Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 27
Dómstóll götunnar Sýnir viljann í liðinu Ég leyfi mér allt en ég hreyfi mig líka Stjörnukokkurinn og sælkerinn Rikka neitar sér ekki um neitt góðgæti. – DV „Mér finnst vanhæfni Jóns Gnarr fyndin. Ég mun örugglega ekki kjósa þau.“ Trausti Einarsson 20 ára nemi „Já, hvers vegna ekki. Mér finnst alltaf áhugavert að sjá ný framboð koma fram. Nýir flokkar skora þankagang gömlu flokk- anna á hólm, sem er áhugavert.“ Alexander De Flaur 23 ára nemi við HR „Ég hef litla skoðun á þessu núna. Að sumu leyti er ég ánægð með Besta flokkinn, þótt eitt- hvað megi laga.“ Maggý Mýrdal 32 ára verslunarmaður „Ég gæti jafnvel hugsað mér það, vegna þess að framboðið er eitthvað nýtt og ég er búin að fá leið á öllum hinum.“ Álfrún Tryggvadóttir 29 ára hagfræðingur Ætlar þú að kjósa Besta flokks- framboðið nýja? Kynbundið ofbeldi og áhrif klámvæðingar? S nemma á árinu skrifaði ég blaðagrein þar sem ég viðraði þá skoðun mína að klám sé ofbeldi. Í greininni talaði ég um tvær hliðar klámsins, glansmyndina annars vegar (þá sýn og skoðun að klám sé í senn spennandi og saklaus leikur) og blekkinguna hins vegar, þá staðreynd að handan glansmyndarinnar sé bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að ríða hvert öðru – ef ekki hrein- lega bara að nauðga hvert öðru, því oftar en ekki neyðast konur út í klám, og jafnvel karlar líka. Fyrir þá sem ekki trúa slíkum fullyrðingum bendi á bók- ina Ordeal sem Linda Lovelace skrifaði um reynslu sína í heimi klámsins. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál – klámið er alls staðar. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfir- borðskenndur og djarfur, að tengja sig við dægurmenningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimm- eruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugar- far klámsins hefur smitast inn í sam- félagið og á stuttum tíma er búið að gjaldfella kynlíf, gera það að markaðs- vöru og klína því út um allt. Ástin er hallærisleg og að sofa alltaf hjá sömu manneskjunni er ótrúlega óspennandi og í raun bara glatað. Allt þarf að vera spennandi, fjölbreytt og nýtt – kynlíf er tölvuleikur, klámmynd, Disneyland holdsins, og skal stundast með alls konar gúmmídóti, leðurdrasli, dópi og sleipiefnum – og helst með konum sem eru hálffylltar silíkoníi og gúmmíi og eru tilbúnar að gera allt sem klámið krefst; nei ein kona er ekki nóg, það er betra að þær séu tvær eða þrjár því það þarf auðvitað að prófa alls konar sem er búið að sýna, sjá og heyra. Að tala um konur sem leikföng og hluti og beygja þær undir reglur, vilja og þarfir klámsins, hins mikla og sísvanga ofurtittlings sem fær aldrei nóg, er valdbeiting, lesist ofbeldi. Eins og ég hef bent á áður er of- beldi ekki bara blóð og brotin bein. Kúgun er ofbeldi. Fyrir 50 árum var konan kúguð til að vera heima, ala upp börn og elda, hvort sem henni líkaði það betur eða verr. Nú á dög- um eru margar ungar konur kúgaðar, meðvitað og ómeðvitað, til að klæða sig svona en ekki hinsegin, til að sýna sig svona en ekki hins veginn, til að taka þátt í markaðssetningu holdsins án þess að fá tíma eða tækifæri til að íhuga hvar sú kúgunarpressa endar eða hvaða afleiðingar hún getur haft. Ég er að bregða upp svarthvítri mynd, en öðruvísi komast skilaboðin ekki alla leið. Kallið mig risaeðlu og afturhaldsegg, en ég held því blákalt fram að kynlíf án ástar sé klám og að klám sé ofbeldi og að afleiðingar slíks ofbeldi séu skelfilegar (þunglyndi, átröskun, drykkja/dópneysla, sjálfs- víg), þó þær komi ekki alltaf strax fram eða séu öllum augljósar, eins og marblettir og beinbrot. Andinn og innihaldið er úti, holdið og yfir- borðið er inni – allt er til sölu, heimur versnandi fer. Klám er ekki bara of- beldi, það er líka efnishyggja. Er ekki tími til kominn að Gullkálfinum sé velt um koll í eitt skipti fyrir öll? Ást og friður. Mest lesið á DV.is 1 Stúlkan sem kærði Gillz og kærustu fyrir nauðgun þurfti að fara í aðgerð „Við grétum með henni,“ segja vinkonur sem fylgdu henni á Neyðarmóttöku. 2 „Sé eftir því að hafa ekki kært hann strax“ Móðir um að Gillz hafi hringt í unglings- stúlkur og þær spurðar út í kynlífsathafnir. 3 Margir skaðast af nauðgunar-máli Gillz Markaðsvirði Gillz hleypur á mörg hundruð milljónum 4 „Ég er brjáluð út í Pressuna“Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og stjórnlagaráðsfulltrúi, kærir myndbirtingu til Blaðamannafélagsins. 5 „Nú fylkja liði fylgdarmenn Gillz nauðgunar-brandara- karls“ María Lilja Þrastardóttir skrifar um kæru á hendur Gillz í pistli á Smugunni. 6 Móðir Ellu Dísar borin útFékk útburðartilkynningu en hún hefur átt við fjárhagslega erfiðleika að stríða vegna veikinda dóttur sinnar. 7 Nauðgunarkæra: Gillz segir stúlkuna nota handrukkara. Egill Einarsson sendi frá sér tilkynningu í kjölfar kæru um nauðgun þar sem hann gefur í skyn að stúlkan hafi sent á hann handrukkara. Umræða 27Helgarblað 9.–11. desember 2011 Aðsent Stefán Máni Sigþórsson Loksins! Þessir ungu krakkar skemmtu sér konunglega á snjóbretti í skíðabrekkunum í Árbæ fyrr í vikunni. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Vatíkan í Papey Í eina tíð átti ég nágranna sem sagði, að auðvitað ætti að sparka í liggj- andi fólk, vegna þess að það væri svo mörgum sinnum auðveldara. Og ég man að ég spurði mig að því hvort þetta væri ekki akkúrat raunin; keppist fólk ekki við að spakra í þann liggjandi, vegna þess að lydduhátturinn er fólki svo skelfilega eðlislægur? En þegar ég skoðaði þetta nánar, komst ég að því að það er hinn áberandi minnihluti sem markar förin; skrifar nafn sitt í gangstéttina á meðan við hin erum að bíða eftir því að steypan harðni. Bolurinn mun ekkert bregðast okkur. Þjóðfélagið mun áfram ala upp stjórn- málamenn sem níðast á samfélaginu; menn sem maka krókinn og flýja svo í hópreið með himpigimpahjörð sjálfsve- sældarinnar á vit einsemdar. Sumir sjæna sín gullklósett um leið og lagst er á bæn við jarm sauðheimskra preláta. Áfram mun þjóðin reka fatlað fólk og fátæklinga út á guð og gaddinn og áfram mun fíflahjörðin fá að falsa söguna svo unnt verði að breyta skúrgarmi í must- eri. Dæmin eru of mörg og bjánarnir eru svo margir. Þeir sem tæmdu sparibaukana okkar og skildu þjóðina eftir í sárum koma nú með kranavatn og plástur og segjast jafnvel vilja kyssa á báttið á meðan þjóð- inni er að blæða út. Núna lofa sjálftöku- menn lyklalausn og þjófafélag frama- gosa lofar að fella niður helling af öllum skuldum Íslendinga. Og svo eru boð- berar íslenskra vettlingataka svo skyni skroppnir að þeir opinbera ósjálfrátt þá fávisku sem helst þeir vilja leyna. Auð- vitað vilja framsóknarmenn ekki leyfa aukið fjárstreymi til stofnunar sem hefur eftirlit með bönkum. Ég spái því að auðvitað sé það ekk- ert annað en tímabundin aðgerð, hjá ríkisvaldinu, að sýna þá öfgafullu ráð- deild og þann aðgangsharða sparnað sem neyðin hefur rekið þjóðina í. En ég hafna því að ríkisstjórn Jóhönnu sé að vinna þau verk af illkvittni. Að vísu er erfitt að sætta sig við það að alltaf ná fíflin að lita hin fögru verk sterkum lit- um. Á meðan glæpahyskið hugsar um það eitt að breyta sögu skúrræfils í sögu miðaldakirkju með tilheyrandi sögu- fölsun. Og á meðan þetta sama fólk læt- ur sig eflaust dreyma um það að endur- reisa það mikla vatíkan sem eitt sinn var í Papey og á meðan báknið býður gullklósettaelítunni að gera sér vonir um að keisarinn í Kína fái að kaupa landið – djöst læk ðett – þá er til fólk sem er svo fátækt að það getur þakkað fyrir ef það á veika von. Þessi nágranni minn – sá sem sagði að vissulega ætti ávallt að sparka í liggjandi, þar eð það væri auðveldara – hann varð sjálfur fyrir því óláni að setja sig á háan hest og með rassgatið fullt af seðlum féll hann úr háum söðli og reis ekki aftur upp. Fagna skal með hýrri há og hjartagæsku fjöldinn ef aldrei munu fíflin fá að fara hér með völdin. Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Ágúst Jóhannsson eftir sigur á Þýskalandi á HM. – mbl.is Þetta er alls ekki líkt okkur Ritstjóri Pressunnar, sem baðst afsökunar á umdeildri myndbirtingu.- DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.