Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 1.–5. ágúst 20142 Fréttir
DV kemur út
á miðvikudag
Vikublað DV kemur út á miðviku
degi í næstu viku í stað þriðju
dags. Vikublað DV kemur öllu
jöfnu út á þriðjudegi en vegna
frídags verslunarmanna kem
ur blaðið út miðvikudaginn 6.
ágúst. Helgarblað kemur út á
föstudaginn líkt og venja er. DV.
is verður starfrækt með reglu
bundnum hætti og verður hægt
að lesa nýjustu fréttir þar alla
daga venju samkvæmt.
Ferja til Eyja
er á forræði ÍBV
Eyjamaður þurfti að borga 18.000 krónur til að komast heim með Herjólfi
S
ædís Inga Ingimarsdóttir
segir að það hafi reynst
systur sinni, sem býr ásamt
kærasta sínum í Vestmanna
eyjum, þrautin þyngri að
skreppa upp á land stuttu fyrir Þjóð
hátíð. Hún hafði ætlað að fara úr
Eyjum á fimmtudeginum og koma
aftur í kvöld, föstudag, en hafi lent
í miklu stappi við ÍBV og skrifstofu
Herjólfs þegar hún ætlaði að kaupa
miða, þar sem hún hafi verið neydd
til að kaupa miða á Þjóðhátíð til að
komast heim til sín. Sædís segir það
sæta furðu að ÍBV fái að ráða aðal
samgönguleiðinni milli lands og
Eyja um verslunarmannahelgina.
Upp á náð og miskunn
ÍBV komin
Málavextir eru þeir að mágur Sæ
dísar hringdi á skrifstofu Herjólfs
og hugðist panta far fyrir kærustu
sína með bátnum. Þar fékk hann
þær upplýsingar að hvað þessa
helgi varðaði væru ferðir almenn
ings til og frá Vestmannaeyjum í
höndum ÍBV og var honum bent á
að hringja þangað.
Hjá ÍBV fékk hann þau svör að
það væru einhver laus pláss um
borð en honum var bent á að kaupa
miða í Herjólf á vefsíðunni dalur
inn.is. Þegar hann hugðist gera það
kom í ljós að hann gat ekki keypt
miða í Herjólf án þess að kaupa líka
miða í dalinn á Þjóðhátíð. Sædís
segir að það sé „upp á náð og misk
unn ÍBV manna hvort þú komist til
eða frá eyjunni án þess að kaupa
miða eða ekki.“
Þar sem mágur Sædísar var ekki
sáttur með þetta hafði hann aftur
samband við afgreiðsluna hjá Herj
ólfi og athugaði hvort það væri laust
far fyrir kærustu sína á laugardeg
inum. Þá fengust þau svör að það
væri laust pláss fyrir bílinn hennar
en ekki hana sjálfa. Honum var svo
bent á að hafa samband við ÍBV og
athuga hvort þeir gætu aumkað sér
yfir hana og hleypt henni með bíln
um á laugardeginum.
Kostaði 18.000 að
komast heim
Sædís segir að mágur hennar hafi
þar fengið þvert nei við beiðni
sinni. Hann hafi þá verið orðinn
mjög þreyttur á því að vera send
ur fram og til baka milli aðila og svo
fór að hann neyddist til að kaupa
far fyrir kærustu sína til Eyja klukk
an ellefu á föstudagskvöldi, ásamt
miða í dalinn. Því kostaði það
systur Sædísar rúmar 18.000 krón
ur að komast heim til sín og hún
situr uppi með þjóðhátíðarmiða
sem hún hafði ekki ætlað að kaupa.
Sædís segir að ef þú sért svo
óheppinn að vera Eyjamaður sem
þurfi að ferðast þessa helgi verðir
þú bara að „sitja á hakanum svo
hægt sé að hala inn og græða á
þessari helgi. Eru dollaramerkin
virkilega farin að villa þessum
mönnum svo sýn að úr verður að
gestir ganga fyrir heimamönnum?
Ég vona svo sannarlega að þeir
sem ráða þessum hlutum fari nú að
vakna og sýna fólkinu sem hér býr
meiri virðingu en þetta.“
Segir þetta besta fyrirkomulagið
„Já, þetta er núna í þriðja árið sem
þetta er svona,“ segir Hörður Orri
Grettisson, formaður þjóðhátíðar
nefndar, aðspurður hvort það sé
rétt að miðasölu í Herjólf sé hátt
að svona um helgina. Hörður segir
ástæðuna vera þá að eftir að Herj
ólfur fór að sigla til Landeyjahafn
ar hafi fólk tekið upp á því að panta
marga miða til að tryggja að það
kæmist með bátnum, sem olli því að
hann kom alltaf hálftómur til hafn
ar. Hörður segir að til að sporna við
þessu hafi verið brugðið á það ráð
að kaupa stóran hluta miða með
Herjólfi og selja hann í ásamt miða
í dalinn. Hörður segir þetta fyrir
komulag ekki fullkomið, en að þetta
sé það besta í stöðunni. ÍBV sér um
rekstur dalurinn.is og kaupir félag
ið tvo þriðju hluta þeirra miða sem í
boði eru yfir helgina.
Aðstoða í „neyðartilfellum“
Aðspurður hvort það sé ekki ósann
gjarnt að heimamenn þurfi að
kaupa miða í dalinn til að kom
ast heim til sín með bátnum um
helgina segir Hörður að reynt hafi
verið að leysa öll slík mál sem koma
upp, en nefnir að það sé gert ef upp
kemur „neyðartilfelli“ hjá viðkom
andi. „Við höfum undantekningar
laust leyst það þegar fólk leitar til
okkar,“ segir hann enn fremur. Að
spurður hvort það verði þá að flokk
ast undir neyðartilvik segir Hörður
svo vera. „Ef fólk hringir og þarf að
komast til Eyja, það er náttúrlega
mjög auðvelt að fá far, þá höfum við
gert það. En við gerum það kannski
ekki fyrir hvern sem er, en í neyðar
tilvikum höfum við gert það,“ segir
Hörður. n
Sædís Inga Eymundsdóttir Sædís
segir það sæta furðu að ÍBV fái að ráða
samgöngum milli lands og Eyja með
þessum hætti.
„Eru dollara-
merkin virkilega
farin að villa þessum
mönnum svo sýn að úr
verður að gestir ganga
fyrir heimamönnum?
Herjólfur Sædís segir það
furðulegt að ÍBV geti neytt
Eyjamenn til að kaupa miða á
Þjóðhátíð vilji það komast til
síns heima um verslunarmanna-
helgina. MYND SIGTRYGGUR ARI
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
Setur fé til
höfuðs
Netanyahu
Friður 2000, góðgerðasamtök
Ástþórs Magnússonar, heita
hverjum þeim sem handtekur
Benjamín Netanyahu, forsætis
ráðherra Ísraels, og kemur hon
um fyrir Alþjóðlega sakamála
dómstólinn í Haag, 10 þúsund
dollurum eða rúmlega einni
milljón króna. Samtökin saka
Netanyahu um að hafa fyrirskip
að her sínum að framkvæma
„einhverja alvarlegustu stríðs
glæpi síðan á dög
um Hitlers.“
Fénu á að
safna í gegn
um hóp
fjármögn
unarsíðuna
Indiegogo og
vonast samtökin til að jafnvel
takist að safna hundrað sinnum
hærri upphæð, eða 100 millj
ónum króna. Þeir sem leggja
fram fé geta meðal annars feng
ið boli, plaköt og könnur með
merki söfnunarinnar. Ef einhver
hagnaður verður af söfnuninni
mun hann vera nýttur til frekari
starfa Friðar 2000, að því er fram
kemur heimasíðu samtakanna,
israelwarcriminal.com.