi og hvernig þær færu fram. Þær létu svo Bandaríkjamanninn sem var með mér í teymi heyra það og sögðu að lýðræðið væri mun betra í Rúss- landi. Einn fulltrúa kommúnista- flokksins á einum kjörstaðanna hélt yfir mér langa ræðu um það að lýð- ræði væri hvergi til og allt tal um það væri hreint og klárt grín. Almennt var fólkið ansi vingjarnlegt og sýndi Ís- landi mikinn áhuga.“ Kuldinn var gríðarlegur í Rúss- landi og vinnan mikil. Álagið á kjör- dag var að sögn Sölva ansi mikil törn. „Það var auðvitað kalt eins og gefur að skilja, svona á bilinu 10–15 gráðu frost, en það var víst óvenjuhlýtt mið- að við árstíma. Frostið þarna fer nið- ur í 40 gráður þegar kaldast verður. Auk þess var vinnan mikil, til að mynda 25 klukkutímar í beit á kjör- dag, þannig að þetta var töluverð törn.“  Axir notaðar til að farga kjör- seðlum „Ég var í stórborg, þannig að þar var lífsstílinn og líf fólksins ekki svo langt frá því sem við eigum að venjast. En þó var þetta dálítið eins og að koma 20–30 ár aftur í tímann á köflum,“ segir Sölvi. „Sérstaklega sá maður það þegar maður fór aðeins út úr borginni. Þar var niðurníðslan meiri á byggingum og fátæktin augljóslega meiri. Tveir úr hópnum okkar voru sendir langt út í sveitir Síberíu og þar er sagan dálítið önnur. Hótelið sem þeir dvöldu á bauð hvorki upp á sal- erni né mat. Þegar kjörseðlum var fargað voru notaðar axir og þar fram eftir götunum.“  Almennt einkenndist þessi ferð af litlum svefni, miklum ferðalögum, en stöðugum, áhugaverðum hlut- um og hann segist þyrsta í meira og finnst landið áhugavert. „Eftir að hafa farið þessa ferð hef ég farið á netið og skoðað möguleika á að taka Síberíuhraðlestina þvert yfir Rússland. Landið er gríðarlega áhugavert og sagan drýpur af hverju strái.“ kristjana@dv.is Vann 25 klukku- tíma í einni lotu n Ferðasaga Sölva Tryggvasonar frá kosningaeftirliti í Rússlandi n Langar að fara í ferðalag með Síberíuhraðlestinni n Axir notaðar til að farga kjörseðlum Langar aftur til Rússlands Sölva finnst landið áhugavert og sagan drýpur af hverju strái. Hann hefur hug á að taka Síberíuhraðlestina og ferðast meira um Rússland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.