Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir 9.–11. desember 2011 Helgarblað
Málinu ekki frestað
n Útburðarbeiðni móður Ellu Dísar tekin fyrir
É
g fékk að heyra það frá lögfræð
ingnum mínum í dag að málinu
yrði ekki frestað,“ segir Ragna
Erlendsdóttir, móðir Ellu Dís
ar, fimm ára stúlku sem greind hef
ur verið með taugaskaða af völdum
sjálfsofnæmis.
Ragna fékk á föstudagskvöldið
í síðustu viku afhent bréf þar sem
henni var tilkynnt að það ætti að taka
fyrir kröfu um útburð í Héraðsdómi
Reykjavíkur þann 9. desember. Hún
var að vonast til að fá málinu frestað,
alla vega fram yfir jól. Það gekk hins
vegar ekki eftir. Ragna fékk þær upp
lýsingar að málinu yrði ekki frestað
nema hún lægi alvarlega veik á spít
ala. Ragna hefur leigt hjá Leiguliðum
ehf. síðastliðin þrjú ár. Ef öll gögn í
málinu eru tilbúin þá býst hún alveg
eins við því að verða borin út strax.
Ragna hefur ekki haft efni á að
ráða lögfræðing til að sinna máli sínu
almennilega. Hún hefur þó aðgang
að lögfræðingi sem hefur aðstoðað
hana lítillega án þess að fá greitt fyrir.
„Ég er ekki borgandi viðskiptavinur
þannig að maður verður að sætta sig
við svona smá ölmusu.“ Ragna hef
ur ekki í önnur hús að venda eins og
staðan er í dag, en hún á tvær aðrar
dætur fyrir utan Ellu Dís. Fjölskyld
an hefur ekki getað fengið íbúð hjá
Félagsbústöðum með hjólastóla
aðgengi, sem er nauðsynlegt vegna
Ellu Dísar.
Eftir að fjallað var um yfirvofandi
útburð fjölskyldunnar í DV hefur þó
fjöldi fólks haft samand við Rögnu og
boðið fram aðstoð sína. Þá er einnig
símasöfnun í gangi til styrktar fjöl
skyldunni sem hún segir hafa gengið
framar vonum.
Ragna er búin að vera í sambandi
við Heimavarnarliðið sem hefur
boðist til að standa vörð um heimili
hennar ef til útburðar kemur.
solrun@dv.is
Mikið úrval af hring-
og loðtreflum,
húfum og vettlingum.
JólagJöfin í ár
Ný sending af
tískuskartgripum
og hárskrauti
SkarthúSið
laugavegi 44
Sími 562 2466Erum á Facebook
Slitastjórn Landsbankans:
„Hannes
ekki fengið
krónu“
„Hannes hefur ekki fengið krónu,“
segir Páll Benediktsson, upplýs
ingafulltrúi slitastjórnar Lands
bankans. Hann segir að frétt
Morgunblaðsins á fimmtudaginn
um að slitastjórn Landsbankans
hafi greitt Hannesi Smárasyni 350
milljónir króna úr þrotabúi bank
ans ranga. „Þetta er alveg kolröng
frétt í Morgunblaðinu.“
Páll segir að milljónirnar
hafi verið lagðar inn á sérstakan
geymslureikning þar sem ágrein
ingur ríki um hvort kröfur Hann
esar í búið séu forgangskröfur.
Ágreiningnum hefur verið skotið
til dómstóla og er beðið niður
stöðu í málinu. Slitastjórn hafnaði
kröfunni þannig að hún telur hana
ekki vera forgangskröfu,“ segir Páll
í samtali við DV.
Greint var frá því á miðvikudag
að slitastjórn bankans hefði greitt
fyrstu greiðslurnar úr búi hins
fallna banka. Greiðslurnar sem
slitastjórn Landsbankans tilkynnti
um – jafnvirði um 432 milljarða
íslenskra króna – námu um þriðj
ungi af samþykktum forgangskröf
um í búið.
Réttindalaus
velti bifreið
Fólksbíll valt á Grensásvegi á móts
við Réttarholtsveg á þriðja tím
anum aðfaranótt fimmtudags.
Þrjú ungmenni voru í bílnum og
sluppu þau öll ómeidd. Ökumað
urinn reyndist vera réttindalaus
og er hann grunaður um akst
ur undir áhrifum fíkniefna eða
áfengis. Hann hafði ekki leyfi til
að vera á bílnum og reyndist hafa
tekið hann ófrjálsri hendi af fjöl
skyldumeðlimi.
Bjartmar reiður
út í Myndstef
Þ
að fauk svo í mig að ég sá
svart. Ég var að gefa mann
inum mynd, hundrað pró
sent,“ segir Bjartmar Guð
laugsson, tónlistar og
myndlistarmaður. Hann gaf mynd á
fjáröflunarsamkomu sem haldin var
í október til styrktar Guðmundi Felix
Grétarssyni sem missti báða hand
leggina í vinnuslysi árið 1998. Mynd
stef, myndhöfundasjóður Íslands,
krafðist þess að svokallað fylgiréttar
gjald væri greitt af öllum verkunum,
þrátt fyrir að um góðgerðaruppboð
væri að ræða. Gjaldið er tíu prósent
af söluandvirði verka og rennur til
höfunda þeirra. Mynd Bjartmars
seldist á um fjörutíu þúsund krónur
á uppboðinu og fylgiréttargjaldið því
um fjögur þúsund krónur. Hann var
ekki par sáttur þegar hann fékk sím
tal frá Myndstefi á dögunum þar sem
honum var tjáð að hann ætti inni hjá
þeim peninga. „Það mega allir vita
það að ég bara trylltist,“ segir Bjart
mar til að ítreka hve reiður hann
varð við símtalið. Hann segist verða
reiður einu sinni á ári og þetta hafi
verið það skipti.
Um tvíverknað að ræða
Bjartmari finnst ólíðandi að fylgi
réttargjöld séu innheimt af verkum
sem seld eru til styrktar góðgerðar
málum. Þrátt fyrir að peningurinn
renni í vasa Bjartmars sem getur gef
ið hann í söfnun Guðmundar, þá vill
hann meina að um tvíverknað sé að
ræða. „Ég á ekki að þurfa að send
ast með peninga sem ég er búinn að
gefa. Fá þá frá Myndstef bara til að
láta manninn hafa þá aftur. Ég veit
ekki hvaða fjallabaksleið það er eig
inlega á þessum fjögur þúsund kalli.“
Hann segist að sjálfsögðu ætla að
koma því þannig fyrir að Guðmund
ur fái peningana þótt hann hefði vilj
að sleppa þessum krókaleiðum.
Skylt að fara eftir lögum
Yfir fimmtán listamenn gáfu verk
sín á uppboðið og því ljóst að tölu
verð upphæð fór í fylgiréttargjöld.
DV fjallaði um málið í október
þar sem Knútur Bruun, lögmaður
Myndstefs, útskýrði af hverju fylgi
réttargjöld væru innheimt af verk
um sem seld eru í þágu góðgerðar
mála.
Hann sagði að lög um inn
heimtu fylgiréttargjalda væru í gildi
á Norðurlöndunum og Ísland væri
þar engin undantekning. „Þegar
voru haldin góðgerðaruppboð hér
áður fyrr hafði Myndstef þá óskrif
uðu reglu að innheimta ekki fylgi
réttargjöld. Okkur fannst það hálf
asnalegt að myndlistarmennirnir
væru að gefa myndirnar sínar en
svo væri innheimt gjald sem lista
maðurinn fékk til sín.“ Þann ráða
hag kærði Gallerí Fold til viðskipta
ráðuneytisins fyrir nokkrum árum
og úrskurðaði ráðuneytið að Mynd
stefi bæri að innheimta þetta gjald,
að sögn Knúts.
Efast um lögmætið
Bjartmar segist hafa lesið svör Knúts
í DV en efast þó um réttmæti þessara
laga. Hann ítrekar að gjöf sé gjöf. „Ég
gaf manninum myndina og hann á
þessa peninga. Ég gaf honum myndina
til að hann gæti fengið nýjar hendur.
Til að auðvelda honum þetta af því ég
styð hann. Ég veit ekkert hvort þetta er í
lögum og þó þetta sé í lögum þá veit ég
ekkert hvort þau eru lögmæt.“
Vill ekki neikvæða orku
Listamaðurinn Tolli gaf einnig mynd
á uppboðið en hann er þó ekki ósáttur
við Myndstef líkt og Bjartmar. „Ef við
hefðum vitað þetta fyrir fram þá hefði
að sjálfsögðu verið hægt að vinna eitt
hvað í málinu en fyrst þetta er svona þá
er samt sem áður alveg til flötur á því
að leysa þetta.“
Tolli segir það lítið mál að sækja
peninginn og afhenda Guðmundi og
það ætlar hann að sjálfsögðu að gera.
„Ég er með Guðmundi í þessu alla leið.
Setjum ekki neikvæða orku inn í þetta.
Vera bara með jákvæða orku í þessu
alla leið og aldrei að rífast.“
n Myndstef innheimtir fylgiréttargjöld af verkum á góðgerðaruppboðum n Farið
að lögum, segir lögmaður Myndstefs n Bjartmar efast um réttmæti laganna„Ég á ekki að þurfa
að sendast með
peninga sem ég er búinn
að gefa.
Safnar fyrir höndum Fjölmargir
listamenn gáfu listaverk á fjáröflunarsam-
komu til styrktar Guðmundi Felix.
Ekki frestað Útburðarmál Rögnu verður
tekið fyrir í héraðsdómi í dag, 9. desember.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Brjálaður Bjartmar er ósáttur
við vinnubrögð Myndstefs og
efast um réttmæti laganna.