Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 9.–11. desember 2011 É g hlakka alltaf til jólanna. Jól- in eru yndislegur tími en mað- ur er ekkert að fara að gefa margar jólagjafir,“ segir Ragna Ingólfsdóttir, besta badmin- tonkona landsins. Ragna er atvinnu- manneskja í íþróttinni og situr í 66. sæti heimslista Alþjóða badmin- tonsambandsins. Ragna stefnir á að taka þátt í Ólympíuleikunum sem fram fara í London á næsta ári en ef af verður er það í annað skiptið sem Ragna tekur þátt í þessari stærstu íþróttakeppni heims. Miklir fjárhagserfiðleikar Ragna æfir og keppir það mikið að hún getur ekki unnið venjulega vinnu en á í basli með að safna pen- ingum til að komast á Ólympíuleik- ana því þótt hún fái borgað fyrir flug og gistingu þar hún að borga af íbúð og námslánum. „Ég þarf að sjá um að panta allt og í það fer mikill tími. Ég er á nokkrum styrkjum – er til dæmis með kort í World Class, fæ einu sinni á dag að borða hjá Lifandi markaði, fæðubótarefni frá Now og föt og skó hjá Asics – en ég fæ enga peninga- styrki til að lifa á. Ég er eina atvinnu- manneskjan í badminton á Íslandi og get því ekki borið mig saman við íslenska badmintonspilara en stelp- urnar sem ég keppi við úti eru með hóp af fólki í kringum sig, fá frítt hús- næði og mat í Ólympíuþorpum og eru á auglýsingastyrkjum frá fyrir- tækjum. Þær geta því einbeitt sér að badmintoninu án þess að þurfa að vera að pæla í peningum. Eini pen- ingurinn sem ég fæ til að borga af íbúð, mat og öðru er það sem ég fæ fyrir einkaþjálfun og forvarnarstarf sem ég sé um innan TBR. Oft dvel ég fimm til fimmtán daga í mánuði úti og get þá ekki verið að vinna mér inn laun á meðan,“ segir Ragna sem seg- ir fjárhagserfiðleikana taka sinn toll. „Að þurfa að hafa áhyggjur af því að geta ekki staðið í skilum hefur pott- þétt áhrif á árangurinn í íþróttinni. Ég er alltaf að hugsa um þetta.“ Lætur ekkert stoppa sig Ragna segist finna mikinn mun á viðmóti fyrirtækja í ár en þegar hún fór á Ólympíuleikana 2008. „Ólymp- íuleikarnir voru í ágúst 2008, áður en hrunið átti sér stað. Á þeim tíma var allt miklu auðveldara enda var ég á fínum styrkjum þá,“ segir hún en bætir við að hún sé ekki á því að gefast upp. „Ég fer á Ólympíuleik- ana. Ég læt ekkert stoppa mig. Það væri samt fínt að geta einbeitt sér að því að verða betri í badminton án þess að þurfa að vera með áhyggjur af mat og bensíni. Alveg frá því að ég var pínulítil hef ég verið ákveðin að komast á Ólympíuleikana. Ég vissi að ég væri góð í þessari íþrótt og að ég ætti möguleika. Ég hef aldrei efast um að ég væri á réttri braut en þetta er ekki gaman að eiga varla fyrir mat eða að standa uppi algjörlega rétt- indalaus. Ég er 28 ára og hef engin réttindi, þar sem ég hef ekkert unn- ið. Ég fengi ekki einu sinni fæðingar- orlof ef ég myndi eignast barn.“ Ragna leitar til landsmanna í von um styrki í formi jólagjafa. „Ég og vinkona mín sem smíðar skart- gripi hjá Jens fórum í smá samstarf en það hefur ekkert gengið. Það hef- ur ekki ein einasta manneskja styrkt mig með kaupum á þessum gripum en ef einhver vill vera svo almenni- legur þá er hægt að nálgast upplýs- ingar á aðdáendasíðunni minni á Facebook.“ Ragna safnar fyrir Ólympíuleikunum „Það hefur ekki ein einasta manneskja styrkt mig með kaupum á þessum gripum. n Atvinnumanneskja á heimsmælikvarða án launa n Peningaáhyggjur hafa áhrif á árangurinn Indíana Ása Hreinsdóttir blaðamaður skrifar indiana@dv.is Vantar fé Ragna segir að það sé ekki gaman að eiga varla fyrir mat. Á heimsmælikvarða Ragna er í 66. sæti heimslistans í badminton en segir fjárhags- áhyggjur hafa neikvæð áhrif á árangur sinn í íþróttinni. Óljós mörk milli Gillz og Egils ur sem fyrirmynd annarra manna. Í áðurnefndri greiningu á hugmynd- um Egils um karlmennsku komast þær Ásta og Kristín Anna að þeirri niðurstöðu að líklega hafi áhrif karl- mennskuhugmyndar Egils verið vanmetin og hún hafi alla burði til að hafa mótandi áhrif eða eins og stendur orðrétt: „Eitt einkenni henn- ar er áhersla á útlit og umhirðu lík- amans sem hefðbundið telst kven- leg. Til að vega á móti því kvenlega er ofuráhersla lögð á fjölda kynferð- islegra sigra, stjórnun líkama og til- finninga auk undirskipunar annarra samfélagshópa. Innan orðræðunnar rúmast ekki virðing, ást, umhyggja og samskipti á jafningjagrundvelli. Karlmennskuhugmynd Egils virðist því líkleg til að stuðla fremur að skað- legri karlmennsku og vinna þar með gegn þróun í jafnréttisátt.“ n Umdeildur Egill hefur aldrei verið jafn umdeildur og nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.